Lesbók Morgunblaðsins - 22.09.1990, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 22.09.1990, Blaðsíða 16
4- RANNSOKN I R A I S L A N D I Umsjón: Sigurður H. Richter F ræræktun Rannsóknir hafa sýnt að ræktun fræja er vel möguleg hér á landi. Sú ræktun hefur þó fram til þessa aðeins verið í tilraunaskyni, en nú kann að verða breyting þar á. Ræktun nytja- jurta til fræs hefur verið stunduð á vegum Rannsóknastofnunar _ landbúnaðarins (RALA) í all mörg ár. A síðustu árum hafa fræræktunarrannsóknir aukist mikið og fara nú einkum fram í Gunnarsholti í sam- vinnu RALA og Landgræðslunnar. Fáeinar tegundir hafa reynst vera það öruggar í fræræktun að vel kemur til greina að hefja ræktun þeirra í stórum stíl á fáeinum svæð- um á Suðurlandi. Ljósmyndir: Jón Guðmundsson Lúpínufræi sáð með raðsáðvél í rýrt land. í slétt land er auðvelt að sá með stór- virkum sáðvélum. Engan áburð þarf með lúpínunni. Gras- og lúpínufræ er hægt að rækta og skera upp í miklu magni hér á iandi. EftirJÓN GUÐMUNDSSON Fræræktun í fræræktun eru plöntur ræktaðar með tilliti til þess að þær beri þroskað fræ í all- miklu magni á véltækum fræökrum. Fræið er aðalafurðin en einnig falla til aðrar afurð- ir, svo sem hálmur. Við fræræktun þarf að stilla áburðargjöf þannig af, að plöntur þroski fræ. Plönturnar eiga að standa hæfilega þétt og illgresi á ekki að vera til staðar. Þörfin Fyrir í slenskt Grasfræ í landbúnaði er þörf fyrir grasfræ af upp- skerumiklum og þolnum grasstofnum. Alla jafna eru erlendir stofnar uppskerumiklir en oft ekki nægilega þolnir fyrir íslenskar að- stæður. Þess vegna er kostur að eiga íslenska stofna til túnræktunar og ekki síður til land- græðslu. Sé hægt að rækta stofninn hér á landi, er það bæði æskilegt út frá atvinnu- legu tilliti og það er einnig trygging fyrir því að hann haldist sem upprunalegastur. Sumar tegundir, eins og beringspunt, snar- rótarpunt og lúpínu, er þar að auki ekki hægt að kaupa erlendis. Helstu Grastegundir í Frækæktun Allmikil reynsla er komin á ræktun gras- fræja hér á landi, en S þeirri ræktun koma einkum fjórar tegundir til greina. Þær eru: Túnvingull, vallarsveifgras, beringspuntur og snarrótarpuntur. Þessar tegundir eru allar notaðar í land- búnaði og hver tegund hefur sína kosti. Tún- vingull, vallarsveifgras og beringspuntur eru ágæt túngrös, og einnig góð til uppgræðslu. Grasfræræktun Fáeinar grastegundir er hægt að rækta til fræs hér á landi. Grasteg- undir þarfnast áburðar árlega. Þær byija að gefa fræ á öðru eða þriðja ári eftir sáningu. Túnvingull og vallarsveifgras gefa allmikið fræ í eitt til þijú ár, en lítið eftir það. Beringspunturinn og snarrótarpunturinn gefa hins- vegar fræ í mörg ár. Akrarnir eru slegnir með sláttuþreskivél og upp- skera á grasfræi er 70—500 kg/ha. Snarrótarpunturinn hefur komið framúrskar- andi vel út í uppgræðslutilraunum á hálend- inu og hann er einnig notaður sem túngras á Norð-Austurlandi. Hagkvæmni Fræræktunar Tilraunastarfsemi í jarðrækt veitir ekki alltaf skýr svör við því hvort hagkvæmt sé að fara út í viðkomandi ræktun, því að verk- leg afköst í tilraunum eru oft mun minni en þegar um stórræktun er að ræða. Hins veg- ar gefa plöntur iðulega meira fræ af sér í hús í tilraunum en þegar þær eru ræktaðar á stórum ökrum því þá er frætapið ekkert. Svör við hagkvæmnispurningum fást ekki fyrr en ræktun í stórum stíl er hafin. Fræ- ræktin stendur e.t.v. á slíkum tímamótum. Vitað er hvaða tegundir er hægt að rækta, en minna er vitað um tilkostnaðinn. Beringspunturinn hefur þó verið ræktaður í stórum stíl á síðustu