Lesbók Morgunblaðsins - 30.06.1990, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 30.06.1990, Blaðsíða 5
HUGRÚN GUÐMUNDSDÓTTIR Elísabet drottning hefúr ekki í hyggju að víkja úr hásæti fyrir syni sínum. Þegar opinberar skyldur kalla ekki að, leikur prinsinn póló og yndi hans er að veiða, ekki sízt norður í Vopnatirði. Líf Flöktandi barnssál í myrkrinu reynir að nálgast mig varfærin leitar eftir bólfestu í líkama mínum. Biður um líf. með sín feikilegu auðæfi og fjörutíu þjöna. En það getur vel verið, að hann hafi á ferðum sínum um landið þvert og endi- langt, þegar hann hefur rætt lengi og ítar- lega við atvinnulaust fólk og fulltrúa þjóðar- brota, aflað sér meiri vitneskju um hið brezka samfélag en frú Thatcher kærir sig um. Þeim mun minna sem maður veit, þeim mun meira heldur maður, sagði Macchia- velli. Ætli Karl hafi lesið „Furstann"? Það er deginum ljósara, eins og málið horfir við, að það er ekki hægt að hafa gáfaðan og vel menntaðan þjóðhöfðingja, þar sem er þingbundin konungsstjórn. Ein- hvern, sem hugsar og jafnvel veit sitt af hverju. Og skiptir sér af hlutum. Það getur valdið vandræðum. Sjálfur telur Karl konungsveldið fullkom- lega lýðræðislega stofnun. — Þann dag, sem fólk vill ekki hafa okk- ur lengur, losar það sig við okkur. Nánasti fyrirrennari hans, Davíð, afa- bróðir, „Prince Charming", fór til Wales, sá eymdina þar og sagði þá hin fleygu orð: — Eitthvað verður að gera. Þessi ummæli þóttu ærið djörf í þá daga. En Karl gengur miklu lengra. Með áber- andi umhyggju sinni fyrir þeim, sem miður mega sín í þjóðfélaginu, virðist hann stund- um vera beinlínis í andstöðu við hina hörku- legu stefnu frú Thatchers að láta sam- keppni ráða á sem flestum sviðum. Það er litið svo á, að meðlimir konungs- fjölskyldunnar megi ekki ræða um stjórn- mál á opinberum vettvangi. En nú eiga menn von á pólitískum meiningum, um leið og prinsinn af Wales opnar munninn. Eða fer á milli staða. Karl fer með lest. Það gerir forsætisráðherrann aldrei. Brezku járnbrautirnar eru ríkisreknar, og „hættan á einkavæðingu vofir yfir þeim“ eins og öllum öðrum ríkisfyrirtækjum, svo að notuð sé skilgreining Verkamannaflokksins. Þegar ríkisarfinn tekur lest, er litið á það sem pólitíska viðleitni — til varnar hinum opin- bera geira. En í raun og veru getur vel verið, að hann kunni bara vel við sig í lest. Margt af því, sem hann segir, gæti reynd- ar verið skrifað af frú Thatcher. Hann trúir vafalaust á markaðsöflin. En innra með honum eru önnur öfl einnig að verki. Og það er sagt, að forsætisráðherrann forðist hann. í hinu íhaldssama blaði, Daily Telegraph, gefur Peregrine Worsthorne hógværlega í skyn, að prinsinn geri sér ekki grein fyrir því, hvað átt sé við með „virku markaðs- kerfi“. En það gerir hann örugglega, þótt svo virðist sem hann sé ekki alls kostar sáttur við, hvernig það fér með fólk. Einn hinna eitilhörðustu í brezka íhalds- flokknum, Norman Tebbit, hefur sagt, að prinsinn af Wales „gangi of langt“ í afskipt- um sínum, og svo bætti hann við, að það gerði hann sennilega, af því að hann væri leiður og vonsvikinn, „vegna