Lesbók Morgunblaðsins - 01.09.1990, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 01.09.1990, Blaðsíða 2
► Nöfn Árnesinga 1703-1845 MELKJÖR OGLALÍA Felix er komið úr latínu, óbreytt lýsingarorð sem merkir farsæll, giftudrjúg- ur, fijósamur. Á íslandi eru dæmi þessa nafns þeg- ar á 15. öld og í Noregi frá 16. Að minnsta kosti þrír Felixar eru í hópi dýrl- inga, þeirra á meðal Felix páfí I. Messudag- ur hans er 30. maí. Tveir Feiixar voru á íslandi 1703, í Ámes- sýslu og Gullbringu- og Kjós. Á 18. og 19. öld fjölgaði þeim nokkuð, en urðu þó aldrei margir. Árið 1801 voru þeir sjö, þar af fjór- ir Ámesingar. Síðan varð nafnið tíðast í Rangárvallasýslu. Eftir GÍSLA JÓNSSON 2. HLUTI í þjóðskrá 1982 heita 14 menn Felix einu nafni eða aðalnafni. Vandi í beygingu er nokkur. Eigum við að segja frá Felixi og til Felixar, eða eigum við að hafa þetta eins í öllum föllum? Eg veit það ekki. Hitt veit ég að latnesku beyginguna gengur ekki að nota (felix-felicem-felici-felicis). Gabríel er úr hebresku, nafn eins hinna frægu höfuðengla. Hinir vom Mikael, Raf- ael og Uriel. í Lilju (27) segir frá Gabríel engli að hann var mjög skrautlegur, er hann fór með fræga boðun til Maríu meyjar: Leið, sigrandi páfugls prýði, pentað innan firmamentum, Gábríél sem geisli sólar gleðilegr í Ioft in neðri. Sendiboði kom sjöfalds anda, svo er greinanda, að husi einu. Sannr meydómur sat þar inni, sjálft hreinlífið, geimsteinn vífa. Þarna sagði líka að festingin (firmament- um) væri máluð (pentuð) innan. Nafnið Gabríel á að fela í sér að guð sé máttugur, og þá sá sem hans maður er, „hetja guðs“. Árið 1703 hétu tveir íslendingar þessu nafni, annar í Ámessýslu og hinn í Skafta- fellssýslu. Á 19. öld lifði nafnið naumlega af. I aðalmanntaii hafa flestir orðið 1910, sex. Nafnið er afar fáheyrt nú, en þó var einn íslenskur sveinn skírður Gabríel 1985. Gamli var talsvert nafn á Norðurlöndum fyrrmeir, trúlega viðurnefni í upphafí. Fyrst- ur, svo vitað sé, var Gamli sonur Eiríks blóðöxar Haraldssonar hárfagra. Á 12. öld var á íslandi ágætt skáld með þessu nafni, kanoki í Þykkvabæ í Álftaveri. Tveir menn í Sturlungu heita Gamli, en 1703 vom þeir fímm, einn þeirra í Árnessýslu, og þar lifði nafnið lengst. Árið 1801 var einn eftir: Gamli Greipsson, 73 ára, Amarholti í Út- hlíðarsókn. Iðulega var nafnið Gamli notað sem gælu- nafn af Gamalíel, eftir að það nafn var tek- ið hér upp, í síðasta lagi á 17. öld. Gísli var lengi miklu algengara nafn í Árnessýslu en víðast annarstaðar, sjá skrár. Um uppmna og merkingu þessa gamla norr- æna nafns, sem einnig er til endingarlaust, hefur margt verið ritað og mistrúlegt. Þetta er skylt orðum eins og geir = spjót og geisli, svo og öðmm orðum í skyldum málum sem tákna eitthvað svipað í laginu. Af sam- anburði við lík nöfn, einkum í þýsku, er svo að sjá að frummerkingin væri helst „bog- maður, örvarskytta, spjótliði". Eitthvað er það í tengslum við hermennsku. En kenning- unni um „tryggingarfangann" er nú fremur hafnað. Nafnið Gísli hefur sjálfsagt haft skaplega merkingu, svo algengt sem það var. í