Lesbók Morgunblaðsins - 01.09.1990, Síða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 01.09.1990, Síða 5
Karl 12. Svíakonungur var aðeins 18 ára, þegar hann réðst gegn nágrönnum sínum, Dönum, en höfuðandstæðingur hans var Pétur mikli Rússakeisari. Svo fór, að Eystrasalts- veldi Svía féll í hendur Rússum, en til að bæta sér það upp, tók Karl Noreg frá Dönum. Pétur mikli, Rússakeisari, einn frægasti þjóðhöfðingi 18. aldarinnar. ið hafði verið milli bols og höfuðs á sænska hernum sem ráðist hafði inn í Noreg. Enda þótt Danakonungur og Rússakeis- ari hefðu háð langvinna styrjöld við sameig- inlegan óvin var grunnt á viðsjár og hags- munaárekstra þeirra í milli. Tengdasonur Péturs mikla var Karl Friðrik hertogi af Gottorp. Hann hafði án árangurs leitað eft- ir að verða konungur í Danaveldi og fá eign- ir ættarinar í Slésvík í hendur sínar á ný. Hann var náfrændi Karls XII. og hafði að- setur í Svíþjóð. Friðrik IV. hafði tryggt sér yfirráð yfir Gottorp með því að innlima það í Slésvík með friðarsamningunum eftir 1720. í huga Karls Friðriks brann heift og hefndarhugur. Af Juel er það hins vegar að segja að hann bjóst á ný til ferðar á konungsfund í upphafi árs 1720 ásamt eig- inkonu og syni. Hann skrifaði konungi bréf næstum því með grátstafinn í kverkunum þar sem hann ýmist hótaði eða grátbað hann um að sjá til þess að hann þyrfti ekki að hrekjast úr landi og leita sér viðurværis í öðrum þjóðlöndum og endaði með því að biðja konung að senda sig til Finnmerkur til að stuðla að gæfu þeirra og gengi sem þar eyddu aldri sínum. Konungur sneri baki við honum og auk þeirra vonbrigða andað- ist kona Juels um haustið. Páll Juel virðist hafa haft nokkurn þjóðlegan metnað og það kemur hvað skýrast fram í eftirmála við ljóðabók hans, þar sem hann vildi hefja móðurmál sitt til vegs á ný og skipa því á bekk með öðrum þjóðtungum, en þetta minnir um sumt á Eggert Olafsson. Leið ekki á löngu uns ný áform og dag- draumar bæru skáldskap hans og búnaðar- hyggju ofurliði. Frá þeim degi að Juel var í Björgvin hafði hann þekkt til Grænlands- siglinga og fylgst með trúboði Hans Egedes og aflað sér upplýsinga um Grænland. Juel hafði lagt fyrir konung tillögur um að stofna til nýlendu á Grænlandi að nýju þegar hann var í Danmörku árið 1711 og bauðst þá til að kynna sér málið betur. Nú tók hann það upp á ný, sendi konungi nýjar tillögur að stofna til danskrar verslunar á Grænlandi og bauðst til að takast rannsóknarferð á hendur á eigin kostnað og enn var þögnin eina svarið sem hann fékk. Hins vegar var stofnað grænlenskt verslunarfélag í Björg- vin árið 1721 og þar kom þekking Hans Egedes stofnendum til góða. Síðsumars 1722 kynntist Páll Juel sænskum baróni og general-major að nafni Gustaf Wilhelm Coyet. Hann var ævintýramaður á villigöt- um og í nánu vinfengi við vínguðinn. Þeir svarabræður Juel og Coyet áttu það sameig- inlegt að báðir báru þungan hug til danskra stjórnvalda. Coyet gat komið því til leiðar að áform Juels varðandi Grænland var lagt fyrir þá sem fóru með konungsvald í Svíþjóð, en það hlaut engan hljómgrunn. Þá var leit- að á ný mið og það lagt fyrir sendiboða Péturs mikla Rússakeisara í Kaupmanna- höfn. Stórpólitísk Áform Þegar leið að áramótum bættist þriðji maðurinn í sálufélagið. Sá hét Hörling og var sænskur að ætt og majór að tign, en hafði aðsetur i Holtsetalandi og var þegn Karls Friðriks hertoga af Gottrop. Þess