Lesbók Morgunblaðsins - 19.08.1989, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 19.08.1989, Blaðsíða 8
P O R T U G A L ~?yh /,'.' rn?/.<i7k.ry Sólarmegin í lífínu í Vilamoura: Efst er hópur Islendinga albúinn þess að halda heim eftir ánægju- lega páskadvöl á Algarve-ströndinnL Að baki þeim er Hótel Atlantic, næst fyrir neðan Hótel Dom Petro, afbragðshótel þar sem sumir Islendinganna bjuggu, þá „Súrheysturnarnir", frumlegar hótel- byggingar og neðst: Marina-hótelið, í 5 stiörnu flokki, frá þessari hlið líkast nýrri kirkju, að innan líkast Sugstöð. Á þessum hótelum var fullbókað í vor. Offjárfest í hótelum Iferðaútvegi hefur til þessa þótt öruggt að gera út á sól og sjó og ekki spillir að verðlagið sé í hófi. Á Algarve, sólarströnd Portúgals, þykja vera þau skilyrði fyrir hendi, sem þarf til að ná verulegum fjölda sólþyrstra ferðalanga; sól- far og hiti svipað og á Costa del Sol á Spáni og þar að auki er verðlag í Portúgal með því lægsta sem gerist í Evr- ópu. Upp eru risnir heilir bæir á Algarve- ströndinm, þar sem á stórum svæðum eru einungis hótel og aftur hótel, sum fullklár- uð, en flest í byggingu. Þannig er það til dæmis í Albufeira og Vilamoura. Portúgalir hafa ekkert á móti því að út- lendingar fjárfesti í landinu; slík fjárfesting í hótelum skapar vinnu og síðan tekjur af sköttum og allskonar þjónustu og sölu til ferðamanna. Ekki hefur staðið á erlendum stórfyrirtækjum í hótelrekstri að bíta á ag- nið, sem þeim bauðst í Portúgal. Það má segja, að þau hafi mokað upp hótelum af takmarkalausri bjartsýni á óendanlegan ferðamannastraum; dæmi um annað eins eru naumast til og er þó engin smáræðis útþensla á Mallorca og Costa del Sol. Sá er þetta ritar var á ferðinni í Portúgal á síðastliðnum páskum; þá er að jafnaði allt í hámarki hvað aðsókn varðar og svo var nú. Meðal þess sem dregur ferðamenn til Algarve eru 8 afburða fallegir golfvellir og nokkrir eru í byggingu. Það var svo ásett á völlunum sem fyrir eru, að stundum gat orðið erfitt að komast að. I Vilamoura eru a.ma.k. fjögur stór og gamalgróin hótel, sem eru fullbókuð á þessum megin álagstíma ársins; þar af er eitt í stjörnuflokki og minnir meira á nýtízku flugstöð þegar inn er komið en hótel. Við hliðina á Hótel Dom Petro, þar sem ég bjó, er annað geysistórt hótel, 12 hæða hús. Þar er gras og einhverskonar njóli tek- inn að vaxa uppúr gangstéttunum í kringum húsið og þegar betur var að gáð, kom í ljós að þetta hótelferlíki stóð autt og ónotað, en virtist þó hafa verið klárað og beðið þess eins að taka við gestum, - sem ekki komu. I grenndinni eru auk þess tvö risa- stór hótel á byggingarstigi og við höfnina er annað, svona tvöfalt stærra en Hótel Saga, á lokastigi. En það er bara brot af bjartsýninni sem við blasir við miðbik Vilamoura. Lítið eitt austar er líklega hin upprunalega byggð á þessum stað; nokkrar götur með lágum, klasturslegum húsum, þar sem venjulegir Portúgalir sýsla við vinnu sína. Utan við þetta hverfi er heill bær, draugabær. Þar er hver gatan á fætur annarri með 12-14 hæða hótelum, sem mjög mörg virðast vera fullkláruð, en við önnur hefur verið hætt í miðjum klíðum. Það er eins og skyndilega hafí orðið lýðum ljóst, að þetta dæmi gengi ekki upp og bezt