Lesbók Morgunblaðsins - 19.08.1989, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 19.08.1989, Blaðsíða 4
go ij-gniJngsviö i animiri liJ rnubnörf •mmöl . . . ÞAÐ kann að verða mörgum undrunarefhi að líta á Sovétríki Gorbatsjovs með augum Andreis Sinjavskijs. Sem bókmenntagagn- rýnandi í Moskvu í fjölmörg ár fékk Sinjav- skij gefnar út beiskjublandnar, áhrifamiklar smásögur eftir sig á Vesturlöndum undir dulnefninu Abram Tertz. Þegar sovésk yfir- völd komust að því árið 1965 hver raun- verulega stóð að baki höfundarheitinu Tertz, handtóku þau Sinjavskij ásamt vini hans Júli Daniel, öðrum neðanjarðarrithöfundi. Eftir að Sinjavskij hafði verið sekur fundinn um „andsovéska starfsemi" í alræmdum rétt- arhöldum, þar sem athygli umheimsins var í fyrsta sinn vakin á hreyfingu andófsmanna í Moskvu, afplánaði hann næstum því sex ár í þrælkunarbúðum en Daniel fimm. Sinjav- skij fluttist úr landi árið 1973 og settist að í París. f janúarmánuði síðastliðnum leyfðu sovésk yfirvöld Sinjavskij með semingi að snúa aftur til Rússlands til þess að vera við útför góðvinar síns, Daniels. I þessari grein dregur Sinjavskij upp mynd af þeim fimm markverðu dögum sem hann dvaldi í Moskvu, af Gorbatsjov, af sovéskum sér- kennum, og hann veltir því fyrir sér hvort hans ástfólgna föðurland hafi í reynd breyst til hins betra. • - /wwsm ; nm^l Andrei Sinjavskij á heimili sínu nálægt París. Mundi ég flytjast þangað aftur ? jölmargir hafa spurt mig að undanförnu, „hef- ur þú ekki orðið hug á því að snúa heim á ný og búa aftur í Sovétríkjunum?" Þeir eru þó teknir að endurbæta þjóðfélagið, hafa gefið út „Doktor Sjívago'',þeir handtaka ekki lengur fólk samkvæmt lagagrein 70 („fyrir andso- véskan áróður og undirróðursstarfsemi"), og samviska Rússlands, vísindamaðurinn Sakharov, er svo að segja kominn í ríkis- stjórnina..." Jú, ég er því sammála, að það hafa orðið breytingar. Og ég segi þeim, sem beina spurningum til mín, að sovéskir ráðamenn hafi líka látið gefa út verk eftir andófsmenn eins og Vladimir Voinovitsj og Georgi Vlad- imov; að þeir séu smátt og smátt byrjaðir að gefa út mín, og að þeir leyfi jafnvel orð- ið nokkra, en þó takmarkaða, gagnrýni á aðalritarann. Ef þessu heldur svona fram... í fyrsta sinn frá því Sinjavskij hrökklaðist frá Sovétríkjimum, kom hann þangað nýlega til að vera við útför Júlí Daníels. Það kom í ljós að næsta fátt var breytt í þessum „kumbalda úr lífvana grjóti" eins og hann kallar föðurland sitt. KGB var enn við sama heygarðshornið. eftir ANDREISINJAVSKIJ UrFurðuheimi En það er einmitt þetta sem spurningin snýst um: Verður gengið ennþá lengra? Sovéskt stjórnkerfi hefur vakið áhuga manna og dregið að sér athygli um allan heim sem að öllum líkindum hið óvenjuleg- asta og meðal skelfílegustu fyrirbæra, sem fram hafa komið á tuttugustu öld. Það er ógnværilegt sökum þess, að það telur sig eiga réttmæta kröfu á framtíð alls mannkyns; það hrifsar undir sig stöðugt fleiri þjóðlönd, nær á sitt vald sífellt fleiri áhrifasviðum og lítur á sig sem hið fullkomna og óhjákvæmilega lokastig sögulegrar þjóðfélagsþróunar um gjörvallan heim. Það er annars svo framand- legt, svo öflugt og sérstætt, að jafnvel því fólki, sem þetta þjóðfélagskerfi hefur fóstrað í kviði sínum, börnum þess svo að segja, kem- ur þetta kerfi fyrir sjónir sem einhvers konar yfirþyrmandi óskapnaður eða þá líkt og innr- ás frá Mars, sem við sjálf erum samt ennþá hluti af. Við getum ekki haft ti! að bera þá skýru og yfirveguðu yfirsýn sem fjarlægðin veitir, þar sem við erum ekki einvörðungu sagnfræðingar, heldur um leið samtímamenn og beinir sjónarvottar að (og stundum jafnvel þátttakendur í) framvindu þessa kerfis. Þar sem ég hef