Lesbók Morgunblaðsins - 21.04.1990, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 21.04.1990, Blaðsíða 12
JL A N N S Ó K N 1 R I S L A N D I Umsjón: Sigurður H. Richter + Er jarðhitaorkan óþrjótandi? Flestir íslendingar hita hús sín með jarðhitaorku. En hver eru áhrif stórfelldrar vinnslu heits vatns og gufu á jarðhitasvæðin, hvernig má sjá þessi áhrif fyrir og hvernig má áætla nýtanlegan orkuforða svæðanna? NÝTING Jarðhita á Íslandi Ljósm. Hjalti Franzson Blásandi borholur á jarðhitasvæðinu á Nesjavöllum sem innan skamms verður eitt af vinnslusvæðum Hitaveitu Reykjavíkur. Um jarðhitakerfin hefur heitt vatn streymt ár- þúsundum saman. Því er ekki óeðlilegt að telja jarðhitann óþrjótandi orkulind. Svo er þó alls ekki. Talið er að úr flestum vinnslusvæðum !< jarðhita sé unnin meiri orka en sem svarar náttúrlegu afli þeirra. - H ■o t- D 100 \ c m '■ > 200-. •<o : > 300- )80 )60 « : cr> c :4° ~ : * : t> )20 1981 1982 1983 1984 1985 1986 1987 1988 Vatnsborð íjarðhitakerfínu á Glerárdal við Akureyri lækkaði mikið eftir að dæling hófst úr því og hefíir þurft að draga úr dælingunni með tímanum. 60 ( u <n 50^ c 51 40: 'c : 30: 60 V) 40 o, c T3 20 (T' 1979 1980 1981 1982 1983 1984 Vatn úr borholu við Urriðavatn nálægt Egilsstöðum kólnaði um 15°C á þremur árum eftirað dæling hófst úr svæðinu. Eftir GUÐNA AXELSSON Jarðhiti er afar mikilvægur þáttur í þjóð- arbúskap okkar íslendinga og einn af horn- steinum velferðarþjóðfélagsins sem við búum í. Um einn þriðji af allri orku sem við notum í dag er jarðhitaorka. Jarðhitinn hefur verið nýttur á íslandi frá því land byggðist,_ fyrst og fremst til baða og þvotta. A þessari öld hefur nýting hans margfaldast og nú er mikilvægasta notk- unin til húshitunar. Árið 1930 tók fyrsta hitaveita landsins, Hitaveita Reykjavíkur, til starfa sem í fyrstu sá aðeins litlum hluta borgarinnar fyrir heitu vatni. I dag njóta um 85% landsmanna húshitunar með jarðhita. Flestar hitaveitur nýta heitt vatn sem fæst af jarðhitasvæðum utan gosbelta landsins, svokölluðum lághitasvæðum, og verður hér stuttlega fjallað um rannsóknir vegna nýtingar þeirra. Jarðhitarannsóknir Hverir og laugar eru aðeins yfirborð- summerki jarðhitans en hin eiginlegu jarð- hitakerfi eru neðanjarðar og að sjálfsögðu ósýnileg augum manna. Því þarf að beita flóknum rannsóknaraðferðum til að leita jarðhita, kanna jarðhitakerfi og meta af- köst þeirra. Þær umfangsmiklu rannsókn- ir, sem eru grundvöllur nýtingar jarðhitans hér á landi, hafa að miklu leyti farið fram á Jarðhitadeild Orkustofnunar, en einnig við Háskólann og á ýmsum verkfræðistof- um landsins. Um jarðhitakerfin hefur heitt vatn streymt árþúsundum saman. Því er ekki óeðlilegt að telja jarðhitann óþijótandi or- kulind. Svo er þó alls ekki. Talið er að úr flestum vinnslusvæðum jarðhita sé unnin meiri orka en sem svarar náttúrulegu afli þeirra. Eftir að farið var að nýta jarðhi- tann í miklum mæli hafa komið upp ýms- ir erfiðleikar sem tengjast nýtingu hans og viðbrögðum jarðhitakerfanna við stór- felldri vinnslu. Því hafa áherslur í jarðhit- arannsóknum breyst töluvert hin seinni ár. Nú er lögð mikil áhersla á svokallaðar forðafræðirannsóknir. Forðafræði Forðafræði jarðhitans er fjölþætt fræði- grein sem fjallar um vökva- og orku- streymi í jarðhitakerfum og vinnsluborhol- um. Tilgangur forðafræðirannsókna er í fyrsta lagi að afla upplýsinga um eðli og eiginleika jarðhitakerfa og í öðru lagi að áætla viðbrögð jarðhitakerfa við framtíðar- vinnslu og meta nýtanlegan orkuforða þeirra. Á grundvelli forðafræðirannsókna má stýra nýtingu jarðhitasvæða og sjá fyrir ýmsar óæskilegar