að hætta og koma sér heim. Þetta er eins og stóriðnaður þar sem hráefnið vantar. í Albufeira, vestar með ströndinni er annar eins draugabær nýrra hótela, eða jafnvel ennþá stærri. Ekki er ljóst hvað hefur komið fyrir og hversvegna öll þessi ósköp virðast hafa siglt í strand. Trúlega hafa möguleikar á fjölda- túrisma til Portúgal verið ofmetnir; þrátt fyrir hagstætt verðlag liggur hinn stóri straumur enn sem fyrr á Spánarstrendur. Kannski eimir eftir af hræðslu við maga- veiki, sem fyrir nokkrum árum hrjáði ferða- menn í Portúgal. Mér skilst að það hafi verið tekið mjög föstum tökum að bæta úr því og nú mun síður en svo meiri hætta á að fá í magann þar en til dæmis á Spáni. Þrifnaður virtist í bezta lagi og ágætur matur á veitingastöðum. Satt að segja fann ég Iítinn mun á því að vera í Portúgal eða Spáni, nema hvað nokkuð hagstæður munur er á verðlaginu þegar dvalið er í Portúgal. Aðal ferðamannatíminn er snemma vors og aftur á haustin, en eftirspurnin fellur nokk- uð niður á sumrin því þá getur hitinn á Algarveströndinni orðið einum um of. Á vesturströndinni, til dæmis í Estoril í ná- grenni við Lissabon er aftur á móti svalara á sumrin vegna nálægðar Atlantshafsins. í sunnudagsblaði Morgunblaðsins var síðastliðið vor fróðleg grein um ferð að Gullfossi og Geysi með erlendum ferða- mönnum. Blaðamaðurinn lék túrista til þess að komast betur að raun um álit gestanna á landi og þjóð. I stuttu máli sagt var niður- Heilir draugabæir nýrra en tómra og ókláraðra hótela „Fall Ikarusar" eftir feneyska málarann Carlo Saraceni (1580-1620). Myndin sýn- ir feðgana íkarus og Daedalus á flugi. Sögur á bak við myndir Fall Ikarusar karus var sonur Daedalusar sem var mesti listasmið- urinn í Grikklandi til forna. Daedalus bjó í Aþenu og var sagt að Aþena sjálf hefði verið kennari hans. Daedalus varð að flýja frá Aþenu eftir að hafa verið sakaður um að hafa drepið lærisvein sinn. Leitaði Daedalus þá til Mínosar, konungs í Knoss í Krít. Tók Mínos honum fagnandi, því honum þótti mikill fengur í að fá til sín þennan víðfræga listasmið. En svo fór að Mínos reiddist Daedalusi ákaflega og voru tildrögin þessi: Sjávarguðinn Poseidon hafði gefið Mínosi forkunnarfagurt naut, hvítt að lit. Átti Mínos að fórna nautinu en tímdi Eftir bjartsýniskastið: Draugabær hótela. Þau sem fullbúin eru, standa auð. Við hin hafa byggingarframkvæmdir stöðvast. staðan sú, að þeir töldu ísland kalt, blautt og dýrt. Maður gæti þarmeð ímyn- dað sér að ísland væri nokkurnveginn vonlaust ferðamannaland, þar sem vitað er að þeir sækjast flestir eftir því gagn- stæða: Hita, þurrviðri og góðu verðlagi. Allt þetta er í ríkum mæli í Potúgal og menn hafa ætlað að gera út á þessa kosti, þegar þeir réðust í að byggja heilu bæina með 14 hæða hótelum. Þarna hefur gripið um sig einskonar gullgraf- araæði, sem síðan skilur eftir sig draugabæi líkt og gerðist í Ameríku. Menn hafa séð, að skilyrðin voru fyrir hendi, en reka sig síðan á það gamal- kunna, að enginn markaður tekur við endalausri aukningu. Þó það sé álitiegur hópur sem hefur tíma og ráð á sólar- landaferðum frá Norður Evrópu, þá ber þess að gæta, að flug þangað er ívið lengra - nema helzt frá Islandi. Við þekkjum hliðstæð bjartsýnisköst, þegar