Lesbók Morgunblaðsins - 03.02.1990, Side 10
Listamaðurinn...
meira en tilbúinn staðgengill keyptur út úr
búð.
Frá upphafi byggðar hefur föndur verið
aukabúgrein íslenskra bænda. Flvtja varð
inn hráefni og nauðsynlegustu verkfæri.
Hvort tveggja var of dýrt til að bruðlað
væri með það. í aldanna rás var alls kyns
efniviður nýttur og gjömýttur, endurunninn
og umskapaður, saman settur og sagaður
sundur. íslendingar fyrirgerðu vart nokkru
nema því sem brotnaði í spón. Enn eru til
víðfrægir föndrarar eða hagleiksmenn sem
smíða einstæða hluti úr hinu og þessu. Á
Vestfjörðum reisti guðhræddur bóndi t.a.m.
ævintýralega kirkju úr hleðslugrjóti, spýtna-
braki og öðru sem rak á fjörur hans. Áust-
ur á ijörðum smíðaði svonefndur Eldsmiður
reiðhjól úr jámarusli.
Á síð-módernískum tímum hefur föndur
haft töluverð áhrif á listamenn sem fylgdu
stefnum skyldum þeim sem George Maciun-
as og Germano Celant mörkuðu á sjöunda
áratugnum. Þessi þjóðlega iðja, öldungis
laus við ábatavon, heillaði listamenn sem
litu tæknilega fagmennsku hornauga. Þeim
fannst föndur vera kjörin vörn og vopn
gegn spilltri sölumennsku og alls kyns dekri
við embættismennsku, hvar sem slíkra kvilla
gætti í listum.
Hitt var þó trúlega meir um vert að með
föndri endurnýjuðu ungir listamenn tengsl
við hefð sem haldist hafði óspillt og órofin
gegnum tíðina. Hið sama varð ekki sagt
um íslenska list. í kjölfar siðaskiptanna
beið hún varanlegan hnekki og náði sér
ekki aftur á strik fyrr en við lok síðustu
aldar.
Hvemig skyldi svo föndrið, þessi mjög
svo umdeilda og afskipta starfsemi, birtast
í list ungra íslendinga? Því má svara með
því að taka mið af fjórmenningunum sem
nú taka þátt í þriðju Áróru-sýningunni. All-
ir hafa þeir óvenjulega tilfínningu fyrir efni-
viðnum. Þeir setja mark sitt á hann án þess
að umtuma eðlislægu gildi hans. Þannig
er efniviðnum látið eftir að „tjá sig“ og
„túlka“, jafnvel þótt hann sé eingungis hluti
af heild með annað og ólíkt inntak.
Til áréttingar er freistandi að taka mið
af brotajárnshöggmyndum Picassos.
„Nautshaus" hans, gerður úr hnakki og
stýri ónýts reiðhjóls, er vissulega afbrags-
dæmi um föndur. En inntakið er of kyrfi-
lega til lykta leitt. Það byggist í einu og
öllu á þeirri tvíræðni sem vegur salt milli
raunsæis og samsetts tilbúnings. Þar af
leiðandi er verkið of snjallt, afgerandi, nær-
tækt og augljóst til að nokkru sé við það
bætandi. Hugmyndin er færð í búning full-
komins jafnvægis og látin ganga upp eins
og vel leystur kapall. Þannig er Nauts-
hausinn dæmi um hinn afgerandi módem-
isma sem kallar á ómælda hrifningu áhorf-
andans en þolir hvergi neinn viðauka úr
hugskoti hans.
Fjórmenningarnir forðast að beygja efni-
viðinn svo fullkomlega undir vilja sinn. Til
þess bera þeir of mikla virðingu fyrir hon-
um. Afstaða þeirra er öðm fremur blandin
frumspekilegri íhygli. Vissulega em verk
þeirra jafntvíræð og brotajárnshöggmyndir
Picassos en þau liggja ekki eins í augum
uppi. Þau standa nær hinu „andhælislega"
föndri Laxdæluhöfundar, sem aldrei lætur
uppskátt um fyrirætlanir sínar heldur stríðir
lesendum sínum með því að koma þeim í
Pontus Kjerrman, Danmörku: An titils, 1988.
opna skjöldu, þar sem og þegar síst skyldi.
Þennan sífellda merkingarflutning milli
efniviðar, forms, litar og staðsetningar má
t.d. sjá í pappírsverkum Svövu Björns-
dóttur. Hún vinnur án tillits til ákveðins
ramma þegar hún mótar samsoðinn pappír
sinn og pappamassa. Útkoman er gjaman
smáverk sem birtast óvænt og á óvenju-
legustu stöðum í sýningarsalnum. Það er
erfitt að meta hvaða atriði er mikilvægast;
verkaður pappinn, tónun hans, myndun eða
uppsetning. Geri menn upp hug sinn í þeim
efnum tæpa þeir fæti á hálan ís. í stað
þess að njóta hins margslungna inntaks fer
þeim líkt og aukahöfundum Laxdælu. Þeir
týra merkingarauðgi verkanna með tilraun-
um sínum til að fylla í eyðumar.
Ætla mætti að málverk Georgs Guðna
væm öllu viðráðanlegri. Að minnsta kosti
heldur hann sig innan ákveðins ramma. En
frammi fyrir iandslagsmyndum hans, sem
að formi minna einna helst á austurlenska
jafnvægisspeki, er hætt við að áhorfandinn
mglist í ríminu. Áleitnar spumingar hljóta
að ásækja hann varðandi ný-rómantískt inn-
tak hinna hárfínu skugga og hálfgagnsæju
ljósbrigða, sem merla nosturslega lökkuð
samkvæmt reglubundnum þráðum strigans.
