Lesbók Morgunblaðsins - 17.11.1990, Side 15
Siglt eftir Rín
Ferðatilboð
frá Þýskalandi
Á meginlandinu er stöðugt verið að hvetja ferðamenn til að
ferðast fremur með lestum eða fljótabátum en að fljúga milli
áfangastaða. Og ekki að ástæðulausu. Flugvellir eru alltaf að
verða ásettari, en lestir taka við farþegum sínum og skila
þeim beint inn í miðborgir í stað seinvirks bókunarkerfis á
flugvöllum, biðtíma eftir flugtaki og flutninga milli borgar-
kjarna og flugvalla.
Flugvallahraðlest milli
Frankfurt og Stuttgart
Ný Lufthansa-hraðlest var tek-
in í notkun í vor og gengur beint
frá Frankfurt-flugvelii inn á aðal-
brautarstöð í Stuttgart. Lestin fer
tvisvar á dag og tekur 120 far-
þega í sæti. A leiðinni bjóða braut-
arþjónar upp á öl og kalda smá-
rétti. Miðaverð er hið sama og
flugmiðaverð sömu leið. Stuttg-
art-hraðlestin stækkar brautarnet
Lufthansa, en fjórum sinnum á
dag ganga lestir frá Frankfurt-
flugvelli til Dusseldorf, Bonn og
Kölnar.
Eftir Elbu-ánni til
Magdeburg
Tvö ný Rínarskip í skipafélag-
inu Köln-Dusseldorf hefja sigling-
ar í apríl ’91, þegar sumarferðir
hefjast eftir ánni Elbu. Sjötíu ferð-
ir eru áætlaðar fram í október frá
Lauenburg til Bad Schandau,
Dresden (6 dagar) og til Magde-
burg-Bad, Schandau (4 dagar).
Verð á 6 daga ferð er um 71.280
kr. og 4 daga ferð um 47.520.
kr. Nýju skipin eru með 64
tveggja manna káetur og sérstak-
ar vélar fyrir grunnsiglingar.
Upplýsingar hjá: Köln-Dusseldorf,
Deutsche Rheinschiffarhrt, Fran-
kenwerft 15, D-W 5000 Köln 1.
sími: 0221/2088235.
Hansaborgirnar þrjár
Boðið er upp á rútuferð milli
Hansaborganna þriggja, Bremen,
Hamborgar og Lubeck. Innifalin
er gisting í þijár nætur (ein í
hverri borg) hálft fæði óg skoðun-
arferð um borgirnar. Hótelgisting
er í mið-gæðafiokki en öll her-
Rómantíska, gamla Hamborg
við rætur Michaelis-kirkju
geymir nú listasöfn, veitinga-
hús og fornverslanir í 17. aldar-
húsunum sem byggð voru fyrir
fálækar ekkjur.
bergi eru með baðherbergi. Verð
á mann í tveggja manna her-
bergi: 11.736. kr. Upplýsingar
hjá: Tourismus-Zentrale, Ham-
burg GmbH, Burchardstrasse 14,
D-W 2000 Hamburg 1. Sími:
0451/1228190.
Hinn hagsýni ferðamaður
Ogildir leikhúsmiðar
á margföldu verði!
Kaupið ekki leikhúsmiða í London
af götusölum, nema athuga fyrst
verð í miðasölu!
Af hverju er manni alls staðar sagt, að vonlaust sé að fá miða
á söngleikina Miss Saigon, The Pliantom of the Opera, Les Miséra-
bles eða Starlight ExpressZJEr það liður í að upphefja vinsældir
þeirra? Undirrituð komst að raun um í sumar, að yfirleitt er
hægft að kaupa miða á síðustu stundu á.flesta söngleikina í miða-
sölu leikhúsanna eða í miðasölu á brautarstöðvum. Látið ekki
götusalana plata ykkur! Þeir notfæra sér orðróminn um að von-
laust sé að fá miða nema pantað sé löngu fyrirfram og reyna
að þröngva miðum upp á ykkur á inargföldu verði — miðum sem
jafnvel eru ógildir!
Miss Saigon er nýjasti söngleik-
urinn á fjölum Lundúnaleikhús-
anna, en hinir eru búnir að ganga
um árabil við feikna vinsældir.