alltof margir hella sér í einu útí fiskeldi, loðdýrarækt - og reyndar einnig hótelbyggingar. í þyí sambandi er nær- tækt að benda á Örkina í Hveragerði, sem virðist einkum hafa verið byggð á bjartsýninni. En þarna á Algarve-strönd- inni eru Arkir svo tugum skiptir og þær eru þeim mun ver settar en Örkin í Hveragerði, að enginn reynir einu sinni að reka þær. Sundlaugarnar standa vatnslausar, botninn á þeim að byrja að gróa upp og á víðáttumiklum veröndum, þar sem sóldýrkendur áttu að flatmaga með glas í hendi, eru hvorki stólar né borð, en grasið er byrjað að miskunna -sig yfir þessi mannanna verk. Gísli Sigurðsson þvi ekki er til kom. Fyrir þetta var honum refsað á þann hátt að Afrodíta gerði Pasi- phae, konu Mínosar, óstjórnlega.ástfangna af nautinu. Leitaði nú Pasiphae til Daedalus- ar sem smíðaði líkan af kú og leyndist Pasi- phae í líkaninu sem var svo eðlilegt að naut- ið lét blekkjast og fór á bak kúnni. Pasi- phae eignaðist síðan afkvæmi sem var hin hræðilega ófreskja Mínotárinn, með nauts- haus en líkama manns. Þegar nú allt þetta varð uppvíst lét Mínos varpað Daedalusi og syni hans, íkarusi, í fangelsi, hið víðfræga völundarhús (Labyrint). Pasiphae hjálpaði þeim feðgum að flýja úr fangelsinu en þeim tókst ekki að komast úr landi því Mínos lét flota sinn gæta þess að enginn kæmist frá Krít. Tók þá Daedalus það til bragðs að gera tvö pör af vængjum úr stórum fjöðr- um. Stærri fjaðrirnar voru hnýttar saman en hinar minni festar með vaxi. Daedalus sagði nú: „Sonur minn, farðu með gát, fljúgðu ekki það hátt að sólin bræði vaxið né það lágt að fjaðrirnar vökni í sjónum." Festa þeir svo á sig vængina og fljúga til norðurs framhjá eyjunum Naxos, Delos og Paros og einnig Lebynthos og Calymne. Þá hreifst Ikarus svo mjög af fluginu að hann gleymdi áminningu föður síns og hækkaði flugið uns vaxið bráðnaði og íkarus féll í sjóinn og drukknaði. Daedalus fór síðan til borgarinnar Camic- us á Sikiley og var þar vel tekið af konungin- um sem hét Cocalus. Mínos hafði frétt að Daedalus væri sloppinn frá Krít og kom loks meðflota sinn til Camicus í leit að Daedalusi. Til að lokka Daedalus úr felum fann Mínos upp lymskulegt bragð. Lét hann það boð út ganga að hver sá sem gæti þrætt bómullarþráð í gegnum Tríton-kuðung skýldi fá mikil verðlaun. Vissi hann að eng- inn myndi leysa þessa þraut nema Daedal- us, enda fór það svo að hann leysti þraut- ina. Boraði Daedalus lítið gat á enda kuð- ungsins, batt kóngulóarþráð í maur sem hann lokkaði síðan með hunangi til að skríða í gegnum kuðunginn, batt síðan bómullar- þráð við kóngulóarþráðinn og dró hann í gegn. Þegar nú Mínos vissi að Daedalus var hjá Cocalus konungi heimtaði hann að Daed- alus yrði framseldur. En dætur konungs höfðu þá tekið miklu ástfóstri við Daedalus, þar sem hann smíðaði fyrir þær undurfögur leikföng og brugguðu þær Mínosi banaráð. Settu þær stromp á baðhergergi Mínosar og er hann fór í bað helltu þær bráðnu biki niður um strompinn og lét Mínos þar líf sitt. Daedalus fór eftir þetta til Sardiníu og bjó þar til æviloka. Guðrún Þórarinsdóttir tók saman. t- LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 19. ÁGÚST 1989 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.