Lesbók Morgunblaðsins - 03.02.1990, Page 2

Lesbók Morgunblaðsins - 03.02.1990, Page 2
Mynd: Salvador Dali. ELÍSABET JÖKULSDÓTTIR Tilraun/ Hlutdeild To+s C/l ■yt £jZ* y Þaö fljúga svartir hrafnar á bláan himin og rekast á enga fyrirstöðu. Og ég er blár himinn og um mig alla fljúga svartir hrafnar og hljóð- laust svífa og með miklu vængjablaki. Hugur minn er blár auður mót- tækilegur og bíður áhrifanna. Um bláan himin hugsana minna kvíslast nakin trén og greinar þeirra mynda óreglulegt mynstur og greinar þeirra teygja sig teygja sig... Lítil teiknimyndafígúra reynir að gera ramma utanum trén en þegar það er ekki hægt reynir hún að klippa greinarnar af ekki snyrta þær heldur klippa klippa klippa klippa svo þeim blæði. En greinunum blæð- ir ekki. Þær taka örlítinn kipp sem væri þeim brugðið. Svo sprettur ný grein af hinni klipptu. Sprettur eitthvert annað. Ég er forvitin og fylgist með. Hugur minn er blár og greinóttur og skorinn alla vega. Og ég sé hvert stefnir en fæ ekkert að gert. Ég aðeins sé hvert stefnir. Bláir hrafnar fljúga um svartan himin gargandi í leit að æti. Finna æti, sjá æti, stinga sér niður og himinninn verður blár og óendanlegur á nýjan leik. Eg er að gera tilraun. Ég er að gera tilraun. Eg veit ekki á hvetju hún byggist. Hún byggist á endurtekningum. Svartbláttsvartbláttsvartbláttsvartbláttsvartbláttsvartbláttsvart. Hún byggist á því að ég horfi á það sem er að gerast. Um leið gerist ekkert. Tilraunin er jákvæð. Samkomuhús í myrkri Hún sat í samkomuhúsinu. Hún sat á bekk í salnum og horfði á sviðið. í myrkrinu. Hafíð umlukti eyjuna. Það var ekkert Ijós inni og farið að skyggja úti. Meðfram veggjunum í samkomuhúsinu voru langir trébekkir. Trégólf sem var lúið sums staðar og brakaði í myrkrinu. Hljóð hafsins heyrðist fyrir utan. Hvernigþað skall upp að klettunum. Hún sat í myrkrinu í samkomuhúsinu og hlustaði á hafið. Sviðið var autt. Áhorfendur voru engir. Nema hún. Þó var húsið fullt af fólki. Eftir því sem hún horfði lengur skýrðist sviðið. Hún var að bíða eftir því að einhver kæmi gángandi niður stiga. Að einhver opnaði hurð á sviðinu. Segði eitthvað við einhvern sem sæti í ruggustól. En enginn sagði neitt. Allir þögðu. Og biðu eftir að leikurinn hæfist. Þaðmarraðiígólfinu baksviðs. Varhún örugglega ein ísamkomuhúsinu. Hljóð hafsins varð annarlegt í myrkrinu. Nú voru öruggléga komnar stjömur á himinhvolfið. Og ský. Loks voru áhorfendur farnir að gjóa til hennar augunum. Hún fór upp á svið í huganum og hugsaði. Hvernig er það að leika. í raunveruleikanum. Að maður geti náð svo algeru valdi á annarri persónu að geta túlkað persónuna. Og verið samt maður sjálfur. Hvenær er maður maður sjálfur. Hugsaði hún svo.- Hurð skelltist og fótatak niður stiga. Brimið skall á gluggarúðunum og hafið flæddi inn á gólfið. Höfundurinn er skáld og húsmóöir í Reykjavík. B Æ K U R E R L E N D A R Guðbrandur Siglaugsson tók saman GERMANY ANDTHE GERMANS 'Extremeiy percéptive and well-lnformed... AH German life »there' - The Timej Uterory Supplemenl JOHN ARDAGH© John Ardagh: Germany and the Germans. Penguin Books. Höfundur þessa rits hefur áður skrifað margt um Frakkland og franska menningu og hlotið lofsverða dóma fyrir. Að þessu sinni hefur hann valið að skrifa um Þjóð- veija og Þýskaland og verður ekki annað séð en hann viti nokk um hvað hann er að fjalla. í inngangi gerir hann grein fyrir því hvað hvatti hann til að skrifa þessa bók, þýsk eiginkona og góð kynni af Þjóðveijum. Hann byijar síðan á því að skýra frá tilurð Þýskalandanna, Sambandslýðveldisins ann- ars vegar og Alþýðulýðveldisins hins vegar. Hann segir af skipulagi ríkisins, stjórn- málaþróun, efnahagsundrinu, skólakerfinu, trúarlífi og árekstrum við útlent vinnuafl, hann segir