Lesbók Morgunblaðsins - 13.05.1989, Blaðsíða 16
;
B I L A R
ISUZU
íburðarlaus - en kemur á óvart
Mælaborðið minnir á Citroen í sumu tilliti og er ekki
verra fyrir það.
Enginn íburður
Gemini er fáanlegur
sem venjulegur fernra
dyra fólksbíll eða tvennra
dyra, örlítið minni bíl en
þá með stórri hurð að
aftan og ekki ýkja stóru
farangursými. Fólksbíll-
inn er 4,07 m langur en
styttri bíllinn 3,99 m.
Hæð er 1,38 m, breiddin
1.615 m, lengd milli hjóla 2,4 m og þyngd
minni bílsins er 825 kg en þess stærri 840
kg. En það var sem sagt Gemini tvennra
eða öllu heldur þrennra dyra „hatchback"
sem var til skoðunar og verður því §allað
um hann hér á eftir.
Vélin er 1471 rúmsentimetra og 76 he-
stöfl en til er einnig 1297 rúmsentimetra
vél og þá 72 hestöfl. Framleiðendur bjóða
bílinn einnig með dísilvél en ekki hefur þótt
ástæða til að flytja þá gerð hingað enda
sýnt að slík útgerð myndi ekki borga sig
miðað við núverandi bensínverð og þunga-
skatt. Gemini er framdrifinn og rennur
áfram á 13 þumlunga börðum.
Gemini er þægilegur og bjartur bíll að
umgangast. Ymislegt við stýrið og sæti
ökumanns minnir á lausnir Citroen þar sem
rofar sitja á bretti rétt við hendur öku-
manns þegar hann heldur um stýrið „klukk-
an tíu mínútur yfir tíu“ eins og ökukennslu-
bókin sagði. Það á við um stjómtæki eins
og ljós og þurrkur en nokkrir rofar eru á
hefðbundnum stað í mælaborði eins og til
dæmis miðstöðvarkerfið.
Hér er enginn sérstakur íburður á ferð-
inni enda verðlagið ekki slíkt. Að innan er
að finna allt það sem ökumaður og far-
þegar þarfnast í bíl sem þessum; ágæt sæti,
öryggisbeltin á sínum stað, hliðarhólf fyrir
smádót fram í og aftur í og útsýni er gott.
Skuthurðin opnast mjög vel og þótt farang-
ursýmið sé ekki stórt í þessari gerð Gemini
ætti það að duga fyrir alla venjulega notkun
í borgarbíl og þótt lengra væri farið með
ekki alltof marga farþega. Bíllinn er með
Hann heitir fullu nafni
Isuzu Gemini hatchback og
kemur á óvart.
samlæsingu á hurðum, hann er búinn dag-
ljósabúnaði eins og flestir nýir bílar nú til
dags, útispeglar eru á báðum hliðum og
bílnum fylgir líka útvarp og segulbandstæki.
Það sem helst má telja hvimleitt í tvennra
dyra bílnum er umgangurinn í aftursætið.
Framsætið gengur fram um leið og sætis-
bakinu er hallað fram og þarf því að stilla
sætin í á ný hvert sinn og einhveijum hefur
verið hleypt aftur í. Hins vegar hefur verið
reynt að koma öryggisbeltum framsæta
þannig fyrir að þau trufli sem minnst þenn-
an umgang.
Aksturinn
Aksturinn kemur skemmtilega á óvart
og hann þarf ekki að skammast sín fyrir
viðbragðið. Það er leikur einn að rífa sig
af stað eftir langa bið á rauðu ljósi og það
er líka auðvelt að drífa sig fram úr lestar-
stjórunum á leið í Mosfellsbæ eða á Suður-
nesin. Gemini á lengi vel kraft í þá snerpu
sem ökumaður þarf í slíkum tilfellum. Og
oft dugir fjórði gírinn til þess arna en ef
færið er knappt er vitanlega vissara að
skipta í þriðja. Fimmti gír er einnig fyrir
hendi og hann er eins og alltaf góð viðbót,
sérstaklega fyrir þá sem hafa hann ekki
dags daglega í heimilisbílnum.