breytingar. Kostn- aðarsamar framkvæmdir, eins og frekari jarðhitaleit og boranir, má þá tímasetja á sem hagkvæmastan máta. áhrifVinnsluá Jarðhitasvæðin Á lághitasvæðum er heita vatninu oft- ast dælt úr 1-2 km djúpum borholum. Afleiðing þess er nær undantekningarlaust sú að vatnsborð lækkar í jarðhitakerfunum líkt og í vatnstanki. Er það einfaldlega vegna þess að meira vatni er dælt upp en nær að streyma inn í kerfin. Hversu mikið og hratt vatnsborðið lækkar ræðst af stærð og eiginleikum jarðhitakerfanna. í Iitlum kerfum, sem vatn streymir treglega um, lækkar vatnsborð mikið við tiltölulega litla dælingu. í mörgum tilfellum lækkar vatnsborð stöðugt við langvarandi vinnslu og oft þarf að síkka dælur í vinnsluholum, eða draga úr vinnslu, þegar mesta dæludýpi er náð (mynd 2). Þannig getur jarðhita- svæði hætt að anna þörfum viðkomandi hitaveitu. í öðrum tilfellum tekur kaldara vatn að streyma inn í jarðhitakerfi í stað þess heita sem dælt hefur verið burtu og kólnar þá vatnið sem fæst úr borholunum (mynd 3). VINN SLUEFTIRLIT Afar mikilvægt er að virkt eftirlit sé haft með þessum áhrifum vinnslu á jarð- hitasvæðin. Á lághitasvæðum þarf að fylgjast með dælingu úr öllum holum, dýpi á vatnsborð, hitastigi vatnsins, efnainni- haldi þess auk fleiri þátta. Slíkt eftirlit er grundvöllur forðafræðirannsókna og jafn- framt reksturs sérhverrar hitaveitu. Líkanreikningar Og VlNNSLUSPÁR Eitt mikilvægasta verkfærið við forða- fræðirannsóknir er svokallaðir líkanreikn- ingar. Þeir fara þannig fram að reiknilíkan er gert af viðkomandi jarðhitakerfi og það látið herma þau gögn, sem til eru um kerfið og viðbrögð þess við vinnslu. Eigin- leikar líkansins fela þá í sér upplýsingar um eiginleika hins raunverulega kerfis. Líkanið er jafnframt notað til þess að spá fyrir um viðbrögð kerfisins og afköst. Þær spár nýtast síðan við rekstur viðkomandi hitaveitu. Einföld líkön eru notuð ef tiltæk gögn eru takmörkuð og herma á einn þátt í viðbrögðum kerfis. íslendingar hafa þróað aðferð sem nota má til þess að herma vatnsborðsbreytingar mjög nákvæmlega með afar einföldum líkönum. Aðferðin er mjög fljótleg og ódýr í notkun. Hún hefur verið notuð á Orkustofnun á vatnsborðs- og vinnslugögn frá nokkrum lághitasvæð- um á íslandi með góðum árangri (mynd 4). Þegar taka þarf tiliit til fleiri þátta í viðbrögðum jarðhitakerfa við vinnslu en vatnsborðsbreytinga (t.d. kólnunar) er gripið til mun flóknari reiknilíkana og af- kastamikilla tölva. Slíkir líkanreikningar eru mun tímafrekari og kostnaðarsamari og hafa því aðeins verið gerðir fyrir fá jarðhitasvæði hér á landi. LOKAORÐ Þó þau jarðhitasvæði sem nú eru nýtt á íslandi fullnægi að miklu leyti þörf okk- ar fyrir jarðhitaorku þá er ljóst að svo verður ekki um ókomna framtíð. Því veld- ur minnkandi orkuforði svæðanna auk stöðugt vaxandi notkunar. Brugðist hefur verið við þessu með því að nýta orkuna betur og með könnun nýrra jarðhitasvæða. Því mun áfram verða þörf fyrir öflugar jarðhitarannsóknir hér á landi til þess að auka þekkingu á eðli og viðbrögðum svæð- anna, sen nýtt eru, og til leitar og könnun- ar á nýjum svæðum. Höfundur er jarðeðlisfræðingur á Jarðhitadeild Orkustofnunar. Ljósmyndasafnið Þvottalaugarnar í Laugardal í Reykjavík skömmu eftir síðustu aldamót. Þær þornuðu vegna lækkandi vatnsborðs þegar farið var að dæla heitu vatni úr hor- holum í grenndinni. 1962 1964 1966 1968 1970 1972 1974 1976 1970 1980 1982 Niðurstöður líkanreikninga fyrir jarðhitakerfíð í Laugarnesi í Reykjavík, sýna hvernig tókst að herma 20 ára vatnsborðsbreytingar með einíoldu líkani. 12 4

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.