Lesbók Morgunblaðsins - 13.05.1989, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 13.05.1989, Blaðsíða 14
Rómverskar rústir við Volubiliíí. á sínum tíma reistur fyrsti há- skóli í heimi, er dagur í gömlu borginni ógleymanlegt ævintýri, hvar þröngar, stundum yfirbyggð- ar og örmjóar götumar hlyklqast eins og í völundarhúsi upp og nið- ur og fram og aftur. I Fes eru fomar moskur og ein af mörgum höllum Hassan konungs með gullslegnum dyrum, ekki færri en sjö að tölu. í Fes skyldu ferða- menn líka festa kaup á teppi ef það er á áhugasviði viðkomandi, verðlag er gott og gæðin í sér- Frá miðbæ Casablanca. flokki. Í Marokkó búa margir gyðingar og á stærsta blaði landsins Le Matin du Sahara, er dagsetningin á þremur tungumálum, frönsku, arabísku og hebresku. Allmargir áhrifamenn em af gyðingaættum og ísraelskir gyðingar sem eiga ættir að rekja til Marokkó hafa hin seinni ár leitað þangað í heim- sóknir, þurfa að vísu að fara um þriðja landið til að komast inn. Hins vegar búa þeir gyðingar sem fyrir em með aröbunum í friði. Það er óhætt að mæla með Marokkó sem áfangastað í leyf- um. Menn geta notið sumars og sólar, kynnst framandlegri menn- ingu og arfleifð, siðum og venjum sem er þó ekki stærri biti en svo að hann rennur vel niður. Ekki hvað síst ef dmkkið er með mintu- teið sem Marokkómenn em fræg- ir fyrir og verður seint oflofað. Og viðmót fólksins er mér öldung- is að skapi og sama má segja um gestrisni þess og um mintuteið. Þar verður ekkert ýkt. - jk Fróðleiksmolar um ferðablöð FERÐABLÖÐ af ýmsum toga eru býsna vinsæl lesning hjá þeim sem eru oft á faraldsfæti. Hvort tveggja er að í þessum blöðum birtast oft mjög gagnlegar upplýsingar og fallega myndskreyttar greinar. Þessi blöð eru auðvitað sitt með hveiju mótinu og þau eru sjálfsagt misjafnlega áreiðanleg, stundum er fullsterkur auglýs- ingakeimur af efni sem þar birtist. Þegar litast er um í bókabúðum í Reykjavík er ekki um auðugan garð að gresja, hafi fólk hug á slíkum blöðum. Það má raunar teljast furðulegt þegar skoðað er í hillur ýmissa bókaverslana og haft er í huga þau ógrynni tíma- rita sem er þar að finna. Breska mánaðarblaðið Business Traveller kemur þó nokkuð reglu- lega í sumar búðir. Traveller, sem er bandarískt, sést stöku sinnum — eða það selst svona snarlega upp. Travel-Holiday, einnig bandarískt, fæst stöku sinnum. Breska ritið Executive Travel sem mér finnst ásamt Business Traveller vera eitt allra besta hef ég aldrei séð í búðum hér. Kostimir sem prýða m.a. Busi- ness Traveller og Executive Travel eru einkum þeir að þau eru að mjög litlu leyti auglýsingatengd. Mér hefur virst að upplýsingar þeirra séu afar áreiðanlegar og sérstakur kafli í hveiju riti Busi- ness Traveller með upplýsingum um fargjöld til hinna ýmsu staða í heiminum eru gagnlegar o£ end- urskoðaðar við allar breytingar. Að þessu er mikill fengur. í því blaði er sömuleiðis listi yfir verð- gildi gjaldmiðla flestra landa, veð- urfar og hátíðisdaga. Úr slíku má lesa mikinn fróðleik. Kosturinn við Business Traveller og Executive Travel umfram flest önnur ferðablöð er þó að mínu viti, að greinar um aðskiljanleg efni eru skemmtilegar og fróðlegar. Aukin heldur eru þau fjölbreyttari að efni en bandarísku ferðablöðin sem hefur rekið á mínar fjörur; þau bandarísku gera sjaldnast neinu skil að ráði utan Bandaríkjanna. Með