Lesbók Morgunblaðsins - 21.04.1990, Blaðsíða 9
Swift er ferna dyra og er framdrifsgerðin fáanleg með 5 gíra beinskiptingu og sjálfskiptingu. Takið eftir hversu skotthlerinn
opnast vel.
Stór Suzuki Swift með aldrifi
kannski iðulega of seinn að skipta niður
þegar hann leggur í langa brekku úti á
þjóðvegi eða er að skjótast fram úr. Suzuki
er ekki í neinum vandræðum með að fleyta
ökumanni sínum snögglega fram úr iestar-
stjóra - það er nóg að fara niður í fjórða
gír og kannski þriðja ef plássið er naumt
- þá gengur alit vel og hann er fljótur að
svipta sér framúr. Stýrið er nákvæmt og
allgott á að taka en á þessari vökvstýris-
öld mætti það að skaðlausu vera léttara.
Swift er allmjúkur á sjálfstæðri gorma-
tjöðrun sinni og hann er mjög skemmtileg-
ur úti á vegi. Vélin er sérlega hljóðlát.
Aldrifsbíllinn nýtur sín að sjálfsögðu mjög
vel í hálku og úti á vegum þar sem ekið er
í lausamöl á holóttum vegum og við mis-
jöfn skilyrði. Þar á slíkur bíll best heima
Farangursrýmið er allgott og opnast al-
veg ft-á stuðaranum.
Ökumannssæti er búið hefðbundnum stillingum og mæla-
borð er vel útbúið.
Suzuki bílar hf. í Reykjavík hafa nú
tekið við innflutningi á Suzuki bílunum
firá Japan og er fyrirtækið til húsa við
Skeifúna. Nýlega kom tif landsins ný
gerð af Suzuki Swift, eins konar stóri
bróðir þess Swift sem við höfum kynnst
síðustu árin og fjallað hefur verið um
á bílasíðu. Suzuki Swift Sedan er full-
vaxinn og sprækur, rúmlega fjögurra
metra langur og þokkalegur fólksbíll,
ferna dyra og búinn 1600, 91 hestafls
vél, framdrifínn og er einnig fáanlegur
með aldrifi. Litli bróðirinn er nú einnig
boðinn með aldriii. Aldrifsbíllinn stóri
kostar rúma milljón en hinar útgáfúrn-
ar frá tæpum 800 þúsund krónum.
Suzuki er að ytra útliti allra snotrasti
bíll. Hann er ólíkur hinum litla bróður
sínum og er auðvitað stærri og meiri, bíll
sem óhætt er að gera nokkrar kröfur til.
Utlínur eru allar bogadregnar og ávalar
og framendinn lágur og straumlínulagað-
ur. Grillið er því lítið og framljósin áber-
andi og ná vel út á hornin. Stefnuljósin
eru felld inn í stuðarann sem er aftur sam-
tengdur svuntunni.
A hliðum er listi í sömu hæð og stuðar-
ar og á sama hátt og að framan er aftur-
stuðarinn áberandi og síðan afturljósin.
Nær ljósabrettið yfir þveran afturendann
og gott rými er fyrir númeraplötu. í heild
má segja að bíllirin samsvari sér vel og
rúður er allstórar og gefa gott útsýni.
Vel búinn bíll
Suzuki er rúmgóður að innan og má
segja að allvel fari um menn í framsætum
sem aftursætum. Þó er hann varla nógu
hár því það er ekki laust við að meðalmað-
ur stijúki hausnum upp undir þegar hann
situr afturí. Sætin eru hins vegar allgóð,
hæfilega stíf og hefðbundnar stillingar
möguiegar á framsætum. Mælaborðið er
vel uppsett og bogadregnar línur má einn-
ig sjá hið innra þar sem mælaborðið teng-
ist framhurðunum. Stýrið er stillanlegt og
mælar með ágætum og á armi við stýrið
eru stefnuljósa- og þurrkurofar. Galli á
þurrkurofanum er að taka verður höndina
af stýrinu til að kveikja á þurrkunum.
Arminum er sem sagt ekki ýtt upp eða
niður til að kveikja heldur þarf að snúa
honum. Þetta er óþarfa galli.
