Lesbók Morgunblaðsins - 01.09.1990, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 01.09.1990, Blaðsíða 4
Norræn stjórnmál annó 1713: Friðrik 4. einvaldskonungur í Danmörku, mætir á hvítum hesti þegar fulltrúi Svíakonungs afhendir honum sverð sitt sem tákn um uppgjöf. Þá höfðu Danir og Svíar átt í langvarandi ófriði. Vildi koma íslandi undir Rússakeisara að bar til á frostköldum vetrarmorgni í Kaup- mannahöfn 8. mars 1723 að mannfjöldi streymdi til Nýja torgs til að horfa á aftöku sakamanns sem var sekur fundinn um landráð og drottinsvik. Þeir sem næst stóðu sáu að Páls Juels er ekki getið í kennslubókum í íslandssögu, en hann hefði þó getað haft meira en lítil áhrif á gang íslandssögunnar, ef ætlun hans hefði orðið að veruleika. Áform Juels og félaga var að skipta Danmerkurríki með aðstoð Rússakeisara, þannig að hann fengi Grænland, ísland og Færeyjar. Þetta ráðabrugg mistókst og svo fór, að Páll Juel var tekinn af lífi á ruddalegan hátt Kaupmannahöfn 1723. Eftir AÐALGEIR KRISTJÁNSSON fanginn bar þess merki að hafa liðið miklar píslir og pyndingar og enn var bætt um betur áður en böðulsöxin sneið höfuðið af bolnum. Maðurinn sem lét líf sitt með svo hörmu- legum hætti átti litríkan feril að baki. Hann fæddist í Þrándheimi árið 1673 að því talið er og var skírður Povel Juel. Til hægari verka getum við nefnt hann Pál Juel. Það munaði e.t.v. ekki svo ýkja miklu að hann kæmi við sögu íslands með svo afdrifamikl- um hætti að nafn hans_ stæði þar skráð. Draumurinn um Soviet-ísland, óskalandið, hefði þá e.t.v. orðið veruleiki. Hér á eftir verður stuttlega greint frá hvaða atburðir leiddu til þess að sú ráðagerð varð til og hver endalok hennar urðu. Faðir Páls Juels fékkst við kaupsýslu og rak verslun norður á Hálogalandi og víðar á norðurslóðum Noregs. Báðir foreldrar hans voru af bænda- ættum frá Norður-Mæri. Páll Juel undi því illa að vera ekki af göfugra bergi brotinn og greip til áttvísinnar og með tilstyrk henn- ar læddi hann því inn að hann væri í reynd aðalborinn. Hið óbeislaða hugarflug og tak- markalítið virðingarleysi fyrir staðreyndum gerði honum ættfærsluna auðvelda. Um eitt skeið fékkst Juel við ritstörf og því hefir verið haldið fram að áhrifa frá því sem hann lét eftir sig á þeim vettvangi hafi haft sín áhrif hér á landi eins og víðar um Norðurlönd. Því er rétt að taka smá hliðarspor í frásögninni. Norskur skjalavörð- ur, Laurits Repstad að nafni, skrifaði rit- gerð um Juel og embættisstörf hans og þær embættisbækur sem hann lét eftir sig og önnur skjalagögn sem tengjast lífi hans, störfum og endalokum. ÁTTIOFT í ÚTISTÖÐUM Páll Juel dvaldist í Kaupmannahöfn síðustu ár ævi sinnar. Árið 1721 komu út tvær bækur frá hendi hans, Ijóðabók sem bar heitið Hamingjuríkt líf — Et lycksaligt Liv — og kennslubók í landbúnaði — En god Bonde, hans Avl og Biæring. Sú bók kom út í mörgum útgáfum og var mikið lesin í Noregi og víðar um Norðurlönd. Repstad hefír engan fyrirvara á því að segja að áhrifa hennar hafi gætt hér á íslandi. Rétt er að minnast þess að Fuhrmann amt- maður sem kom hingað til lands 1718 var frá Björgvin. Ekki má heldur gleyma því að Thodal stiftamtmaður var norskrar ættar og starfaði þar um skeið áður en til íslands kom, en hann var mikill áhugamaður um kornrækt og umbætur í íslenskum landbún- aði. E.t.v. gætir áhrifa frá Juel í Búnaðar- bálki