Lesbók Morgunblaðsins - 17.11.1990, Page 7
Edvald Eilert Möller fékk atkvæði allra
erþátt tóku íkosningunum, eða 12aIIs.
Ari Sælmundsson umboðsmaður,
9 atkvæði.
dilk á eftir sér. Velja átti fimm bæjarfull-
trúa og einn endurskoðanda bæjarreikninga.
Tólf neyttu átkvæðisréttar síns. Fyrsti kjós-
andinn til að fá nafn sitt skráð í kjörbók
Akureyrar var „madame“ Vilhelmína Lever.
Það óskiljanlega við þetta er að konur á
íslandi fengu ekki rétt til þátttöku í opinber-
um kosningum fyrr en 1882, og þá aðeins
til sveitarstjórna. Vilhelmína varð þannig
fyrsta konan hér á landi til að taka þátt í
opinberum kosningum. Kannski er skýring-
una á þessum snemmborna rétti hennar að
finna í óaðgæslu íslenskra þingmanna og
merkingarmun orða í íslensku og dönsku.
Þegar fjallað er um kosningaréttinn í 3.
grein tilskipunarinnar frá 29. ágúst 1862
er rætt á dönskunni um „alle fuldmyndige
Mænd“. En í frumvarpnu, sem fór frá al-
þingi til konungs 1859, var á sama stað
talað um „menn“. Danirnir hafa vafalítið
átt við karlmenn eina og enda þótt frændur
þeirra norður í Ballarhafi væru svolítið
fijálslyndari í kvenréttindamálum þá er ekk-
ert sem bendir til þess að þeir hafi strax í
öndverðu ætlað að veita konum kosninga-
rétt til bæjarstjórna á Akureyri. En tungu-
málið lýtur ekki nema að litlu leyti kreddu
hvers tíma og á Islandi er kona líka mað-
ur. Þetta er raunar eina sennilega skýringin
á því að kjörstjórnin skyldi ekki hindra Vil-
helmínu í að kjósa. En vegna þess að kjör-
skráin sjálf er týnd verður ekki séð hvort
Stefán sýslumaður setti hana ótilneyddur á
skrá, þá í skjóli borgaralegrar stöðu hennar
og útsvarsgreiðslna eða hvort hún sótti
kosningaréttinn með kæra.51
Jafnhliða því að Vilhelmína kaus bæjar-
fulltrúa eftir sínu höfði var öðrum málsmet-
andi borgara á Akureyri meinað að gera
eins. Þetta var hinn sextugi ritstjóri Norðan-
fara og fyrrverandi hreppstjóri í kaupstaðn-
um Björn Jónsson. Björn virðist þó ekki
hafa hreyft málinu af neinum krafti fyrr
en nokkrum mánuðum síðar og þá án árang-
urs. Þremenningarnir í kjörstjórninni neit-
uðu staðfastlega röksemdum ritstjórans og
vitnuðu í sveitarbók Hrafnagilshrepps. Þar
stóð svart á hvítu að Björn hefði ekki greitt
nema 16 fiska í útsvar yfir fardagaárið sem
gerði 1 ríkisdal og 85 skildinga. Björn sætti
sig illa við þetta svar enda hafði hann hýst
óvinsælasta sVeitarlim hreppsins, Jóhann
Mohr, lengur en honum bar og því fengið
niðurfellingu á útsvarinu sem hreppstjóri
Hrafnagilshrepps mat upp á 12 fiska. En
kjörstjórnin hvikaði ekki frá skoðun sinni.
Ekkert af þessu um Mohr og Björn var
skráð í hreppsbókina. Þar stóð aðeins að
Mohr hefði verið komið fyrir hjá Steincke
verslunarstjóra og með honum lagðir ár-
langt 343 fiskar sem þótti há upphæð.52
Og við þetta sat.
En kjörstjórnin fékk annað og sýnu alvar-
legra verkefni að glíma við þegar niðurstöð-
ur kosninganna lágu ljósar fyrir. Sá maður
Jón Finsen læknir fékk 11 atkvæði.
Níu kusu barnakennarann Jóhannes
Halldórsson.
sem fengið hafði flest atkvæði, tólf alls,
neitaði að taka sæti í bæjarstjórninni. Þetta
var selaskyttan, smiðurinn og verslunar-
stjórinn Edvald Eilert Möller. Strax sama
dag og kjörið fór fram lýsti Möllerþví yfir
að í ljósi þriðju greinar kaupstaðarreglu-
gerðarinnar fyrir Akureyri, sem bannaði
hjúum að kjósa og vera í kjöri, hefði hann
hvorki atkvæðisrétt né kjörgengi. Kjör-
stjórnin brá við hart, hafnaði túlkun verslun-
arstjórans og vísaði málinu til amtsins.