frá daglegu lífi og listum, íþrótt- um og snobbi. Hann fjallar ítarlega um við- fangsefnið og veltir fyrir sér framtíðinni sem bíða kann þessara ungu lýðvelda. Það kann að vera að þeim sem þekkja vel til Þýskalands þyki þessi bók helstil mikill lofsöngur en óhætt er að segja hinum að ekki er um neitt áróðursrit frá ferðaskrif- stofu að ræða. Barbara Vine: The House of Stairs. Penguin Books. Allt frá fyrstu síðu og aftur á þær síðustu vingsast hugurinn milli já og nei, milli vissu og efa um hvað gerist, af hveiju og hvern- ig. Imyndunaraflinu er snúið úr einni átt í aðra, fortíðin gleypist af framtíð sem skilur við hana í nútíð og magnar þetta svo spenn- una að lesandinn verður að vera staðfastur svo hann hlaupi ekki aftur í lokakaflana til að fá svör við brennandi spumingum: Hvað? Þessi bók er æsispennandi eins og frú Vine sem reyndar er Ruth Randell, hin víðfræga drottning leynilögreglusagnanna, þegar hún fæst við sálfræðirannsóknir. Ungt fólk safnast saman í húsi með hundr- að og sex þrepum og það er í tíð síða hárs- ins og útvíðu buxnanna, í tíð hugarútvíkkun- ar og tilrauna af mörgu tæi. Eg skal ekki skemma fyrir neinum sem lesa vill þessa bráðskemmtilegu bók. '\ briiliant account ot onc of thc rnost remarkable advcnturcrs of thc twentieth centurv - RICHARD COBB Bernhard Wasserstein: The Secret Lives of Trebitsch Lincoln. Penguin Books. Ignácz Treibitsch fæddist í smábæ suður af Budapest árið 1879. Faðir hans var vel settur komkaupmaður og móðir hans var komin af ríkri gyðingafjölskyldu sem hlotn- aðist aðalstign eftir að hún giftist trúbróður sínum. Gyðingar vom fjölmargir um þessar mundir í Budapest. Þeir stunduðu viðskipti af elju en trú sína ekki og gengu í hópum af henni. Treibitsch kaupmaður gerði það ekki og fengu synir hans því að kynnast hreintrúnaði forfeðranna. Ignácz undi illa offrekju föður síns og leiddist út í gripdeild- ir og mátti svo að segja til að fara úr landi. Hann hafnaði á Englandi þar sem hann lenti í klóm kristinna trúboða og hjá þeim lærði hann ögn í sjálfsbjargarviðleitni og sigldi vestur um haf þar sem hann hugðist stunda trúboð. En hann var ekki lengi í Vestur- heimi, áhugi hans á trúmálum hjaðnaði en við tóku stjómmál. Treibitsch gerðist ritari Seebohm Rowntrees, kakókóngs og mann- bætara og valdist frambjóðandi fijálslyndra í kosningum árið 1910. Meðan hann var ritari kakókóngsins var hann á faraldsfæti um meginlandið og þreytti allflesta dipló- mata með erindum. í kosningunum náði hann nægu fylgi og settist á stutt þing áður en hann lét heillast af ij'árglæfrum sem tengdust olíuvinnslu í Rúmeníu. Þau við- skipti fóm illa eins og reyndar allt sem þessi undarlegi ævintýramaður tók sér fyrir hendur. Styijöld skall á og Treibitsch, sem nú hét Lincoln, gortaði af því að hafa njósn- að fyrir Þjóðveija svo þeir gætu með hans hjálp knésett breska heimsveldið. Því hefur æ verið tekið með fyrirvara því margt af því sem I.T.T. Lincoln sagði var heilaspuni frá rótum en annað með vott af sannleik. Þannig er satt að hann var einn af forkólf- um Hvíta alþjóðasambandsins og tók að auki þátt í valdaráni í Berlín 1920. Trei- bitsch áttaði sig á því að ekki kæmist hann til metorða í Þýskalandi eftir að nasistar náðu þar völdum en reyndi samt allt hvað af tók að komast í samband við sjálfan for- ingjann Hitler. Treibitsch hélt síðan til Kína, hvar hann gerðist búddamunkur og gúrú, njósnaði pent fyrir Þýskaland og Japan og lést saddur lífdaga 1943. Hér hefur verið stiklað á stóm í lífí mesta ævintýramanns aldarinnar. Bók þessi segir nálega allt um hann og syndrómið: oln- boginn ræður. Fyrir þessa bók hlaut höfundurinn Gullkutann, Silfurhest reifaraelítunnar 1988. 2

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.