Lesbók Morgunblaðsins - 19.08.1989, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 19.08.1989, Blaðsíða 16
fil B Eini Saab-bíllinn í Víetnam. Eini Saab-inn í Víetnam? Þeir segja að þetta sé eini Saab bíllinn í Víetnam og heimildin er fréttabréf Saab fyrirtækisins , í Sviþjóð. Eigandinn, Dao-Huynh-Long, skrif- aði nýlega til verksmiðj- anna og sagði að bíllinn hefði verið keyptur til Saigon árið 1958 en hann er af gerðinni Saab 93B. í fréttinni segir að 108 slíkir bílar hafi verið seidir árið 1958 til landa utan Evrópu og þama sé einn þeirra kominn, trúlega sá eini sem hafnaði í Víetnam. Long hælir bílnum sínum á hvert reipi i bréfinu til verksmiðjanna og segir hann skemmtilegan í akstri, sterkan, öruggan og hagkvæman í rekstri. Svo sem sjá má á myndinni virðist bíllinn líta vel út en þeim Saab-mönnum finnst hins vegar sem hjólin geti vart verið upprunaleg og það hljóti að hafa kostað talsverð heilabrot að koma þeim undir. Sala hjá Saab á þessu ári hefur gengið allvel. Meðalsöluaukning mánuðina janúar til apríl miðað við sömu mánuði á síðasta ári hefur verið 6%. Seldir voru 39.000 bílar þessa mánuði í ár en 37.600 í fyrra. Meðalsöluaukn- ing i Vestur-Evrópu varð 18%, í Asíu 27% en á Bandaríkjamarkaði hefur Saab hins vegar orðið að þola um 16% minni sölu. Mest aukn- ing varð á Ítalíu eða 43% þar sem seldust nærri 2.000 bílar, í Vestur-Þýskalandi varð aukningin um 27% og seldust þar alls 2.200 bílar, aukningin varð 14% í Bretlandi eða 4.100 seldir bílar, í Frakklandi seldust 1.000 bílar sem var 15% aukning. í byrjun áratugar- ins hóf Saab markaðssetningu í Asíulöndum og hefur hún verið að skila sér á síðustu árum. Varð 30% söluaukning í Japan á fyrsta hluta ársins þar sem seldust 850 bílar og svipaðar tölur eru um söiu í Taiwan og Hong Kong. Nissan Maxima í Bandarfkjunum Verðlaunaður fyrir þægindi í viðhaldi issan Maxima, lúxus- bíllinn sem hannaður var sérstaklega fyrir Bandaríkj amarkað, heldur áfram glæsi- legri innreið sinni þar í landi. Fyrr í sumar hlaut hann sérstaka viðurkenningu fyrir að vera auðveldur og þægilegur í viðhaldi og viðgerðum. Tímaritið Home Mechanix tekur til skoðun- ar hveija árgerð bílaflotans og metur öryggi, aksturseiginleika, útlit og þægindi en sérstak- lega eru skoðuð atriði eins og hvernig sé að annast viðhald hvort heldur sem leikmenn eða bifvélavirkjar eiga í hlut. Við þessa athugun er í raun leitað að bíl þar sem skynsemin ræður í vélarhúsinu og ekki spillir ef aksturs- eiginleikar eru taldir góðir. Hjá Maxima var þetta fyrir hendi, þar er sagt þægiTegt á allan hátt að komast að til viðgerða og fékk hann einkunina A+. Undir vélarlokinu er sagt gott rými, þægilegt að komast að síum og hosum, hemla- og vökva- Þeir náðu fjórða sæti eftir rallsumarið 1988 á óbreyttum Subaru 1800 RX Turbo, Óskar Ólafsson og Jóhann Jóns- son. Nissan Maxima hefur fengið góðar móttökur í Bandaríkjunum. stýrisbúnaði og kveikjukerfi. Þá segir að auð- velt sé að fara í hemlaviðgerðir og yfirleitt þurfi lítið af sérhönnuðum verkfærum og handbók bílsins er líka hælt fyrir hversu að- gengileg og upplýsandi hún sé. Meðal þeirra bíla sem hafa á síðustu árum fengið viðurkenningu fyrir að vera þægilegir í viðhaldi eru Buick Regal, Chevrolet Corsica, Plymouth Reliant og Toyota Corolla. í nýlegu fréttablaði frá Subaru segir að rallökumönnum á íslandi hafi vegnað vel á síðasta sumri í óbreyttum notuðum Subaru 1800 RX Turbo. Ökumennirnir voru Óskar Ólafsson og Jóhann Jónsson og segir í blað- inu að þeir hafi valið þennan bíl eftir vand- lega athugun. Þeir hafi ekki orðið fyrir von- brigðum því viðgerðarmenn