verið að vinna að bók um sovéska siðmenningu, hef ég komist að þeirri niðurstöðu, að sovéska kerfið sé byggt upp af voldugum, þungum blökkum. Kerfið er vel til þess fallið að kæfa frelsi manna en ekki til að laða fram frjálsræði, efla það, treysta og glæða. Þegar á heildina er litið, ber sovét- kerfið helst svip af egypskum pýramíða, byggðum úr risavöxnum steinblökkum, vand- lega upp hlöðnum og haglega tilhöggnum þannig að þær falli nákvæmlega hver að annarri og haggist hvergi. Þetta er kumbaldi úr lífvana grjóti, tilkomumikill gnæfandi minnisvarði að allri gerð og átti upphaflega að þjóna göfugu, háleitu markmiði, sem nú hefur færst svo langt út fyrir seilingu, að við fáum aldrei hönd á fest. Risavaxið bákn sem hið innra hefur einungs að geyma örlítið nýt- anlegt rými. Þar inni — múmían Lenín. ÍJti fyrir gnauðar eyðimerkurvindurinn. Sandur. Það er ímynd raunveruleikans. Að Breyta Og Bæta Við hljótum því að spyrja, hvort unnt sé að umbreyta pýramíða og gera hann að Par- þenon? Hinir ævafornu egypsku pýramíðar eru með réttu álitnir standast allra mann- virkja best tímans tönn — eru miklu endingar- betri og traustbyggðari heldur en Meyjar- hofið gríska — þ.e. Parþenon. Og nú hlýtur því sú réttmæta spurning að vakna, hvort pýramíðar séu yfirleitt eðli sínu samkvæmt til perestrojku fallnir? Það væri svo sem auð- vitað hægt að flikka upp á þá með álitlegum súlnagöngum, hægt að hylja þá íburðarmikl- um skrautlistum eða tylla grískum súlnafor- dyrum framan á þá. En myndu slíkar endur- bætur umbreyta þeirh í reynd? Myndu þær ekki spilla grunnþáttum í heildarstíl og útliti? Eg er að reyna að beita þessari ofur ein- földu og auðsæju samlíkingu til þess að út- skýra af hverju ég skuli — þrátt fyrir að ég gleðjist í hjarta mínu yfir því sem perestrojkafær áorkað — vera haldinn sömu efasemdum eins og svo margir aðrir um þær endurbætur sem knúnar hafa verið fram til þess að hressa upp á sovétkerfið og yngja það upp að lýðræðislegum hætti. Og Samt í Sama Fari Þegar perestrojka hófst, tók ég að velta þeirri spurningu fyrir mér, hvort mér hefði þó ekki ef til vill skjátlast varðandi pýramíð- ann. En svo var það ekki alls fyrir löngu, að mér gafst færi á að dvelja skamma hríð í Moskvu af dapurlegu tilefni. Að kvöldi 30. desember lést vinur minn, Júlí Daniel. Ef dauða hans hefði ekki borið að höndum hefði mér ekki verið leyft að fara til Moskvu. I nær hálft annað ár höfðu sovésk yfirvöld neitað eiginkonu minni, Maríu, um vegabréfsáritun. Sovéska ræðismannsskrifstofan í París hafði skýrt okkur frá því símleiðis um morguninn I -ti'w mubnuiB .iiJÍ9 nasItKiilÖBfc 'iuMo ib^Iyí I '-Ín['K7>(l I'l5SÍ J I |;'l' I /| (.( -II : (.itímií;- tv 30. desember að nýjustu beiðninni um vega- bréfsáritun hefði verið hafnað. Eftir tveggja daga samningaumleitanir urðu þeir samt að veita okkur vegabréfsáritanir. Ef þeir hefðu ekki gert það, myndu blöðin hafa gert sér mat úr því hneykslismáli. Það verður ekki framhjá því gengið, að í mörg ár — eða allt frá því að við vorum handteknir — hefur nafn mitt verið óaðskiljanlega tengt nafni Daniels (Sirjavskíj — Daniel, Daniel — Sinjavskíj. ..) Við komumst ekki til Moskvu í tæka tíð fyrir útförina. Við komum daginn eftir og dvöldum á heimili Irínu Úvarovu, ekkju Dani- els, í þá fimm daga sem sovésk yfirvöld höfðu veitt okkur dvalarleyfi í borginni. RÖKKURSÝN Það kann að vera að andlát Daniels hafi haft sín áhrif á hugrenningar mínar. Mér virtist Moskva ótrúlega skuggaleg og drunga- leg, en ég hafði ekki komið þangað í 15 ár. Myrkrið var mjög áberandi. Allt frá fyrstu stundu, á meðan við vorum ennþá úti á flug- velli, virtist manni að rafmagnið hlyti að hafa farið af, og að sú daufa ljósglæta