Lesbók Morgunblaðsins - 19.08.1989, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 19.08.1989, Blaðsíða 13
 LESBOE SS @ [r] [gj [y] [n| [b| \l} [aj [d] [s] [7] fg [s] 19. AGUST 1989 FEMMBMÐ LESBÓKAR Sega-dansinn er sagður eiga uppruna sinn í því að afrískir þrælar koiriu saman á ströndinni á kvöldin áður fyrri og leituðu sér hugarhægðar eftir púl á plantekrunum í dansi og söng. Máritíus Máritíus er um fjögur hundruð kílómetra austur af eynni Madag- asgar. Þetta er fjarska lítið land, innan við tvö þúsund ferkíló- metrar að stærð. Það er sjálfstætt ríki innan Breska samveldisins og fékk sjálfstæði árið 1968. Máritius hafði þá verið undir breskri stjórn í um hundrað og fimintíu ár. Bretar höfðu náð eynni af Frökkum, sem ríktu þar áður. Franskra og breskra áhrifa gætir í ríkum niæli. Máritíus er ákaflega falleg eyja, helmingur hennar vaxinn sykurreyr og hefur sykur lengi verið mikilvægasta framleiðslu og útflutningsvaran. Eftir að sykur- verð lækkaði í heiminum hefur stjórnin ýtt undir iðnað með drjúg- um árangri. Umhverfis 160 'kíló- metra langa strandlengjuna eru kóralrif og á þeim finnast fagrar perluskeljar sem ferðamenn eru sólgnir í. Aður og fyrrum var eyjan öll skógi vaxin en Hollendingar sem settust að á Máritíus um hríð í lok 16. aldar hjuggu skóg í skip og vildu rýma til fyrir sykurreyrnum sem þeir fluttu með sér frá Aust- ur-Indíum. Á síðustu öld hófst mikil skógrækt á Máritíus svo að þar eru nú stór skógarflæmi. Gestir sem leita til Máritíus hrífast af mörgu á eynni. Lands- lagsfegurðin og veðursæld er niik- il. Sjóstangaveiði er iðkuð út af suðurströndinni, veiðar í fjöllun- - um þykja eftirsóknarverðar, þær eru undir eftirliti og á ákveðnum árstíðum. Þar eru hótel af öllum stærðum og gerðum, en sjálfsagt er að taka fram að gisting er fremur dýr. Mörg hótel bjóða upp á fullt fæði og þar með missir gesturinn af þeirri reynslu sem mér finnst að minnsta kosti afar skemmtileg á ferðalögum; að finna litla og girnilega staði þar sem maturinn er bæði ódýrari og yfirleitt betri en á stærri hótelum. Langflestir koma til Máritíus að njóta sólar og fegurðar en eyj- an býður upp á miklu meira. Mannlíf er fagurt og ég leyfi mér að ætla að Máritíus sé eitt fárra landa í heiminum, þar sem fólk af_ðllum kynstofnum, litarháttum og trúarbrögðum býr saman í sátt og samlyndi. Allir eru jafn- réttháir og ekki örlar á mismunun. Um helmingur íbúanna eru af indversku bergi brotnir; forfeður þeirra voru fluttir sem þrælar til Máritíus á tímum Hollendinga og Frakka. Allmargir eru afkomend- ur afrískra þræla frá Austur- Afríku og Kínverjar eru nokkuð fjölmennir. Evrópubúar hafa verið á Máritíus frá því Hollendingar námu þar land og vitanlega hefur orðið blöndun innan þessara kyn- stofna. ' Höfuðborgin er Port Louis, þar eru helgistaðir allra.kirkjur, moskur hof. Þjóðminjasafnið er auðvelt að finna í miðbænum; þar getur að líta uppstoppaðan dodo- fuglinn. Dodo-fuglinum var út- Sykurreyr vefur um helming eyjarinnar, 4

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.