Landnámu heita sjö menn þessu nafni og tveir Gísl, í Sturlungu fimm og tveir. I manntalinu 1703 er endingarlausa gerðin horfín, en 419 heita Gísli, sjá fyrr. Nafnið er þá langalgengast í Ámes- og Rangár- vallasýshim. Það komst svo í fjórða sæti karla í Ámessýslu, bæði 1845 og 55. Árið 1910 hét 751 íslendingur Gísli (nr. 11, 1,8%). Af þeim voru 114 fæddirÁrnesingar. Nú hefur allmjög dregið úr vinsældum þessa nafns. Það er t.d. komið ofan í 30. sæti í árgöngunum 1960 og 76. Ekki hefur það hækkað síðan, enda eru einlægt að berast fréttir um það utan úr heimi, að menn hafí verið að „taka gísla“. Gu/mhvatur=„bardagaglaður“, er gamalt nafn. Brandur Gunnhvatsson er nefndur í ættartölu í Sturlungu. Annars kemur nafnið aðeins fýrir að fomu í norskum heimildum, segir Lind. Einn íslendingur hét þessu nafni 1703, Gunnhvatur Þorkelsson, níu ára bóndasonur á Sólheimum í Hmnamannahreppi. Þetta hressilega nafn sé ég svo ekki framar. Hallkatla samsvarar karlheitinu Hallkell og HallketiII. Hallur er steinn, en 'ketill í mannanöfnum kannski sama sem hjálmur. Kvenmannsnafnið Hallkatla er fornt, en var sjaldgæft bæði í Noregi og á íslandi. Kunnust er Hallkatla Þiðrandadóttir hús- freyja í Krossavík. Þetta er einstaklega myndarleg samsetning, og hvorki Deisí né Dollí. Aðeins ein íslensk kona hét Hallkatla 1703, í Árnessýslu, en eftir það fínn ég engin dæmi. Hallvör „hin sterka vemdarvættur", var svolítið algengara og entist betur. Árið 1703 vom sex, þar af tvær í Árnessýslu. Talan var svipuð aila 19. öldina en nafnið er horf- ið 1910 og virðist ekki hafa verið endurnýj- að. Mig grunar að ýmsir hafí misskilið þetta nafn og önnur þvílík. Menn fóm að setja fyrri hlutann í samband við sögnina að hall- ast, en í síðari hlutanum hafa sjálfsagt ýmsir skynjað líkamshlutann vör. Geiflaður munnur var svo sem ekki fýsilegur. Ýmis góð nöfn þarf að skýra, svo að þau týnist ekki og annað verra komi í staðinn. Hólmgerður virðist ekki vera fom sam- setning, fínnst a.m.k. ekki í heimildum fyrr en í manntalinu 1703. Þá bar ein íslensk kona nafn þetta, Hólmgerður Steinmóðs- dóttir, 41 árs, húsfreyja í Árbæjarhjáleigu í Ölfusi. Og enn vom það Ámesingar einir sem héldu tryggð við þetta fágæta nafn árið 1801. Þá var Hólmgerður Jónsdóttir, 74 ára, á Úlfljótsvatni og átti ekki nöfnu. Síðan fínn ég ekkert dæmi þessa myndar- lega nafns. Ef við reynum að fá heildarmerkingu út úr samsetningunni Hólmgerður, þá mætti það vera „sú vemdarvættur sem ekki hopar af hólmi“. Hólmfastur hefur svipaða merkingu í hópi karla. Ekki flýr hann. Þetta nafn kem- ur fyrir í fomum norskum heimildum, en á íslandi fyrst um 1500. Þá er nefndur Valdi Hólmfastsson í dómskjali; var eitthvað brell- inn. Nafnið Hólmfastur var helst í Árnessýslu og Gullbringu- og Kjós., þá sjaldan menn vom nefndir þvi. Tveir vom 1703, sinn í hvorri sýslunni. Nafnið rétt hjarði fram eft- ir 19. öld, en nú er það löngu horfíð af lif- andi mönnum, sýnist mér. Kunnastur þeirra, er nafnið bám, er líklega Hólmfastur Guð- mundsson hjáleigubóndi á Bmnnastöðum á Vatnsleysuströnd, sá er