Swift hinn stóri er allvel búinn, þ.e. al-
drifsbíllinn sem prófaður var og er af gerð-
inni GLX: Rafdrifnir hliðarspeglar, raflæs-
ing, rafmagn í afturrúðu að sjálfsögðu og
dagljósabúnaður sem kviknar þegar stigið
er á hemla. Vélin ei1 1590 rúmsentimetr-
ar, 91 hestafl, hún er hljóðlát og viðbragðs-
góð. Bíllinn vegur 910 kg, er 4,07 m lang-
ur, 1,6 m á breidd og 1,38 m hár. Þessi
gerð með stærri vélinni
er á 14 þumlunga hjól-
börðum en 1300 bíllinn
kemur á 13 þumlunga
börðum. Aldrifsbíllinn er
með fimm gíra kassa og
sömuleiðis framdrifsbíll-
inn en hann er ■einnig fá-
anlegur með sjálfskipt-
ingu.
Snöggur
Suzuki Swift hinn stóri
er snöggur og skemmti-
legur í viðbragði. Bíll sem
ekki er stærri en þetta og
með þessa 91 hestafla
1600 vél getur vart annað
en verið sprækur. Þó var
hann ekki reyndur fullskipaður farþegum
eða farangri en skemmtileg gírskipting
lofar góðu þannig að vinnslan ætti að vera
sæmileg ef vel er spilað á gíra þótt bíllinn
sé fuilhlaðinn. Má kannski minna á það í
leiðinni að hinn venjulegi ökumaður er
og enginn vafi leikur á því að bróðir hans
sem aðeins er með framdrifi fer ekki allt
sem aldrifsbíllinn fer. Framdrifsbíllinn er
hins vegar liprari í snúningum og það
finnst kannski helst í ýmsu skaki í borg-
inni, við bílastæði og þess háttar.
Góður í aldrifsbílasamkeppnina
Suzuki með aldrifi hlýtur að vera
óskabíll fyrir þá sem fara þurfa víða við
alls kyns skilyrði, til dæmis þá sem aka
daglega milli Reykjavíkur og nágranna-
byggða vegna vinnu. Þar er hann enn einn
kosturinn í aldrifsbilaflokknum og varla
sá lakasti. Nú eru þessir aldrifsbílar með
sítengdu drifi eða ekki farnir að nálgast
tuginn. Sem fyrr segir kostar hann rúma
milljón, í staðgreiðslu 1.010.000 kr. kom-
inn á götuna með verksmiðjuyrðvörn en
umboðið mælir þó með hinni íslensku ryð-
vörn sem kostnar 15 þús. kr. jt
TVEIR
EINS?
Það er sennilega ekki oft sem
tveir bílar liafa fengið svo líka
dóma sem þeir frönsku Citroen
XM og Peugeot 605. Báðar
gerðirnar eru í flokki lúxusbíla
í hæsta gæða- og verðflokki og
eru þeir sláandi líkir um margt,
þægindi, vélarstærð, þyngd,
eyðslu og fleira.
Þýska bílablaðið Auto, Motor
und Sport sem gerir mikið af því
að bera saman ýmsar gerðir bíla
tók þessa tvo til skoðunar. Báðir
eru búnir þriggja lítra vél, um 170
hestafla, báðir vega 1.480 kg, XM
eyðir 13,7 lítrum á hundraðið og
605 eyðir 13,6 lítrum og hámarks-
hraði beggja bílanna er 222 km
á klukkustund.
Auk þess sem tölurnar benda
til svipaðra eiginleika hjá þessum
bílum gefur blaðið þeim svipaða
umsögn hvað varðar þægindi seg-
ir útlit þeirra álíka virðulegt en
Peugeot fær þó þann stimpil um-
fram XM að vera betri alhliða bíll
í umgengni. Verðið er svipað í
Þýskalandi, XM kostar 48.900
mörk og 605 kostar 46.000 mörk.
Citroen XM og Peugeot 605 - tveir franskir gæðagripir sem fá svipaða einkunn lijá
Þjóðverjum.
*>
k4f.4 » 11 f- á k * IJ. ii
ÍÍÍJliítfSí13
LESBÓK MORGUN8LAÐSINS ZU APRÍL .1990 0