Lesbók Morgunblaðsins - 03.02.1990, Síða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 03.02.1990, Síða 3
LESBOK MORQUNBLAÐ8 I N 8 Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavik. Framkvstj.: Haraldur Sveinsson. Ritstjórar: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aðstoö- arritstjóri: Björn Bjarnason. Ritstjórnarfulltr.: Gisli Sigurðsson. Auglýsingar: Baldvin Jóns- son. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Sími 691100. Forsíðan Á Kjarvalsstöðum hefur staðið yfir í eina viku sýn- ing Tolla (Þorláks Kristinssonar) og verður hún framá næstu helgi. Tolli, f. 1953, var sjómaður áður en hann fór í listnám og hann er einn örfárra íslenzkra málara, sem sækja sér yrkisefni í líf sjó- mannsins og heim hafsins. Ljósm. Lesbók/Árni Sæberg. Aurora 3 er heiti á samsýningu ungra Norðurlandalista- manna, sem fram fer annað hvert ár og er nú kom- in uppá veggi í Norræna Húsinu. Af því tilefni skrif- ar Halldór Björn Runólfsson, sýningarstjóri við norr- ænu listamiðstöðina í Helsinki, grein sem hann nefn- ir: Listamaðurinn og föndur hans. Trúarskáld er hugtak sem íslendingar skilja ugglaust allir, en kannski hver á sinn hátt. Um ijóð ogtrú er fjallað í grein eftir Ingimar Erlend Sigurðsson rithöfund, sem sjálfur hefur ort mörg trúarleg ljóð, m.a. í Lesbók. Enginn undrast að Hallgrímur Pétursson skuli nefndur öðrum framar, en hitt kynni að koma á óvart, að Ingimar Erlendur telur Einar Benedikts- son einnig trúarskáld. Amerískir bílar hafa átt erfiðar uppdráttar á innanlandsmark- aði í Bandaríkjunum og nú er svo komið að þeir ná aðeins í tvo þriðju hluta heildarsölunnar, en jap- anskur bíll er söluhæstur þar í fyrsta sinn. BALDUR ÓSKARSSON Þríhyrningur við djúp Reynum að missa ekki sjónar á honum Hvítt sáldrast úr skýi Ég heyri álftir berja vatnið og vængjablakið ★ Ég kallaði nafn þitt og dvergmálið svaraði þrisvar þrisvar Þitt svar er hvítt B B UPP ÚR SÚRU Engum hugsandi manni getur víst lengur blandast hugur um að á undanf- ömum árum hefur af- þreying ýmiss konar farið sigurför um heim okkar. Svo glæsta herför að tæpast hefur nokkur her- foringi sögunnar látið sig í alvöru dreyma um annað eins herfang og það sem þetta afl hefur sölsað undir sig. Herfangið er æðsta skepna jarðarinnar, sú skepna sem löngum hefur kennt sig við vit og hugsun og gert með því allskýran greinarmun á sér og öðrum sköpunarverkum guðdómsins — en virðist oft ekki setja sig úr færi að kasta þessari vitglóru á glæ. Það er vitaskuld nokkuð þversögn að sigr- ar mannsandans á umliðnum áratugum hafa einmitt lagt mest af mörkunum til þess iðnaðar sem sprottið hefur upp af af- þreyingunni og leitast nú við að grafa und- an þeim hinum sama anda. Afrek manns- andans á tæknisviðinu hafa greitt götu af- þreyingarinnar svo að henni eru nú allar leiðir færar, inn í hvert skúmaskot heimil- anna, vinnustaðanna, bifreiðanna og svo má náttúrlega hengja hana á hausinn á sér og troða henni innf eyrun svo að maður verði hvergi fyrir óþægilegu áreiti eins og t.d. fuglasöng, ámið, þyt vindsins í trjánum og öðru álíka rugli. Ég get ekki neitað því að mér þykir það líka þversagnarkennt þegar það er kennt við frelsi mannanna, eins og stundum brenn- ur við, að hvaðeina, sem afþreyingarköppun- um dettur í hug að bera á borð, er talið gott og gilt og mönnum bjóðandi. Það var einmitt undir gunnfána frelsishugsjóna sem nýjar útvarps- og sjónvarpsstöðvar ruddust fram hver af annarri og dæla nú yfir fólk slíku fári afþreyingarefnis að vart getur leikið á tveimur tungum að neytendur alls þessa efnis séu að drepast úr leiðindum. Einungis nokkurn veginn samfelld skemmti- dagskrá allan sólarhringinn getur komið í veg fyrir þennan leiða. Er það t.d. sérstakt einkenni frelsisins að velja til starfa í þessum miðlum fólk sem nánast