Lesbók Morgunblaðsins - 02.12.1989, Síða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 02.12.1989, Síða 8
Bjarni Daníelsson skólastjóri List og listiðn eiga samleið Bjami Daníelsson er gamall nemandi við MHÍ; var við nám 1968-70, 1974-75 og hann útskrif- aðist úr myndkennaradeild 1981. Síðar hélt hann til framhaldsnáms í Bandaríkjunum. Bjarni varð skólastjóri.MHÍ 1986. — Nú hefur sérgreinum og deildum flölg- að í skólanum og 1981 var sameiginlegt fornám nemenda stytt úr tveimur árum í eitt. Er ekki hætt við því að MHÍ útskrifi „fagidjóta“? „Fornámið var stytt á þeim forsendum að það væri betra að nemendur kynntust fyrr ákveðnum sérgreinum en jafnframt var ætlunin að seinni hluti undirbúningsnámsins færi fram í sérdeildunum. Sumir telja að það hafi ekki gengið alveg eftir; sérgreinarn- ar reyndust of tímafrekar. Að undanförnu höfum við lagt aukna áherslu á undirstöðu- greinar s.s. teikningu og módelteikningu innan sérdeildanna. Ég held að það hafi verið til bóta. Áhersla á undirstöðugreinar hefur verið dálítið svðiflukennd undanfarinn áratug. E.t.v. má segja að alltaf sé verið að takast á um það hvort hugmyndafræði eða að- ferðafræði eigi að vera aðalinntak menntun- annað í hugum margra. í augnablikinu finn- um við hjá nemendum áhuga á vönduðu handverki og tæknilegri vandvirkni sem auðvitað verður að byggjast á traustri undir- stöðu í grunngreinum myndlistar. Þú spyrð hvort við séum að mennta fagidjóta? í þessum skóla hefur verið taiið að það væri betra að menn næðu tökum á einni grein heldur en þeir væru að hringla í mörgum. En nemendur kynnast öðrum sérgreinum; þeir verja hluta af námstíman- um á öðrum sérsviðum. Það er auðvitað list- rænn þroski sem skiptir meginmáli og það hefur ekki verið sýnt fram á að þetta sé röng aðferð til að öðlast hann.“ — Fijáls list og nytjalist eru oft settar hvor á móti annarri á vogarskálarnar. Hve stór hluti af kennslunni í skólanum er nytja- list og hve mikið er fijáls list? „Skólinn hefur þá sérstöðu að hann er bæði frjjáls listaskóli og listiðnarskóli. Það má segja að þijú sérsvið falli undir listiðn- Bjarni Daníelsson skólastjóri. að: Keramík, textíl og grafísk hönnun (áður auglýsingateiknun). Og fijálsa list: Málun, skúlptúr, grafík og fjöltækni (áður nýlist). En það eru engin skýr mörk þarna á milli. Grafísk hönnun er e.t.v. það hagnýtasta sem við kennum í þeim skilningi að verið er að mennta fólk til sæmilega skilgreindra starfa. Á sama hátt mætti kannski segja að ijöl- tæknin feli í sér mesta frelsið af því að þar eru hefðirnar oftast brotnar. — En allt hang- ir þetta saman. í myndlist er um það að ræða annars vegar að ryðja brautina til nýrrar reynslu og þekkingar, hins vegar að vinna úr því sem þekkt er. Þetta er verið að gera í öllum sérgreinum myndlistar. Og þekkingin skarast milli greina. Ég á mjög erfitt með að sjá hvort er hagnýtara t.d. auglýsing í tímariti eða „fijáls“ myndskreyt- ing í opinberri byggingu. Þetta hangir allt saman á sömu spýtunni. Ég er ánægður með sérstöðu skólans og finnst ekki ástæða til að skipta honum upp. Samskipti og sam- flot greina er af hinu góða.“ — Er hætta á að kennslan tréni, staðni? „Skólinn þarf að vera í stöðugri þróun og við reynum að halda því þannig. Náms- efnið er stöðugt í endurskoðun, miklar breyt- ingar verða á kennaraliði frá ári til árs og við bjóðum líka árlega til okkar nokkrum erlendum gestakennurum. Við reynum að gera hvort tveggja í senn, að vera með vel skilgreinda menntun og vera stöðugt með augu og eyru opin fyrir nýjungum. Eg held að þetta takist svona sæmilega." — Menntun myndlistakennara fyrir grunnskólastig fer nú fram í Kennarahá- skóla íslands og minna ber á námskeiða- haldi fyrir almenning. Er ekki skólinn að Kristjana Samper myndhöggvari Teiknikennsla þarf að vera betri Kristjana Samper var rúmlega þrítug þriggja bama móðir er hún hóf nám við MHÍ árið 1975. Hún útskrifaðist 1979 frá keramíkdeild. En Kristjana er mynd- höggvari. „Þegar ég stundaði nám við MHÍ var engin skúlptúrdeild við skólann svo ég valdi keramíkdeildina en á þessum árum fengum við töluvert lými fyrir fijálsa mótun. Með þessu móti lærði ég aðra tækni í meðferð á leirnum en almennt er kennd í hefð- bundnu skúlptúrnámi. Þegar ég kom svo til Arizona, þar sem ég var í framhalds- námi, var þessi leið ekki svo óvenjuleg því þar lifðu enn sterk áhrif frá svokölluðu leir- æði („clay