Snerpan er það sem kemur þægilega á
óvart í þessum bíl. Eins og getið var í upp-
hafi sest ökumaður undir stýri Gemini í
fyrsta sinn án þess að gera sér háar hug-
myndir um gott viðbragð en það er vissu-
lega fyrir hendi. Og raunar má segja það
um hvaðeina sem akstrinum viðkemur:
Bílvangur Sambandsins
hefiir umboð fyrir
Isuzu bílana frá Japan
en auk þeirra býður
fyrirtækið bíla fi'á Op-
el og Chevrolet eins og
kunnugt er. Innflutn-
ingur á bílum frá Isuzu
hófst fyrir allmörgum árum en segja
má að á liðnu hausti hafí fólksbílar firá
Isuzu fyrst náð fótfestu hér enda þá
fáanlegir á góðu verði og bíllinn orðinn
breyttur og bættur frá því sem verið
hafði. Isuzu Gemini verður skoðaður hér
nokkuð í dag en hann er fáanlegur í
nokkrum gerðum, með 1300 eða 1500
vél, 76 hestöfl, tvennra eða fernra dyra
og kostar frá 638 þúsund krónum upp í
835 þúsund krónur.
Isuzu Gemini kemur nokkuð á óvart af
ýmsum ástæðum. Kannski fyrst þeirri að
þetta er bara lítið þekktur bíll og menn
hafa ekki gert til hans neinar sérstakar
kröfur. Hér er um léttan og lipran bíl að
ræða, snaggaralegan í borgarumferð og
þægilegan í umgengni.
Og trúlega er óhætt að
gera til hans ýmsar kröf-
ur án þess að verða fyrir
vonbrigðum.
Á stærri bílnum er hólf á baki 6-am-
sæta og ágæt hólf í hurðum líka.
Gemini er bíll sem þolir ýmsar kröfur öku-
manns, hann er snöggur, lipur og rúmgóður
hið innra.
Stýrið er mjög létt enda aflstýri og það
er nákvæmt. Það er auðvelt að hafa full-
komna stjóm á bílnum, hann rásar ekki
óvænt út undan sér eins og það er annars
auðvelt nú orðið á borgarmalbikinu með
hinum sífellt dýpkandi skomm sínum. Heml-
ar fá líka plús og sömuleiðis gírskiptingin.
Að endingu
Isuzu Gemini kostar 638 þúsund krónur
hið ódýrasta og er óhætt að segja að menn
fá talsvert mikið fyrir þá upphæð. Eins og
fyrr segir hefur hann verið fluttur inn frá
því á liðnu hausti og við uppherslu og fyrstu
yfírferð hefur hann verið laus við öll vanda-
mál og í því efni staðið sig betur en ýmsir
dýrari bílar. Gemini hlýtur því að koma til
álita þegar menn leita að smábíl - og jafn-
vel miðlungsstórum - og í verði keppir hann
við ýmsa landa sína með góðum árangri.
Nokkrar tölur: Lengd 3,995 m
breidd 1,615 m hæð 1,38 m lengd
milli hjóla 2,4 m þyngd 825 kg gírar
5 hestöfl 76 verð frá 638 þús. kr.
GEMINI
ný útgáfa
Tveir nýir frá Alfa Romeo
Alfa Romeo 164 coupé
væntanleg á þessu ári.
Nýr Alfa Romeo, byggður á Fíat tipo,
en í útliti eins og Alfa 164.
Alfa Romeo hefur átt vaxandi fylgi að
fagna, einkum eftir að glæsiútgáfan Alfa
Romeo 164 kom til skjalanna. Sá er raunar
náfrændi þeirra Fiat Croma og Saab 9000
og upp runninn í samvinnuverkefni Svía og
ítala. Alfa er raunar útibú frá Fiat. Nú er
í ráði að fylgja eftir velgengninni með Alfa
164 og snemma á næsta áratugnum mun
hlaupa af stokkunum nýr millistærðarbíll,
sem tekur að því er virðist algerlega mið
af Alfa 164 og sést teikning af honum hér.
Raunar mun ætlunin að byggja á Fiat Tipo,
sem síðla þessa vetrar var kynntur í bíla-
þætti Lesbókar, en vélin verður mun líflegri,
eða 170 hestöfl og 12 ventla. Líka er mögu-
leiki, að hann verði fáanlegur með aldrifi.
A leiðinni mun það einnig vera á þessu
ári, að Alfa Romeo 164 komi á markað í
coupé-útgáfu og keppir þá við meiri bóga
en áður, enda verður hann með 3 lítra, V-6
vél og hámarkshraðinn ekki undir 230 km
á klst.
16
4