Lesbók Morgunblaðsins - 19.08.1989, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 19.08.1989, Blaðsíða 11
Á sýningunni voru verk 12 listamanna, - reirra Joseph Beuys, Cristian Boltanski, Marcel Broodthaers, Gerhard Merz, Gérard súrefni var sett undir píanóið. Meðan á tón- leikunum stóð var súrefni hleypt af flösk- unni til að fá betra andrúmsloft í salinn þar sem Beuys fannst andrúmsloft oft afar þungt og þvingað á tónleikum. í staðinn fyrir að taka súrefni þá gefur hann súrefni. Eins og oft áður notaði Beuys skólatöflu til að koma frá sér skilaboðum. Þau eru skrifuð á þýsku og er þýðingin afar erfið, en þau ij'alla um frelsi. „Áður en vinnan er frelsuð verður áð frelsa manninn.“ Eitt verka Beuys, „Ls Silence“ (Þögnin 1973) eru fimm filmubox sem innihalda myndina „Le Silence“ (Þögnina) eftir Ingimar Berg- man, tákn þagnarinnar sem í rauninni er ekki til, frekar en hvítur á litaskalanum. Christian Boltanski (f. 1944 í París), er þekktastur fyrir að vinna út frá fortíð- inni, æsku sinni sem gæti eins verið okkar æska. Ekki það að um sé að ræða hina týndu Paradís, heldur tilfinningu um liðna tið. Boltanski notar mikið ljósmyndir og hluti frá æsku sinni eins og eitt af verkum hans „Vitrine de reference“ (1972 Gluggi til tilvitnunar) ber með sér. Þar raðar hann upp í glerskáp persónulegum hlutum frá æsku sinni, eins og leirkúlum, hníf, ljós- myndum úr flölskyldualbúmi, part af skyrtu o.fl. Boltanski endurbyggir æsku sína með hlutum sem hafa sínar minningar. „Reserv- es ceux de Détective" (1987 Frátekið fyrir lögregluþjón). Þar eru það pappakassar rað- aðir á hillu, merktir dagsetningu, með mynd- um af látnu fólki sem eru klipptar úr blöðum er flalla um sérstæð sakamál. Þetta er magnað verk sem komið er fyrir í litlum gangi, illa upplýstum og nær Boltanski mjög góðum tökum á áhorfandanum. Marcel Broodthaers (f. 1924—1976 í Belgíu) var bæði skáld og bókasali áður en hann sneri sér að listinni. „Lampe blue et chaise“ (1969 Blár lampi og stóll) er líklega besta verkið undir þemanu „Melancolie". Blár lampi seni á eru ritaðir stafir sem í rauninni hafa enga merkingu, nema þá að geta tengst hálfkláruðum orðum sem eru á stólnum, eins konar orðaleikur fyrir áhorf- andann ef hann nennir að taka þátt í hon- um. Innantóm orð og stafir, gamall stóll, gamall lampi og snúra af honum sem liggur við hlið hans. Hlutir sem hafa lokið hlut- verki sínu. Tákn liðins tíma sem kemur ekki aftur. Jannis Kounellis (f. 1936 í Grikklandi). í byijun vann Kounellis út frá daglegu lífi en um 1936 fóru verk hans að vera súrreal- istísk og í dag blandar hann mikið súrreal- isma og „Performance". Frá 1970 byijaði Kounellis að nota gömul gipsmót af gömlum grískum styttum, sem stafar sennilega af því að Kounellis er grískur að uppruna. Eitt verka hans sem er brot af gömlum stytt- um, var sétt upp í hvítum, björtum sal. Brotunum er raðað upp í jafnvægi á litlar hillur, sem komið er fyrir ofarlega með jöfnu millibili til að sýna að ekki megi snerta, bara skoða. Verkið er tákn fyrir „söknuð eftir liðinni tíð“ (Nostalgie). Þess má einnig geta að meðan á sýningu þessari stóð var ástralskur listamaður, Ro- bert Owen, með gestasýningu í Strasbourg. Verk hans eru uppsetning hluta, byggð á eigin reynslu, oft það sem hann upplifir á þeim stað sem hann heldur sýningu. Á sýn- ingu Owen’s var bláum og silfurlituðum boltum og einum gylltum (sem Satúrnus) raðað upp í jafnvægi á sams konar hillur, á sama hátt og hjá Kounellis. Þar sem Ástr- alir eiga svo stutta sögu að baki notaði Owen fótbolta á sama hátt og Kounellis notaði brot af gömlum styttum, eins konar svar við Satúrnus í Strasbourg. Gerhard Merz (f. 1947 í Mammendorf) er þekktur fyrir að setja verk sín upp eins og leiktjald. Eitt af verkum hans „Dove Sta memoria“ (1986) er nýklassískur salur með bláum grunni. Við enda saiarins er „sprey“- málað ljósrit eftir málverkinu „Saint