Lesbók Morgunblaðsins - 17.11.1990, Síða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 17.11.1990, Síða 4
Brot úr írsku listaverki frá því fyrir land- námstíma. írsk list var sérstæð og háþróuð, ekki sízt gífur- lega marg- brotnar lýsing- ar og upphafs- stafir, stund- um með fléttu- skrauti, sem sýnir skyld- leika við list víkingatímans á Norðurlönd- um. Norrænir menn í Dyflinni Lærðir íslendingar jafnt sem leikmenn í fornum fræðum hafa lengi velt fyrir sér aðstæðum hér á landi við landnám. Allt frá dögum Ara fróða hefur það þó verið ritað í bækur og haft fyrir satt af flestum að hingað hafi fyrst komið nokkrir írskir einsetumenn í leit að drottni sínum en landið hafi síðan byggst upp úr 870 að frumkvæði karlmanna sem áttu óðul í Noregi og röktu ættir sínar þangað. Ýms- ir þeirra höfðu dvalið eða alist upp í byggð- um norrænna manna á Bretlandseyjum, einkum skosku eyjunum og á írlandi, og kynnst menningu og tungu þarlendra þjóða. Þeir áttu einnig konur frá Bretlandseyjum og við gerum ráð fyrir að þaðan hafi komið flestir þeir þrælar sme hingað voru fluttir með norrænum húsbændum sínum í önd- verðu. Hlutföll í þessari þjóðablöndu eru hins vegar nokkuð á reiki og ekki hefur tekist að ákvarða að hve miklu leyti sú menning sem hér myndaðist varð fyrir írskum og skoskum áhrifum úr vesturvegi. Við vitum ekki fyrir víst hvað norrænir menn lærðu af þessum þjóðum á þeirra heimaslóðum og við vitum ekki heldur hve margir írar og Skotar komu hingað tii lands, ýmist sem eiginkonur eða ánauðugt fólk. Til þess að varpa ljósi á þau vandamál sem tengjast landnámi íslands gekkst Vísindafélag íslendinga fryrir ráðstefnu í Reykjavík laugardaginn 6. október þar sem fræðimenn af ýmsum sviðum gerðu grein fyrir rannsóknum sínum, m.a. á tímasetn- ingu landnámsins og erfiðeiginleikum ís- lendjnga í samanburði við nágrannaþjóðirn- ar. íslenskar heimildir um landnámið voru einnig athugaðar en heimildagildi Land- námu hefur verið dregð mjög í efa á undan- förnum áratugum, m.a. í doktorsriti prófess- ors Sveinbjamar Rafnssonar frá 1974 (Studier í Landnámabók). Þá hefur aldur landnámsins verið til umræðu nýverið vegna doktorsritgerðar Margrétar Hermanns-Auð- ardóttur frá 1989 (Islands tídiga bosattn- ing) um uppgröft hennar í Heijólfsdal sem benti til landnáms löngu fyrir landnámsöld en Margrét efaðist um að öskulag það sem kennt er við landnám sé frá þeim tíma sem talið hefur verið. Tilefni til ráðstefnu af þessu tagi voru því ærin. Að vísu töluðu þar hvorki Sveinbjörn né Margrét en í máli þeirra fræðimanna sem til voru kvaddir kom fram að ekki virðast hafa komið fram gögn sem breyta þeirri grundvallarhugmynd að landið hafi einkum byggst, einsog talið hef- ur verið, upp úr 870. Erfða- og mannfræðingar sýndu að miðað við núverandi hlutföll arfgengra þátta hjá íslendingum eru þeir að verulegu leyti ætt- aðir frá Noregi. Að vísu er óvissa mikil í þeim niðurstöðum sem fyrir liggja en til að nefna einhveija tölu hefur því verið slegið fram að erfðahlutföllin bendi til þess að um 14% megi rekja til íra og Skota en afgang- inn til Norðmanna. Á einum degi vannst vitaskuld ekki tími til að fjalla um alla þætti sem tengjast land- náminu. Til dæmis var ekki tekið til sérs- takrar umfjöllunar hvað í menningu land- námsmanna mætti rekja til Ira og Skota en eins og kunnugt er hefur verið bent á ýmislegt í fari Islendinga sem sé eðlilegra að rekja til menningaráhrifa vestan um haf heldur en til Noregs. Það er m.a. álitið að sérstæðir leikir landsmanna, s.n. knattleikur í fornum sögum og íslenska glíman, þekkist ekki frá Noregi en eigi sér beina hliðstæðu hjá keltneskum þjóðum frá Skotlandi niður til Bretagne í Frakklandi. Og ýmislegt smá- legt eigum við sameiginlegt með þessum þjóðum, t.d. hafa Norðmenn ekki etið söl en þann sið lærðu íslendingar og Færeying- ar af írum og Skotum. Til gamans má geta þess að Egill Skallagrímsson þekkti ekki sölin sem Þorgerður dóttir hans kom með í lokrekkjuna — en hún var þá nýlega gift inn í hálfírska fjölskyldu úr Dölunum og gæti hafa kynnst siðnum hjá tengdamóður sinni þar, Melkorku! Einnig hafa menn undrast sagnagleði og kvæðalist Islendinga umfram Norðmenn og talið að á því sviði drægju íslendingar dám af írum og Skotum sem höfðu sérstaka skáldaskóla og atvinnuhirðskáld hjá stór- mennum löngu áður en ísland byggðist. Vandinn við að meta þessi menningaráhrif felst m.a. í því að þær bækur sem við teljum vera heimild um landnám hér á landi eru heldur fáorðar um þetta svið mannlífsins. Ánauðugu fólki er eðlilega ekki mjög hamp- Um tengsl norrænna manna við gelískar þjóðir á Bretlandseyjum fram að Brjánsbardaga árið 1014. Eftir GÍSLA SIGURÐSSON Irsk húsagerð frá víkingatíma. Teikn- ingin er byggð á niðurstöðum af forn- leifauppgrefti í Dyflinni. 1

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.