Lesbók Morgunblaðsins - 17.11.1990, Blaðsíða 5
Útskorin andlitsmynd frá víkingaöld, sem fannst í Dyflinni.
Irskur silfursjóður frá því um 900.
að í ættartölum og á ritunartíma heimild-
anna var sem nú erfitt um rannsóknir á
uppruna ólíkra menningarfyrirbæra — enda
var ekki spurt slíkra spurninga í þá daga.
Á ráðstefnu Vísindafélagsins kom hins
vegar fram sá misskilningur í máli forseta
félagsins að fremur væri ólíklegt að hingað
hefðu komið margir þrælar frá írlandi og
Skotlandi því að á meðan landnám hér hefði
staðið sem hæst hefði ríkt á írlandi það sem
kallað væri fjörutíu ára friðurinn (um
874-914). Því hefðu engir þrælar verið tekn-
ir og þeir því varla komið mikið til íslands.
Þetta væri út af fyrir sig alveg rétt ef það
hefði falist í þessum friði að þrælar hafi
ekki verið teknir og enginn hafi farið í ráns-
ferð á írlandi þennan tíma. Svo er hins
vegar ekki.
Með fjörutíu ára friðnum er átt við að
ekki hafí komið nýir herir landnámsmanna
til írlands og hefur það einkum verið skýrt
með því að áþessum árum hafi menn í landa-
leit farið til Islands. Upp úr 914 hafi ísland
síðan verið orðið svo þéttsetið að landnemar
hafi aftur tekið að hugsa til írlands sem
fýsilegs áfangastaðar. Um það leyti sem
þetta „friðartímabil" hófst höfðu norrænir
menn komið sér fyrir í Dyflinni og öðrum
helstu borgum sínum á |rlandi og stunduðu
verslun og viðskipti við íra. í þeim viðskipt-
um' fólst að fara með ófriði þegar þess var
kostur. Eini friðurinn sem hægt er að tala
um hvað varðar norræna menn stóð í tólf
ár eftir 902 þegar norrænir menn voru
hraktir frá Dyflinni. Að þessu verður nánar
vikið hér á eftir.
Af umræddum misskilningi forseta
Vísindafélagsins má ætla að þeir séu marg-
ir hér á landi sem hafa ekki gefið því nægi-
legan gaum að til eru heimildir hjá írum
um þann tíma sem við köllum landnámsöld
og af þeim heimildum má fræðast nokkuð
um iðju og menningarástand ýmissa þeirra
manna sem hér námu land. Það er því
ómaksins vert að rifja þessa sögu upp með
hliðsjón af þeim menningaráhrifum sem
norrænir menn gátu orðið fyrir og reyna
um leið að rýna eftir því hvernig þrælatök-
um var háttað á írlandi á þeim tíma sem
land var brotið undir ræktun í fyrsta sinn
á íslandi.
SagaVíkingaáÍr-
LANDIEFTIR ÞARLENDUM
Heimildum
Þó að ekki sé útilokað að fréttir af gelísk-
um þjóðum hafi borist til Noregs fyrir daga
hinna eiginlegu víkingaferða er ekki hægt
að tala um veruleg tengsl á milli þjóðanna
fyrr en á níundu öid. Almennt er talið að
árás norrænna víkinga á klaustrið á eyjunni
Lindisfarne undan ströndum Norður-Eng-
lands árið 793 marki upphaf víkingatímans
á Bretlandseyjum. Norðmenn leituðu eftir
þetta landa á skosku eyjunum og settust
þar að upp úr 800 og urðu fljótlega herra-
þjóð án þess að beita ofbeldi eftir því sem
næst verður komist. Nokkru síðar eru þeir
komnir til írlands og um miðja öldina hafa
þeir hreiðrað um sig á stöðum sem lögðu
gnmninn að þróun borga og bæja á ír-
landi, með höfuðvígi í Dyflinni.
Saga víkinga á Irlandi er nokkuð ræki-
lega skráð í írskum heimildum, bæði ann-
álum og sögu frá tólftu öld, Cogadh Gaed-
hel re Gallaibh (Stríð íra við útlendinga).
Sannleiksgildi þessara heimilda er vitaskuld
ekki ótvírætt og hefur verið vegið og metið.
Almennt er þó talið að annálarnir séu nokk-
uð traustir, einkum Ulster-annálarnir (AU).
