Lesbók Morgunblaðsins - 21.04.1990, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 21.04.1990, Blaðsíða 2
ísland er mitt andlega heimili Roni Hom er fædd í New York árið 1955 og ólst þar upp þar til hún hóf að heimsækja ís- land árið 1975. Síðan þá hefur hún komið til íslands 10 sinnum og hyggur enn á fleiri ferðir í framtíðinni. Lengst hefur hún dvalist á ís- Listaverk eftir Roni Horn, frá sýningu hennar í New York 1986. Nafn verks? ins er á ensku „The Experience og Identical Things". Rætt við RONIHORN, bandaríska listakonu, um íslandsferðir hennar og aðdáun á landinu og sérstakan áhuga hennar á íjárréttum. Eftir HALLGRÍM HELGASON landi í 6 mánuði. Hún er viðurkennd og „þekkt“ í heimalandi sínu fyrir verk sín sem einkum liggja á gólfi eða hallast að vegg. Hvernig stendur á því að þú fékkst þessa íslandsdellu? Já, í raun hef ég enga skýringu á henni- en hitt veit ég að frá fyrstu ferð minni hef- ur ísland verið einn stærsti áhrifavaldurinn í list minni og einn aðal punkturinn í mínu lífi. Hvað er það sem orkar svo sterkt á þig, landslagið kannski? Já, tvímælalaúst er það landslagið, og þó aðallega þessi sterka tilfínning fyrir ná- lægð staðar ef einhver skilur það. Vera mín á íslandi virðist kalla fram hjá mér mjög sterka tilfinningu fyrir sjálfri mér. Mjög sterka tilfinningu fyrir sambandi mínu við heiminn, heimspekilega séð. Og nú er ég einnig að fara af stað með útgáfu í fjórum köflum sem ijallar eiginlega um þetta samband sem myndast hefur á milli mín og íslands síðustu tíu árin. Heidur þú að þetta sé tilviljun hjá þér að velja Island, gæti þetta e.t.v. verið ein- hver annar álíka eyðilegur staður? Já og nei, ég sé ekki Island fyrir mér sem eyðilegan stað heldur aðeins með færra fólki en New York t.d. Er enginn viðlíka staður til hér í Banda- ríkjunum? Nei, nei, þann stað hef ég aldrei fundið. Það er kannski til svipuð jarðfræði hér, en hún er mun eldri og umfram allt mun §öl- býlli. Nálægð mannsins verður aldrei umflú- in í Bandaríkjunum. Á íslandi hins vegar sér maður allt svo skýrt fyrir sér. Landslag- ið skýrir sig sjálft, þetta er allt svo ný skeð, ísland er svo ungt land. Einnig er allt svo skýrt afmarkað, þú gengur á milli tveggja hrauntegunda eins og tveggja kafla í sömu sögu. Og einmitt það hef ég ekki séð neins staðar annars staðar. Er þér nauðsynlegt að dvelja þar ein? Já, það held ég, að vísu hef ég líka dreg- ið fólk þangað með mér, en yfirleitt hef ég verið ein. Árið 1982 dvaldi ég ein í tvo mánuði í gömlum vita í Dyrhólaey. Þar lang- aði mig til að losa mig algjörlega við allt þetta sem fylgir manni í hinu daglega lífi, allar þessar áhyggjur, öll þessi smáatriði. Vannstu eitthvað þarna? Eg hafði meðferðis minnismiða sem ég teiknaði á og auk þess hafði ég einar 24 bækur með til að lesa. Þannig eyddi ég dögunum bara með því einu að vera þama. Fyrsta heftið að útgáfunum fjórum á að heitá „Blufflife“ og fjallar um veru mína í Dyrhólaey, með teikningunum, smátexta, og ýmsu öðru. Þessar útgáfur eiga að verða verk í sjálfum sér. Næsta hefti fjallar um fjárréttir og á að heita „To Place the Folds“. En réttirnar nota ég á vissan hátt til þess að staðsetja sjálfa mig í þessu landslagi. Hvernig uppgötvaðir þú réttirnar og feg- urð þeirra? Þær komu mér oft á óvart þegar ég var á ferð um landið, það var skemmtilegt að sjá þær allt í einu ljúkast upp fyrir manni. Eg vissi ekkert um þær fyrirfram. Og fal- legustu réttirnar vorú þær sem maður rakst á í bókstaflegri merkingu. Hvernig lítur þú á þessi fyrirbæri, eru þær listaverk? Nei, nei, fyrir mér eru þær aðeins arki- tektískur strúktúr sem myndast í skiljanlegu samhengi við landslagið. Og einmitt það er eitt lykilatriði í skilningi á mínum eigin verkum. Það er þetta skiljanlega samhengi við innihaldið. En fyrir mér eru réttirnar einhver merkilegustu fyrirbæri sem ég hef séð og þá á ég ekki bara við á íslandi. Myndrænt séð eru þær skyldar völundarhús- um sem skiptir kannski ekki höfuðmáli. Einkum er það i hinum elstu, hinum hring- laga. Efnisnotkunin er einnig svo næg sjálfri sér, efnið er bara tekið á staðnum og gerð úr því rétt til að reka fé í; þetta er svo einf- alt. Allt þetta er mjög heillandi. Viltu koma á framfæri nokkrum