Lesbók Morgunblaðsins - 03.02.1990, Page 13
LESBÚK
MORGUNBLAÐS I N S
FFRTMRTAfí
LESBÓKAR
Legið I vari
Sunsail er með skipulagðar
páska-, vor- og haustferðir, með
sérhæfðu leiðsögufólki á sögu- og
fornminjaslóðir í Grikklandi og
Tyrklandi. Löndin skarta sínu feg-
ursta á vorin, þegar hæðir og
engi eru þakin villtum blómum
og nýmáluð þorp og hafnir ekki
orðin full af ferðamönnum. Á
haustin er besti tíminn til að sigla
— að sögn Grikkja — sjórinn enn-
þá heitur og enginn að f lýta sér!
Nánari upplýsingar hjá: Sun-
sail, The Port House, Port Solent,
Portsmouth, Hampshire P06
4TH, England. Sími: 0705
210345.
Tvö af virtustu félögunum sem bjóða upp á seglskútuferðir —
Island Sailing og ICA — hafa sameinað krafta sína og reynslu til
að bjóða það besta í ferðalögum á seglskútum um Miðjarðarhaf.
Að auki eru þeir að verða einn stærsti hluthafi í Stevens Yachts
í Bandaríkjunum og eru að þróa upp siglingar í Andaman-hafi
við Tæland. Með nýja félaginu — Sunsail — eru allir möguleikar
opnir til að njóta sumarleyfis á siglingu um mörg heimsins höf.
Sunsail býður upp á 600 lysti-
snekkjur í 7 löndum og um 12
siglingarsvæði. Hægt er að fá
leigða skútu á eigin vegum —
skútu með skipstjóra og/eða kokki
— skútu í félagi með öðrum. Einn-
ig er hægt að dvelja í klúbbum
og siglingaskólum við ströndina
og nema margskonar vatnaíþrótt-
ir. Félagið rekur siglingaskóla í
Emsworth í Englandi. Boðið er
upp á 3-4 daga námskeið, sem
eru gagnleg áður en lagt er upp
í sjálfstæðar siglingarferðir- —
einnig lengri þjálfunarnámskeið._
Nýjungar á þessu ári: 1. Á
Karíbahafi er siglt frá Tortola á
Jómfrúreyjum og Sankti Lúsíu á
Windward-eyjum. 2. Við Tæland
er boðið upp á siglingar um
Phangnga-flóann og frá Phuket-
og Phi-eyjum. 3. Siglingaleiðir um
Miðjarðarhaf hafa verið lengdar.
Frá Korsíku er siglt til Elbu og
til stranda Toscana-flóans. Frá
Sporades er siglt til Halkidihiki-
skagans og hið leyndardómsfulla.
Athos-fjall heimsótt. Frá Aþenu
milli hinna óviðjafnanlegu Hring-
eyja í Eyjahafi. 4. Nýr Tyrklands-
floti siglir til hinna óspilltu voga
og hafna í Austur-Lýsíu, Finike
og Kemer — og til Antalýu, sem
er ein fallegasta höfn við Austur-
Miðjarðarhaf. 5. Boðið upp á
skipulagðar ferðir fyrir félaga-
samtök, frá 4 upp í 100 manns.
Byrinn nýttur!
SIGLINGAR
SUÐLÆGUM
HÖFUM
í