undantekningum þó. Svo eru fleiri gerðir af ferða- blöðum, sem er ástæða til að nefna. Langflest flugfélög gefa út rit sem er dreift í flugvétum og þó að fyr- ir komi að full áberandi glansmynd sé dregin upp, er þar oftast að finna leiðbeiningar sem koma að gagni. Þó ekki væri nema um flug- völl og komu í því landi sem er verið að fara til og alls konar hag- nýtir punktar þar að lútandi. Sjálf- sagt er að hvetja fólk til að glugga í þessi blöð á flugi og taka þau með sér að ferð lokinni. í þessum flugfélagsblöðum er langoftast ein grein eða jafnvel fleiri sem flalla um landið og fólk- ið og hvað sem áðumefndri glans- mynd líður á stundum, geta sumar sem eru ekki of hástemmdar verið ágætis lestrarefni. Á síðustu árum hafa sprottið upp eins og gorkúlur alls konar ferðaklúbbar og margir þeirra gefa út sérstök blöð sem er misjafnlega mikið í lagt. Þessir ferðaklúbbar eru að ég held upprunnir í Banda- ríkjunum og Austurlöndum fjær, nánar tiltekið Hong Kong. Þeir heita félögum sínum afslætti á hótelum — oftast dýrustu hótelum á hveijum stað að vísu, svo að venjulegur ferðamaður notar sér það tæpast. Bílaleigubíla með vild- ar kjörum og alls konar bónus ef dvalið er á vissum stöðum. Síðan eru gefnir punktar fyrir og hægt að „safna“ uns tilsettum fjölda er náð, en þá taka við boð um enn frekari ferðalög, hnattferðir og hvaðeina af girnilegum varningi. Sömuleiðis eru í boði tryggingar. Og svo mætti lengi telja. Meðal ferðaklúbba sem ýmsir þekkja hérlendis er IAPA og all- margir eru félagsbundnir í, þeir gefa út blað fjórum sinnum á ári sem heitir First class og má gera því skóna að í hveiju blaði sé að minnsta kosti ein ágætis grein. Annar klúbbur, sem hefur íslenska félaga innan sinna vébanda, er FBTC-Frequent Business Travel- ers Club og hefur aðalbækistöðvar sínar í Hong Kong. Þeir hafa verið með fréttabréf og stundum er klúbburinn skrifaður fyrir sérútg- áfum á ritinu Chiná Pacifíc sem er vandað blað. Best þeirra ferða- klúbbablaða sem ég hef gluggað í er Traveler (ekki átt við samnefnt rit sem ég minntist á fyrr og er bandarískt) sem Wexas-klúbbur- inn í Bretlandi gefur út fjórum sinnum á ári. Það er vitanlega undir öllu mögulegu komið hvað helst vekur áhuga þegar litið er í ferðablöð. En hvert með sínu móti eru þau forvitnum og áhugasömum ferða- löngum — hvort sem er á ferðalagi eða við undirbúning — uppspretta og þau bæta við vitneskju sem oft er fátækleg fyrir. Þar með getur ferðin orðið skemmtilegri og við haft af henni meiri ávinning fyrir bragðið. jk Smnar- tilboð frá hótelum íKaup- manna höfii Nítján af stærstu hótelunum í Kaup- mannahöfn hafa sam- einast um að bjóða ódýran „Kaupmanna- hafnarpakka". Hótelin bjóða 30-45% afslátt á gistingn og morgun- verði. Böm undir 12 ára borga um 730 kr. í herbergi með foreldr- um og eldri böm um 1460 kr. Kaupmanna- hafiiarkort er innifa- lið, sem gefiir ókeypis aðgang að um 40 söfii- um, í strætivagna og lestir innan borgarinn- ar, í Tívolí og afslátt á miðum í „Sirkusinn" og með ferjunni yfir til Svíþjóðar. Gestimir fá kortið, um leið og þeir skrá sig inn á hót- elin. Tilboðið gildir frá 23.6. til 6.8. Lágmarksdvöl er gisting í tvær nætur. „Kaupmannahafnarpakk- ann“ er hægt að panta hjá ferðaskrifstofiim, á „Grand Hotel“ eða lijá því hóteli, sem gist er á.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.