er áður getið að Karl Friðrik missti Slésvík í Norðurlandaófriðnum. Hins vegar átti hann í vonum að verða tengdasonur Pétur mikla og vænti þess að geta orðið konungur í Svíþjóð vegna skyldleika við Karl XII. Aform Juels og félaga var að skipta Danmerkurríki með aðstoð Rússakeisara þannig að hann fengi Grænland, ísland og Færeyjar en hertoginn af Gottorp Noreg. Það gaf hugmyndinni býr undir vængi að Juel skynjaði óánægjuna sem ríkti í Noregi með yfirráð Dana. Aframhaldið skyldi verða sameining Noregs og Svíþjóðar og Karl Friðrik verða konungur beggja landanna, Þessi hugmynd féll vel að stefnu Péturs mikla að gera Rússland að flotaveldi og beina sjónum þess í vesturátt. Það var rússn- eski flotinn sem átti að leggja Grænland, ísland og Færeyjar undir veldi Péturs mikla. Þeir svarabræður voru svo hrifnir af hug- myndum sínum og áformum að þeir gættu ekki þagnmælsku sem skyldi ekki síst þegar vínið vermdi sál eins og löngum var raunin með Coyet. Einnig þótti grunsamlegt hvað Hörling var tíður gestur og þaulsætinn í Kaupmannahöfn. Æðsti maður póstmála í Kaupmannahöfn hét Christian Erlund og hafði embættisheit- ið Overpostkontrollör. Hann kunni vel þá vammifirðu íþrótt að opna bréf manna sem um hendur hans fóru og lesa. Hann tók brátt að hnýsast í bréf HÓrlings majórs til Karls Friðriks hertoga og þá kom hið sanna í ljós um áform þeirra svarabræðra. Dönsk stjórnvöld fengu brátt veður af þessu og fólu Erlund að fylgjast með bréfaskiptum þremenninganna við útlönd. Brátt þyngdist straumur uggvænlegra atburða og sjórnvöld létu til skarar skríða. Páli Juel varð ljóst að athyglin beindist að honum í auknum mæli og áður en gerð var húsrannsókn hjá honum 5. febrúar 1723 hafði honum tekist að eyðileggja nokkur þeirra bréfa sem höfðu að geyma nákvæm- ustu upplýsingarnar um ráðagerð þeirra, en honum sást yfir eftirrit af bréfi til Pét- urs mikla Rússakeisara um Grænland og Erlund fann það við húsrannsóknina. Juel bað um að mega sjá skjalið, hrifsaði það til sín og reif þann hluta þess þar sem undir- skrift hans var, stakk honum upp í sig og ætlað að renna honum niður, en Erlund var einnig viðbragðsfljótur og tók hann kverka- taki svo að Juel varð að skyrpa því út úr sér og Erlund hrosaði sigri með undirskrift- ina í höndum. RANNSÓKN, Pyndingar OgAftaka Þar með var Juel handtekinn og sérstök rannsóknarnefnd skipuð þar sem Erlund var einn nefndarmanna. Nú fóru í hönd réttar- höld þar sem öllum pyndingartólum var beitt. Sú aðferð sem notuð var við þessa rannsókn hefir síðan verið talinn smánar- blettur í réttarsögu Danmerkur. Það gerði sitt til að réttarhöldin urðu eins ströng og hægt var að konungur óttaðist að bak við áform Juels og félaga leyndust samtök í Noregi sem hefðu áform um samsæri gegn konungi á pijónunum og yfirráðum hans þar í landi. Juel var dæmdur til dauða 6. mars 1723. Þrátt fyrir dauðadóminn fór fram önnur lota þar sem réttað var á þýsku jafnframt því að leitað var að mögulegum drottinssvikurum eða mönnum sem væru konungi andstæðir. Konungur staðfesti dauðadóminn og bætti því við að aftakan skyldi fara fram sem fýrst. Það var frost- kaldur vetrarmorgunn þegar Juel var leidd- ur til aftökunnar á Nýja torgi. Lögreglu- stjórinn áminnti fangann að segja nú allan sannleikann. Juel kvaðst engu hafa við að bæta og gekk rólegum skrefum upp á af- tökupallinn. Þar afklæddist hann, kraup niður á höggstokkinn og böðullinn