Sé- bastien de Cima da Conigliano" sem er að finna í sama safni, tákn um söknuð eftir liðinni tíð. Annað verk Merz „MCMLXXXVIII“ er frekar þungbúið verk, líking dauðans. Hvítur kaldur salur, 23 bronslituðum hauskúpum er raðað á veggina með jöfnu millibili. Ef betur er að gáð, eru hauskúpurnar aðeins 22, sú 23. er áhorfand- inn sjálfur, ímynd hégómans. Sarkis (f. 1938 í Istanbul) starfar í Frakklandi og er hægt að segja að hann sé höfuð Nýlistadeildarinnar í „lEcole des Arts Décoratif" í Strasbourg og auk þess starfar hann í nýstofnuðum listaskóla í París. Sarkis segir að tilgangur þess að skapa list sé ekki eingöngu sá að skapa list, heldur viljinn til að skapa list ef það er hugsun á bak við sköpunina. Hann vinnur aðallega út frá stríðsfjársjóði. Öll hans upp- setning eru hlutir sem bíða en eru „lif- Þessi heitir MCMLXXXVIII og er eftir Gerhard Merz. andi“. Hlutir sem geta ekki dáið og bíða eftir nýju lífi eins og annað verk Sarkis sýnir „Cinq rouleaux en attende" (5 rúllur sem bíða). Þessar fimm rúllur gefa frá sér hljóð með reglulegu millibili eins og tíma- sprengjur, sem bíða þess að tíminn líði áður en þær springa. Hitt verk Sarkis „La ren- contre du capt. Sarkis avec A. Böcklin á Ancienne douane" (Stefnumót kapteins Sarkis og A. Böcklin í Ancienne douane) er ævagamall bátur sem á að vera báturinn í málverkinu „L’ile des morts“ (Eyja hinna dauðu), bátur sem siglir í gegnum tímann fullur af minningum. Sjálfur segir Sarkis í viðtali við blaðið „Contreplongée" að hann sé í stöðugri glímu við „Melancolie". Gérard Collin-Thiebaut (f. 1946 í Li- epre). Það má segja um verk Collin-Thie- baut að þau voru vel viðeigandi í kringum 1980. Hann vinnur mikið með skuggamynd- ir í mikilli birtu, notar tónlist eða hljóð sem aru við hendina. Hann lætur í ljós eðlilega hugsun listamannsins og vinnur út frá eigin lífsreynslu. Leikur sér að gömlum orðum sem hann framleiðir upp á nýtt og notar tvíræði gamals prentleturs sem hefur sín einkenni. Orðaleikir með letur og orð sem Plakatið fyrir Satúmus í Evrópu. eru þegar til; hann breytir einkennum let- urs eða mynda og sýnir okkur tómleika þess að skapa list, allt er satt en á sama tíma tilbúningur. Annað verk Collin-Thie- baut „Presentation des Portraits de Carac- téres“, er hvítur salur, algjörlega auður. Á veggjunum hanga misstórar himinbláar myndir, hengdar upp á mjög venjulegan má,ta. Neðarlega fyrir miðju, á hverri mynd eru skrifuð með hvítu og með sömu rithönd- inni nöfn frægra listamanna eins og Pablo Picasso, Tintoret, Gustave Gourbet o.s.frv. og sömuleiðis nöfn frægra kvikmyndafram- leiðenda. Þetta verk er tákn ijarveru verka, list sem hverfur. Hitt verka hans er „Le Musée clandestin“ (leynda listasafnið). Það er einnig unnið út frá sömu hugsun. Litlar sjálfsmyndir af víðfrægum listamönnum (Van Gogh, Manet, Dúrer, Rembrandt o.fl.) sem útbýtt var af starfsfólki listasafnanna þriggja. Ian Hamilton Finlay (f. 1925 á Bahama- eyjum), upphaflega þekktur sem ljóðaútgef- andi og síðar sem garðyrkjulistamaður, þeg- ar hann ásamt konu sinni Sue Finlay gaf Skotlandi garðinn sinn „Stony Path“. Óll Kunersdorf 1969 eftir Anselm Kiefer. verk Finlays sem er að finna annars staðar en í Skotlandi, eru á einn eða annan hátt 1 framlenging af garðinum. Hans tungumál er eðlilegt líkingatal, tekið út frá erfðavenj- um í áletrunarfræði, upptalning klassískra forma eða tákn frá vissum sögutímabilum. Bæði verk Finleys á sýningunni sýna tákn dauðans og eyðingu listarinnar. Annað verk- ið „Les Cimetiéres des naufragés" (Kirkju- garður þeirra sem hafa farist) er klassísk forn gröf sem komið er fyrir úti. í rauninni þarf engar frekari útskýringar, titillinn á verkinu segir allt. Hitt verka Finleys „Vi- truvius/Augustus — Vitruvius/Robespierre“ „Vigne 1—4“ (1987 Víngarður 1—4) sýnir breytingu á flórum súluhöfðum frá tímabili Korintu, fjögur súluhöfuð sem eru tákn um eyðingu listarinnar. Claudio