Þrímenningarnir gátu engan veginn fallist
á þá túlkun Möllers að faktor væri ekki
annað og meira en venjulegt vinnuhjú.53
Skoplega hliðin á þessu máli var sú að jafn-
framt því að Stefán Thorarensen, sýslumað-
ur og formaður kjörstjórnarinnar, fann rök-
semdir faktorsins léttvægar fól hann amtinu
að leggja dóm á deiluna. En Pétur Havstein
hafði farið utan árið áður og var enn í
Kaupmannahöfn. Sýslumaður Eyfirðinga,
formaður kjörnefndar Akureyrarkaupstaðar
og amtmaðurinn yfir Norður- og Austurum-
aæminu var því einn og sami maðurinn,
Stefán Thorarensen sjálfur.
Ekki var alveg frítt við að hinir nýkjörnu
bæjarstjórnarfulltrúar, Jón Finsen læknir,
Jón Stephánsson timburmaður, Jóhannes
Halldórsson barnakennari og Ari Sæmunds-
en umboðshaldari, kímdu að þessum
ógöngum sem kjörnefndin var lent í. Hinn
4. apríl 1863 komu þeir saman í fyrsta
skipti og kusu Ara til að vera oddvita og
Jóhannes varaoddvita. Möller lét ekki sjá
sig. Níu dögum síðar söfnuðust bæjarfulltrú-
arnir saman öðru sinni. Þeim hafði verið
boðin stofa á leigu undir fundi bæjarstjórn-
arinnar á 32 skildinga fyrir hvert skipti sem
Timburmeistarinn Jón Chr. Stepháns-
son, 11 atkvæði.
hún væri notuð. Fjórmenningunum þótti
bærinn of fátækur til að borga slíka leigu
og ákváðu að fyrst um sinn skyldu þeir
skiptast á um að skjóta skjólshúsi yfir fundi
bæjarstjórnarinnar. Möller var enn við sama
heygarðshomið og mætti ekki. Hann var
staðráðinn í að hafa úrskurð kjörstjórnarinn-
ar að engu. Félögum hans í bæjarstjórninni
sýndist að dráttur gæti orðið á því að málið
leystist „þarsem kjörstjórinn er nú einnig
settur amtmaður, og þykir þannig að líkind-
um fara, að það er kjörstjóri úrskurðar,
muni amtmaður í sömu persónu trauðlega
ónýta.“54
Það fór líka svo að Stefán vísaði deilunni
til dómsmálastjórnarinnar í Kaupmannahöfn
en hún lét málið í hendurnar á Pétri Hav-
stein, sem var ennþá í borginni, og sagði
honum að skera úr því.55 Pétur var sam-
mála kjörstjórninni og skipaði Möller að
taka sæti sitt í bæjarstjórninni. Möller hlýddi
enda er ákaflega ólíklegt að honum hafi
gengið nokkuð annað til en skyldurækni við
húsbændur sína og bæinn þegar hann
hleypti deilunni af stað. í september komu
allir bæjarfulltrúarnir fimm saman í fyrsta
sinnið.
Skipti á ómögum höfðu þá þegar farið
fram og í október var rekið smiðshöggið á
aðgreiningu Akureyrarkáupstaðar frá
Hrafnagilshreppi.56 Aðskilnaðurinn hafði
farið fram í sátt og samlyndi og þeirri reglu
fylgt að því sem kom til deilingar, hvort sem
um var að ræða sveitarlimi, skuldir eða
annað, skyldi skipt upp í hlutföllunum '/*
og 5A þar sem lægra hlutfallið, 4A, kom á
bæinn en það hærra á hreppinn. Þetta hlut-
fall var fundið með því að reikna út útsvars-
greiðslur þessara tveggja aðila til sveitarinn-
ar síðastliðin tólf ár og var það mál manna
að hér væri mjög réttlátlega að verki staðið
og ef eitthvað þá gengi „heldur út yfir
Akureyri, en ekki hreppinn".57
Höfundur er sagnfræðingur.
48Tíðindi frá Alþingi íslendinga, 1861, 1. b., bls.
696.
49Þjskj., sss. Eyjaf. IV. B. 27., 3. jan. [hefur misrit-
ast fyrir 3.feb.] 1863, „Akureyri", Norðanfari mars
1863, bls. 22.
“Hskjs. Ak.Eyf., H-10. 4„ bls. 351-361.
s Gísli Jónsson, Konur og kosningar, bls. 7-8; Lovs.
for Isl., 18. b„ bls. 39 og 401.