Enda þótt þeir séu skrifaðir af klerkum í
klaustrum og beri þess sterk merki þá eyk-
ur það gildi þeirra að þeir segja ekki aðeins
frá voðaverkum víkinga heldur lika frá ráns-
ferðum íra sjálfra. Stríð íra við útlending-
ana er aftur á móti miklu varasamari heim-
ild og virðist skrifuð af afkomendum Brjáns
konungs til að upphefja hann og um leið
styrkja valdastöðu þeirra á ritunartíma sög-
unnar, eins og írski sagnfræðingurinn
Kathleen Hughes hefur sýnt fram á (sjá
t.d. Early Christian Ireland: introduction to
the Sources frá 1972).
Margoft hafa menn rýnt í þessar heimild-
ir og krafið þær sagna um samskipti Norð-
manna og'Ira á Irlandi, hvers eðlis þau
hafi verið, hvað þjóðirnar hafi getað talað
saman og lært hver af annarri. Til að fá
svör við þessum spurningum hefur líka ver-
ið leitað á vit tökuorða, örnefna og fornleif a-
fræði. Margir hafa tekið til máls um þennan
vanda út frá norrænu sjónarhorni og flestir
hafa leitast við að sýna fram á friðsamlega
sambúð þjóðanna á vissum sviðum þannig
að leiðin fyrir menningarsamskipti og áhrif
gæti hafa verið opin.
Alla níundu öldina eru heimildir um ráns-
ferðir víkinga á hendur Irum en víkingar
gera einnig hernaðarbandalög við Ira sem
börðust mikið innbyrðis, bæði áður og eftir
að víkingarnir komu til írlands. Skólabækur
á Irlandi hafa lengi haldið því að börnum
að áróðursritið Cogadh Gaedhel re Gallaibh
segði satt og rétt frá og að víkingarnir
hafi komið með ófriðinn til írlands og kúg-
að friðsama íra til undirgefni við sig þar
til Brjánn konungur leiddi þjóð sína loks til
sigurs gegn útlendingunum í Brjánsbardaga
árið 1014. Þessi kenning hefur valdið nokkru
víkingahatri á írlandi, ekki ósvipað Dana-
hatrinu sem var ræktað hér í skólum með
Islandssögukennslunni. Kvað svo rammt að
þessu á Irlandi þegar tekist var á um það
á síðasta áratug hvort halda skyldi áfram
við hinn stórmerka fornleifauppgröft í mið-
bæ Dyflinnar þar sem fundust menjai' um
byggð norrænna manna að einn borgar-
stjórnarfulltrúi hélt því fram að réttast
væri fyrir íra að eyða öllum merkjum um
veru víkinga á írlandi og gera þannig minn-
ingu þeirra sem svívirðilegasta. Eins og
kunnugt er var ekki hægt að ljúka uppgreft-
inum áður en húsbyggjendur tóku völdin
og sendu jarðýtur sínar inn á lóðina þar sem
norrænir menn byggðu bæ sinn í upphafi
tíundu aldar. Enginn veit hversu mikið fór
forgörðum í þeirri framkvæmdagleði.
VÍKINGAR VORU EKKIBARA
RÁNSMENN
Á síðustu áratugum hafa fræðimenn á
írlandi og Bretlandi eins og P. Sawyer (í
The Age of Vikings frá 1962) og A.T. Luc-
as (í greinum frá 1966 og 1967) endurmet-
ið hlutverk víkinga nokkuð í írsku þjóðfé-
lagi og komist að líku-m niðurstöðum og
þeir norrænu fræðimenn sem leituðu að
heimildum um menningartengsl áður. í kjöl-
far þessara rannsókna er því ekki lengur
litið á víkinga eingöngu sem innrásarher
heldur sem eins konar farandhóp kaup-
manna, sjóræningja og landnámsmanna sem
gegndi svipuðu hlutverki í valdabaráttu á
Irlandi og hver annar ættbálkur þar. í því
sambandi er til dæmis bent á að annálar
segja frá því að írar sjálfir fóru um landið
og rændu kirkjur ogklaustur áður en víking-
ar komu þangað. írar sameinuðust síðan
víkingum í ýmiss konar bandalögum sem
sýnir að víkingar hafa ekki unnið sér annað
til óhelgi á Irlandi en það sem þeir gátu
lært af innfæddum við komuna til landsins.
