Lesbók Morgunblaðsins - 22.09.1990, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 22.09.1990, Blaðsíða 13
FEtuMBIáÐ LESBÓKAR 22. SEPTEMBER 1990 íslensk leiðsögn á framandi siglingaleiðum: SKUTUKARLALIF VIÐ BAHAMAEYJAR Hákarlar eru bara forvitnir fískar, segir Ólafur Sigurðsson Flatmagað í sól á þilfari, með seglin reyrð niður og pálmaströnd- ina eins og hvítt strik i baksýn. Fiskar úr djúpi Karabiska hafsins eru forvitnilegir! Þarna er Ólafur búinn að innbyrða stórfiskinn maui-maui. - Að svífa þöndum seglum yfir blátæran hafflöt í hlýrri haf- golu og sólarhita - sigla inn á milli óbyggðra kóraleyja og ganga þar á land eins og Róbinson Krúsó, hljómar ævintýra- lega. - En þekkja Islendingar svo framandi siglingaleiðir? Já, þó ótrúlegt sé! Eyjablóðið dregur okkur víða um höf. A Fort Lauderdale í Flórída býr íslensk fjölskylda, sem stundar skútu- siglingar og fer í ævintýraferðir með íslenska hópa. Tveir Islendingar að sinna „skyldustörfum" í skútukarlalifi. Hver man eftir fjölskyldu, sem sigldi út á heimsins höf með björgunarskipinu Sæ- björgu árið 1969? Mikið var skrifað um þessa óvenjulegu ferð á sínum tíma, enda stóð hún í tvö og hálft ár. Fjölskylda Sig- urðar Þorsteinssonar er komin á land, en siglir ennþá - nú með íslenska ferðamenn um Karabíska hafið. Fáir þekkja siglingaleiðir þar betur en Sig- urður og synir hans. Ferðablaðið leitaði frétta hjá Ólafi, syni Sig- urðar, sem heitir Ólafur Sigurðs- son á íslandi, en Ólafur Þor- steinsson í Ameríku! „Þeir búa til ættarnafn á mig í Ameríku," segir Ólafur brosandi. - Siglið þið feðgarnir allir? „Pabbi er skipstjóri, Jens bróð- ir minn er vélstjóri og ég er stýri- maður. Við vorum að kaupa stórt skip, sem er okkar atvinnutæki og vinnum á eyju í Karabíska hafinu fyrir ameríska herinn.“ - Af hveiju fóruð þið að sigla með ferðamenn? „Við byrjuðum á að sigla með ættingja og vini til Bahamaeyja. Fólkið var svo hrifið, að ferða- sagan barst frá manni til manns. Og fleiri fóru að biðja okkur að sigla með sig. Karabíska hafið er ævintýra- legt fyrir þá sem aldrei hafa komið þangað áður. Sjávarlíf á þessum slóðum er svo fjölbreytt, að hafið líkist stóru fiskabúri. Golfstraumurinn, sem gerir ís- land byggilegt, kemur upp á milli Norður-Ameríku og Ba- hamaeyja. Geysimikið af fiski heldur sig í straumnum og þarna er mikil veiði. Alltaf hægt að gjör vitleysa að þora ekki að kafa af ótta við hákarlabjt! Há- karlar eru bara forvitnir fiskar. Ég hef séð fleiri þúsundir af hákörlum. Séð marga á sveimi í kringum mig, þegar ég er að kafa. Hef heyrt að fólk hafi ver- ið bitið, en aldrei orðið var við það sjálfur. Fólk veit ekkert hvað það er að tala um. Þetta er eins og þegar farið er út í frumskóg. Auðvitað er þar fullt af eitur- slöngum. Það verður að þekkja aðstæður á hveijum stað!“ - Bjóðið þið upp á sjósport? „Ég er alltaf með sjóskíði og seglbretti um borð. Nota gúmm- íbát með kraftmiklum utan- borðsmótor til að draga fólk á skíðum. Förum líka á honum í land. Kveikjum eld á ströndinni á kvöldin, grillum fisk og syngj- um íslensk sjóaralög. Oft mjög gaman að sigla með landann. Heilmikið fjör og gott andrúms- loft ríkjandi. Ég hef ekki orðið fyrir neinum dtykkjulátum, enda eru allir dasaðir eftir sólarhita og erfiði dagsins og fara yfirleitt snemma að sofa. Þetta er heil- brigt líf og mikil útivera. - Ég brýni fólk stöðugt á að vera með góða sólarvörn, en stundum dugar hún ekki til, sól- in er svo sterk. - I Karabíska hafinu er hægt að synda allan ársins hring. Sjórinn er alltaf volgur og fallega tær. Og veðrið alltaf gott. Á sumrin er hitinn oft þrúgandi i Fort Lauderdale. Eyjaloftið við Bahamaeyjar er svalara og frískara, alltaf smá- gola. Vindasamara á veturna." - Hvenær er best að fara í þessar ferðir? „Enginn sérstakur árstími. Algengasta stærð af skútum, sem feðgarnir nota í þessar ferðir er um 43-50 fet. veiða í matinn. Litríkir stórfiskar koma upp úr djúpinu, sem íslend- ingar hafa aldrei séð. Mikið um fisk, sem við köllum „dolpin“ (samt ekki háhyrningur) nefndur „maui-maui“ á Hawai.“ - Hvað sýnið þið ferðamönn- um? „Fyrst og fremst hinn litríka heim neðansjávar. Sjórinn er svo silfurtær við eyjarnar, að hægt er að virða fyrir sér smáfiska skjótast á milli kóralrifa á botni. Kórallinn er eitt af undrum ver- aldar. Stórkostlegt að kafa niður á kóralrifin og skoða heim undir vatnsyfirborði. Sjálfur er ég lærður kafari og er alltaf með köfunarbúnað um borð.“ - Eru ekki hákarlar þarna? „Allir íslendingar virðast hel- teknir af hræðslu við hákarla. Þið eruð búin að horfa á of mik- ið af ýktum spennumyndum! Al-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.