Lesbók Morgunblaðsins - 17.11.1990, Page 8
í mynd frá þessu ári, sem birt er í danska
listtímaritinu Fredag, er ein með landslagi
úr Rauðhólunum innan við Reykjavík, eftir
því sem Oddur segir. Nafnið á henni er jafn
furðulegt og allt annað: „Maður líkir eftir
skýi“. Seiseijú, mikil ósköp, þarna er dular-
fullt ský, sem snýr uppá sig eins og hrúts-
horn. Hinsvegar veit ég ekki hvernig maður-
inn líkir eftir skýinu. Hann er nakinn, nema
hvað hann hefur yfir sér eitthvað sem líkist
skinnpjötlu. Hann virðist helja upp raust
sína og gæti sagt eins og fornkappinn: „hitt
veit ég, að af er fóturinn", því sá vinstri
er stífður ofan við mitt læri. Maðurinn situr
á sillu utaní þessum brunahóli, ættuðum
úr Rauðhólum og er studdur priki. Á jafn-
sléttunni liggur hins vegar kona, nakin að
því er virðist og hefur dregið frumstæðan
svefnpoka frá fótum og upp að brjóstum
sér. Fegurðin liggur í litunum og sjálfri
útfærslunni. Óhugnaðurinn liggur í ástandi
þessa fólks.
Dimmleitir hraunhólar mynda líka bak-
svið annarrar myndar frá 1989, sem ber
heitið „Dögun“. Bak við hnjúka, sem gætu
átt uppruna sinn við Landmannalaugar,
myndar ljós dagsbrún sterka andstæðu við
landið. Á himni eru endurtekin svotil ná-
kvæmlega eins fimm pör af skýjum. En í
forgrunni blómstrar undarlegt mannlíf sem
fyrr: Fjórir hálfnaktir menn á rauðleitum
bruna. Eftir andlitunum að dæma gætu
þeir verið dauðir, en sitja þó uppi, líkt og
þeir hafi stirðnað sitjandi.
Ekki er síður eftirminnileg mynd af konu
í svörtum kufli og heitir „Kona með hand-
fang af hurð“. (Sjá forsíðu) Hraundrangur
vestan af Arnarstapa er eins og dýrshaus
á bak við hana, en lengra að baki er fjallið
Axlarhyma, kennd við bæinn Oxl, þar sem
sá frægi morðingi Axlar-Björn bjó.
Konan mundar handfangið líkt og vopn
fegurð og óhugnaður. Hún skildi eftir áleitn-
ar spurningar, sem engin svör fengust við.
Odd Nerdmm gefur ekki heldur neinar
skýringar. Ég minntist á þetta við hann í
upphafi samtals okkar og ég fann að honum
þótti vænt um að ég hafði þó séð eitthvað
eftir hann. Eru þessir dularfullu menn eftir-
lifandi eftir gereyðingarstríð og skýla nekt
sinni með skinnum á meðan þeir gæta vatns-
ins, sem alltaf hlýtur að vera forsenda
lífsins?
Ekkert svar. Odd Nerdrum brosti og
strauk hárlokkana frá regnvotu andlitinu,
sagði svo:
„Ég veit eins og nærri má geta sjálfur
hvað um er að vera þarna, en ég segi ekki
frá því. Ég hef það fyrir mig.“
Hin myndin á sýningunni í San Fransisco
hét „Járn-lögmálið“. Tveir naktir menn
standa andspænis hvor öðrum í eyðilegu
landslagi; annar reiðir til höggs, hinn beyg-
ir sig undir höggið. Mér kom á óvart, að
hér var málarinn fús til að gefa skýringu.
Hann sagði:
„Þetta lögmál er samkomulag j)ess sem
slær og hins, sem tekur við högginu. Það
er samkomulag, þess, sem pínir — og hins
sem píndur er. Baksviðið er berangur, það
er óákveðið landslag. Þetta var þó áður en
ég fór að nota íslenzkt landslag sem bak-
svið“.
íslenzkt landslag? Jú reyndar. Odd Nerd-
listsagnfræðinginn Jan Petterson. Hann
Segir í upphafi ritgerðar sinnar, að Odd
Nedrum hafi fæðst í sama skugga og Ed-
vard Munch dó, — nefnilega skugga Hitl-
ers. Munch féll frá 23. janúar, 1944 og tíu
vikum síðar fæddist Odd Nerdrum.
Munch dó, — nefnilega skugga Hitlers.
Munch féll frá 23. janúar, 1944 og tíu vik-
um síðar fæddist Odd Nerdrum.
Hann flettir bókinni, bendir á nokkrar
myndir og segir: „Þetta er íslenzkt lands-
lag. Hér hef ég notað eitthvað sem ég sá
í Rauðhólunum. Og þessi drangur er ættað-
ur úr Heiðmörk.
Ég kom hingað fyrst 1986. Síðan hef ég
verið bergnuminn af landinu. í gær var ég
að koma innanúr Landmannalaugum.
ímyndaðu þér, þar eru fjöll úr grænum
steini. Og allskonar liturn."
Odd reynir þó ekki að líkja eftir litnum.
