Lesbók Morgunblaðsins - 21.04.1990, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 21.04.1990, Blaðsíða 4
Lúðrasveitin lék á Austurvelli og einaig hann var næstum alveg eins og hann er núna, nema hvað þar stóð þá stytta af myndhöggvaranum Thorvaldsen á sama stað og styttan af Jóni Sigurðssyni er nú. ÞEGAR RÚNTURINN VARREYKJAVÍK minni okkar, sem ólumst upp í Reykjavík á fyrri hluta tuttugustu aldarinnar, var rúnturinn miðdepill tilverunnar, að minnsta kosti eftir að við öðluðumst það, sem á stundum er nefnt hvolpavit. Rúnturinn var okkar Reykjavík. Þar urðum við fyrst ástfangin og þar voru loftkastalar byggðir og þar hrundu þeir og runnu út f sandinn eins og loftköstulum er gjarnt. Jafnvel gljáandi skautasvell á Tjöminni varð ekki nema stundargleði hjá rúntinum, enda stopult og jafnan háð frosti og funa, en aðallega þó hlákunni, sem aldrei lét bíða lengi eftir sér. Óvissan um skautasvell á Tjörninni olli því, að aldrei var hægt að ráðgera fram í tímann skautakeppni eða skautalistsýningar. Skautaíþróttir, skauta- knattleikir, eins og t.d. Hockey, urðu aldrei vinsælar sökum óstöðugleika veðráttunnar í Reykjavík og áhrifa hlákunnar á skauta- svell á Reykjavíkurtjörn. Á rúntinn lágu- ieiðir okkar unga fólksins aftur og fram árið um kring, því rúnturinn var landfræði- lega einum eitt og öðrum annað, en Tjörnin var óstöðugt athvarf okkar. í því sambandi er þess minnst, að eftir að stór hópur ungl- inga í sunnudagaskóla hafði skrópað, er skautasvell kom óvænt á Tjörnina á sunnu- dagsnóttu og skautasvellið nýja reyndist unglíngunum meira freistandi en guðsorð og góðir siðir, gaf sunnudagaskólakennar- inn okkar ótvírætt í skyn, að Guð almáttug- ur hefði sent hlákuna, sem kom á mánudag til þess að hirta okkur fyrir skrópið! Eftir ÍVAR GUÐMUNDSSON Myndirnar teiknaði ÁRNIELFAR Boddýbílar, sem svo voru nefndir, voru algengur fararkostur þegar mikið lá við. Stundum voru bara bekkir á pallinum, en sumir voru með yíirbyggt boddý. Reykvíkingar, sem nú eru komnir til ára sinna, munu vafalaust ekki allir vera sam- mála um leiðir og landamæri rúntsins. Ég hygg þó, að flest okkar gætu samþykkt, að Austurstræti frá Aðalstræti að Lækjar- torgi var miðdepill rúntsins, en eftir það greindist hann í ýmsar áttir hjá flestum. Sumir gætu jafnvel talið, að rúnturinn hafi verið kringum Tjörnina. Aðrir munu full- yrða, að í þrengri merkingu hafi rúnturinn verið: Austurstræti að Lækjartorgi, suður Lækjargötu, um Skólastræti, framhjá Dóm- kirkjunni og svo umhverfis Austurvöll, sem þá var umgirtur svartmáluðu járn-„grind- verki", eins og slíkar girðingar voru kallað- ar á reykvísku í þá daga. Sannleikurinn er sá, að það voru engin sjáanlega endamörk á rúntinum, því rúnturinn okkar lá útí sjálft lífið. Þar sem stytta Jóns Sigurðssonar stendur nú stóð Bertel Thorvaldsen, sá mæti mynd- höggvari, á stalli, þar til hann var fluttur suður í Hljómskálagarð. Thorvaldsen gerði skírnarfontinn, sem stendur fyrir altari í Dómkirkjunni okkar. Þegar Lúðrasveit Reykjavíkur lék á Aust- urvelli á góðviðris helgidegi var mannflest á rúntinum, margir að sýna sig og sjá aðra, eins og það var kallað. Frá Austurvelli lá svo