ekkert vald hefur á tungu sinni — en nýtur þess hinsvegar svo að hlusta á blæ sinnar eigin raddar að sjálfumgleðin verður skýrasta einkenni þess? Það er illa farið, gott fólk, ef mönnum hefur tekist að rugla saman svo ólíkum hugtökum sem frelsi og metnaðarleysi. Nú fyrir eigi alllöngu var ég staddur í húsi einu þar sem ein frelsistöðin lék listir sínar með þeim gauragangi og froðusnakki sem okkur fýlupokum virðist eitt meginein- kenni hins nýborna frelsis. Ungur og ansi borubrattur (hress) þulur hafði það megin- verkefni að koma einhverjum plötum á fón- inn og tókst það sýnu betur en að buna út úr sér kostulegu rugli milli laganna. En þulinum góða var ekki alls varnað. Hann var t.d. alveg með á nótunum hvaða dagur var. Þá kunnáttu sína auglýsti hann með svofelldum orðum: „í dag er fimmtudagur, sjálfur tilhlökkun- ardagurinn!" Svo setti þulurinn okkar við- eigandi piötu á fóninn sinn til að minna fólk á alla tilhlökkunina. Mig rak í rogastans. Þótt skömm sé frá því að segja í svo víðlesnu blaði sem þessu gat ég engan veginn komið því heim og saman hvernig fimmtudagur gæti orðið að tiihlökkunardegi. Alveg frá því að ég man eftir mér hafa fimmtudagar verið fímmtu- dagar nema einna helst þegar þeir hafa orðið skírdagar. Ég verð víst seint sakaður um að vera fljótur að átta mig á hlutunum í kringum mig og vangaveltur mínar um þessa skyndi- legu upphefð fimmtudagsins skiluðu mér engum árangri. Ég varð að leita mér heim- ilda. Og viti menn. Ég var gamaldags asni. Ég var slíkt flón að fólk vissi varla dæmi um annað eins. Ég var mesti afglapi norðan Múndíafjalla og sunnan og ætti helst skilið að vera hengd-. ur upp til sýnis, fólki til viðvörunar. Vissi ég ekki að fimmtudagurinn var nokkurs konar Þorláksmessa vikunnar og þess vegna alveg sérstakur tilhlökkunardag- ur? Föstudagurinn var hins vegar aðfanga- dagur vikunnar, dagurinn sem tilhlökkun fimtmudagsins beindist að, dagurinn sem gamaldags hallæri eins og nám og störf yrði að víkja fyrir uppbyggilegum skemmt- unum. Svona leysast nú öll mál farsællega þeg- ar maður þekkir viturt fólk. Meira að segja ég, sem fannst ég vera upp úr súru, áttaði mig strax: Lífið er sem sagt svo leiðinlegt að það er óðs manns æði að reyna að lifa því. Til þess að gera þetta andartak manns- ins við eilífðarfljótið bærilegra og einhvers virði fundu menn upp afþreyinguna. Að vísu hafa einhver illmenni, sem engan skilning hafa á straumum samtíðarinnar, fundið upp skólalærdóm og atvinnulíf til að trufla fólk við verðmæta afþreyingariðju- sína. Slíkt húmbúkk er sem betur fer sem óðast að láta í minni pokann og deyr von bráðar drottni sínum. Þá hefst loksins sælu- ríki á jörð. En ég sé dálítið eftir fimmtudeginum, glati hann nafni sínu og verði fyrir fullt og fast að tilhlökkunardegi. Ég sé líka fyrir mér þá óheillaþróun að e.t.v. verði mánudag- ur brátt að föstudeginum langa vegna þeirra leiðinda sem honum fylgja og fyrr én varir verður líklega alit dagatalið komið í einn hrærigraut. í ljóðinu Sturlunga sem Þorsteinn frá Hamri birti í síðustu ljóðabók sinni, Vatns götur og blóðs, sem mér þykir taka flestum bókum síðasta árs fram, fjallar hann um samtíð okkar á þann hátt sem honum einum er lagið. Mér þykir sem hann mæli fyrir munn okkar sem teljumst til nöldurseggja: Sturlunga Margir flúnir. Fáir á hæðinni. Sjálfir bítum við klakann, bregðum tómlega grönum við dægurkórnum sem upphefst, alinn í spreng á skjalli, hræsni og skrumi: Ó, hvað mér leiðist! Þið skiljið naumast síðar að það sem í dag er sálum ykkar sljótt, áskapað ástand var okkur högg sem bíðum þijózkir við garðinn nýrra iöðrunga meðan sveit okkar máist í móðu sundrungar út. ÞÓRÐUR HELGASON LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 3. FEBRÚAR 1990 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.