Lesbók Morgunblaðsins - 21.04.1990, Blaðsíða 6
FERH4BMÐ
jjKiggs
Við Bodensee er merkilegur
miðjupunktur í þá veru, að þar
mætast Þýzkaland, Austurríki og
Sviss, og Frakkland ekki langt
undan. Rín rennur þarna framhjá
dvergríkinu Lichtenstein út í vatnið
og þetta enginn smá pollur; líka-
iega um þriggja klukkutíma akstur
meðfram því á lengdina. Við suð-
austurendann gnæfa Alparnir og
austurríski bærinn Bregenz er þar
á bakkanum. Þýzkalandsmegin er
röð bæja meðfram vatninu; Friede-
richshaven þeirra mestur. Þessir
bæir eru vinsælir dvalarstaðir túr-
ista, ekki sízt fara Þjóðveijar þang-
að sjálfir og í septemberlok var þar
umtalsverður fjöldi eldri borgara
og hótelin mjög ásett.
Það kom ekki að sök, því við
áttum bókað í gömlu og virðulegu
hóteli gegnt járnbrautarstöðinni í
Lindau Insel, þ.e. eyjunni í Lindau.
Þar er elzti hluti þessa bæjar til
húsa í afgömlum steinhúsum og
göturnar svo þröngar, að bílar
komast þar ekki. Ég hélt að ekki
væri hægt að villast í ekki stærri
stað, en það tókst nú samt og
næsta furðulegt, hvað gat orðið
flókið mál að finna hótelið. Löngum
er auðveldara að komast leiðar
sinnar í björtu og í morgunsólinni
daginn eftir sýndist þetta allt svo
einfalt.
Lindau Insel - eyjan
Lindau, eða Das grúne
Lindau, eins og staður-
inn heitir gjaman á
auglýsingaplakötum,
er ekki stærra svæði
en svo, að það verður
auðveldlega kannað á
hálfum degi. Þvert
yfir eyjuna miðja ligg-
ur Maximilianstraze,
aðal verzlunargatan
m
'a * •*'«/- r .
Gamli bærmn i
Lindau erá eyju
í Bodensee. Hand
an vatnsins er
Bregenz íAust-
urríki ogaust-
urrísku Alparnir,
en aðeins snertu-
spölvestarer
Sviss.
Bóndakona úr
Svartaskógi kem-
ur með afurðir
sínará útimarkað
íFreiburg:
Margskonar osta,
kökur og ber í
krukkum.
með fínum búðum eins og víða má
sjá í Þýzkalandi. Þetta er dæmi-
gerður labbitúrastaður, en ég kaus
frekar að labba á golfvellinum;
þangað er um 10 mínútna akstur
austur og upp í landið. Völlurinn
er í mishæðóttu skóglendi, fyrri 9
auðveldar, en margar langar og
strembnar brautir á síðari helm-
ingnum. Ég þóttist sleppa vel frá
honum með 79 högg. Astæða er
til að benda golfleikurum á að hafa
með sér kort, sem staðfestir for-
gjöf. Sjálfur hafði ég gleymt því
og leit helzt út fyrir að ég yrði
gerður afturreka. En svo vildi til
að ég hafði verið viku áður að
keppa á fjölþjóðlegu golfmóti i
Dússeldorf og hafði fyrir tilviljun
opinber mótsgögn með nöfnum og
árangri meðferðis og það var tekið
gilt.
Daginn eftir var ætlunin að aka
út með Bodensee, yfir Svartaskóg
og til Freiburg. Enda þótt við ætt-
um gistingu pantaða aðra nótt í
Lindau, var ákveðið að kveðja stað-
inn og halda áleiðis undir kvöldið
til að stytta áfangann daginn eftir,
Veitingahúsið Björn-
inn er elzta vertshús
íÞýzkalandi oghefur
starfað óslitið frá ár-
inu 1120.
EKIÐ UM ÞYZKALAND - ÞRIÐJI OG SIÐASTI HLUTI:
Lindau,
í Svartaskógi
er víða hálent
og víðsýnt og
svo virðistsem
þorpin hafí
staðið óbreytt
frá ómunatíð.
Svartiskógur
og Freiburg