kaghýddur var við staur á 17. öld fyrir lítilfjörlegt neyðarbrot á reglum um verslunareinokun. Hann var 56 ára, húsmaður í Innri-Njarðvík, árið 1703. Hróbjartur hefur glæsilega merkingu: „hróðrarbjartur" eða sá sem nýtur.frægðar- ljóma. Við höfum svo sem líka tekið upp útlendu gerðina Robert. Eins og vera ber, var Hróbjartur rímna- hetja og nafnið hreint ekki svo sjaldgæft í gamla daga, 13 til dæmis á íslandi 1703, þar af sex í Ámessýslu. Nafnið hélst lang- best á 19. öld í Ámes- og Rangárvallasýsl- um. Árið 1910 vom enn 13, og allir nema einn fæddir sunnan-_ og suðvestanlands. Enn bera nokkir íslendingar þetta nafn, en ekki er það í miklum metum síðustu áratugi. Kannski misskilja einhverjir fyrri hlutann. ísólfur er gamalt norrænt nafn og til var að ísólfur væri kenning fyrir bjarndýr: „úlf- urinn á ísnum“. Mannsnafn þetta var haft bæði í Noregi og þó oftar á íslandi. Árið 1703 vom tíu, þar af þrír í hvorri, Ámes- og Rangárvallasýslu. Síðan varðveittu Ár- nesingar þetta nafn einir um langa hríð. Árið 1801 vom tveir, báðir Ámesingar, og 1845 aðeins einn: Isólfur Grímsson, 29 ára, á Bóli í Torfastaðasókn. —. Nafnið hefur alla tíð verið fremur fátítt, en kunnastur er ísólfur Pálsson^organisti, fæddur 1871. íunn er dálítið dularfullt nafn. Ekki hef ég um það fom dæmi, en fjórar eru taldar heita svo (eða Iunrí) 1703, tvær í hvorri sýslu, Ámes- og Gullbringu- og Kjós. Orð- myndin, sem hér er sett í sviga, bendir tii þess að þetta sé ef til vill, eins og Hermann Pálsson lét sér detta í hug, „afbrigði af nafni Iðunnar", og em þó framburðarbreyt- ingarnar Iðunn>Iunn>íunn ekki neitt upp- lagðar. En ég fæ ekki betra boðið. Iunn, eins og próf. Bjöm Magnússon bókar þetta, var alveg bundið við tvær fyrr- nefndar sýslpr. íunnir vom þq'ár 1801 og tvær 1845. í skrá Sigurðar Hansens 1855 er engin, en hann kynni að hafa breytt þessu í Iðunn. Hvað um það. Nafnið sé ég ekki framar. En hvað merkir þá gyðjuheitið Iðunn? Ætli það sé ekki sú sem endumýjar eða heldur síungu? Það var hlutverk hennar í Gylfaginningu, sbr. orð eins og iða, IðavöII- ur, iðgrænn, iðulejga. Lalía.var ein á Islandi 1703, Lalía Eiríks- dóttir, sex ára, í Haga í Gnúpveijahreppi. Foreldrar hennar hétu alíslenskum nöfnum. Nafnið er hugsanlega stytting úr Evlalía= fagurtalandi, „góðmælt". Lalía er eiginlega „sú sem talar"; í grísku laleo, sögn í þeirri merkingu. Ekki sé ég nein merki þess að Lalía í Haga ætti nöfnu, hvorki fyrr né síðar. Melkjör er ofurlítið íslenskuð gerð af Melchior, en svo hét einn hinna þriggja „Austurvegsvitringa" eða konunga sem færðu Jesúbarninu gjafír, gull, reykelsi og myrru. Nafnið er úr hebresku og merkir „konungur ljóssins" eða „konungurinn (guð) er ljós“. Nafn þetta höfðu Danir tekið upp á 15. öld, en ekki hef ég eldri dæmi þess hér á landi en frá 1703. Þá var einn: Mel- kjör Eiríksson, 34 ára, á Vatnsleysu í Bisk- upstungum. Allur gangur var síðan á stafsetningu nafnsins, þá sjaldan það kom fyrir á 18. og 19. öld, en 1801 vom þrír og 1855 tveir. Allir vom þeir sunnan- eða suðvestan- lands. Árið 1910 var einn Melkjör