Er þetta einhvers konar norræn og þung-
lyndisleg naumhyggja í anda Nietzsches?
En svarið lætur á sér standa og áhorfandinn
er skilinn eftir með hugann fullan af hald-
lausum og hjákátlegum getgátum.
Guðrún Hrönn heldur sig við jaðar
rammans en hvorki innan hans né utan.
Glyskenndur efniviður hennar er þó nánast
utan landamæra þess sem talist getur list-
rænt. Hvað hefði Adorno sagt? Ef hann
hefði kynnt sér betur röksemdir Beuys eða
einfaldlega þekkt Guðrúnu Hrönn mundi
hann hafa gert sér grein fyrir eftirfarandi
staðreynd: Um leið og framvinda menningar
þrengir að listamönnum með því að setja
þeim nýjar og áður óþekktar skorður, aflétt-
ir hún sem betur fer nokkrum af sínum eldri
bönnum. í ljósi þess hefur Guðrún Hrönn
aukið svo vettvang sinn að hann teygir sig
frá helgustu dýrgripum til lágkúrulegasta
kabarettskrauts.
Dæmigerðasti föndrarinn í hópnum,
Kristinn G. Harðarson, er á sífelldum þön-
um inn og út úr rammanum. Hann upphef-
ur ómerkilegasta efnivið með því að rann-
saka eðlisþætti hans að hætti gullgerðar-
manna. Stundum virðast samsett verk hans
vera að klofna í frumparta sína. En líkt og
höfundar hinna fjölþættu fomsagna er hann
afa næmur fyrir takmörkum og möguleikum
margræðrar formgerðar. I stað þess að veita
samsetningum sínum trausta ásýnd undir-
strikar Kristinn gjarnan hverfulleik þeirra
með því að vefja þær viðkvæmum þræði eða
ótryggu og endingarlitlu límbandi.
List ungra íslendinga get*ur því vart tal-
ist þægileg. Líkt og lesendur Laxdælu verða
áhorfendur að vera á stöðugu varðbergi
gagnvart óvæntum og síkvikum skeytum
hennar. En ef sírenusöngurinn hefur þá að
sítúlkandi ginningarfíflum verður það þeim
til huggunar að hafa komist í beina snert-
ingu við sjálfan sköpunarmáttinn.
Höfundur er sýningarstjóri við norrænu lista-
miðstöðina í Sveaborg.
Guðrún Hrönn Ragnarsdóttir: Innsetning.
Fagurfíflar
Michaelson var að
sýna konu sinni rann-
sóknarstofu sína sem
I einnig gegndi hlutverki
gróðurhúss. Nokkrir
mánuðir voru liðnir
síðan hún hafði verið
þar síðast og þó nokkuð
af nýjum tækjabúnaði hafði bæst við.
„Þér var þá alvara, John,“ sagði hún
loks, „þegar þú sagðist vera að gera til-
raunir með ná sambandi við blóm? Ég
hélt að þú værir að gera að gamni þínu.“
„Langt í frá,“ sagði dr. Michaelson.
„Þótt ekki sé það á allra vitorði, þá hafa
blóm greind að vissu marki.“
„Þau geta þó ekki talað!"
„Jú, en á annan hátt en við. Þótt ekki
sé það á allra vitorði, þá geta blóm miðlað
hugsunum. Það er að segja með hugsana-
flutningi. Þau nota hugar-myndir í stað
orða.“
„Sín á milli, ef til vill en ekki...“
„Enda þótt það sé nú ekki á allra vit-
orði, væna mín, þá eru samskipti milli
manna og blóma möguleg, þó að mér hafi
hingað til einungis auðnast að koma á
sambandi aðra leið. Það er að segja ég
get numið hugsanir þeirra en ekki sent
boð úr mínum huga í þeirra."
„En ... hvernig er það gert?“
„Þótt ekki sé það á allra vitorði," sagði
eiginmaður hennar, „þá eru hugsanir bæði
manna og blóma rafsegulbylgjur sem . ..
Bíddu hæg, væna mín, það er auðveldara
að sýna þér það.“
Hann kallaði á aðstoðarmann sinn sem
var að vinna í hinum enda herbergisins.
„Ungfrú Wilson, viltu gera svo vel að
færa okkur miðlarann.“
Ungfrú Wilson færði þeim miðlarann.
Hann var ennisband sem úr lá vír i granna
stöng með einangruðu handfangi. Dr.
Michaelson kom ennisbandinu fyrir á höfði
konu sinnar og rétti henni stöngina.
„Það er ósköp einfalt að nota hann,“
sagði hann við hana. „Þú beinir bara stöng-
inni að blómi og hún nemur hugsanir þess
á sama hátt og loftnet. Og þú munt kom-
ast að því að þótt ekki sé það á allra vit-
orði þá ...“
En frúin Var ekki að hlusta á eiginmann
sinn. Hún hélt stönginni að freyjubrám í
gluggakistunni. Eftir stundarkom lagði
hún stöngina frá sér og tók litla skamm-
byssu upp úr veski sínu. Hún skaut fyrst
eiginmann sinn og síðan aðstoðarmann
hans, ungfrú Wilson.
Þótt ekki sé það á allra vitorði þá eru
fagurfíflar sögusmettur.
Marteinn Þórisson þýddi.
10