spurn-- ingum um réttir á íslandi og blaðið sem birtir þetta kemur vonandi svörunum á framfæji við mig. í fyrsta lagi: Hvaðan fengu íslendingar fyrirmyndir að réttum? Hvaðan kemur t.d. hið egglaga form með almenningnum til hliðar við miðjuna? Kom þetta frá Noregi? í öðru lagi: Hvenær var fyrst farið að rétta á íslandi og hvaða rétta- form er elst. Hringurinn, eða kantað form? Voru réttir mismunandi að lögun eftir lands- hlutum og eru þær dreifðar um allt land? Eg nota myndir af réttum, birti þær í mjög hlutlausu samhengi. Þessar útgáfur eru ekkert heimildasafn eða útskýring. Það er kannski erfitt að skýra tilganginn með þeim en þær hafa yfirskriftina „To Place" sem maður á að taka sem sögn, sögnina að staða, staðfæra, staðsetja. Þannig lýsa þær og framlengja Island sem sögn í mínu lífi. íslendingar eru greinilega mjög sjálfstæð- ir einstaklingar, með mjög sterka tilfinningu fyrir manngildi. Mjög vel gefnir, burtséð frá því að allir eru læsir. Og svo eru ekki þess- ar andstæður með þeim eins og hér í New York, ekki þetta bil á milli ríkra og fá- tækra. Mér líður vel með íslendingum; þeg- ar maður kemst inn úr yfirborðinu finnur maður fyrir mikilli hlýju. Ég þekki kannski ekki svo marga, en þó nokkra. Ekkert Ijótt um okkur að segja? Nei, ég hef ekki orðið fyrir neinum leiðind- um á Islandi og kannski er það ein af ástæð- unum til að ég skuli fara aftur og aftur þangað. Maður finnur ekki fyrir neinu sál- fræðilegu álagi þar; það er engin hætta sem steðjar að manni. Þú skilur, sem kona á maður ekki í neinum vandræðum með það að ferðast ein. í landslaginu steðjar engin hætta að frá rándýrum eða hættulegum mönnum. Þannig getur maður alls ekki ferð- ast í Asíu t.d., né heldur víðast hvar í Banda- ríkjunum. Ég er fædd og uppalin í New York, en er af pólskum og rússneskum uppruna. . Mér líkar borgin bæði vel og illa. Hér er mikil orka, en það kemur að því með árun- um, að sú orka verði manni um of áleitin. Of yfirþyrmandi. Og þess vegna flý ég ann- að slagið til íslands. Ég gæti vel hugsað mér að eiga þar einhvern bústað, en því miður er það óhugsandi, verðlagsins vegna, og allra þessara skatta sem þið búið við. En snúum okkur þá að list þinni. Já, ég hef í raun alltaf verið að gera þetta sama alveg frá því ég var krakki. Listnámi lauk ég frá Rhode Island School of Design og fór síðan í Yale-háskóla. Síðan 1979 hef ég unnið við myndlist sem atvinnu- listamaður og hef haft af því lifibrauð. Smám saman hef ég notið velgengni, sem betur fer, því þessi verk mín eru mjög dýr í útfærslu. Er þetta mínimalismi? Ég álít ekki verk mín vera mínímalísk eða úrdregin, niðurskorin. Ef þú lítur á verk mín í heild finnst mér ekki hægt að flokka þau niður í eina ákveðna stefnu. Vandmn við slíka flokkun er sá að stundum verður að skilja ákveðin verk listamannsins útund- an vegna þess að þau passa ekki inn í þá flokkun. Finnurðu fyrir skyldleika við aðra lista- menn sem starfandi eru í dag? Nei, ég held bara að ég verði frekar fyr- ir áhrifum frá öðrum hlutum en myndlist. Aðallega ljóðlist og arkitektúr og einnig öðrum bókmenntum og heimspeki. Einkum eldri heimspeki, Hegel, Kant, Heidegger, Nietsche, og þá nýlega mönnum eins og Bergson og öðrum frönskum, Paul Valery. Ég eyði miklum tíma í lestur og gerði þó meir af því hér áður fyrr. Þá er landslagið líka mikill áhrifavaldur í skúlptúrnum mínum. Hvaða Ijóðskáld? Stevenson, Elisabeth Bishop, Marianne Moore, amerísk skáld, og Emily Dickinson, af enskum Blake, sumt af Wordsworth, sumt af Keats, af nýlegri Yeats og þýskum Hölderlin, Rilke einnig á tímabili, af frönsk- um Mallarmé. Þetta eru allt dauðir menn? Já, ég er ekki eins vel að mér í nútíma- skáldskap. Skrifar þú sjálf? Nei, það hef ég aldrei gert. En með því að ég er ekki ljóðskáld, get ég nálgast þetta form af meiri hógværð. En vissulega er mikið til af ágætri myndlist í heiminum í dag, án þess að það hafi bein áhrif á mín verk. Þau áhrif eru frekar frá öllu því sem gengur á í núinu, í pólitískum og félagsleg- um raunveruleika, Höfundur er listmálari og býr nú I París. Islenzkar fjárréttir. Af öllu sem Roni Horn sá á íslandi, þóttu henni fjárréttir merkilegastar.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.