vann verk sitt. Mannfjöldanum var sýnt hið af- höggna höfuð og honum tjáð að þetta væri höfuð landráðamannsins. í dauðadóminum er ekki kveðið á að líkið skyldi hlutað sund- ur, en víst má telja að svo hafi verið gert og höfuð sett á stjaka, en líkaminn settur á hjól fyrir utan Vesturport öllum sem hjá fóru til viðvörunar. Örlög félaga Juels urðu þau að Hörling var vísað úr landi og Coyet var dæmdur til dauða, en dómurinn mildaður í ævilangt fangelsi og hlaut hann einn á dag til viður- væris. í fangelsinu minnist hann horfínna gleðistunda þegar hann var gestur í leikhús- inu í Litlu-Grænugötu þar sem leikrit Hol- bergs voru leikin. Nú voru veigar Bakkusar eina huggunin, sem hann neytti ótæpilega til síðasta dags lífs síns. Einhver kynni að spyrja hvort ráðabrugg Juels og félaga hafi ekki dregið dilk á eftir sér. Friðrik konungur IV. var tortrygginn að eðlisfari og gætti þess einkum í samskipt- um við embættismenn og aðalborna. Hann óttaðist að setið væri á svikráðum við sig í Noregi og rannsókn var hrundið af stað gegn ákveðnum mönnum þar í landi sem Juel hafði nafngreint á pínubekknum, en ekkert kom út úr rannsókninni. Hins vegar varð þetta til þess að konungur hvarf frá að taka saman nýja jarðabók í Noregi vegna ótta við uppreisn, en jarðabókin hefði getað orðið grundvöllur nýrra álaga á norsku þjóð- ina. Atburðurinn hafði einnig í för með sér stefnubreytingu í utanríkismálum Dana. Friðrik IV. hallaðist meir en áður að Rússa- keisara og talið er að ótti við að missa Noreg hafi þar gert sitt til. Einhver kynni að spyija hvort íslendingar hafi haft veður af áformi Juels og félaga. Það hafa menn ekki getað merkt. Jarðabók sú sem kennd er við Árna Magnússon og Pál Vídalín var í höndum danskra stjórn- valda, en ekki verður séð að ótti íslenskra bænda við nýjar álögur í kjölfar hennar hafi átt við rök að styðjast, enda í samræmi við að leggja slík áform til hliðar í Noregi. Margt hefir verið ritað um Povel Juel og þeir sem viþ'a kynna sér betur sögu hans og ævilok má benda á grein i Danske Saml. III, 47-68. Höfundur hennar er C.E. Secher og rannsóknin reist á skjöl- um í leyndarskjalasafni konungs í Kaupmanna- höfn. Einnig má benda á Registratur for 1723 í Krigskansellíinu í Kaupmannahöfn. Laurits Rep- stad tilgreinir margvíslegar heimildir um Juel í grein sinni í Nordiske arkivstudier 1977. Höfundur er fyrrum skjalavörður í Þjóðskjala- safni. SIGRÚN VALGARÐSDÓTTIR Morgun- kaffi Regnbogi yfir Berlín í dagrenningu sátu tveir við múrinn Annar blár. Hinn fjólublár. steinar fyrir koll borðið með graffitimálningu. Frelsi í bollunum brauðið enn sætara tákn um frið. (Þeim höfðu verið sköpuð álög) Þar sem þeir sátu andspænis hvor öðrum geislandi af sigurvissu bærðist með þeim óróleiki. Myndu þeim sköpuð álög að nýju? Boginn myndaði brú streymdi á milli fjöldinn við sitthvorn endann að ðska sér. Höfundur er nemandi í sagnfræði og fjöl- miðlun. ÞÓRA BJÖRK BENEDIKTSDÓTTIR Vinnu- morgunn Það gerðist að morgni sú minning er hlý, ég lagðist í grasið lét sál mína hvílast golan við hár mitt gældi svo blítt. Hafaldan kyssti hljóðlega sandinn fuglarnir kvökuðu vorljóðin fögur ástfangin blóm flugunnar biðu. Alsæl að morgni ég augnablik lá frá heimsins táli, og hverfulli veröld. Þetta var stund milli stríða. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 1. SEPTEMBER 1990 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.