Lesbók Morgunblaðsins - 22.09.1990, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 22.09.1990, Blaðsíða 14
Glasgow - önnur höfuð- borg í Bretlandi Kóraltindar við Bahamaeyjar. Ef myndin prentast vel má sjá smáfíska skjótast á milli rifjanna. Kenneth Walton í árlegri kynnisferð. Morgunblaðið/Sverrir Hægt að fara allan ársins hring. Að vísu er tími fellibylja frá júní fram í desember, en mjög sjaldan sem þeir gera usla. Viðvaranir eru alltaf gefnar út með margra daga fyrirvara. Mjög gott að fara á sumrin, þó að rigni kannski í smátíma. Mars og apríl eru þó besti tíminn. - Við leggjum aldrei út, ef eitthvað er að veðri eða óveður í aðsigi.“ - Verða farþegar sjóveikir? „Afar sjaldan. Lengsta sigl- ingin er frá Fort Lauderdale að fyrstu eyjunum - um 10-12 tímar. Þá er yfír sterkan golf- straum að fara og getur gefið á. Við fyrstu eyjuna er lagst í var yfir nóttina. Síðan þræðum við á milli eyjanna, sem liggja á grynningum á um 12 feta dýpi. Fleiri þúsund smáeyjar teljast til Bahama-eyjaklasans - við heim- sækjum um 10 þeirra. Nokkrar eru óbyggðar og sýnast alveg ósnortnar. - Þetta er algjört skútukarl- alíf. Einn skipstjóri er um borð, en allir verða að hjálpa til við eldamennsku, þrif og stjórnun á skútunni. Fullt af Islendingum sem aldrei hefur komið á sjó. Fyrir þá er þetta algjört ævin- týri - til dæmis að sigla undir stjörnubjörtum himni. Við leigj- um yfirleitt um 43-50 feta skút- ur, sem taka um 7-8 manns í kojur. Erum alltaf með tvær skútur í hverri ferð. - Stundum er Nassau, höfuð- borg Bahamaeyja heimsótt. Horft á næturlífið, skroppið í spilavíti eða rölt á milli verslana. Við stoppum þar í 2-3 nætur. Það fer allt eftir óskum hópsins. Það verður að áætla hálfan mán- uð í þessar ferðir. Tíu dagar hafa reynst of strangir. Ef fólk stefnir á að sigla með okkur, verður að panta með nokkurra mánaða fyrirvara. I hverri ferð verða að vera minnst 12-14 manns. Meðalverð á dag á mann er um 120 dollarar eða um 6.840 krónur, allt innifalið. Verð getur verið hærra eða lægra - fer allt eftir árstíma. Við leigjum skút- urnar og á aðalferðamannatíma er erfiðara að semja um hag- stæða leigu. - Hvemig best er að komast til okkar? -Best að fljúga til Orlando og aka eða fljúga þangað til Fort Lauderd- ale.“ Oddný Sv.Björgvins Upplýsingar og pantanir: Sig- urður Thorsteinsson, 1201 South Flagler ave, Pompano Beach 33060, F.L. Sími: 305-946 4531. SKOTAR hafa unnið þrek- virki með endurnýjun og hreinsun á Glasgow, sem áður var þekkt fyrir ljót iðnaðar- hverfí og niðurníddar bygg- ingar. Andlitslyftingin kostaði líka sitt. Litlar 2 billjónir punda hafa verið lagðar í uppbyggingu á miðbæ Glas- gow frá 1983. Við áætlum að um 4 milljón- ir ferðamanna heimsæki okkur í ár,“ segir Kenneth Wal- ton, yfirmaður hjá ferðamálaráði Glasgow. „En við stefnum ekki aðeins á 1990, ár Glasgow sem menningarborgar Evrópu. Glas- gow er á hraðri leið inn í 21. öldina sem miðdepill listalífs og alþjóðlegra flugsamgangna á Bretlandseyjum, önnur London". Er Glasgow ódýrari en Lon- don? „Fyrir íslendinga er styttra og ódýrara að fljúga til Glasgow. Það er líka mun ódýrara að gista þar og fara út að borða. Þekkt veitingahús í London láta við; skiptavini borga fyrir nafnið. I Glasgow má fá góða máltíð fyrir 1-2 þúsund krónur, mjög góða fyrir um kr. 2.500. Inngangur er ókeypis á flest listasöfn í Glas- gow, en í London þarf að borga aðgangseyri." Islendingar hafa sótt mikið í innkaupaferðir til Glasgow. Nú er vöruverð í Englandi ekki eins hagstætt. Hvað dregur okkur þá til Glasgow? „Vissulega má enn gera góð kaup. Mörg þekkt fyrirtæki eru að opna útibú í Glasgow. Straumurinn liggur hingað og eignir ódýrari en t.d. í London. Liberties var að opna í þessum mánuði. Það er miklu frekar spuming hvernig best er að skipuleggja dvöl í Glasgow, það er svo margt við að vera.