Það er því óhætt að segja að víkingar
hafi stundað ránskap þar sem varnir voru
litlar fyrir, sett upp kaupmannssvipinn þeg-
ar þeir sáu ekki fram á auðveldan sigur
með ofbeldi og síðan sest að þar sem land-
rými var nægilegt og þá jafnvel tekið með
sér búpening að heiman. Víkingar hafa ekki
verið annað hvort ræningjar, friðsamir
kaupmenn, eða landnámsmenn heldur voru
þeir allt í senn eftir því hvað hentaði best
hveiju sinni.
Þessi breyttu viðhorf hafa síðan leitt til
þess að menn hafa ekki sinnt því sem skyldi
að víkingarnir voru vitaskuld ekki friðsamir
menningarfulltrúar og Hughes hefur áréttað
að áhrif víkinganna voru vissulega mikil.
Þannig eru_á árunum 831-881 dæmi um tíu
ránsferðir Ira en 83 ránsferðir víkinga. Á
bilinu 881-919 greina heimildir frá sex rán-
um Ira á meðan víkingar standa fyrir 27.
Eftir þetta sækja írar í sig veðrið og kom-
ast fram úr norrænum mönnum á 11. öld
þannig að niðurstaðan er sú að ófriðaráhrif
víkinga megi ekki vanmeta.
Undir lok níundu aldar verða innbyrðis
átök hjá norrænum mönnum í Dyflinni. Við
það veikist staða þeirra, þeir flytja smám
saman úr bænum og þeir síðustu hrekjast
í burtu árið 902 undan írskum nágrönnum
sínum. Frá 914 byija þeir að heija aftur' á
írland og Dyflinni verður miðstöð þeirra á
ný en svo virðist af fornleifum sem þeir
hafi reist bæ sinn nokkru neðar með ánrii
í þetta sinn. Talið er að byggðin á níundu
öld hafi verið á bakka Liffey-árinnar þar
sem nú eru hverfin Kilmainham og Island-
bridge. Þeir víkingar sem komu til Dyflinn-
ar á fyrri hluta tíundu aldar settust hins
vegar að nokkru neðar með ánni og ekki
fundust neinar menjar um fyrri byggðina í
fornleifauppgreftinum sem áður var nefnd-
ur. í staðinn fyrir að vera afmarkaður hóp-
ur urðu norrænir menn brátt þátttakendur
í valdabaráttu íra sjálfra á 10. öld og kem-
ur það hlutverk þeirra skýrt fram í Bijáns-
bardaga hundrað árum síðar.
Hið hefðbundna viðhorf var að í Bijáns-
bardaga hefðu Irar loks sigrast á erlendum
innrásarher og þar með hefði veldi Norð-
manna í Dyflinni liðið undir lok. Nú hefur
þetta þjóðlega viðhorf orðið að víkja og litið
er á Brjánsbardaga sem lið í valdabaráttu
innanlands. í honum hafi Leinstermenn í
austri risið gegn veldi Bijáns konungs í
suðri, og þar hafi norrænir bandamenn
Leinstermanna verið í aukahlutverki. Þetta
aukahlutverk norrænna manna er í raun
ekki svo frábrugðið því sem þeir léku að
einhveiju leyti strax á níundu öld þegar
þeir mynduðu hernaðarbandalög við Ira og
tóku þátt í innanlandsdeilum þeirra.
En hvað má segja um samskipti þjóðanna
í menningarmálum? Að hve miklu leyti
kynntust norrænir menn írskri menningu
og hvað vissu írarnir mikið um menningu
gestanna? Talaðist þetta fólk við? Sagði það
hvert öðru sögur?
Niðurlag birtist í næstu Lesbók.
Höfundur starfar sem þjóðfræðingur á Stofnun
Áma Magnússohar og hefur m.a. stundað nám
í miðaldafræðum á írlandi. Hann er höfundur
bókarinnar Gaelic Influence in lceland: Histor
ical and Literary Contacts. A Survey of Re-
search (1988).
