Lesbók Morgunblaðsins - 03.02.1990, Síða 11
Chevrolet Corsica/Beretta - sú gerð frá General Motors, sem seldist bezt, varð í
4. sæti, »
Amerískir bílar
í varnarstöðu
á heimamarkaði
Ford Taurus varð í öðru sæti.
Oldsmobile Cutlass -þokkalega vel teiknaður millistærðarbíll með 16 ventla vél,
en það hefur ekki dugað honum til verulegrar velgengni.
Tíu á toppnum -
nú og fyrir 10 árum
1989 1978
Honda Accord Chevrolet (stærsta gerðin)
Ford Taurus Oldsmobile Cutlass
Ford Escort Ford Fairmont
ChevroLet Corsica Chevrolet Malibu
Chevrolet Cavalier Chevrolet Monte Carlo
Toyota Camry FordLTD
FordTempo Ford Thunderbird
Nissan Sentra Olds 88
Pontiac Grand Am Chevrolet Camaro
Toyota Corolla Cadillac
Dodge Dynasty - praktískur millistærðarbíll með framdrifi. En útlitið er orðið
gamaldags og það hefur háð fleiri gerðum frá Chrysler.
sýnast gamaldags, þegar straumlínan ræður
útlitinu í vaxandi mæli; Chrysler New York-
er og Dodge Dynasty til dæmis. Þessi sam-
dráttur hjá bandarisku bílasmiðjunum er al-
varlegt mál og hefur m.a. orsakað að fjöldi
manns hefur misst atvinnuna.
I náinni framtíð sjást þess fá merki, að
amerískir bílar nái sinni fyrri stöðu á heima-
markaði. Þar er þyngst á metunum, að Japan-
ar eru með mörg og góð tromp á hendi.
Honda Accord, sem fékk gullna stýrið í
Þýzkalandi, er nýr og glæsilegri bíll frá og
með árgerð 1990 og vinsælir hans gætu jafn-
vel aukizt. Auk þess fellur Toyota, bæði
Camry og Corolla, bandarískum neytendum
vel í geð, enda hafa þeir ásamt Honda kom-
ið bezt út gagnvart bilunum i könnunum
bandarísku neytendasamtakanna. Þar fyrir
utan gerir Toyota nú innrás á lúxusbílamark-
aðinn með Lexus, sem hefur fengið afar
góðar viðtökur. Frágangur þykir í hæsta
gæðaflokki og boðið er uppá alla þá há-
tækni, sem til er í bílum. Annað japanskt
útspil í flokki lúxusbíla er Infiniti frá Nissan;
bíll sem fær ekkert annað en hrós í bílapress-
unni og auk hans er Maxim frá Nissan, vel
búinn bíll í milliflokki.
Einnig eru í boði nýjar og athyglisverðar
gerðir frá Evrópu, sem virðast slá út banda-
Sú var tíð að innfluttir bílar í
Bandaríkjunum voru í eigu
tiltölulega fárra sérvitringa
og enginn virtist geta ógnað
veldi „The Big Three“, hinna
þriggja stóru: General Mot-
ors, Ford og Chrysler. Löng-
um var Chevrolet hinn raun-
verulegi, bandaríski fólksvagn og fyrir 12
árum, árið 1978, var stóra gerðin af Chevro-
let söluhæstur allra bíla í Bandaríkjunum.
Það er raunar skemmst frá því að segja, að
öll 10 efstu sætin skipuðu bílar frá General
Motors og Ford og þótt ótrúlegt gæti virzt,
var fiaggskip GM, sjálfur Kátiljálkurinn í 10.
sæti.
Nú liggur fyrir útkoman á þessum stærsta
bílamarkaði heimsins fyrir árið 1989. Breyt-
ingin sem orðið hefur er ótrúleg og hlýtur
að vera hrollvekja fyrir bílarisana þijá í
Detroit. Metsölubíllinn er ekki lengur
amerískur, heldur Honda Accord frá Japan.
Að vísu eru annað og þriðja sæti skipuð
Ford-bílum, Taurus og Escort, en Chevrolet
má muna sinn fífil fegri og nær aðeins í
fjórða og fimmta sæti með Corsicu/Berettu
og Cavalier. í næstu fimm sætunum eiga
Japanar þrjá, en Ford og GM sinn hvorn.
Sjá nánar á meðfylgjandi töflu.
Fyrir 10 árum var þessi innrás frá Japan-
og í minna mæli frá Evrópu- hafin, en af
heildársölunni voru amerískir bílar með
77,3%. Núna er hinsvegar svo komið, að
þeir halda aðeins í 67,7% af innanlandsmark-
aðnum. Ford gengur bezt, líklega vegna þess
að Ford-bílar hafa í útliti verið meira í sam-
ræmi við ríkjandi tízku og tíðaranda en hin-
Honda Accord, árgerð 1989, söluhæsti
bíll í Bandaríkjunum 1989.
ir frá GM og Chrysler. Sjálfur risinn, GM,
hefur blundað of lengi á lárviðarkransinum,
enda viðurkenna þeir sjálfir, að kannski ein
eða tvær raunverulega nýjar bílvélar hafi
orðið til hjá þeim síðan 1955. Svo er að sjá,
að vaxtarbroddinn hjá GM sé nú helzt að
finna í Evrópuhjáleigunni í Þýzkalandi, þar
sem margar og markverðar nýjungar eru að
eiga sér stað hjá Opel.