“ Opnun nýrrar óperuhallar er tvímælalaust stærsti viðburður menningarborgar Evrópu 1990. Óperan rúmar 2.000 manns í sæti. Innan dyra er líka fullkom- inn ráðstefnusalur, sýningar- svæði og veitingasalur, sem rúm- ar 140 manns. Skoska sinfóníu- hljómsveitin verður til húsa í óperunni. Þrettánda október verða opnunartónleikar fyrir al- menning, sem verða helgaðir 8. sinfóníu Mahlers „sinfóníu þús- undanna". Heimsfræg nöfn í tón- listarheiminum koma þar fram sem og á vetrardagskránni, en hún er mjög fjölbreytt og áhuga- verð. Nú má fara að skipuleggja leikhús- og tónleikaferðir til Glasgow. Árið 1983 má telja sem upp- hafsár endurreisnar í Glasgow. Þá var Burrell-safnið opnað, sem dró þegar til sín 1,2 milljónir gesta og stökk strax upp í fyrsta sæti sem aðalaðdráttarafl ferða- manna í Skotlandi. Burrell sá sem safnið er kennt við var fræg- ur skipamiðlari í Glasgow. Á sigl- ingum sínum um heimshöfin, safnaði hann saman ótrúlegum auðæfum í listmunum og mál- verkum. Og 1944 ánafnaði hann Glasgowborg 8.000 listmunum. Sérhannað hús var byggt yfir safnið, sem nýtur sín vel í Pollok Country lystigarðinum. Annar frægur sonur Glasgow var nýlistamaðurinn og arkitekt- inn Machintosh, sem er í hópi frægustu nýlistamanna í heimi. Byggingar eftir hann er að finna víða um borgina, meðal annars Willows Tearooms, sem hafa verið endumýjuð og bjóða enn upp á te og skonsur. Sumarið 1988 var mikil „garðveisla“ eða blómahátíð í Glasgow, sem stóð allt sumarið og dró til sín 4,3 milljónir ferðamanna. Hátíðin var haldin til að fagna endurnýj- un mannvirkja á 100 ekru svæði, þar sem áður voru verksmiðjur og iðnaðarhverfi tengd höfninni. Nú eru þar samfelldar hátíðir yfir sumartímann. Glasgow er að verða mikil samgöngumiðstöð. Lestir ganga á hálftíma fresti til Edinborgar, en þangað er 40 mínútna lestar- ferð, hálftímaferð til Loch Lom- ond, 40 mínútur á ströndina og Sérstæðir gististaðir Hjá jógum í Bandaríkjunum Er ekki markmiðið með ferðalögum að ferðamaðurinn geti snúið heim endurnærður á likama og sál? Bestu ferðalögin eru þau, sem gefa okkur nýjar hugmyndir og jákvæðari lífsviðhorf. Stundum er jafnvel hægt að læra að gjörbreyta slæmum lífsvenj- um til hins betra — koma sem nýr maður heim aftur. Slika reynslu má til dæmis fá á hressingar- og hvíldarstöðum jóga. Jógastöðvar eru friðsælir hvíldarstaðir Þú þarft ekki að vera jógi til að dveíja á jógastöð. Ef þér finnst þú þurfa að endurnýja lífskraft- inn, breyta lífsstílnum, komast út úr slæmum matar- og lífsvenjum, þá skaltu kynna þér jóga-hvíldar- staði, sem eru skólar eða lær- dómssetur jóganna, staðsettir frá fjöldanum, afsíðis á friðsælum stöðum, þar sem auðvelt er að ganga á vit náttúrunnar. Gestum er boðið upp á grænmetisfæði og daglegar jógaæfingar, sem stuðla að heilbrigðari líkama og sál. Og dvalarkostnaður er ótrúlega lág- ur, frá 1.400 til 2.240 kr. á dag. Hvers vegna svona ódýrt? Af því fæðið er grænmeti. Jógar þurfa yfírleitt ekki að borga eignaskatt. Og starfsfólkið vinnur ekki fyrir mánaðarkaupi heldur helgar sig hugsjónastarfi. Jóga er ekki trúarbrögð heldur lífs- speki. Á jóga-hressingarstöðum ertu ekki knúinn til að tileinka þér eitt eða neitt. Hinar daglegu jógaæfingar eru fyrst og fremst ætlaðar til líkamlegrar og and- legrar hvíldar. Sivananda á Bahama-eyjum Gististaður á Paradísareyju í Bahama-eyjaklasanum hljómar vel, ekki satt? Franska ferðaskrif- stofan Club Med er með íburðarm- ikla (og dýra) gististaði, sem reynt er að koma fyrir á fegurstu stöð- um víða um heim. Þessi „Club Med“ stendur líka á einstaklega fallegum stað, en er harla óvenju- legur gististaður fyrir ferðamenn. Jógaæfingar á ströndinni á Paradísareyju á Bahama Hér er ekki setið á barnum, ekki stunduð kaupmennska heldur andleg íhugun af miklu kappi. Og verðið er aðeins 'h af gisti- verði hins franska Club Med. Jógastöðin stendur við hvíta strandlengju, við flóann á móti Nassau, höfuðborg Bahama. Jóga-aðdáandi gaf lóðina undir þennan 150 manna hvíldarstað. Og dagskráin hljóðar þannig: Þú ferð snemma á fætur fyrir andlega íhugun á ströndinni, síðan beint í tveggja tíma jóga- leikfimi — fyrir morgunverð. Freistandi grænmetisborð um há- degisbil. Sund og sól til kl. 16.00. Þá annar jógaæfíngahringur. Kvöldverður kl. 18.00. Andleg íhugun við sólsetur og snemma í rúm. Gisting kr. 2.565 í loftgóðum svefnskálum, kr. 2.850 í nýtísku smáhýsum, upp í kr. 3.135 í „hug- leiðsluhúsum" með útsýni yfir hafið. Athugið að alltaf er miðað við verð á mann. Upplýsingar fást hjá: Sivananda Ashram Yoga Retreat, P.O.Box N7550, Nassau, Bahamas. Sími: 809/363-2902.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.