Lesbók Morgunblaðsins - 02.12.1989, Síða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 02.12.1989, Síða 11
LÖG HÁTÍÐLEG AÐYENTA í LONDON Aðventan í London er hátíðleg. Rétt fyrir jól er ekki mikið um ferðamenn í stórborginni. Bretar fjölmenna í jólainnkaup og þeirra verslunarhættir eru rólegri en okkar. Og aðventutónleikar og jólasöngvar á kvöldin koma manni í hátíðaskap. í Oxfordstræti er jólalegt. Gluggaskreytingar víða fallegar, til dæmis hjá Selfrigdes. Gaman að sjá hesta- og póstkerruna frá Harrods aka um strætin, hlaðna jólapökkum. Ef tilgangur ferðar er að gera jólainnkaup látið þá ekki stórborgarys eða mannþröng þreyta ykkur. Veljið góða stór- verslun og framvísið öllum „tax free“-miðunum í einu. Njótið þess að setjast niður á milli, hlusta á falleg jólalög yfir bjórglasi eða kaffibolla. Litlu markaðarnir og búðirnar í Covent Garden eru vin- sælir verslunarstaðir hjá Bretum fyrir jólin. í Bretlandi tíðast ekki að gefa stórar gjafir, aðeins eitt- hvað lítið og persónulegt, sem auðvelt er að finna á mörkuðum. Jólahughrifin eru mest eftir lokunartíma verslana. Þá safnast fólk með kertaljós gjarnan saman fyrir utan verslanir eða veitinga- hús og syngur jólalög. í mörgum kirkjum standa söfnuðir fyrir að- ventutónleikum, með ódýran eða frían aðgang. Til 21. desember eru ljölbreyttir jólatónleikar í tón- leikahöllum Barbican, Queen Elizabeth, Royal Festival og Wig- more. Sjöunda desember kl. 18 er kveikt á norska jólatrénu á Trafalgar-torgi. Á hveiju kvöldi fram á aðfangadag eru sungin jólalög við tréð frá kl.16-22. Á aðventu fara Bretar mikið út að borða og jólastemmning Glóðarvín skenkt á þýskum jólamarkaði. bjór eða glóðarvíni. Ríkulegar jólaskreytingar setja líka svip á göngu- og verslunargötuna Zeil. Aðventudagskrá í tónleikahöll- inni „Alte Oper“: 4.12. The Dubl- iners. 10.12. Bolschoi don Kosak- en með söng, dans og hljóðfæra- slátt. 17.12. Fílharmóníusveitin Rheinland-Pfalz. Stjórnandi Ye- hudi Menuhin. 20. desember er jóladagskrá á vegum Circus Ron- calli. Stjórnandi Bernhard Paul. Fyrir þá sem vilja stunda heilsurækt fyrir eða yfir hátíðirn- ar, eru bæirnir Wiesbaden og Bad Homburg í örstuttu lestarfæri frá Frankfurt. Báðir eru þekktir fyrir heilsuböð, en líka fyrir fræg spilavíti í tengslum við heilsu- ræktina. í Bad Homburg er sund- laugargarðurinn „Taunus Therme“, sem geymir gufuböð, sólböð, veitingastaði og bari við sundlaugarbarminn. Þar má dvelja hluta úr degi eða yfir helgi. Upplýsingar: Taunus Therme, 6380 Bad Homburg vor der Höhe. Sími: 06172-4878. Um þriggja tíma lestarferð er til hinnar fögru Augsborgar, sem er fræg fyrir jólamarkaði. Jólaferð í breskan kastala -með íslenskum kastalaherra! Jólahald í kastala frá tímabili Viktoríu drottningar. í Torquay, „Rívíeru" Breta. íslenskur kastalaherra. Konunglegir réttir í boði þjá yfirkokk, sem kemur úr eldhúsi Buckingham-hallar. Forvitnileg jólaferð, sem auðvitað kostar sitt. Magnús Steindórs- son, hótelstjóri og eig- andi Manor-herra- garðsins í Torquay býð- ur upp á jóladagskrá fyrir Islendinga. Lagt er upp í ferðina 22. des- ember og heim aftur 28. En að sjálfsögðu má framlengja dvölina yfir áramót. Hin eigin- lega jóladagskrá hefst síðdegis