Lesbók Morgunblaðsins - 01.09.1990, Blaðsíða 7
Þrír steinar úr Bæjargilinu hafa orðið efniviður í Guðmund skáld
Böðvarsson á Kirkjubóli, Jónas skáld Hallgrímsson og neðst er svip-
mikill bóndi úr nágrenninu.
Bæjargilið - ogbeintniðurafþví séstHúsa-
fell, en Hvítársíðan í baksýn. Hér er náma
af fjölbreyttu gijóti.
Hann er sívotur í framan, kallgreyið, enda
úti í læknum.
Þessi virðulegi prófíll mætir göngumanni
á leið inn í Bæjargilið.
Þessi hefur augu sín til stjarnanna, þótt
jarðbundinn sé.
axlir eins og Guðmundur faðir hans gerði.
Guðmundur var sonur Páls á Hjálmstöðum
í Laugardal, þess landskunna hagyrðings,
en kvæntist heimasætunni á Húsafelli,
Ástríði Þorsteinsdóttur, og bjó þar unz hann
féll frá fyrir aldur fram.
Pál á Hjálmstöðum þekkti ég á mínum
æskuárum og sýnist, að Páll á Húsafelli
hafi erft listamannseðli afa síns, sem hann
heitir eftir. En Páll á líka annan forföður,
sem afrekaði það að skrifa fyrstur manna
leikrit á íslandi, en var þó frægari fyrir
galdrakunnáttu og krafta: Séra Snorri á
Húsafelli. Segja má að hann se nú mun
nákomnari landsmönnum eftir frábærlega
skemmtilega ævisögu, sem Þórunn Valde-
marsdóttur skrifaði og út kom í fyrra. Kápu-
myndin á henni er höggmynd Páls á Húsa-
felli af þessum forföður sínum; hún er högg-
vin í mislitan, ljósan stein og stendur nærri
Húsafellsbænum. Þar eru líka leyfar af
kvíum frá dögum Snorra og átti hann að
hafa fyrirkomið sendingum vestan úr Að-
alvík í kvíunum. Páll hefur höggvið ámátleg-
ar ásjónur nokkurra drauga í steina og nú
stara þeir til himins frá þeim stað, sem
þeim var sökkt.
. Vinnuaðstaða Páls í Húsafellsbænum er
afar þröng og mér skildist að hann hefði
tamið sér að lifa af litlu, enda löngum óviss-
ar tekjur af höggmyndalist, langtímum sam-
an eru þær kannski engar. Þá er gott að
geta fundið sér haganlegan stein, úrvals
efnivið sem ekkert kostar. Nóg er af þeim
í Bæjargilinu, sem við blasir beint ofan við
Húsafellsbæinn; óendanleg náma raunar.
Ekki nóg með það, heldur eru þeir í ýmsum
litum, sumir harðir, aðrir í ætt við tálgustein.
Gilið er orðið hvorttveggja í senn, vinnu-
stofa Páls og listasafn, því hann skilur eftir
á sínum stað það sem hann mótar í gilinu.
Þegar ég gekk þangað uppeftir með honum,
lá leiðin fyrst framhjá kirkjunni, sem Ás-
grímur málari teiknaði og nú hefur Páll
málað í hana altaristöflu. Litlu ofar gengum
við framhjá hinum fornu kvíum, þar sem
kvíahellan fræga liggur í grasinu; erfíðust
vegna þess, að hvergi er tak á henni að
fínna. Samt tók Páll hana léttilega upp á
maga og gekk með hana nokkra metra.
Uppi í gili er hann í sífelldum átökum
við gijót; þaðan hefur hann æfínguna. Þang-
að gengur hann löngum einsamall með ham-
ar sinn og meitil - og þó, hundurinn vill
gjarnan koma með. Stundum ræðst Páll á
jarðföst björg, sér í þeim mynd, sem hann
vill skerpa, eða sezt með hnullung á kné
sér og byijar að höggva. Þarna ríkir kyrrð-
in, aðeins heyrist í læknum þar sem hann
seitlar stein af steini, svo og kvak fugla. í
öðru gili, innar, gripur Páll í að höggva
miklu stærri myndir.
Annað veifíð hefur Páll verið með verk á
samsýningum í Reykjavík og snemma sl.
vor hélt hann einkasýningu í listhúsinu
Nýhöfn. í málverkinu er hann expressjón-
isti og þó það hafí komið heim og saman
við ríkjandi tízku á síðasta áratugi, er fjarri
lagi að Páll sé undir sjáanlegum áhrifum
að utan. Mannamyndir standa honum hjarta
nærri og hann gerir afbragðs portret, hvort
sem hann klappar þær í stein eða málar á
léreft. Portretsafn Páls er nú þegar orðið
umfangsmikið og sést brot af því hér. Stund-
um málar hann myndir af kollegum sínum,
sem hann þekkir. Svein Björnsson hefur
hann meitlað í stein og málað þá Agúst
Petersen í vinnustofu sinni og Veturliða
Gunnarsson með svarta skinnhúfu að mála
úti við í Húsafelli - og Strúturinn í baksýn.
Kannski eru þó beztar myndir hans af bænd-
um úr héraðinu, þar á meðal ein af Svein-
birni allsherjargoða á Draghálsi.
GÍSLI SIGURÐSSON
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 1. SEPTEMBER 1990 7