Lesbók Morgunblaðsins - 19.08.1989, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 19.08.1989, Blaðsíða 14
Landsbyggðarlínan Útskurður á skipum er mjög vinsæl iðja og allt að því atvinnu- grein. rýmt fyrir um 270 árum, Hollend- ingar veiddu hann ótæpilega sér til matar og gættu ekki hófs í græðgi sinni. Dodo-fuglinn er Máritsíusum mjög hjartfólginn og minningin um þennan sérstæða hlussulega fugl í heiðri höfð. Sög- umar um afdrif síðustu dödo- fjölskyldunnar eru þuldar í angur- værum tón rétt eins og farið sé með ástarljóð. í Port Louis er einnig þing- húsið, leikhús þeirra og ýmsar sögufrægar byggingar frá tímum Breta. Þar er líflegur markaður og fjöldi veitingastaða og hægt að borða rétti frá öllum heims- hornum. Við höfnina er íjörugt athafnalíf, en Máritíus hefur orðið æ mikilvægari, sem umskipunar- höfn á allra síðustu árum. A reið- vellinum í Port Louis em kapp- reiðar á hveijum laugardegi frá því í maí og fram í september og eyjarskeggjar sækja þær af mikl- um áhuga. Máritíusar eru frægir fyrir út- skurð á skipum sem komu við sögu í gegnum tíðina. Þessi skip eru völundarsmíð. Tágavinnsla er falleg og máritísk klæði — sem hvort heldur sem er má nota á ströndina eða sem borðdúk þegar heim er komið — eru mjög fínleg. Ekki má gleyma perluskeljunum og sjálfsagt er að geta þess að rommið sem er framleitt á Márit- íus er mjög gott. Það sem mér er eftirminnileg- ast frá veru minni á Máritíus nú í síðastliðnum júnímánuði er hið hlýlega og elskulega viðmót fólks- ins, hjálpfýsi og einlægni fannst mér aðalsmerki Máritíusa. Hvað varðar hagnýtar upplýs- ingar um Máritíus má benda á að Air Máritius flýgur frá Lon- don, Brussel og París, en_ mörg önnur félög fljúga þangað. íslend- ingar þurfa ekki vegabréfsáritun til landsins. Bólusetningarskír- teinis er aðeins krafist ef gestir eru að koma frá svæðum þar sem ákveðnir sjúkdómar eru Iandlæg- ir. Malaríu hefur verið útrýmt. Máritíus er fjórum klukkustund- um á undan GMT. Enska og franska eru mjög víða töluð. Kre- ólska er mál Máritíusa. Ríkis- ferðaskrifstofan í Port Louis hefur á að skipa einkar liðlegu starfs- fólki og mætti skrifa þangað eftir nánari upplýsingum. Heimilis- fangið er Emmanuel Anquetil Bldg., Port Louis, Máritíus. Jóhanna Kristjónsdóttir Kökur til sölu Stórhuga fram- kvæmdamaður Ferðaþjónustubóndinn Valgeir Þorvaldsson á Vatni Bóndasonur frá Þrastarstöðum gerðist trésmiður á Sauðár- króki. En þráði alltaf að komast út í kyrrð sveitarinnar. Hann fór út í þá „fásinnu" (að mati margra) að kaupa hús á eyðijörð í al- gjörri niðurníðslu. Valgeir fór út í ferðaþjónustu, þegar ráðunaut- ar ráðiögðu loðdýrarækt. Fáir trúðu á verkefnaval hjá þessum unga manni. En ferðaþjónustubærinn Vatn, rétt hjá Hofsósi, er talandi dæmi um hvað hægt er að gera, ef stórhugur, myndarskap- ur og búhyggja búa að baki framkvæmdum. A Vatni eru núna ijögur sumarhús fyrir ferðamenn. íbúðarhúsið endurnýjað úti og inni. Bæjarrafstöð. Allt talandi dæmi um handbragð húsbóndans. Boðið upp á veiði í vatni og á. Hestaferðir um fjöll og dali. Báts- ferðir til Drangeyjar og Málmeyjar og sjóstangaveiði. Það er gaman að sækja heim ungu hjónin, Valgeir og Guðrúnu, og börn- in þeirra tvö. Af hverju fórstu út í ferðaþjón- ustu, Valgeir? „Kannski forsjón eða örlög. Ég hef alltaf haft þörf fyrir að gera eitthvað sem kæmi sér vel fyrir aðra. Og þjónusta við ferðamenn fullnægir vel þeim þörfum, sem ég hef til að láta fólki í kringum mig líða vel. Ég hef líka gaman af að forma eitthvað upp á eigin spýtur. Segja má að jörðin hérna sé gott „hráefni“ til að vinna ferðaþjónustu úr.“ Góðir landkostir Vatn er geysiskemmtilega í sveit sett fyrir ferðamenn. Höfða- vatn, með bleikjuveiði, er beint fyrir framan bæinn. „Veiðin er frekar góð miðað við undanfarin ár, segir Valgeir. Sjó- og vatna- bleikja um 1-2 pund. Stærsti fisk- ur sem komið hefur á land er um 10 pund.