á aðfangadag. Þá setjast hallargestir við ijómatedrykkju að hætti íbúa Devonskíris. Kl. 6.30 sameinast gestir og starfsfólk í fordrykk fyrir kvöld- verð. Á aðfangadags- kvöld verður lifandi tón- list og dansað fram eft- ir jólanóttu. Á jóladags- morgun kemur jóla- sveinninn með gjafir handa öllum að bresk- um sið. Jólatedrykkja síðdegis með tilheyr- and-i skemmtiatriðum fyrir alla aldurshópa. greskur Ánnan í jólum er boðið upp á skoðunarferð um nágrennið. Manor House-hótelið stendur á smáhæð í miðjum Torquay-bæ, sem er svipaður Reykjavík að stærð, með 110 þúsund íbúa. Gott útsýni er frá hótelinu yfir Torquay-flóa og bæinn. Hótel- herbergi með sjávarútsýni eru 3.600 kr. dýrari á mann en önn- ur. Forvitnilegt er, að hótelið var valið sem sögusvið á aldarafmæli Agöthu Christie á næsta ári. Mik- ill íburður er innan dyra, til dæm- is himinsængur í herbergjum. Líkt og að ganga inn i gamla tímann, með nútíma þægindum, sundlaug, gufubaði og nuddi. 10-12 golf- vellir eru í nágrenninu. í mið- kastali ineð íslenskum andblæ. bæinn er 10 mínútna gangur. Þar finnast sömu stórverslanir og í London, en mun ódýrari en í Ox- fordstræti! Fjöldi af góðum veit- ingahúsum og bjórkrám, enda er Torquay „Rívíera" Breta. Stutt að aka út í friðsæla sveit. Upplýsingar: Flug og gisting, með hálfu fæði í 2 daga og fullu fæði yfir hátíðina kostar 50.200 kr. á mann í tveggja manna her- bergi. Frá Heathrow-flugvelli ganga rútur til Torquay 8 sinnum á dag. Einnig má taka lest inn í London og frá Paddington-stöð til Torquay (3 tímar). En Magnús sér um að sækja íslendingana til Heathrow, ef þeir fjölmenna. ríkir á krám og í veitingahúsum. Fylltur kalkúnn er jólamatur Breta. Kallari í fullum skrúða heimsækir mörg veitingahús og les upp gamansamar fréttir, en hann var þekktur úr götulífi Lund- úna fyrir tíma dagblaðanna. Jóla- leikrit fjölskyldunnar er „Aladdín“ (18. des. ’89 til 27. jan. ’90). Um jólin er alltaf þekkt ævintýri svið- sett, þar sem kvenleikari leikur karlhetju og karlmaður kven- stjörnu. Skop og ádeila á breskt þjóðlíf blandast inn í og „pantom- ine“ er jafn vinsælt fyrir börn og fullorðna. Oft er erfitt að fá miða á tónleika eða í leikhús, en miðar eru yfirleitt fáanlegir fyrir sýn- ingu við inngang eða í söluturn- um. Kannið alltaf opinbera verðið áður en þið kaupið. Aðventa í Frankfurt - með jólamarkaði og gióðarvíni á Römer-torgi Aðventa í þýskum borgum einkennist af fjörleg- um útimörkuðum og ríkulegum jólaskreytingum. Frankfurt er þægileg verslunarborg fyrir jólainn- kaup. Bæði þar og í nágrenninu ríkir glaðvær aðventublær. Jólamarkaðurinn er vinsæll • á Römer-torgi. Þegar búið er að reisa litlu markaðshúsin á torginu og viðeig- andi jólaskreytingar komnar upp — og ilmur frá brennd- um möndlum og glóðarvíni berst að vitum vegfarenda — þá ríkja jólahughrif í Frankfurt. Römer-torg með sínum sérkennilegu gömlu húsum, er ævintýri líkast í desember. Þar er vinsælt að hvíla sig frá jólainnkaupum — fá sér heita kryddpylsu og skola henni niður með Útbúið á jólamarkaðinn. Áhrifamestir eru jólatónleikarnir. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 2. DESEMBER 1989 1 1

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.