Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 03.02.1990, Qupperneq 15

Lesbók Morgunblaðsins - 03.02.1990, Qupperneq 15
 Hinn hagsýni ferðamaður Gert er ráð fyr- ir að gestir kjósi að vera á golfbílum og eru lagðir sérs- takir vegir fyr- ir þá. SOLARSTRIÐIÐ Hvernig ber að njóta sólar og forðast hættulega geislun Ný viðhorf að skap- ast í ferðaþjónustu „Það verður stökkbreyting á feröalögum í heiminum á þessum áratug. Nýjar og breyttar ferðaleiðir og nýir áfangastaðir“ boðar norræna ferðablaðið Boarding. Breytingunni má líkja við þá bylt- ingu sem var á sjötta áratugnum, þegar ferðamenn fóru að flykkj- ast til sólarlanda. Það eru risarnir í flugheiminum, stóru og vold- ugu flugfélögin sem munu þróa og stjórna þessari byltingu. Þegar er farið að kynna Evrópu sem eina heild í Bandaríkjunum. Og Austur-Evrópulöndin munu draga til sín ferðamenn á næstu árum. Norðurlöndin óttast að þau munu verða undir í hinni hörðu samkeppni. Og þau óttast að SAS muni aðeins breytast í lítið norðyr-evrópskt svæðisflugfélag. Hvað megum við þá segja á norð- urhjara veraldar? Þegar er farið að hilla undir breytingu. Stóru evrópsku og amerísku flugfélögin keppast við að ná í sem öflugasta samstarfs- aðila. Þau eru með sjálfstæð bók- unarkerfi og ekki síst sjálfvirk fargjaldakerfi, sem munu fylla vélarnar þrátt fyrir harða sam- keppni, með tölvuvæddu, breyti- legu fargjaldakerfi. Og eftir 1992 munu gjörbreyttar reglur taka gildi hjá evrópsku flugfélögunum. Þá getur hvaða flugfélag sem er, flogið hvert sem er. Þetta frelsi í flugsamgöngum í Evrópu og Bandaríkjunum munu orsaka ótrúlegar breytingar á ferðaleið- um og áfangastöðum. fæðingarbletti, stærri en 5 milii- metrar (sem ekki er hægt að hylja með . oddlausum blýanti) * hafa sóbrunnið illa þrisvar sinnum eða oftar. Vissulega fáum við íslendingar ekki það mikið af sól, að ástæða sé til að hafa miklar áhyggjur. En á móti kemur, - að við erum flest með sérlega viðkvæma húð, sem brennur auðveldlega - að okkur hættir til að flatmaga um of í sóiinni - að við sækjum á sólarstrendur Miðjarðarhafsins í júlí og ágúst, þegar hættan er hvað mest. Við ættum að sækja meira í mildari sól að vetrarlagi. Sérfræðinga greinir mikið á um hvaða sólvarnarkrem séu best fyr- ir hin ýmsu lönd. En aðalatriðið er að sýna varúð. Vissara að halda sig við sterkustu vörnina - eða númer 15. Munið líka, að þrátt fyrir að okkur hafi verið innrætt - að sólbrúnka sé tákn um góða heilsu og frískleika - þá er dökka húðlitarefnið „melanín“ aðeins varnarefni líkamans við hættu- ástandi! Stundum er leikið frá ströndinni St. Georges-vellinum. Annar Trent Jones-völlur heitir Castle Harbour og er 5.800 metr- ar, par 71. Sá þriðji í þeim flokki Port Royal Golf Course, 5.78o m. par 71. í flokki hinna styttri er Belmont Golf & Country Club, 5.170 m langur, par 70, og Ridd- els Bay Golf & CC, 5.300 m, par 69. Síðan er einn mjög stuttur, St. Georges Golf Club, 4.050m, par 64 og svo sá sem áður var nefndur, Princess Golf Club með par-3 holum einvörðungu. í bandaríska tímaritinu Golf Digest er sagt, að yfirleitt séu aldrei nein þrengsli á Bermuda- völlunum og síður en svo erfitt að fá rástíma. Nú er framundan árlegt Golf Festival frá 19. febrúar til 2. marz. Þá eru margar og mismun- andi keppnir skipulagðar, afslátt- arverð á hótelum og vallargjöldum og góð verðlaun í boði. Ef menn vilja skrá sig, þá er síminn 1- 1800-282-7656. Að þessu standa nokkur hótel á Bermuda: Belmont Hotel, The Elbow Beach Hotel, Mariotts Castle Harbour Resort, The Princess og The Southamton Princess. Það skal tekið fram, að hægt er að eiga ánægjuríka frídaga á og inn í skóginn eins og hér á Bermunda þótt golfkylfur séu ekki með í förinni, eða getan til þeirra hluta ekki fyrir hendi. Þar er úrval baðstranda í skjólsælum smávíkum og hægt er að skoða sjávarbotninn með því að taka sér far með kafbáti með útsýnis- glugga. Óendanlegir möguleikar eru til gönguferða og bæði hótel og veitingahús eru í háum gæða- flokki. Það er alltaf betra að eiga pant- aða rástíma, ef kylfingar skyldu vera þar á ferðinni og til hægðar- auka eru hér símanúmer á golf- völlunum: 1) Belmont: (809)236-1301 2) Castle Harbour: (809) 293-0795 3) Mid Ocean: (809) 293-0330 4) Port Royal: (809) 234-0974 5) Princess: (809) 238-0446 6) Riddels Bay: (809) 238-1060 