þess að hann hefði eiginlega ekkert starf“. Ef Karl gerð- ist talsmaður sósíalískra lausna, „þá myndi það fara að verða alvarlegt", sagði Tebbit. Verkamannaflokkurinn í stjórnarand- stöðu er auðvitað alltaf að leita að lurk til að lemja ríkisstjórnina með í hausinn. Og sjái menn bara, hversu gott áhald þeir hafa fundið nú! Sjálfan hinn konunglega veldis- sprota. Ríkisarfanum er lýst af hrifningu sem einlægum og skilningsríkum sósíalista í herför gegn hinum harða kapítalisma frú Thatchers. Og það er dálítið undarlegt, þegar fyrr- verandi... leiðtogi . Verkamannaflokksins, Michael Foot, sem sannarlega er enginn konungssinni, ræðst fram og ver prinsinn af Wales með fögrum orðum og allt að því skáldlegum gegn hægri manninum Tebbit. Skyldi prinsinn fínna hlutverk handa sjálfum sér, verkefni, sem nokkurn veginn getur fullnægt samvizkusömum og skyldu- ræknum manni, sem orðinn er fertugur? Varla. Kannski ber hann bara höfðinu við steininn — konunglegur Don Quijote. Eina augljósa hlutverk hans er að vera tákn og skraut, inna af hendi verkefni við hátíðleg tækifæri. Hann er ekki ánægður með það. Tímaskekkja vill hann ekki vera. En hvað á hann þá að vera? Hann er hreint og beint of miklum hæfi- leikum búinn fyrir það líf, sem undarleg örlög hafa fært honum. Ef hann hefði verið léttlyndur slóði eins og báðir næstu fyrir- rennarar hans, hefði hann orðið vinsælli. Þegar konungborið fólk á í hlut, þá ann almenningur dyggðinni, en kýs fremur ódyggðina. En ákafi Karls og viðkvæmni vekur ugg. Það er grunnt á beiskjunni. Hann er sagð- ur raunamæddur á köflum. Honum finnst auðmýkjandi að vera stöðugt undir eftirliti bæði frá Buckingham höll og Downing Street 10, og þaðan fær hann lexíur eins og átta ára krakki. Og fjölmiðlar skýra ekki í alvöru frá því, sem hann er að leitast við að koma til leiðar, heldur halda sig einvörð- ungu við hégóma og léttúð. Þegar prinsinn af Wales ræðir af eldmóði, viti og þekkingu um umhverfismengun, láta blöðin sér nægja að hafa það í fyrirsögnum, að hann hafi bannað konu sinni að nota úðunarbrúsa. — Eiginlega þarf ég ekki að .gera nokk- urn skapaðan hlut, sagði hann eitt sinn í útvarpsviðtali og virtist miður sín. Ef ég gerði ekki neitt, þá yrðu engin vandræði, segir hann. Af hveiju á maður að leggja sig fram? Þegar maður síðan er bara misskilinn og gert gys að manni. Og sunnudagsblöðin halda áfram að klifa á einkalífi hans, hjónabandi og ferðum, þeg- ar hann fer einn til eyðieyja. Eða þegar hann heldur til Ítalíu, þar sem hann á að vera alvarlega ástfanginn af einhverri greif- ynju, sem ýmist heitir Gucci eða Pucci. Fyrir skömmu var ljómi yfir Karli og Díönu hans, hinni fögru. Brúðkaupið fyrir sjö árum. Hann var 33 ára, en hún nýorðin tvítug, heillandi, ómót- stæðileg og sakleysið skein úr augum henn- Með Juan Carlos, Spánarkonungi, sem er ábyrgur nútímamaður eins og Karl og þykir hafa farið vel með konungstign sína. Karl prins með sonum sínum, WiIIiam og Harry. Hjónabandið og fjölskyldulíf- ið hefur ekki alltaf verið dans á rósum. sínar fullar af blómum. St. Páls kirkjan, hvelfingarnar, hljómlistin, feiti