Eggerts Ólafssonar og í ritum mágs hans, séra Bjamar Halldórssonar í Sauð- lauksdal. Hér er auðveldara að geta sér til en sanna réttmæti tilgátunnar, en það virð- ist meira en möguleiki að á þessum vett- vangi leynist áhrif frá Páli Juel. Hins vegar hefði það orðið miklu afdrifaríkara fyrir ísland, hefði sú ráðagerð orðið að veruleika sem örlögin gerðu að engu. Af Páli Juel er það að segja að hann naut lítillar menntunar í æsku. Menn hafa mikið brotið heilann um hvers konar mann- gerð hann var. Eitt er víst, hann var upp- reisnargjam, viljasterkur og ráðrikur. Hitt er ekki eins skýrt hvort hann hafði mikið sjálfsöryggi til að bera eða hvort efasemdir og metnaðargimd toguðust á. Hann átti jafnan í útistöðum við þá sem yfir hann vora settir, en hvort það var vegna þeirra lágt settu í þjóðfélaginu eða vegna eigin framadrauma er erfitt að segja. Af Páli Juel er það frekar að segja að hann stundaði verslun norður á Hálogalandi í upphafi líkt og faðir hans. Þar mun hann einnig hafa lagt stund á málafærslustörf og sagan segir að hann hafi verið settur til að gegna fógetastörfum um skeið, en erfítt mun að greina sundur hvað er þjóðsaga og hvað veraleiki. Páll Juel varð fljótlega þjóð- sagnapersóna og þær sögur sem af honum gengu, geyma í öllu falli þann sannleika að menn ætluðu honum ýmis óhæfuverk með réttu eða röngu. Þannig á hann að hafa komið því til leiðar að bærinn á Harstad brann og að þar fórst kona sem var vanfær af hans völdum. Einnig lifði orðsveimur um að hann hefði verið valdur að dauða föður síns sem féll frá laust eftir aldamótin 1700. Snemma fór að bera á því hvað öll skil milli veraleika og ímyndunar vora á reiki í huga hans. Juel var hjátrúarfullur, trúði á drauma, fékkst við gullgerð og lagði stund á hvers konar dulræna hluti. Hann var þess fullviss að hann væri til mikilla afreka bor- inn og stefndi að takmarkinu með mikilli atorku og baráttugleði og hvergi vandur að meðulum til að ná sínu fram. Kvaddur Á Konungsfund Svo er að skilja sem ferill Juels á Háloga- landi hafi verið með þeim hætti að honum hentaði ekki að dveljast þar til langframa, þó að umgengni manna við bókstaf laganna væri með þeim hætti sem best hentaði í hverju tilvikj og þar kunni Juel vel til verks. Svo mikið er víst að hann flutti sig um set suður á bóginn og settist að í Björgvin. Þar hóf hann málafærslustöf og þegar bæjarfóg- eti staðarins var settur af kom Juel í hans stað. Þar fór raunar á sömu leið því að Juel var einnig vikið frá um stundarsakir vegna siðlausrar framkomu hans gagnvart yfirvöldum bæjarins. Þessir atburðir urðu á áranum 1708-10. Því má segja að um þetta leyti verði þáttaskil í lífi Juels. Hann hafði tekið saman tillögur til umbóta í fjárstjóm ríkisins. Allar nýjar hugmyndir um endur- bætur sem miðað gætu að því að rétta við fjárhag ríkisins eftir langvarandi styijaldir og ærinn herkostnað vora með þökkum þegnar. Tillögumar komust á borð konungs og Juel var kvaddur á konungsfund í janúar 1711. Hann lét ekki ganga á eftir sér, enda hafði hann dreymt að konungur mundi gera sig að stórkanslara. Þegar til Kaupmanna- hafnar kom var nefnd sett á laggimar til að meta tillögur Juels. Niðurstaða hennar varð sú að tillögur Juels væra ekki raunhæf- ar og þeim hafnað. Tillögumar miðuðu allar að því að leggja nýjar álögur á norsku þjóðina. Talað var um fiskitíund