Lesbók Morgunblaðsins - 02.12.1989, Síða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 02.12.1989, Síða 5
STEINUNN ÞORGILSDÓTTIR Geitungabú. ir af Fléttum á fslandi. í þessum sal og raunar í anddyrinu líka eru ýmsar tegundir af merkilegum steinteg- undum. Þar má nefna Glópagullið sem glampar svo lokkandi á að engin furða er þó menn glæpist á að telja það dýrmætt. Þarna er líka Jaspissteinn frá Hornafirði sem hentar víst mjög vel til að slípa í skart- gripi. Bak við gler eru tveir afar digrir tijá- bolir, rauðviðartegundir, sá eldri með um fimm hundruð árhringi. Flestir myndu halda þetta útlend tré en þau eru alíslensk. Þau uxu á Vestijörðum fyrir um tíu til fjórtán milljónum ára, þá hefur veður verið þar greinilega mun skárra en nú er. í sérstökum skáp getur að líta steingerð, öll helstu blaðför, sem fundist hafa hér á landi. Þau eru í aldursröð, elst eru 14 millj- ón ára beykiblöð úr Selárdal. Fyrir einni milljón ára kólnaði mjög mikið hér og þá fara víði- og birkilauf að verða yfirgnæfandi. í tveimur skápum er landrekskenningunni gerð skil. Þar er sýnt í máli og myndum hvernig Norður Atlandshafið hefur orðið til á sl. 59 milljónum ára. Þar sést hvernig N-Ameríka gliðnar frá Evrópu, hvenær ís- land hefur orðið til og svo hvernig staðan er í dag. ísland er klofið sundur af tveimur plötum sem rekur hvor frá annari um 2 cm á ári. Reykjavík er á Norður-Ameríku plöt- unni en t.d. Neskaupstaður er á Evrasíuplöt- unni, af þessu stafar eldvirknin hér. Bak við gler sést líkan af Heklu og sér fimmtán km niður í jarðmöttulinn. Þar niðri í eru bráðnir bergeitlar sem þrengja sér upp þegarjarðskorpan springur. Einnig erþarna jarðavegssnið úr Dómadal hjá Heklu sem tekið er með sérstakri tækni. Á öðrum stað er skýrt hvernig móberg myndast og á hve löngum tíma. Sveinn Ingimundarson hét maður sem bjó á Stöðvarfirði. Hann safnaði holufelling- um sem erfingjar hans gáfu safninu. Sveinn fann þær allar í einni og sömu sprungunni. Þeim hefur þeim verið komið fyrir í eftirlík- ingu af upphaflegu sprungunni. Þetta er mér sagt að sé einstakt safn af Aragonít- kristöllum. Uppá lofti er salur þar sem sjá má allt kvikt sem lifir í fersku vatni á landinu, frá því smæsta til þess stærsta og auk þess hvers kyns kykvendi úr sjó. Skorkvikindi af ýmsu tagi eru þarna á öðmm stað, meira að segja geitungar sem eru víst því miður komnir til þess að vera. Þarna eru líka húsdýrin blessuð, sem vekja upp talsvert viðkunnanlegri minningar. Loks er þarna skápur sem geymir stærsta „hreiður" á landinu. Þar er safnað saman eggjum allra fugla íslands. Fuglarnir sjálfir eru í öðrum skápum og sinna eggjum sínum lítt. Sumir standa og horfa alvörugefnir hvor á annan með stingandi gleraugum en aðrir flögra um í veiðihug, Einn og sér stend- ur svo .vesalings Geirfuglinn, mölétinn og dapur yfir eggi sínu. Aldrei framar munu skríða ungar úr slíkum eggjum því Geirfugl- ar dóu út fyrir nær tvö hundruð árum. Allt þetta og ótalmargt annað er hægt að skoða í Náttúrufræðistofnum íslands að Laugavegi 105 í Reykjavík. Það er góð til- breyting um helgar að ganga þar til fundar við gróður, dýr og steina, við erum hér ekki alveg á köldum klaka meðan við getum það. Fölnuð æska Geislarnir stafa frá sumarsól sigrandi, gleðjandi um jarðarból, ylgjöfum blessunar búnir. Náttúran öll er í hátíðahjúp, hljómbylgja lífsins svo sterk, svo djúp, laðar fram Iífsþrá og vonir. En inni er svo dimmt og svo dapurlegt þó þar dauðans gustur um loftið fló, þar aflvana æskan liggur með hljóðnaðar vonir og bleika brá það blæddi út heitustu lífsins þrá og hugurinn drúpir svo hryggur. Því úti er lífið svo undur bjart og eftir að gera svo margt, svo margt, sem hugsjónir heillandi spáðu. Þær orkuna glæddu ogyljuðu hug og óskunum djörfustu lyhu á flug, sem Ijósið og lífsgleði þráðu. BIRGITTA HALLDÓRSDÓTTIR Bláu fjöllin Mig langar burt út í blámann sem ég sé. Þú spyrð hvurt en ég á ekkert svar. Það vantar fyllinguna í lífið. A öðrum stað þar sem hafið gnauðar er kannski það sem ég leita eftir. En fengi ég allt sem ég þrái? Svarið er nei sál mín er klofin. Þrái ég ei það sem ég höndla. Fjöllin eru blá í fjarska. Höfundur er rithöfundur og hefur sent frá sér nokkrar skáldsögur. ÞORVALDUR SÆMUNDSSON Hafkyrrð Sólfagur morgunn yfir byggðir breiðist, bláheiðið Ijómar ofar tindum fríðum, . vorblærinn strýkur grösin græn í hlíðum, glitrandi döggin hægt en markvíst eyðist. Svipfrítt er landið sumarskrúði vafið; særinn í fjarska hvílist rótt við granda. Líkt og í blundi dregur djúpið anda; dulúðugt, kyrrt er máttarríka hafið. Oft hef ég séð það hramminn reiða hátt, heljarslög greiða tjörusandi’ og steinum, klettana hrynja, er á þeim skaflinn skall. Hafið á líka mýkt og mildi og sátt, margþætta fegurð dýpst í sínum leynum, töfrandi glit og brimhvítt boðans fall. Höfundur er kennari í Reykjavík og hefur gefið út eina Ijóðabók. PÁLMI ÖRN GUÐMUNDSSON Á ströndinni Ég skrúfaði fyrir heiminn og gekk út úr líkamanum hinumegin á ströndinni Hinumegin á ströndinni dönsuðu stúlkurnar sóldansinn með heiminn í höndunum Lítið barn Rökkurijóður hljóð rauðar eru varir hennar hjartablóð heillað barn starir. Eitthvað út í vind augu dreymin sjá lífsins auða lind litar augun blá. Höfundur er Ijóðskáld í Reykjavík. En hérgildir einungisþögnin þung þó það sé dapurt að fölna svo ung, . brosið skal byrgja inni þrána. Frá ástvinum sorgum og böli sé bægt með brosinu þessu, á meðan er hægt, svo — guð þerrar grátþrungna brána. Þær hugsjónir allar, sem hrifningin ól og helgaði kærleik, sem glampandi sól á Ijósöldum Ijósvakans skarta. Og sálin, sem óskaði að mýkja allra mein og mæðunni fórnirnpr leggja til ein, er geisli frá guðdómsins hjarta. Steinunn var bóndakona á Fellsströnd í Dalasýslu. Ljóðið er úr Ijóðabók þeirra systra, Steinunnar og Helgu „Úr handraö- anum". LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 2. DESEMBER 1989 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.