Lesbók Morgunblaðsins - 13.05.1989, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 13.05.1989, Blaðsíða 15
Skotland; Flugiiveiöiskóli í stanffaveiðiparadís Skotland er ekki lengra í burtu en svo, að það tekur innan við tvær klukkustundir að fljúga þangað. Þar er víða afar fallegt landslag og skemmtilegt smá- þorpamannlíf, ekki síst í Hál- öndunuin og Scottish Borders. Margir íslendingar hafa átt erindi til Skotlands, í nám, verslunarferðir og fleira. Nokkrir íslendingar hafa farið þangað til að reyna laxveiðina sem þykir víða góð þar um slóð- ir . Nú vinnur Ferðaskrifstofan Ferðabær að því að setja saman pakkaferðir fyrir íslenska sportveiðimenn til Skotlands. Það er eitt og annað í boði, t.d. fluguveiðiskóli með þekktum snillingum í kennarastólunum, lax- og silungsveiði í frægum ám eins og Tweed, Dee og Don og síðast enn ekki síst einhver Qölbreytilegasta skotveiði sem völ er á þótt víðar væri leitað Ferðablaðinu gafst kostur að skoða aðstæður og aðbúnað á þeim slóðum sem um ræðir, lax- og silungsveiðisvæði í ánni Tweed sem er sennilega besta laxveiðiá Skotlands. Þar sem Ferðabær mun bjóða Islendingum að veiða er gisting í Tweed Walley hótel, sem er fjögurra stjörnu sveitahót- el. Heimiiislegt og snyrtilegt. Og við Dee og Don þar sem völ er á fjölbreytilegri gistingu og að- búnaði Hótelið og þau veiðisvæði sem eru í boði við Tweed eru frem- ur ofarlega og laxveiðin verður þar fyrst boðleg er halla tekur sumri. Er best í október og nóvem- ber. Aftur á móti er góð siiung- sveiði í ánni allt sumarið, urriði sem vegur að jafnaði eitt til tvö pund. Og svo er regnbogasilungur í nokkrum íjallatjörnum. Dee er betri er líða tekur á, en Don er fyrst og fremst frábær silung- sveiðiá, en þó með von um lax hvenær og hvar sem er. Fluguveiðiskólinn í Tweed Wal- ley Hotel á sér aldarfjórðungs langa sögu og þangað koma fær- ustu kennarar til starfa. Hann hefst þegar í þessum mánuði og standa námskeiðin í viku í senn. Á laxveiðum í ánni Dee. Það er farið í gegn um allt sem heyrir undir veiði og stæra kenn- ararnir sig af því að segja engum að eitthvað eigi að vera svona og svona. Þeir leggi línur og leyfi svo sérviskum og töktum hvers og eins að njóta sín sem best, hvort heldur um er að ræða fluguköst, hnýtingar eða val á flugum og mat á aðstæðum. Meðal námsefn- is má auk þess nefna þurrflugu- kennslu, en það gæti verið afar áhugavert. Fáir íslendingar kunna þá veiðiaðferð, skilyrði á íslandi hafa verið talin óhagstæð. En til þess eru vígin að fella þau og þeir fáu íslendingar sem hafa lagt sig eftir því að veiða með þurrflugu hafa fengið hörkuveiði við vissar aðstæður þegar annað hefur brugðist. GG Lj ósmyndaferðir í ColoradoQöllum og á ótroðnum slóðum í Idaho-fylki Ljósmyndun er áhugamál margra ferðamanna. Ef myndavélin gleymist heima, er ferðalagið oft að hluta eyði- lagt! Allir halda að þeir geti tekið myndir, en oft kemur annað í ljós að loknu ferðalagi! Töluvert er um ferðatilboð, þar sem fagljósmyndarar fara á myndrænar slóðir með ferða- menn og sýna þeim hvernig þeir ná bestum árangri í Ijós- myndun. Ferðablaðið kynnir hér skipulagðar ljósmynda- ferðir um slóðir, sem fáir ís- lendingar þekkja. FERÐIR 16.