sem sást, kæmi að líkindum frá einhverjum afllitlum töskudínamó. Haugar af skítugum, blökkum snjó meðfram dimmum götunum urðu enn til að auka á þetta yfirbragð auðnar og nötur- leika. Það hafði ekki verið þessu líkt hér áður fyrr. Hvað var orðið af götuljósunum? Hvað var orðið að þrifalega húsvarðarliðinu, þessum mönnum sem voru vanir að sjá um að hreinsa til í Moskvu? En það er að minnsta kosti gott til þess að vita, að fólk skrifar orðið um allt þetta í blöðunum. Glasnost verður þó til þess að bjarga mörgum frá því að lenda í sálarháska. En það er ennþá víðs fjarri því, að vart verði nokkurra sýnilegra ummerkja perestrojku. Leigubílstjórinn af sígaunaætt- um sem ók okkur frá flugvellinum vék með angurværri rödd að aumu ástandi veganna, en þeir voru fullir af holum sem við sent- umst bölvandi yfir. „Þannig hafa mörg mekt- ug heimsveldi endað!" Ég var undrandi yfir þeirri dirfsku, skarpskyggni og nákvæmni sem fólust í vísdómsorðum hans. í minni tíð komust menn ekki svona friálslega að orði.. . Ljósbrot Og Leiftur A markaðinum skammt frá kirkjugarðin- um, þar sem við vorum að kaupa blóm, reyndi einhver að taka ljósmynd af hópnum sem við vorum í. Þá kom vörður til skjalanna: „Það er bannað að taka myndir af markaðinum! Framkvæmdastjórinn leyfir það ekki!" Hvers vegna? Var það ekki sökum þess, að það var allt svo skelfilega tómlegt á markaðinum? Hafi nöturlegur blær borgarinnar vakið sára meðaumkun og beiskju, þá vakti fólkið sem býr þarna á hinn bóginn fögnuð hið innra með manni með þeirri hljóðlátu sjálfsvirðingu sem það hefur til að bera og með þeim þroska sem kemurfram í áliti þess á málum. Það virtist eins og rafljósið, sem lýsir svo dauf- lega í götunum, hefði fundið sér' stað í hjört- um fólksins og sálarlífi og öðlaðist nýjan ljóma í björtum svip þess. Á þeim tíma sem okkur var leyft að dveljast í Moskvu, hittum við fjölmargt fólk, marga sem við höfðum aldrei hitt áður en einnig gamla vini okkar. Flestir voru í hópi þess mikla fjölda sem án afláts streymdi gegnum íbúð Daniels frá morgni og langt fram á kvöld. Af þessum sökum get ég dæmt um þá augljósu breytingu sem orð- ið hefur á hugsunarhætti pg viðhorfum Moskvubúa. Sovéskir menntamenn, sérstaklega ungir menntamenn, finna þessa dagana til þeirrar hrifningar og sælu sem fylgir því að geta talað opinskátt og óhindrað í ríkara mæli en þeim hefur nokkurn tíma leyfst áður —-frá upphafi þeirra vega. Allt sem menn hafa hugann núna við, er að verða sér úti um tíma til þess að lesa eitthvað nýtt eða þá að birta eitthvað nýtt á meðan glasnost er enn við lýði. Ég verð að játa, að aldrei áður hef ég lesið jafnmikið eftir samtímahöfunda, verk um málefni sem núna eru efst á baugi í so- véskum bókmenntum og blaðaskrifum. Og aldrei áður af jafn brennandi áhuga. Það virð- ist sem sjálf undirstaða sovétkerfisins hljóti að vera í þann veginn að gefa sig ef dæma má af þeim breytingum sem orðið hafa á framsetningu og málfari í sovéskum bók- menntum nú á dögum. Vitanlega er þetta tálsýn ein. En það er harla kátlegt að leiða hugann að því um leið, hve mjög allt járna- virki sovéska ríkisins grundvallasat á mál- fari, á margtuggnum, útjöskuðum skriffínna- frösum. Sé bara blásið á það, þá hrynur það! í enn eitt skiptið af ótal mörg^um verðum við vitni að þessu dularmagnaða viðhorfi til orðs- ins sem sérkennandi er fyrir Rússa, rússnesk- ar bókmenntir og sovéskt þjóðfélag í heild. ÚRVIÐJUMÓTTANS En það sem mestu máli skiptir er að óttinn sem er einkennandi fyrir Sovétmenn er nú horfinn. Og þetta hefur gerst þrátt fyrir að sovéska leynilögreglan KGB sé augljóslega, en þó ekki alltaf sýnileg, nærstödd, en hún

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.