leið á rúntinn venju- lega um Kirkjustræti, að Aðalstræti, fram- hjá Herkastalanum og síðan fram með Hót- el ísland og aftur inní Austurstræti. Þar er Hallæristorgið nú, illu heilli, sem smánar- blettur á minningu okkar, eldri Reyk- víkinga, um rúntinn. Tvíburarnir, ást og sorg, gagntóku okkar ungu og saklausu hjörtu til skiptis og þar urðum við fyrir fyrstu alvarlegu niðurlægingu lífsins er meðbiðill leiddi á burt hann eða hana, sem við þráðum mest að leiða sjálf á rúntinum okkar góða. Á ALÞINGISHÁTÍÐ í KASSABÍLUM Þetta, sem hér er nefnt, gerðist ein- hverntíma á árunum kringum Alþingishátíð- ina 1930 er allir, sem vettlingi gátu valdið, ásamt þeim sem enga vettlinga áttu, fóru til Þingvallar til að halda uppá þúsund ára afmæli Alþingis. Fólk, sem árum saman hafði ekki farið lengra að heiman en á milli húsa í Reykjavík, eða milli bæja í sínum hreppi, bjó sig nú með nesti og nýja skó til að fara á Þingvöll, gangandi, ríðandi eða í bílum, þar sem því varð viðkomið. Flutningatækin, sem fluttu fólk frá Reykjavík til Þingvalla, voru aðallega vöru- bílar, þar sem trébekkjum hafði verið klambrað saman á vörupallinn. Flestir gistu í tjöldum. Enginn mátti láta sig vanta á Þing- velli á þessu merkisafmæli. Það hefði vafalaust verið hægt að telja þá á fingrum sér, sem áttum einkabíl í Reykjavík á þeim árum. Ég man glöggt eftir blæjubíl, sem Scheving Thorsteinsson í Reykjavíkur Apóteki átti. Hann ók svo hægt um göturnar í Reykjavík, að við strákarnir gátum fylgt honum lengi án þess að blása úr nös. Það gekk saga í bænum um að Scheving lyfsali hafi aldrei „skipt í þriðja gír", en sérfræðing- ar í þeim efnum töldu að það myndi vafa- laust skemma vél bílsins ef henni yrði aldrei skipt í þriðja gír. Bifreiðastjórar voru hetjur í augum okkar strákanna, eins og flugmenn voru seinni kynslóð. í dánarminningu um. bifreiðastjóra var þess getið með aðdáunar- orðum, og var haft eftir ábyggilegum heim- ildum, að sjaldan eða aldrei hefði „púnkter- að" (sprungið dekk) hjá þessum mæta bílstjóra. Strætisvagnar voru óþekkt fyrirbrigði, sem menn könnuðust við að útliti einungis frá myndum í erlendum tímaritum. Leigubílar voru hinsvegar af bestu gerð, ef dæma má eftir auglýsingum leigubíla- stöðva á þeim árum, Buick hjá Steindóri og Hudson Írjá Magnúsi Skaftfeld, sem aug- lýsti, að hann biði eingöngu uppá „hina heimsfrægu Hudson-bíla". Steindór svaraði auglýsingunni á þessa leið: „Steindór býður uppá hina landsfrægu Buick-bíla. Það er honum og hans viðskipta- vinum nóg"! Alþingishátíðarförin reyndist mörgum æði ævintýraleg. Þegar móðir mín, sem ekki hafði gert víðreist um ævina, enda ekki átt heimangengt frá því að koma 11 börnum sínum heilu og höldnu í þennan heim og með sóma í kristinna manna tölu, kom í tjaldið okkar til að leggja sig til svefns, spurði hún: „Hvar er sængin mín?" Þegar að var gáð fannst sængin ekki og þá sagði móðir mín: „Alþingishátfð, eða ekki, ég sef ekki hér, eða annars staðar án sængurinnar minnar." Mamma sneri því aftur til Reykjavíkur um kvöldið með fyrsta kassabíl, sem fór aftur til Reykjavíkur til að sækja fleira fólk á há-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.