þeirra hafi lítið haft að gera meðan aðrir voru á kafi. Frásögn- in endar á því að þeir félagar hafi lagt höfuð- ið í bleyti til að finna bíl til að taka við og þeir hafi að lokum komist að niðurstöðu: Nýr Subaru 1800 RX Turbo. Mengunar- búnaður sem eykur eldsneytis- nýtingu Mengunarmál eru sífellt meira til umræðu þegar bílar eru annars vegar og víst hefur gífurleg fjölgun bíla og_ aukin notkun kallað á sérstakar aðgerðir. Á þetta við um bíla og umferð erlendis en hérlendis eru menn einnig að vakna til vitundar um að þörf sé á að sinna mengunarvörnum. Út- blástur bíla getur verið jafnmikill mengunar- valdur á íslandi sem annars staðar í heiminum og því full þörf á ákveðnum reglum sem koma eiga til framkvæmda á næstu misserum um útbúnað og aðgerðir í mengunarvömum. Um þessar mundir er verið að koma á markað á Islandi sérstökum búnaði sem eykur brennslu og nýtingu eldsneytis sem þýðir að um leið er dregið úr mengun í útblæstri bílanna. Bandaríkjamenn tóku fyrir alimörgum árum að velta fyrir sér aðgerðum til að draga úr mengun í stórborgum. Árið 1972 voru settar reglur um að bílaframleiðendur skyldu gæta þess að allt eldsneyti skyldi brennt í bílvélunum en því ekki sleppt út í andrúmsloft- ið í svo og svo miklu magni. Mengunarbúnað- ur var hannaður og honum komið fyrir við útblástur þannig að það eldsneyti sem enn var óbrunnið brann þar. Gallinn var hins veg- ar sá að þessi búnaður jók eldsneytiseyðslu bílanna og lengi var slíkur búnaður rifinn úr bandarískum bílum er komu hingað til lands. Búnaður sem kallaður er „Platinum GaSa- ver“ hefur verið reyndur um nokkurra ára skeið í Bandaríkjunum, meðal annars af neyt- endaþjónustu þar í landi. Sýnir fjögurra ára úttekt neytendaþjónustunnar að efnið eykur bruna eldsneytis úr 68 í 90 af hundraði. Er þar með dregið úr mengun í útblæstrinum og þessi búnaður dregur líka úr þörf á blý- bensíni þar sem hann eykur í raun oktantöku bensíns. Einnig dregur efnið úr sótmyndun í vél og hreinsar vélina. Prófanir á efni þessu hafa staðið yfir hér- lendis undanfarna mánuði og hafa atvinnubíl- stjórar, bifvélavirkjar og opinberir aðilar tek- ið þátt í þeim. Ákveðnar niðurstöður liggja ekki fyrir ennþá en þeir sem sett hafa þenn- an búnað í bíla sína segja að hann dragi stór- lega úr eyðslu. Þannig taldi jeppaeigandi eyðsluna hafa minnkað úr 20 í 16 lítra á hundraðið í langkeyrslu og svipað var að segja um fólksbíl. Svavar Haraldsson hjá bifreiða- verstæðinu Túrbó hefur annast sölu og ísetn- ingu þessa búnaðar. Er hann tengdur við sogið á blöndungnum og þarf að tryggja jafnt sog og segir hann því misjafnt eftir bílum hvernig best er að koma honum fyrir. Nánar verður íjallað um þennan búnað þegar niður- stöður athugana liggja fyrir og verður frek- ari markaðssetning skipulögð í framhaldi af því. Nýr BMW fáanlegur á næsta ári N annar slíkra meðal þ' ýr BMW 850i verður opinberlega kynntur í haust á hinni árlegu alþjóða bílasýningu í Frankfurt. Hér er um að ræða sportlegan glíésivagn, með tólf strokka vél og er hann þýskra bíla. Bíll þessi verður settur á markað á næsta ári. Vangaveltum og getgátum þeirra sem fylgjast með hönnun nýrra bíla er nú svarað og er BMW 850i með 300 hestafla vél sem getur komið bílnum úr kyrrstöðu í 100 km hraða á skemmri tíma en 7 sekúndum. Há- markshraðinn er kringum 250 km og menn geta valið um sex gíra beinskiptingu eða raf- eindastýrða sjálfskiptingu sem einnig býður upp á þrenns konar aksturseiginleika. BMW 850i er líklega frekar hannaður fyrir þýskar hraðbrautir en íslenska þjóð- vegi. 4 16 H

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.