Lesbók Morgunblaðsins - 22.09.1990, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 22.09.1990, Blaðsíða 11
 1. sæti: Acura NSX. Með sínu lagi að utan, þýzki skólinn að innan. Beztu eró-tík- ur heimsins Niðurstöður bandaríska tímaritsins Car and Driver eta bílar verið erótískir? Jú, svo er fullyrt í hinum og þessum tímaritum um bíla, þar sem sérfræðingar tjá sig eftir umfangsmiklar pró- fanir. Eitt er víst; brúkunarhestar eins og Volvo 240, Lada eða Nissan Sunny, eru eins langt frá þessum flokki og hægt er að kom- ast. Og raunar margir fleiri. Þegar menn tala um erótíska bíla, þá ligg- ur í orðinu að þeir séu á einhvem hátt tákn um karlmennsku. Bandaríska bílablaðið Car and Driver hefur borið nokkra þá beztu saman og nefnir þá einu nafni „Eroticars". Þeir þekkjast m.a. á því, að kyrrstæðir draga þeir að sér áhorfendur, en á ferð draga þeir að sér löggur. Þeir eru verðlagðir eins og fasteignir og hafa afl eldflaugar. Þeir eru einkaþotur til notkunar á hraðbrautum. Þeir urra, jafnvel í hægagangi. Það sem flestir vegfarendur sjá af þeim er afturend- inn, - og það varir eitt augnablik áður en þeir hverfa. Af þeim 5 sem Car and Driver reyndi, var sá snarpasti 4.8 sek. að ná 100 km hraða, og sá sem varð aftastur á þeim spretti þurfti 5.3 sek. Vélaraflið í þeim er frá 247-375 hestöfi. Það er ameríska Cor- vettan, sem státar af sterkustu vélinni og einnig af öflugasta viðbragðinu. „Þeir erótísku" eru annars þessir: Porsche 911 Carrera 4, Lotus Esprit Turbo SE, Ferrari 348ts, Chevrolet Corvette Zr-1 og Ácura NSX, sem er Honda, framleidd í Bandaríkjunum. Af þessum bílum á sá þýzki Porsche sér lengsta sögu, en sá enski Lotus og sá ítalski Ferrari hafa áratugi á bak við sig einnig. Mun yngri er sá bandaríski Chev- rolet Corvette og sá bandarísk-japanski Acura er nýr af nálinni. En hversvegna velur blaðið þessa fimm; hvað um frægar gerðir eins og Lamborg- hini og Maserati? Því er til svarað, að nýr Lamborghini, nefndur Diablo, sé ekki alveg tilbúinn ennþá, ekki heldur nýr Aston Mart in og Maserati framleiðir ekki lengur tveggja sæta bfla af þessu tagi. Aðrir koma víst ekki til greina. Allir eru hinir útvöldu fimm fagurlega teiknaðir, hver með sínum hætti, en eftir stendur spurningin: Verða menn kyntröll af því einu að vera á svona erótískum bflum. eða eru þeir aðeins farartæki við hæfi, ef eigandinn er búinn þessum eftirsóknarverða eiginleika? Þeirri spumingu er ósvarað hér ■■■ 5. sæti: Lotus Esprit Turbo SE - Útlitið frábærlega teiknað, en annað ekki eftirþví. 2. sæti: Porsche 911 Carrera 4 - útlit sem hefur staðizt tímans tönn. 3. sæti: Chevrolet Corvette ZR-1 - eini alvöru sportbíllinn frá Ameríku. og bíður svarið þess að sálfræðin og félags- fræðin leggist á eitt og rannsaki málið gaumgæfilega. í ljósi þess að bílar eru stundum ( í nið- randi merkingu að vísu) nefndir bíl-tíkur, mætti láta sér detta í hug að nefna þessa eró-tíkur. Slíkar eró-tíkur eru ekki til á Is- landi, enda þætti þunnur þrettándi að aka þeim á 90 km hraða. Hver sá sem setti þær í þriðja gír, kæmist hér í blöðin sem ökuníð- ingur og missti ökuskirteinið á staðnum. Fréttnæmast við þennan samanburð Car and Driver á beztu eró-tíkum heimsins er niðurstaðan. Samkvæmt því orðspori, sem farið hefur af Ferrari, hefði maður að óreyndu gizkað á að hann yrði rétt einu sinni hafinn til skýja sem hin endanlega eró-tík. Niðurstaðan varð hinsvegr sú, að Ferrari hreppti aðeins 4. sætið. Skiptingin þótti hvergi nærri góð, aksturseiginleikar ekki heldur og það sem verra er: Ferrari hætti að vera skemmtilegur á miklum hraða. í aftasta og 5. sætinu varð Lotus Turbo SE, fagurlega teiknaður bíll eftir ítalska hönnuðinn Giugiario; forkunnar fagur að innan einnig. Hann fékk þann dóm, að vera hliðstæða við of þröngar gallabuxur. Með öðrum orðum: Heilmikið gefið í skyn, en ekki staðið undir væntingum. Bronsverðlaunin hlaut eini Kaninn í hópn- um: Chevrolet Corvette ZR-1. Styrkur hans er ríkulegt vélarafl og hann er að öllu leyti nútímalegur sportbíll, en helzt fundið að samsetningu og „yfirstílfærðu" mælaborði. Ugglaust er það smékksatriði. Silfurverðlaunin fær sá gamli: Porsche 911 Carrera 4. Niðurstaðan varð sú, að ekki væri margt að honum að finna og bezt af öllu er hegðun hans í akstri. Sem sagt: Ágætiseinkunn. Svo kemur það óvænta. Gullið hlaut sá nýfæddi, Acura NSX, sem er eins og flestir vita Honda, framleidd í Bandaríkjunum. Ummæli blaðsins um þennan bfl voru full af hástemmdum lýsingarorðum. Hann var öðrum fremur talinn verðskulda samlíking- una „einkaþota hraðbrautanna“. Það var „ást við fyrsta akstur", sögðu dómarar og það versta við aksturinn var að þurfa að skila bílnum. Hingað til hafa japanskir framleiðendur unnið sína sigra með ódýrum bflum fyrir almenning. A lúxusbflamarkaðnum hafa þeir með Lexus og Infiniti komið löppinni milli hurðar og stafs. En á sportbflamark- aðnum hafa þeir með heldur betur eignazt tromp, ef niðurstaða Car and Driver er rétt. ffs- 4. sæti: Ferrari 348ts - ítölsk hönnun, stendurá taustum grunnigamallar frægðar. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 22. SEPTEMBER 1990 1 1

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.