konungurinn af Tonga á sérsmíðuðum stól og drottning- armóðirin með fjaðraskúfa. Og svo kom William. Og síðan Harry. Allt eins og það gat bezt verið, þangað til Tina nokkur Brown, sem ekki er góð kona, skrifaði greinina í bandaríska tímarit- ið Vanity Fair fyrir tveim árum eða svo. Hún staðhæfði, að Karl og Díana ættu ekk- ert sameiginlegt. Díana sé tóm í kollinum og allt of ung og ómenntuð fyrir hann, sem sé háskólamenntaður og hvað eina, og hún hlusti bara á poppmúsík, meðan hann njóti sígildrar tónlistar. Tina Brown sagði einnig, að hún sinnti börnunum ekki mikið og að hið eina, sem hún hefði verulegan áhuga á, væri eigið útlit. Að kaupa föt. Hún væri með kaupsýki. Þannig varð unga prinsessan að nýrri Jackie Onassis. Þetta gekk svo langt, að þau hjónin komu frám í sjónvarpi til að sýna, hve vel færi á með þeim. Díana var eins og skógarsóley í golu, hún bar höfuðið hátt, augun safírblá og augnhvítan svo undarlega snjóhvít. Karl sat eins og vanalega og sneri hring á fingri sér og strauk vísifingri hálfvandræðalega niður með nefinu á sér. Díana, prinsessa af Wales, hefur orðið helzta fjölmiðlastjarna níunda áratugarins. Hún hefur endurvakið hugtakið „glamour“ (töfraljómi), og hún hefur bæði lotið tízkunni og stjórnað henni. Eftir að hún fór að vefja perlufestum þétt um háls sér, hefur verð á perlum hækkað um heim allan. Hún sækist eftir sams konar glysi og skrauti og hofróður og tildurrófur hafa löng- um gert. Og hún hefur bara orðið enn dáð- ari og vinsælli, eftir að geislabaugur hennar hallaðist svolítið á ská. Geislabaugar fara miklu betur þannig. Ef Karl hefðr haft ákafa löngun til að sýna sig og vekja hrifningu, væri hann von- svikinn núna. Kona hans skyggir á hann, og honum ofbýður, segir hann sjálfur, æs- ingurinn í kringutmþau sem „poppstjömur". En korni hann eihsamáll, þá drífur ekki að hinn mikla mannfiölda. þá verður enginn sjúklegur grátur, engin yfirlið af æsingi, ekki þessi æðislega stjörnudyrkun. Hún beinist bara að Díönu. Og þarna stendur hann svo undarlega einmana og óþægilega alvarlegur. Sv. Ásg. þýddi úr „Mánádsjournalen". Höfundur er tveggja barna móðir í Reykjavík. MARÍA FRIÐJÓNSDÓTTIR Vorið Ég stari út um gluggann ég sé ekki neitt nema gangandi ljósastaura og regnblautar gangbrautir. Ljósin á staurunum gráta þau gráta eftir birtu en birtan er ekki til hún kemur á morgun. Ég horfi og stari. í þokunni ríkir friður. Augu mín gráta þau bíða eftir vorinu. Höfundur er í söngnámi. SIGRÚN GUÐMUNDSDÓTTIR Morgunn Þú vaknar gengur út að glugga hyggst bjóða Esjunni góðan daginn en Esjan er ekki til viðtals hulin þokumóðu. Þú færð þér morgunkaffi fjandsamlegur svipur færist yfir kaffibollann sem muldrar eingöngu ónot sem þér finnst þú ekki eiga skilið. Þú ferð í vinnuna fínnur hvernig dagsbirtan hafnar þér með viðmóti sínu. Og hann Hann hafnar þér Þú ert auðvitað fegin að vera laus úr þessu sambandi Hvað hann gat verið óáreiðanlegur og orð hans marklaus. en þú saknar hans samt... Höfundur er píanókennari. LE5BÓK MORGUNBLAÐSINS 30. JLJNÍ 1990 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.