Þótt GM sé með sumar dýrari gerðirnar
þokkalega vel teiknaðar, Oldsmobile og Buick
t.d., hefur útkoman orðið allt annað en góð.
Ennþá verri er hún þó hjá Chrysler og fer
nú að vakna grunur um, að sá snjalli Iacocca
sé orðinn of gamall, eða nenni ekki að standa
í þessu svo sem áður var. Hönnunin á trú-
lega stóran hlut í þessu; Chryslerbílar hafa
haldið áfram að vera nokkuð kantaðir og
Framtíðarmúsík frá Detroit: Sportbíllinn Dodge Stealth og til vinstri: Rafbíll frá General Motors, báðir voru á sýningu
framtíðarbíla.
ríska keppinauta, en eru hinsvegar mun dýr-
ari en sambærilegir bílar frá Japan. Af því
nýjasta frá Evrópu má til dæmis nefna „Bíl
ársins“, Citroen XM og nýjasta flaggskig
Peugeot, hvorttveggja bílar í lúxusflokki. í
þeim flokki er einnig 8 strokka gerðin af
Audi 100, sem nú fæst með aldrifi. Næsta
útspil Mercedes Benz er ný útfærsla á dýr-
ustu línunni, svonefndum S-flokki. Hann er
nú á lokastigi í umfangsmiklum reynslu-
akstri og hefur víða sést í Evrópu, en í dular-
klæðum. Þessir eru allir of dýrir til þess að
ná fjöldasölu í Bandaríkjunum, en þeim er
samt mjög umhugað um að standa sig þar.
Volvo hefur átt góða hlutdeild á Bandaríkja-
markaði þegar tekið er tillit til framleiðslu-
getunnar, en salan féll á síðasta ári og enn-
þá verri varð útkoman hjá BMW og einkum
og sér í lagi hjá Porsche og Audi. Saab seld-
ist einnig minna en áður, en þar er breyting
í vændum með því að General Motors hefur
keypt 50% í fólksbílaframleiðslu Saab.
Ástæðan er m.a. sögð sú, að GM vantaði
vandaðan og vel búinn bil í Evrópu; bíl sem
gæti verið stöðutákn. Það hefur ekki tekizt
með Opel Senator, en að öðru leyti er veru-
legt fjör að færast í leikinn hjá Opel með
Vectra, sem nýkominn er til íslands og selst
hefur eins og heitar lummur í Evrópu. Sér-
hæfðari og sportlegri er Opel Calibra, sem
þykir mjög spennandi bíll og auk þess er
búið að gera eina gerð af Opel Omega að
hreinræktuðu hraðbrauta-tryllitæki.
Saab-GM samningurinn hefur trúlega
meira að segja fyrir Saab, en GM væntir
einnig mikils. Samkvæmt upplýsingum úr
Svíaríki munu nýjar gerðir sjá dagsins ljós
í öllum verðflokkum Saab og GM er um-
hugað að nýta það orð, sem Saab hefur á
sér fýrir gæði og öryggi.
Til að sýna að menn haldi ekki bara að
sér höndum í Detroit, hefur nýlega verið
haldin bílasýning þar með áherzlu á að kynna
framtíðarbíla, sem þó eru raunar svo langt
komnir, að til er af þeim prótótýpa, þ.e. öku-
fært eintak. Þrátt fyrir bágindin hjá Chrysl-
er, var það eitt af nýmælunum þaðan sem
vakti hvað mesta athygli: Stealth heitir hann
og sýnir, að nú hafa menn heldur betur upp-
götvað straumlínuna þar á bæ. Það er ann-
ars tímanna tákn, að þessi bíll, sem teiknað-
ur er í Detroit, byggir á tækni frá Mitsubishi
í Japan. Það er líka tímanna tákn, að ýmis-
konar samvinna og samkrull hefur færst í
vöxt. Ford sýndi t.d. Mercury Capri, fjögurra
manna sportlegan bíl, sem teiknaður var á
Italíu, smíðaður í Ástralíu, en tæknihliðin var
unnin í Japan. Á sama hátt byggir ameríska
útgáfan af Ford Escort mjög á verkfræðinni
hjá Mazda og einstökum hlutum þaðan. Frá
GM vakti mesta athygli rafbíllinn Impact,
afar rennilegur smábíll, en með þann sama
galla og aðrir slíkir, að rafhlöðurnar hafa
of skamma endingu.
I tímaritinu Newsweek, þar sem fjallað
var um þetta nýlega, var þó talið víst, að
fáein framúrstefnuleg tryllitæki væru ekki
sú lausn, sem bjargaði amerískum bílaiðn-
aði. Þar vantaði einfaldlega vel gerða, meðal-
stóra fjölskyldubíla á borð við Toyota Camry
cg Honda Accord. Newsweek hefur eftir
markaðsrannsóknarmanni í New York, að
áherzla á svokallaða framtíðarbíla, geti í
rauninni grafið undan innlenda bílaiðnaðin-
um. Slíkir bílar eiga langt í land með að
komast á framleiðslustig, en á sýningum sem
þessum, hafi Japanar tíma til að skoða þá
og sundurgreina að vild og siðan fái Banda-
ríkjamenn í hausinn endurbættar útgáfur af
þessum sömu bílum frá Japan. GS.
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 3. FEBRÚAR 1990 1 1