-19. OG 19.-22. JÚLÍ: Verndun náttúru og um- hverfis er tilgangur ljósmynda- ferða, út frá og í fjallabænum Crested Butte í Coloradofjöllum — námubær, með sögu aftur til árs- ins 1870. Villigróður fjallanna umhverfis bæinn verður í fullum blóma á tíma ljósmyndanámskeið- anna. Þátttakendum verður skipt í hópa eftir getu og reynt að tryggja að þeir snúi aftur heim með betri þekkingu í ljósmyndun, en líka með meiri tilfinningu fyrir náttúru og verndun umhverfis. Upplýsingar: Westcliffe Publis- hers, P.O.Box 1261, Englewood, CO 801560. Sími:(800)523-3692 eða (303)935-0900. SIGLINGAFERÐIR FRÁ JÚNÍ FRAM í OKTÓBER: Á hveiju sumri eru skipulagðar 3-6 daga ferðir út frá Mackay Bar í Alaska um einar stórbrotnustu óbyggðir í Bandaríkjunum. Ár og vötn eru þrædd, t.d. í „Salmon" og „Middle Fork“. Siglt er með árabátum og þátttakendur fá næg tækifæri til að ljósmynda, liggja í sólbaði eða stunda silungsveiðar. Og dýralíf á þessum slóðum er fjölbreytt — skógarbirnir, otrar, fjallageitur og jafnvel fjallaljón. Upplýsingar: Mackay Bar, Ida- ho’s Wilderness Company, 3190 Airport Way, Boise, ID 83705. Sími: (800) 635-5336 eða (208) 344-1881. Margt getur orðið myndrænt ef réttri ljósmyndatækni er beitt Fjallasauðkindin með stóru hornin er forvitnilegt ljós- myndaefni. Ferðamenn í hjólreiðaferð um Danmörku. Nýir bæklingar um hjólreiðaferðir í Danmörku; Hjólið um Danmörku - segja Danir Danmörk er kjörið land til hjólreiða. Hæsti punktur yfir sjávarmáli er hið 173 metra háa fjall „Himmelbjerget“ — kostuleg nafhgift í augum ís- lendinga og gott að muna það í barnaskóla. En Danmörk er ekki alveg flöt heldur smá- hæðótt, svo að sjónarhringur breytist aðeins í beygjum og bugðum. Danir eru farnir að sjá, að ferðamenn njóta þess að hjóla eins og þeir sjálfir og nú streyma fram upplýs- ingabæklingar til ferða- manna, með skipulögðum hjól- reiðaferðum, með kortum yfir hjólreiðastíga og margskonar afþreyingu í tengslum við hjól- reiðaferðir. Og þar sem hjólreiðar eru holl íþrótt, tengja Danir ferðatil- boð á reiðhjólum við heilsurækt og bjóða upp á safaríferðir, með líkamsrækt og heilsufæði eða það sem þeir kalla „græna ferða- þjónustu" og holla útivist. Land- svæði sem sérstaklega er mælt með fyrir hjólreiðar eru: Fjónn og eyjar, Borgundarhólmur og Kaupmannahafnarsvæðið. Ferðaskrifstofur viðkomandi staða eru tilgreindar og tekið fram hveijar eru með reiðhjóla- leigu, skipulagðar hjólreiðaferðir eða ferðatilboð. Upplýsingar um safatýferðir á hjólum hjá „Dansk Cykel Safa- ris“ í síma: 01 11 11 75. Upplýs- ingabæklingar hjá „Danmarks Turistrád, Vesterbrogade 6 D, DK-1620, Kobenhavn V“, sími: 01 11 14 15, hjá „Dansk Cyklist Forbund" og ferðaskrifstofum. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 13. MAÍ 1989 15

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.