7) St. Georges: (809) 297-8067 Til þessa hefur Bermuda varla verið á dagskrá hjá íslenzkum kylfíngum, sem margir fara utan einhverntíma vetrarins og þá helzt til Kanaríeyja eða til Florida. Hver þessara staða hefur til sins ágætis nokkuð, en Bermunda ætti að minnsta kosti að vera áhugaverður valkostur. GS. Stuðst við The Guardian Aldrei hefúr sólin verið hættu- legri. Erlend ferðablöð eru full af viðvörunum til ferðamanna sem stefha í sólarfrí. Ibúar á suðurhveli gera sér grein fyrir hættunni. En við hér á norður- hveli jarðar hlustum aðeins (með öðru eyranu) á viðvaranir um gat á ósónlaginu, verndar- hjúp jarðar. Húðkrabbamein er landlægur sjúkdómur í Ástr- alíu, en þar hafa menn komið sér upp aðferð til að njóta sól- ar, en forðast samtímis hættu- lega geislun. Ástralíubúar nefna þetta „slip, slop, slap method" - eða „smeygja, skella, smella aðferðin"! Við skulum gefa ferðamanni í Ástralíu orðið: Við vorum að sigla frá Queensland til að kafa við rif- ið á Great Barrier. Ég sat á þilfar- inu með bert bakið í sólina. Ég hafði ekki setið lengur en eina mínútu þegar skipstjórinn kallaði: „Þetta er melanín-svæði, félagi. Inn með þig!“ Melanín er dökka litarefnið, sem sólin kallar fram í húðinni. Hinn eftirsótti brúni lit- ur! Vörn líkamans gegn sólarhit- anum. Ef líkaminn framkallar of mikið af melaníni getur það vald- ið húðkrabbameini. „Melanín- svæði“ Ástralíubúa, eru staðir þar sem sólin er svo sterk að hún getur valdið húðkrabbameini. í sólarhitanum síðasta sumar gáfu Ástralíubúar mörgum hættu- svæðum stig á melanín-kvarða! Sólarlandaferðir síðustu ára- tuga hafa ekki eingöngu verið heilsubót. í kjölfar þeirra hefur húðkrábbamein vaxið hröðum skrefum. Húðkrabbamein er sú tegund af krabbameini, sem er í örustum vexti í Bretlandi. Og aukningin er rakin til sólarlanda- ferða Breta. Á tveimur áratugum hafa sjúkdómstilfelli tvöfaldast og eru nú a.m.k. 3.000 árlega. Engin furða þó að læknar séu farnir að prédika um sólhlífar, sólhatta og sólvarnarkrem! Húðkrabbamein er tvisvar sinnum algengara hjá konum en körlum. Og reynslan sýnir að börn og unglingar, eink- um 10-19 ára, eru sérstaklega viðkvæm, þó að yngri börn séu líka í mikilli hættu. Yngri húð brennur hraðar og er viðkvæm- ari. Börnin sýna yfirleitt ekki strax sjúkdómseinkenni, en geta borið sjúkdóminn í sér í allt að 30 ár, þangað til hann brýst út. Sólarmegin á hnettinum eru Ástralíubúar í „sólarstríði" eins og þeir segja sjálfir! Enda blossar húðkrabbamein upp hjá um 3.300 „Að skella sér undir tré milli kl. 11 og 3“, „að smella á sig hatti“ - og stunda heilsu- rækt í góða veðrinu. manns þar árlega og er dauðaor- sök þúsunda. „Smeygja, skella, smella aðferðin" þýðir — að smeygja sér í skyrtu - að skella á sig góðu sólvarnarkremi - og að smella á sig sólhatti. Þeir leggja ekki áherslu á að sitja inn- andyra, en læra að njóta síns sólríka, fallega lands og lifa „sól- arstríðið" af! Með því að halda sig frá sólinni um miðjan dag frá kl.ll til kl.3, er hægt að draga um 60% úr hættunni. Eins og annar ástralskur málsháttur seg- ir: „Skelltu þér undir tré milli ell- efu og þijú“. En hvemig er hægt að merkja byrjunareinkennin? Þau geta t.d. falist í fæðingarblettum, sem safna í sig of miklu magni af melaníni. Hafið strax samband við lækni ef kláði, særindi, blæð- ing, stækkun eða einhver breyting kemur fram á fæðingarblettum! Einnig ef nýr fæðingarblettur myndast í kringum annan. Á síðasta ári starfaði rannsóknar- hópur undir stjórn Rona MacKie prófessors frá Glasgow, sem greindi fjóra áhættuþætti: * að hafa meira en 20 fæðingarbletti * að hafa tilhneigingu til að verða freknóttur * að hafa 3 eða fleiri Ferðalög sem beinast að sér- stökum viðfangsefnum, eru allt- af að verða vinsælli. Og á ferða- málaári Evrópu, er hver mánuð- ur tengdur ákveðnu viðfangsefni ferðamannsins, sem þykir henta hveijum árstíma. Janúar var til dæmis tileinkaður gönguferðum. Febrúar er mánuður vetrar- íþrótta og 11. febrúar næstkom- andi er helgaður vetraríþróttum. Þá eiga allir sem vettlingi geta valdið að stunda einhveija úti- veru eða vetraríþrótt! Hið forna leiksvið Delfí, þar sem boðið listarkeppni þátttökuþjóða í sumar. er upp á alþjoðlega leik- LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 3. FEBRÚAR 1990 15

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.