Parmiggioni (f. 1943 á Ítalíu) vinnur út frá hlutum, litum og táknum. Hann notar söguna, en aldrei í takt við stað og tíma. Ólíkir hlutir mynda verk sem renna inn í form leyndardómsfullra mynda, sem kalla á innra auga sendiboða í anda hug- sæis og eilífðar. í verkinu „Zoo Geometrico" vitnar hann í Nóaörkina. Hann raðar rúm- fræðilegum formum íklæddum dýraskinnum og lituðum fjöðrum í smábát, sem táknar fýsnalaust samfélag er hefur allt á valdi sínu. Til að undirstrika veikleika mannkyns- ins er táknum dýraheimsins og samfélagsins komið fyrir í smábáti. Giuseppe Penone (f. 1947 á Ítalíu). Upphaflega vann Penone út frá náttúrunni, sem hann hugsar sér sem víðáttumikið forðabúr minninga. Penone er sjálfum sér ósamkvæmur þar sem hann segir að mann- inum sé komið fyrir á einum stað og náttúr- unni á öðrum stað, og síðan að maðurinn sé náttúran. Hann notar brons, stein og gler til að skrá innri strauma á milli manns- ins í gegnum líkama sinn og náttúrunnar. Penone gerir mót af líkama sínum til að sýna tengsl mannsins og náttúrunnar. í verki hans „Svolera la propriapelle“ notar hann gler til að sýna mót af vissum líkams- hlutum sínum. Hann notar glerið eins og húð sem afmarkar tengsl tveggja hluta. I „Unghie“ gerir hann mót af nöglum sínum í gipsi, sem er síðan komið fyrir í holum, stórum steini. Hér notar hann gipsið á sama hátt og glerið í hinu verkinu þ.e. að af- marka tengsl mannsins og náttúrunnar. Thomas Huber (f. 1955 í Zúrich). Huber er yngstur af sýningargestunum, nýútskrif- aður frá Listaakademíunni í Dússeldorf. Hann málar hluti sem sýna brot af náttúr- unni. í fyrstu virðast verk hans einföld og auðveld að skilja, en í rauninni eru þau óendanlega flókin. Verk Hubers á Satúrnus i Evrópu „La Préhistorie des tableaux" (For- saga málverkanna) eru fjögur fölsk fiskabúr úr viði og á þau eru málaðir fiskar, ýmis dýr og vatnaplöntur, en fyrir Huber er vatn- ið upphaf heimsins. Verkið sýnir tvo hema, heiminn sem er ekki lengur náttúran og sem er ekki ennþá list. Hann sýnir heiminn sem er týndur og heiminn sem er klæddur falskri ímynd. Anselm Kiefer (f. 1945 í Þýskalandi). Kiefer setur saman myndir sínar með hjálp breytilegra efna, ljósmynda, blýs, málning- ar, rauðleirs, málma o.fl. Myndir hans sýna nokkurs konar gamlar minjar, alveg eins og Maríumynd sem setur okkur í samband við hinn ósýnilega raunveruleika. Maríu- myndir í blýi, málmi o.s.frv. í stað hinnar hefðbundnu gyllingar. í rauninni er dapurleiki, óhamingja, dauði, eftirsjá o.s.frv. engin nýjung í list. Öldum saman hafa listamenn skapað undir slíku þema. Aftur á móti er Satúrnus í Evrópu mjög gott dæmi um það sem er „in“ (eins og það heitir á ensku) í dag í Evrópu. í fyrstu virðist þetta allt vera frekar yfirborðs- kennt, eitthvað heimspekilegt, ójú, sumt er þetta „meira bullið" ef ég má orða það svo. í tengslum við sýninguna var haldin kvik- myndahátíð í samvinnu við Satúrnus í Evr- ópu undir sama þema, „Melancolie". Kvik- myndir á dagskánni voru: Ordet (Danmörk 1954, Dreyer), Kumonosu-Jo (Japan 1957, A Kira Kurosawa), LAnnée dernier á Mari- enbad (Frakkland 1960, Alain Resnais), Identification dúne femme (ítölsk-frönsk 1982, Michelangelo Antonioni), Dans la ville Blanche (Sviss-Portúgal, 1982, Alain Tann- er) og The Dead (USA 1987, John Huston). Margt fleira er að gerast í listalífinu í Strasbourg sem er mjög líflegt þessa dag- ana og þá næstu. Má þar til nefna Thomas Huber sem var með listasýningu undir sama þema og á Satúrnus í Evrópu, „Forsaga málverkanna". Og þessa dagana er Sarkis (þessi óskiljanlegi) með sýningu á verkum sínum frá síðustu 2-3 árum í Ancienne Dounne listasafninu hér í borg. Piano oxygéne, 1985, eftir Joseph Beuys. Höfundur er nemandi í l’Ecole des Arts Decor- atif i Strasbourg. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 19. ÁGÚST 1989 1 1

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.