“ Valgeir stundar neta- veiði í vatninu. Hjónin verka sil- unginn sjálf og pakka honum inn í neytendaumbúðir. Höfðavatns- silungur er vel þekktur á matsölu- stöðum ferðamanna, bæði á Akur- eyri og í Reykjavík. Hverjum sum- arbústað fylgir eitt net, veiðileyfí og afnot af bát. Nýr silungur er því oft á borðum hjá sumarbú- staðagestum við Höfðavatn. Beijalyng er upp með allri fjallshlíð. Og það lítur vel út með beijasprettu í blíðunni. Býður upp á bátsferðir í kvöldkyrru Og útsýnið er ekki af verri endanum úr sumarhúsunum. Milli Höfðavatns og sjávar blasir Þórð- arhöfði við. Drangey og Málmey eru aðeins lengra úti. Klukkutíma ganga er út í Þórðarhöfða. Aðeins 10 mínútur í bátnum með Val- geiri. „í vor rak óvænt hval þar á ijörur," segir Valgeir. „Um 18 metra hvalur liggur í flæðamál- inu, og lyktar ekki mjög vel í sól- inni, en margir hafa lagt lykkju á leið sína til að virða undrið fyr- ir sér. En það er fyrst og fremst ósnortin náttúra og sérstætt um- hverfi, sem dregur ferðafólk út í Þórðarhöfða. Ég stend líka fyrir skoðunar- og sjóstangaveiðiferð- um út í Drangey og Málmey frá Hofsósi. Við getum ekki verið með fastar ferðir í óvissri veðráttu. En á kyrrum kvöldum geng ég oft yfir í bústaðina og býð úpp á bátsferðir. Barnafjölskyldur vilja heldur sigla í kringum eyjamar New York: Yasaþjófafaraldur stór- borgarinnar í hámarki Grár velgerðaleikur New York Times gerði nýlega að umtalsefni vasaþjófafarganið og aðferðir svindlara á götum New York borgar, sem sitja um ferðafólk til að stela af því fé, skartgripum, greiðslukortum og í kúwerska hverfinu. Betra er að fara að öllu með gát í mann fjöldanum. SUMARIÐ er helsti annatími vasaþjófa stórborganna. Það eru fyrst og fremst aðkomumenn, sem verða fyrir barðinu á þessari líka þokkalegu iðju, sem oft eyðileggur það, sem átti að verða skemmtiferð til yndis og afþreyingar í sumarfríinu. Stutt viðkoma í New York nýlega, á leið frá íslandi, minnti á nokkur dæmi frá fyrri árum um Islendinga, sem urðu fórnardýr vasaþjófa og ann- arra misindismanna í þessari frægu stórborg. Skartgripir og handtöskur riftiir af íslenskum konum á gangi um hábjartan dag á fjölförnustu götum borgarinnar. En því má þó ekki gleyma, sem vel hefir verið gert; t.d. leigubílstjórunumí New York sem ósjald- an komu til íslensku ræðisskrifstofiinnar með dýrmæta liluti, peningaveski og annað verðmæti, sem islenskt ferðafólk hafði skilið eftir í ógáti í bílum þeirra. New York-búar hafa orð á sér fyrir að vera einstaklega afskipta- laust fólk á götum úti. Fátt virð- ist koma þeim á óvart. Þeir ganga hiklaust framhjá slysstað, senni- lega til að forðast að þurfa að eyða tíma sem vitni í réttarsal, sem gæti tekið óratíma . Það er algengt, að New York-búar gangi framhjá, ef maður fellur í yfirlið á götu. Fáránlega klætt fólk vek- ur litla eða enga athygli annarra vegfarenda. Það var t.d. hér um árið, að ungur maður gekk dögum saman fram og aftur um 42. götu, klæddur hvítri léreftshempu með þyrnikórónu á höfði og trékross um öxl. Það var hrein undantekn- ing að sjá fólk staldra við til að horfa á þennan unga manna Ieika Jesúm Krist á fjölfarnasta stræti heimsborgarinnar. En ferðafólk, sem kemur til stórborgarinnar í skemmtiferð er ekki jafn kald- riíjað og New Yorkbúar geta sýnst vera. Þeir mega ekkert aumt sjá. Þetta vita vasaþófarnir og nota sér það óspart. öðru verðmæti. Yfirmaður lögreglusveitar New York borgar, sem annast mál, sem varða falsanir og það, sem hér er kallað „smáþjófnaðir", segir frá aðferðum þjófanna til að ræna fólk. Hann nefnir t.d. „sósusp- rautarana", sem hann kallar. Þeir sprautaa t.d. sinnepi, eða tómats- ósu á vegfarendur, falla á fætur fram til að biðja afsökunar á „slysinu" og bjóðast til að þurrka sósuna úr klæðum, eða andliti fómarlambanna. Á meðan þetta fer fram tæmir félagi hans vasa ferðamannsins, sem átti sér einsk- is ills von. Það vildi til í lok júni s.l., að er Grete Waitz, sem hefir unnið maraþonhlaup kvenna níu sinn- um, var á gangi á 51.-stu götu í New York og hélt á handtösku, var „gulum óþverra“ kastað í andlit hennar. Er hún lagði frá sér töskuna á meðan hún þurrk- aði úr andlitinu, greip Krókurinn töskuna og hljóp af stað með

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.