Fremur að hann noti formin og karakter
landsins. Berangurinn. Segir:
„Mér heyrist á íslendingum, að útlendir
málarar geti ekki málað ísland svo vel fari.
En það er ekki til nein ein „rétt“ aðferð til
að mála landslag. Ekki heldur til að mála
íslenzkt landslag. Ég líki ekki beinlínis eftir
neinu. Tek ekki ljósmyndir. Legg aðeins á
minnið og geri einstaka riss af útlínum. En
ég hef lika séð hvernig Kjarval málaði lands-
lag. Stórmerkilegur málari Kjarval. Fjalla-
mjólkin hans er gott dæmi um, hvernig
hægt er að nýta sér landslag án þess að
mál'a það eins og það er.
Oddur - svo nafnið sé beygt á íslenzka
vísu - sviðsetur fólk í þeirri auðn, sem hann
finnur á íslandi. Norskt landslag var óbrúk-
legt til þess^ og hann hefur ekki notað það
í myndir. í auðninni ríkir ástand, sem
kannski má segja að sé yndislegur óhugnað-
ur. Það hefur ekki farið framhjá Oddi, að
hraunið geymir kynjamyndir; þar er margt
andlitið, ef vel er að gáð. Þessi andlit lands-
ins sjást sumstaðar, en óljóst þó. Ailc gegn-
ir það hlutverki sviðsmyndar utanum ein-
hverskonar mannlif sem heyrir engum tíma
til, en sýnist mótað af ógurlegri katastrófu,
eða ragnarrökum.
Dögun, 1989. 1.91x2.84m. Baksviðið er
og sýnist til alls líkleg. Annað auga hennar
er skakkt, önnur ermin rauð og svarta skinn-
húfu hefur hún á höfði.
Þótt málunartæknin sé frá fyrri öldum,
eru þessar myndir engum öðrum líkar. Með
tímanum er eins og Oddur hafi orðið fyrir
áhrifum frá þeirri einföldunaraðferð í mynd-
list, sem nefnd hefur verið naumhyggja. En
í stað þess að nútíma naumhyggjumálverk
er oftast afar náttúrulaust og blóðlítið, tekst
Oddi að gera sínar myndir safaríkar og
kröftugar.
Hver er svo staða þessa merkilega mál-
ara í föðurlandi sínu, þar sem myndlistar-
menn hafa fram til þessa staðið í skugga
Munchs og æði margir verið undir áhrifum
frá honum? Odd Nerdrum er eins og áður
segir fæddur 1944 í Helsingborg í Svíþjóð,
þar sem foreldrarnir voru þá stundina, því
þau voru virk í andspyrnuhreyfingunni gegn
Þjóðveijum og norskum kvislingum og voru
því oft á faraldsfæti.
Á barnsaldri nam Qddur við Steinerskól-
ann i Járna í Svíþjóð þar sem rithöfundur-
inn Jens Björnebo varð kennari hans. í skól-
anum átti drengurinn ekki samleið með
öðrum börnum, en Björnebo þóttist finna í
honum óvenjulegt næmi og listræna hæfi-
Við höfðum mælt okkur mót í Norræna Húsinu
einn slagveðursdag í september og margir litu
upp, þegar málarinn skálmaði inn í húsið í
rosabullum og íslenzkri sauðskinnskápu utan-
yfir þykkum leðurjakka, en sítt grá sprengt
Stutt spjall við ODD
NERDRUM, norskan
málara, sem hefur getið
sér alþjóðlega frægð þótt
hann syndi á móti
straumi og gefi
samtímanum langt nef.
Myndir hans, málaðar
með tækni gömlu
meistaranna, heyra
engum sérstökum tíma
til.
hárið stóð í allar áttir. Mér flaug í hug, að
hér vantaði aðeins atgeirinn til þess að
Skugga-Sveinn væri kominn ljóslifandi.
Hann heilsaði dræmt og hefur kannski búizt
við þeirri hremmingu að þurfa að tala við
einn af þessum blaðamönnum, sem spyrja
vandræðalegra spurninga um aukaatriði
eins og skólagöngu en forðast allt sem
máli skiptir.
Ég vissi fyrst um tilvist Odds Nerdrum
fyrir fjórum árum, þegar ég var á ferð um
Bandaríkin og sá sýningu á listasafni í San
•Fansisco. Þar voru tvær mjög stórar mynd-
ir eftir Odd, og af öllu sem ég sá af myndlist
í sjö borgum þar vestra urðu mér þær minn-
isstæðastar. Kannski var það vegna þess
að þær voru engum öðrum líkar; málaðar
með lazurtækni eins og Rembrandt og fleiri
fyrri alda málarar nptuðu. Ekki var mynd-
efnið síður sérstætt. I annarri myndinni, sem
hét „Verndarar vatnsins", stóðu þrír menn
í einhverskonar varðstöðu. Allir voru þeir
klæddir skinnum og með skinnhúfur. En
forsögulegir voru þeir ekki, því þeir báru
nútíma byssur. I þessari mynd var í senn
Ljósm:Lesbók/S verrir.
Odd Nerdrum.
Engiim er
Oddur líkur