og sitthvað fleira sem hefði orðið þungbær byrði fyrir Norðmenn. Sjálf- ur sótti Juel um að vera „Rigs-, General- eða Oberinspektör“ í Noregi. Það rigndi nýjum tillögum yfir konung frá hendi hans. Sumar fékk hann konungi sjálfur, aðrar fóra um hendur nefndarmanna. Hér var talað um nauðungarlán, eignarhald á dán- arbúum og jafnvel átthagafjötra. Um þetta leyti geisaði mannskæð sótt í Kaupmannahöfn og tafði fyrir gangi mála því að allir vildu flýja pestina. Til að gera það barst Juel kærkomið tilefni upp í hend- umar því að honum var á hendur falið að taka sér ferð á hendur suður um álfuna og kynna sér málmvinnslu og námugröft. Hann þekkti raunar næsta lítið til þeirra hluta áður en þetta varð. Nú fór hann um Þýska- land, Bæheim og allt til Ungveijalands og sendi jafnóðum frá sér ýmsar tillögur, enda hafði honum verið heitið embætti „Ober- bergmesters" í Suður-Noregi. Sú ákvörðun breyttist meðan á ferðum hans stóð því að nú var hann gerður að amtmanni í Lista- og Mandalsamti. Með það veitingarbréf í vasanum sneri hann aftur til Noregs. Juel settist að í Kristjánssandi. Auk amtmanns vora þar fyrir biskup og stiftamtmaður. Hann var ekki fyrr sestur í embætti amt- manns en hann lenti í illvígum bréfaskiptum við stiftamtmann út af misnotkun embættis- valds og nokkur þverbrestur þótti á því að hann kynni alla kurteisi þegar um heimsókn- ir höfðingja var að ræða. Af þessu þrútnuðu deilur og urðu af hjaðningavíg sem enduðu með því að Juel var vikið úr starfi í hálft annað ár frá júnímánuði 1713 að telja. Hann færði aðsetur sitt að Húsabæ á Lista og gekk í heilagt hjónaband í Fanekirkju nálægt Björgvin árið 1716. Kona hans hét Cecilia Catharina Schröder. Hjónaband þeirra var skammvinnt því að hún andaðist í Kaupmannahöfn í septemberlok 1720. Ekki breyttist skaplyndi Juels við hjóna- bandið. Hann var endanlega settur af 25. april 1718 vegna tollsvikamáls og óviður- kvæmilegs orðalags í bréfum sínum til rentukammers og annarra sem yfir hann vora settir. VALDABRÖLTÁ Norðurlöndum Áður en lengra er haldið er rétt að staldra við og glöggva sig lítillega á því sem hafði gerst í umheiminum síðustu áratugina. Norðurlönd skiptust í tvö ríki sem kalla mátti stórveldi. I dansk-norska konungsrík- inu var Friðrik IV. einvaldskonungur. Hann kom til valda árið 1699 og ríkti til 1730. í Svíþjóð var Karl XII. konungur 1697-1718. Hann var ekki fyrr kominn til valda en honum laust saman við nágranna sinn í austri og Danakonungur fór ekki varhluta af styijöldinni frekar en oft áður. Höfuðand- stæðingur Karls XII. var Pétur mikli Rússa- keisari, einn af mikilmennum sinnar samt- íðar. í upphafi bar Karl XII. hærra hlut, en eftir ósigurinn við Poltava 1709 snerist hamingjan með þeim og svo lauk að Eystra- saltsveldi Svía gekk Karli XII. úr greipum og féll í hendur Rússa. Til að bæta sér upp missinn tók Svíakonungur þá ákvörðun að taka Noreg af Dönum. Styijaldargæfan reyndist honum enn sem fyrr hverful. Sænska ríkið var orðið örmagna og fjármál þess í kaldakoli og þjóðin stundi undan álög- unum sem styijaldarreksturinn hafði í för með sér. Enn þann dag veit enginn hver hleypti af skotinu sem varð Karli XII að. bana við Frederiksten árið 1718. Þegar hann var fallinn voru hafnar friðarviðræður og um 1720 var friður saminn eftir að geng-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.