eftir, fæddur í Mýrasýslu. Og síðan víst ekki sög- una meir. Óshildur var nafn þriggja sunnlenskra kvenna 1703, ein í Vestmannaeyjum, ein í Rangárvallasýslu og ein í Ámessýslu. Þetta er tvímynd við Áshildur. Orðið ás(s) gat tekið u-hljóðvarpi og breyst í ós,_ sbr. og Ásmundur-Ósmundur (Osmond), Ásvaldur- Ósvaldur o.s.frv. Engin íslensk kona hét Áshildur 1703, ep Árnesingar varðveittu hins vegar gerðina Óshildur alla 18. öldina. Á fyrri hluta hinn- ar 19. týnist það. Áshildur kemur svo ekki til skjalanna á ný fyrr en á okkar öld; hafði reyndar verið sárasjaldgæft hérlendis til foma, en fremur tíðkað í Noregi. Óttar(r) er fomt norrænt nafn= „ótta- legur hermaður" (< *ÓhtahaijaR fremur en *OhtagaiRaR) Nafnið var ekki algengt. í Sturlungu bregður fyrir einum, í manntalinu 1703 vom þrír, einn þeirra Árnesingur. Þar í sýslu varðveittist nafnið á 18. öld; var einn eftir 1801: Óttar Vigfússon, 54 ára, Odd- geirshólum í Hraungerðishreppi. Með hon- um_ sýnist nafnið deyja út um sinn. Árið 1910 hefur það verið endumýjað. Hét þá einn íslendingur aftur Óttar, fæddur í Ámessýslu. En á þessari öld tók landið að rísa nokkuð. Árin 1921-50 var 51 sveinn þessu nafni nefndur, og í þjóðskrá 1982 heita svo 78 einu eða aðalnafni. Það er vel lifandi síðustu áratugi, oftast 5-10 í árgangi. Ragnfríðurer ekki fínnanlegt nafn í mjög fomum heimildum, eða ekki fyrr en á 12. öld. Goðin vom nefnd regin (ef. ragna), og Ragnfríður er líklega „sú sem goðin elska (fijá)“. Nafn þetta mun hafa verið algeng- ara í Noregi en á íslandi, en afbakaðist þar snemma. Koma fyrir gerðirnar Ragnríð(ur), Rangríð(ur) og loks Randíð(ur). Ein Ragnfríður er nefnd í Sturlungu, og 1703 em hér á landi fímm, þijár þeirra í Árnessýslu. Á 18. öldinni hnignaði nafninu til muna, og 1801 er aðeins ein íslensk kona svo nefnd: Ragnfríður Jónsdóttir, 66 ára, á Nautabúi í Skagaíjarðarsýslu. Eitt dæmi fínn ég síðar, á 20. öld. Þegar kemur að breyttu gerðinni, er hér ýmist haft Randíður eða Randíð. Randíður Bjamadóttir Ólasonar frá Hvassafelli í Eyja- fírði er kunn af skjölum frá 15. öld. Árið 1703 em fjórar þingeyskar konur taldar heita Randfð, en 11 á landinu öllu eru skráð- ar Randíður, þar af sex í Ámessýslu. Árið 1801 telur próf. Björn Magnússon að sjö konur hafí heitið þessu nafni, en mér teljast þær fímm, en þá koma til viðbótar tvær sem ég hef séð bókaðar Randheiður. Erfítt er að henda fullkomnar reiður á þessu, sbr. Randíð, svo og Randeiður og Randfríður sem einnig bregður fyrir. Skíði er fornt nafn, en óvíst hversu það er hugsað. Þetta gæti verið viðumefni á góðum skíðamanni, þama gæti verið fugls- heitið skíði, en ekki síst er þetta „sá sem klýfur" = hermaður. Skíð hefur fmmmerk- inguna „klofínn viður“, skylt skilja (að) og þýsku scheiden = kljúfa. Skíði var fremur notað á íslandi en í Noregi, en fárra einna er getið í Land- námu, Sturlungu og fleiri gömlum bókum. Þá var Skíði aðalpersóna í frægri rímu frá 15. öld. Framhald í næstu lesbók. Höfundur er frv. menntaskólakennari á Akur- eyri. 2

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.