Lesbók Morgunblaðsins - 01.09.1990, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 01.09.1990, Blaðsíða 12
B I L A R Fiat Tempra - nýr og meðalstór bíll sem væntanlegur er hingað í nóvember. ítalska verslunarfélagið leggur í fyrstunni áherslu á Fiat Uno. Fiat Tempra vænt- anlegur í nóvember ítalska verslunarfélagið hf. heitir fyrirtækið sem tók fyrir nokkru við innflutningi og sölu á bílum frá Fiat. Síðustu misserin hafa selst mjög fáir Fiat bílar og er hlut- deild þeirra í íslenskum bílamarkaði aðeins 0.5% mánuðina janúar til júlíloka. Guð- mundur Örn Jóhannsson framkvæmdastjóri ítalska verslunarfélagsins sem hefur aðsetur í Skeifunni 17 í Reykjavík segir að nú sé salan að fara í gang af fullum krafti og verður í fyrstunni Iögð áhersla á Fiat Uno en bráðlega kemur á markað hinn nýi Fiat Tempra sem er meðalstór Ífólksbíll og Guðmundur telur eiga fullt erindi á markað hér. Fiat Tempra er tiltölulega nýverið kominn á markað en þetta er fram- drifinn fimm manna bíll sem kost- ar hingað kominn um eina milljón króna. Hann verður fáanlegur með nokkrum vélar- stærðum eða 1400 til 1900 rúmsentimetra og frá 78 til 110 hestafla. Hann er 4,35 m langur, 1,70 m breiður og 1,78 m hár. Þyngdin er milli 1000 og 1100 kg eftir gerðum og hröðun úr kyrrstöðu í 100 km hraða tekur 10 til 19 sekúndur. Bensíneyðsl- an er sögð vera 9 til 10 lítrar í borgarumferð. Gott verð Guðmundur Örn Jóhannsson segir að Fiat Tempra keppi við bíla í sama stærðarfiokki af hvaða tegund sem er og nefnir Audi 80, Citroen BX, Volvo 440, Ford Sierra, Opel Vectra, Peugeot 405 og fleiri og segir að verðið muni koma á óvart - það verði lítið yfír eina milljón. Segist hann binda miklar vonir við að Tempra nái góðri stöðu á mark- aði hér en hann er væntanlegur í október. Fiat Uno er áfram í boði hjá ítalska versl- unarfélaginu en hann hefur tekið nokkrum breytingum á sex ára ferli sínum. Til eru í dag gerðirnar Uno 45 og 45 Super sem allir eru 45 hestafla en með 900 eða 1000 rúmsentimetra vél, þrennra eða fímm dyra. Verðið er 583 til 639 þúsund krónur að viðbættri ryðvörn og skráningu. í næsta mánuði er væntanlegur Uno 60 Super sem er með 57 hestafla og 1100 rúms- entimetra vél og mun hann kosta yfír 660 þúsund krónur. bæði að framan og aftan. Breyttur Uno Fiat Uno er í aðalatriðum eins að allri byggingu, þetta er nokkuð stór bíll að innan þótt lítill sé. Framendinn er breyttur, orðinn straumlínulagaðri og ný afturhurð gefur bílnum einnig nýjan svip og hún opnast betur en var á eldri gerð. Mælaborðið er Nýtt mælaborð er í Uno og klæðningar í hurðum, hliðum og gólfi eru nú orðn- ar betri en var sem gefur betri hljóðein- angrun. einnig breytt, það er steypt í heilu lagi og fest með gúmmífóðringum, endurbættar hafa verið klæðningar í hurðum og hliðum og gólfið er nú betur hljóðeinangrað. Þetta gerir bílinn hljóðlátari í akstri og enn má nefna að allt stál sem kemst í snertingu við raka og loft er nú galvaniserað sem á að gefa betri ryðvörn. Af öðrum gerðum frá Fiat sem ítalska verslunarfélagið býður má að lokum nefna að til eru nokkrir útsölubílar a árgerðunum 1988 og 1989, Ritmo og Tipo. Kosta þeir á bilinu 450 til 750 þúsund krónur. jt Ford veðjar á nýjan Escort Bílaframleiðendur hafa siðustu misserin gert ýmsar ráðstafanir til að styrkja stöðu sína á Evrópumarkaði og gildir það um evrópska framleiðendur jafnt sem aðra. Um leið og japanski bílaiðnaðurinn byggir upp verksmiðjur sínar í hinum ýmsu löndum Evrópu leitast evrópsku framleiðendurnir við að hasla sér þannig völl að þeir geti sýnt Japönum i tvo heimana í þessum efnum. Eitt síðasta dæmið um þetta eru nýju gerðirnar af Escort og Orion frá Evrópudeild Ford en hönnun þeirra og markaðssetning kostaði verksmiðjurnar kringum 100 milljarða punda. Hafa verk- smiðjurnar aldrei áður varið svo miklu fé í þessu skyni. Nýr Escort frá Ford er væntanlegur hingað til lands í nóvember. að gefur auga leið að bílaverksmiðj- umar hafa ekki ráð á mistökum við hönnun og markaðssetningu þegar þessar upphæðir eru annars vegar. Þær geta hins vegar ekki heldur setið með hendur í skauti og horft upp á japanska framleiðendur taka af sér markaðinn smám saman. Þess vegna verður að leggja höfuðið í bleyti til að hanna og smíða vandaða bíla og útvega nægt fjármagn. Aðeins þannig geta þeir staðið í Japönum sem nú sækja af enn auknum þunga á Evrópumarkað þegar hann opnast. Evrópudeild Ford verksmiðjanna veðjar á þessa bíla af millistærð og telur að þar séu bestir möguleikar á góðri sölu en þar er líka gríðarleg samkeppni. Aldrei áður hafa Ford verksmiðjurnar varið svo miklu fjármagni í nýja framleiðslu. Undirbúningurinn hefur staðið í fímm ár og þátt í honum tóku 2.500 hönnuðir og verkfræðingar í Bretlandi og Þýskalandi. Escort og Orion hafa verið mest seldu bílarnir frá Ford í Evrópu og ekki síst í Bretlandi. Heildarsala bíla í þess- um stærðarflokki í Evrópu er um fjórar milljónir bíla á ári og hafa þessar gerðir náð þar góðri hlutdeild. Nýju Escort og Orion verða strax fáanleg- ir með ýmsu sniði og má þar fínna stall- bak, hlaðbak og langbak. Framleiðslugetan er 650 þúsund bílar á ári í þremur verk- smiðjum í Bretlandi, Þýskalandi og á Spáni. Byggð var ný verksmiðja í Bretlandi og hefur þar verið reynt að taka mið af Japön- um, að auka afköstin með tæknivæðingu og fækka starfsmönnum. En Ford keppir ekki aðeins við Japani á þessum markaði. Golf og Jetta frá Volks- wagen hafa lengst af verið mest seldu bílarnir í þessum stærðarflokki í Evrópu og Opel Kadett og Vauxhall Astra siglt í kjöl- farið. Ford bílarnir hafa verið í þriðja sæti. Bæði Volkswagen og GM koma líklega með nýjar gerðir á næsta ári og frá Citroen er búist við nýrri gerð sem fellur mitt á milli AX og BX gerðanna. JT.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.