rush“) sem byijaði á vestur- ströndinni og frægt varð um öll Bandaríkin og víðar. Mér nýttist námið í MHÍ ágætlega en til þess þurfti sjálfsaga og mikla vinnu því að mínu mati er teiknikennsla þar ófullnægj- andi. Mitt álit er að nemendur þyrftu að hafa stöðuga þjálfun í módelteikningu fyrir utan markvissar annir bæði í módel og öðr- um greinum teikningar. Kennslu í listaheimspeki vildi ég hafa í tengslum við listasögukennslu — og svo síðast en ekki síst finnst mér það stór galli að hafa marga fastráðna kennara. — Það ætti að vera markmið skóíans að kalla til kennslu þá sem fremstir eru á sínu sviði Krísljana Samper. og ekki síður þá sem leitað er til að skila árangri. Aðeins með þessu móti byggist upp metnaðarfullur skóli.“ — Heldurðu að íslendingar geti prðið fullnuma í myndlist hér á landi við MHÍ eða væntanlegan listaháskóla? Morgunblaðið/Sverrir „Ég held að þörfin fyrir að leita fanga erlendis breytist ekki. Öfugt við bókmenntir höfum við litla arfleifð til að byggja á í myndlist og til að viðhaida fjölbreytni þurfa nemendur að leita út fyrir landsteinana nú eins og áður.“ glata tækifærum til að „útbreiða listina" um þjóðfélagið? „Við hættum að taka nemendur inn í kennaradeild árið 1987 en kennaradeildin hefur ekki verið lögð niður. Við viljum fá að mennta myndlistakennara fyrir fram- haldsskólastigið en menntamálaráðuneytið hefur þijóskast við að veita heimild til þess. Það er alvarlegt gat í myndlistamennt þjóð- arinnar. Eitt af meginhlutverkum skólans sam- kvæmt lögum er myndlistarmenntun al- mennings. Það er rétt að það dró úr nám- skeiðum. — Vegna aðstöðuleysis, en með viðbótarhúsnæði hefur þeim fjölgað síðustu tvö árin. Barnanámskeiðin eru líka komin í skárra húsnæði. Á fimmta hundrað nem- enda sækir námskeið við skólann. Því miður er þetta mjög erfitt við núverandi húsnæðis- aðstæður." — Nú er fyrirhugað að MHI verði skóli á háskólastigi sem hluti af almennum lista- háskóla, hvað þýðir það? „Gert er ráð fyrir að í listaháskólanum sameinist tónlistarskóli, leiklistarskóli og myndlistaskóli. Við teljum að þeir yrðu sam- einaðir sterkari, bæði inn og út á við sem mennta- og menningarstofnanir. Það eru líka fjölmörg tilefni til að listgreinar vinni saman t.d. í sambandi við leikbúning, óperu- menntun, kennaramenntun, fræðilegar rannsóknir o.fl. Einnig má benda á að stóru listaskólarn- ir eru í miklu húsnæðishraki. Það hefur verið talað um að Listaháskóli íslands fengi húsnæði Sláturfélags Suðurlands inni í Laugarnesi. Það væri glæsileg lausn, en áreiðanlega hagkvæm framtíðarlausn í leið- inni. Listaháskóli yrði ekki bákn þótt þetta verði skóli með 4-500 nemendur. Að mörgu leyti veitir hann færi á að minnka báknið; betri nýting á húsnæði og skrifstofum og ýmissi aðstöðu. Að fá skólann á háskólastig mun létta öll samskipti við erlendar háskólastofnanir. Og veita nemendum fyrirhafnarminni að- gang að erlendum listaháskólum. Nemendúr okkar hafa hingað til sloppið innfyrir víðast hvar á grundvelli verka sinna. Á meðan nemendur standa sig vel eru möguleikar opnir en samskiptin yrðu ótrúlega miklu léttari ef skólinn væri á háskólastigi. Að mörgu leyti er MHÍ nú þegar kominn á háskólastig. Inntökuskilyrðin í skólann hafa farið síharðnandi. Allir nemendur hafa einhvern myndlistarundirbúning og hafa langflestir lokið framhaldsskólanámi áður en þeir koma í skólann. Þeir eru líka eldri en áður; núna er stærsti hópurinn á aldrin- um 23-24. — Og kennararnir hafa flestir 6-10 ára æðra listnám að baki.“ — Fyrr á árum virðist stefnan hafa verið sú að nemendur færu utan til náms. Er hægt að fullnema listamann á Islandi? „Tillögur núna gera ráð fyrir því að for- námið verði á vegum framhaldsskóla í landinu en svo taki við 4 ára listanám á háskólastigi. — Við gerum hiklaust ráð fyr- ir því að nemendur fari til útlanda að því loknu eins og þeir hafa hingað til gert. Vart hefur orðið við ótta um að íslenskur listaháskóli gæti dregið úr möguleikum til að komast í framhaldsnám erlendis. Lána- sjóður íslenskra námsmanna gæti freistast til að neita lánsumsókn á grundvelli þess að í boði væri listnám hér heima. Það held ég að sé algjörlega úr lausu lofti gripið. Erlend- ir listaháskólar gera margir ráð fyrir miklu lengra námi en fjórum árum og íslenskir myndlistarmenn munu halda áfram að sækja framhaldsmenntun til útlanda."

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.