Á víð og dreif
Dulið ólæsi
ári læsis er dulið ólæsi
skilgreint hérlendis sem
skortur á skilningi
texta, einkum varðandi
ýmiskonar skilríki og
skýrslugerð sem þegnar
lýðveldisins verða að
standa skil á til stjóm
valda og þeim eru send til útfyllingar. Einn-
ig er hér um að ræða skilning á almennri
umræðu og yfirlýsingum stjórnvalda og
umfjöllun og útlistunum hagfræðinga, þjóð-
arspámanna og hinna ýmsu hagdeilda rikis-
valdsins um ástand og horfur í efnahagsmál-
um. Menntageirinn virðist einnig búa við
þennan skilningsskort eða dulið ólæsi þegn-
anna. Lög, reglugerðir og tilskipanir stjórn- ■
valda koma hér einnig til. Eftir því sem
afskipti og umsvif ríkisvaldsins aukast á
fleiri og fleiri sviðum eykst skriffinnskan.
Dulið ólæsi eða skilningsskortur kemur út
á eitt, nema hvað hugtakið skilningsskortur
er skýrara. Af hveiju stafar skilningsskort-
ur? Undirstaða réttarríkisins em lögin og
lögin verða að vera skýr og einnig þær reglu-
gerðir sem þeim fylgja. Oljósar reglugerðir
og lög sem eru ekki ótvíræð hljóta að ala
á skilningsskorti. Sama er að segja um fyrir-
mæli og tilkynningar opinberra aðila. Leið-
beiningar sérfræðinga og útlistanir þeirra
um fjármál, menntamál, félagsmál og at-
vinnumál verða að vera á skiljanlegu máli,
skýrar og skorinorðar. Því fór fjarri að talað
væri um dulið ólæsi eða skilningsskort á
fyrirmælum og tilkynningum stjórnvalda
fyrir nokkrum áratugum. Þessi skilnings-
skortur er nýr af nálinni og mun stafa af
því að misbrestur er á að textamir séu samd-
ir á skýru máli. Þeir eru margir hveijir illa
samdir á lítt skiljanlegu stofnanamáli. Sú
stofnun ríkisvaldsins, sem falin er umsjá
almennrar fræðslu, þ.e. skólakerfið, hóf á
sínum tíma útgáfu leiðbeiningarita og
kennslubóka á máli, sem var aðfinnsluvert.
Skólaþróunardeild menntamálaráðuneytis-
ins reið þar á vaðið.
Tilburðir til svonefndrar íslenskrar skóla-
stefnu hafa leitt til ófullnægjandi kennslu
í þjóðtungunni og þar með var slakað á
öllum kröfum um skýrleika og nákvæmni.
Þessi óheillastefna veldur því að aukið magn
illa saminna og kauðalegra texta ríkisstofn-
ana flæðir yfir þjóðina, sem á oft erfitt með
að skilja hvað um er fjallað. Þar er komið
það „dulda ólæsi“ eða skilningsskortur. Þeir
sem semja texta þessa, þ.e. þá lítt skiljan-
legu, virðast hamlaðir af óskýrri hugsun,
skorti á skilningi orða og hugtaka, sem mun
fyrst og fremst stafa af ófullkominni upp-
fræðslu í íslenskri tungu. Sé horft til bók-
mennta og skáldskapar, þá er tekið að örla
á skilningsskorti einnig þar. Þá er vart
hægt að telja, að orsökin sé lélegur texti,
sem höfundar og skáld hafa sett og setja
saman, heldur hrein vanþekking á málinu
sjálfu.
Dulið ólæsi eða skilningsskortur eykst í
réttu hlutfalli við óskýrleika opinberra texta
og þar sem textar eru skýrir og skilning
brestur, er ástæðan niðurkoðnun móður-
málskennslunnar í skólakerfi lýðveldisins.
Talað er um að flestir stálpaðir íslendingar
séu læsir á bók, en að skortur sé á skiln-
ingi textans sem í bókinni stendur. Manni
skilst að „átakið" beinist að því að auka
skilninginn. Þeir sem standa að þessu
„átaki“ eru samstarfshópar, vinnuhópar og
átakahópar gerðir út af yfirstjórn mennta-
mála lýðveldisins og þeim aðilum innan
stjórnsýslu og fræðslukerfis sem mótað
hafa skólastefnuna undanfama áratugi. Nú
er að sjá, hvort skilningur þeirra hrekkur
til. að auka skilning þjóðarinnar á lesnum
textum en í því mun „átakið" einkanlega
fólgið.
SIGURLAUGUR BRYNLEIFSSON
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 17. NÓVEMBER 1990 5