árum og er því mest vitað um hagkvæmni þeirrar ræktunar. Með fræræktun má afla heildartekna sem eru sambærilegar við aðra ræktun, svo sem grasrækt og byggræktun. Hagkvæmnin ræðst þá að miklu leyti af útgjöldum sem falla á ræktunina og þau eru breytileg. Þau ráðast að verulegu leyti af því hvernig rækt- unin tengist annarri ræktun. Slík tenging getur verið með margvíslegum hætti og má nefna eftirfarandi atriði. Tengsl Fræræktunar Við AðraRæktun a) Við fræslátt eru notuð sömu uppskeru- tæki og í byggræktun. Uppskerutíminn Túnvingulsakur sleginn með sláttu- þreskivél. Fræræktun túnvinguls getur tengst uppgræðslu lands. Honum er sáð í ófrjótt land og áburður gefinn. Hálm- inn sem fellur til má nýta í matsveppa- rækt. Fræræktun lúpínunnar. Ferill Áður en lúpínufræi er sáð þarf bæði að rispa fræskurnina og smita fræið með rótarhnýðisbakteríum. Fræin spíra hraðar ef þau hafa verið rispuð, og rótarhnýðisbakter- íurnar eru nauðsynlegar fyrir vænt- anlegt níturnám lúpínunnar. Fræinu er síðan sáð í rýrt land. Sé landið gróðursnautt er hægt að sá án nokkurrar jarðvinnslu, en ef það er gróið þarf að vinna landið. Sá á með raðsáðvél, en það er vél sem fellir fræið niður í hæfílega dýpt. Sáðmagn á að vera 15-25 spírunarhæf fræ á fermetra eða 3-5 kg/ha. Eftir 3-4 ár er hægt að slá akur- inn með sláttuþreskivél, og hirða fræið. Fræuppskera er á bilinu 50-100 kg/ha. skarast hins vegar ekki. Fræræktunin eykur því nýtingu þeirra tækja sem þegar eru fyrir hendi hjá mörgum bændum. b) Við fræræktun af beringspunti í Gunnars- holti á undanförnum árum hefur komið í ljós að eftir frætekju má nýta grasið sem fóður. Það er slegið og bundið í rúllur og verkað sem vothey og gefið hrossum og geldneytum. c) Eftir frætekju af sumum tegundum þarf að fjarlægja hálm sem eftir er á akrinum. Þennan hálm er hægt að nýta til sveppa- ræktar. d) Þegar land er grætt upp á sléttu láglendi er hægt að hirða fræið án nokkurs tjóns fyrir uppgræðsluna. Þessi möguleiki er orðinn álitlegur eftir að ljóst er að hægt er að rækta lúpínuna til fræs í stórum stíl á véltækum fræökrum. Nýjung í Fræræktun Fræræktun Lúpínunnar Lengi hefur verið vitað að Alaskalúpínan þroskar fræ hér á landi, en ekki var vitað að hægt væri að slá hana með sláttuþreskivél- um til frætekju. Árið 1986 hófust tilraunir í samvinnu RALA og Landgræðslunnar með að rækta lúpínuna til fræs á véltækum fræökrum. Þessar tilraunir hafa skilað góðum árangri og ljóst er að hægt er að rækta þessa tegund í stórum stíl til fræs. Það sem gerir lúpínuna sérstaklega áhugaverða til fræræktunar í atvinnuskyni er sú staðreynd að tilkostnaður við ræktunina er lítill og að hægt er að nýta mjög rýrt land til ræktunarinnar, svo sem áraura, ógróna mela og sanda. Tilkostnaður er aðeins sáningin og e.t.v. girðingar. Áburð- arkostnaður er enginn. Eftir 3—4 ár má svo fara að slá akurinn og hirða fræ og hægt er að skera upp fræið í mörg ár. Frjósemi lands- ins eykst hinsvegar ár frá ári og að því kem- ur að hægt er að taka landið til annara nota svo sem til beitar eða annarrar ræktunar. Góður markaður er fyrir fræið til land- græðslu eins og er og í framtíðinni verður eflaust markaður fyrir fræið í landbúnaði. Höfundur er plöntulífeðlisfræðingur og starfar hjá Rannsóknastofnun landbúnaðarins. Lúpínuakur í Gunnarsholti á Rangárvöllum. Akurinn er 60 ha og getur gefið af sér fræ árlega sem nægir til að sá í um 1000 ha. Beringspuntur er ræktaður í stórum stíl í Gunnarsholti. Fræið er bæði notað í uppgræðslu og í landbúnaði. 16

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.