“Hskjs. Ak.Eyf., S-8. 9„ 31. mars og 2. nóv. 1863,
H-10. 4„ bls. 363.
53Þjskjs„ sss„ Eyjaf. III. 9„ Stefán Thorarensen til
amtsins 14. apríl 1863.
SJHskjs. Ak.Eyf., A-25. 1„ 13. apríl 1863.
^Tiðindi um stjórnmáiaefni íslands, 1. b„ bls.
729-730.
“Þjskjs., sss„ Eyjaf. IV. B. 27., 17. apríl og 1.
okt. 1863.
"TíðindifráAlþingi[siendinga, 1859,1. b„ bls. 684.
ÞORVARÐUR
HJÁLMARSSON
Götumynd
við Vetrar-
höllina
í úrhelli
Kona með grátandi
barn í fangi
biður ekki um leyfi
hennar heimur
er ekki húsið
hátt og hlýtt
heldur kjökrið
við brjóstið.
Morgunn
á brautar
stöðinni
Nytsemd nauðhyggjunnar
miklu:
að hrifsa ...
gamlir menn á brautarpöllunum,
skrýddir heiðursmerkjum
riðandi hallast þeir
fram á stafprik sín
og gaumgæfa útundan sér
framandi andlit.
Við minnsta titring brautarpallsins
líta þeir upp oghorfa með augum
án fagnaðar, án værðar, án vonar,
beygðum augum óbærilegrar
vitneskju
og gleyma ekki
eina einustu stund
að ekkert er
utan það sém var
og hægt er eilíflega
að tengja,
sífelldri endurnýjun
óskapnaðarins.
Höfundur er ungt skáld og hefur gefið út 2 Ijóðabækur.
EYÞÓR RAFN
GISSURARSON
Finndu
Heyrirðu hvernig vindurinn ýlfrar
ungi maður
hlustaðu á þytinn í laufinu
þegar haustar
Finndu þögnina þegar kvöldar
á miðjum vetri
Nemurðu alla þá strauma
sem lífið ber með sér
Og óttinn, hreystin, gleðin og
sorgin
búa öll í þér
og þú veist, þú veist
að það vakir einhvei;
yfir þér
Höfundur er ungur Kópavogsbúi.
Saga Akureyrar
l.bindi
Sögu Akureyrar er skipt í þrjá meginhluta og greinist hver þeirra í sérstaka kafla.
Fyrsti hlutinn nær frá landnámsöld og fram til þess tíma að Akureyri fékk kaupstaðarrétt-
indi í fyrra sinni, árið 1786. Segir þar frá komu Helga hins magra til Eyjafjarðar, land-
námi, harðindum og mannfelli.
Næsti meginhluti hefst árið 1787 og greinir frá margvíslegum hremmingum kaup-
manna, deilum um kaupstaðarlóðir á Akureyri, fyrsta hjónaskilnaðinum í kaupstaðnum
og aðdraganda þess að Akureyri breyttist úr kaupstað í höndlunarstað, svo eitthvað sé talið.
Þriðji og seinasti meginhlutinn þekur tímabilið frá 1836 til 1862 en í ágúst það ár
fékk Akureyri kaupstaðarréttindin öðru sinni, þeim er hún hefur haldið óslitið síðan. Fjöl-
yrt er um brauðstrit bæjarbúa á þessu árabili, baráttuna fyrir prentsmiðju og kirkju, lög-
gæslu og fyrstu bæjarstjórnarkosningarnar. Reynt er að draga upp mynd af umráða-
svæði kaupmanna og hvernig bærinn tók smám saman að vaxa út frá eyrinni neðan
undir Búðargili; fyrst upp gilið og suður Fjöruna og síðar út á Oddeyri.
I bókinni bregður fyrir fjöldamörgum einstaklingum. Ritstjörinn Björn Jónsson kemur
víða við enda var hann flestum eljusamari að efla hag Akureyrarkaupstaðar. Vilhelmína
Lever stígur fram á sjónarsviðið en hún varð fyrst íslenskra kvenna til að taka þátt í
opinberum kosningum þegar hún kaus í bæjarstjórnarkosningunum á Akureyri 1863.
Vilhelmína var við ýmislegt riðin um dagana, stundaði kaupmennsku, veitingastörf og
var um tíma ábúandi Möðruvalla í Hörgárdal. Þá kynnumst við Geirþrúði Thorarensen,
einni ríkustu konu íslands, og baráttu hennar við „kerfið“ og tengdasynina.
Saga Akureyrar, 1. bindið, endar þar sem bærinn hefur fengið kaupstaðarréttindi
og bæjarbúar hafa kosið sér bæjarstjórn, þá fyrstu í sögunni.
LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 17. NÓVEMBER 1990 7