En það er ekki þar með sagt að
útilokað sé að fá miða. Alltaf er
eitthvað um að fólk sæki ekki
pantaða miða. Um klukkutíma
fyrir sýningu er byrjað að selja
ósótta miða. Mætið þá eða jafnvel
rétt áður en sýning hefst og oftar
en ekki er hægt að ná í miða.
En gætið ykkar! Framan við
leikhúsið er setið fyrir ykkur.
unni var mér tjáð, að ýrnsir stund-
uðu þá iðju að selja gamla ógilda
miða fyrir margfalt verð! Það
væri hræðilegt að standa uppi
með dýra miða sem veittu svo
ekki einu sinni aðgang!
Children of Eden er nýr söng-
Ieikur sem verður frumsýndur 19
desember í Prince Edward-leik-
húsinu. Hann gengur út á sköpun
heimsins, flóðið og endar þegar
örk Nóa nær að Ararat-fjalli.
Bresku jólaleikritin eru ávallt
byggð á einhveiju þekktu ævin-
Hið upplýsta „Ieiksvið" Lundúna að kvöldlagi.
„Allt er uppselt, vonlaust að fá
miða,“ segja götusalar sem bjóða
miða á margföldu verði. Mér var
boðinn miði á 110 pund á Miss
Saigon — litlar 11 þúsund krón-
ur! Inni í leikhúsinu fékk ég miða
(í dýrari sætakantinum) á 25
pund. Líka var hægt að fá ódýr-
ari miða í verri sætum. í miðasöl-
týri. Sú hefð ríkir að karlmaður
er í helsta kvenhlutverki og kven-
maður í stærsta karlhlutverki.
Alltaf þekktir leikarar. Og þjóðfé-
lagsádeilur fléttast inn í ævintýr-
ið. Börn og fullorðnir bíða spennt
eftir að sjá jólaleikrit ársins. í ár
eru Öskubuska og Mjallhvít á jóla-
sviðinu í London. O.Sv.B.
t
Örtröð Alpanna í draumsýn!
Þar sem skíða-
brekkur eru eins
og hraðbrautir
og allir bukka sig
og beygja í bið-
röðum
Bandaríkjamenn eru svo
hjartanlegir. Lyftuverðir
söngla „hæ, hvernig líður þér
í dag,“ eða „allt í lagi, elskan
— eigðu góðan dag“, um leið
og þér er ýtt af stað. Allt svo
öðruvísi en í Olpunum, þar sem
geðillir, gamlir lyftuverðir sitja
í sólinni eða standa og slá snjó-
inn undan skónum sínum. Þeir
brosa lítt við byrjendum, sem
bogra við að koma sér í t-lyftur!
1 Ameríku er enginn troðningur
um hver er fyrstur í lyfturnar.
Biðraðir í skipulagðri röð. Stakir
skíðamenn hrópa yfir hópinn
„hver kemur með mér,“ eins og
góðir félagar og skiptast á barna-
legum spaugsyrðum eins og
Bandaríkjamönnum einum er lag-
ið. Margar skíðabrautir eru líkar
Á skíðasvæðum
Alpanna er oft
örtröð við lyftur
í brekkum,
einkum ef
snjóalögeru
takmörkuð. En
í Bandaríkjun-
um geta þeir
þjálfuðu svifið
fagmannlega
yfir
spegilsléttar
“hraðbrautir".
fjögurra akreina hraðbrautum —
breiðar og spegilsléttar — snjó-
plógar búnir að ýta öllum hólum
og hæðum burt, en líka svipmóti!
Jafnvel nálægir fjallstindar búa
ekki yfir töfrum Alpanna. Þessar
sviplausu brautir geta verið þreyt-
andi, nema fyrir sérþjálfað skíða-
fólk sem nýtur þess að bruna yfir
þær.
Bandaríkjamen hafa getað
hrósað sér af meiri snjó sl. þrjú
ár en Evrópubúar. Klettafjöllin
hafa notið nær stöðugrar snjó-
komu. En á móti kemur þessi níst-
ingskuldi og mikli hæðarmunur.
Skíðaþorpin standa flest töluvert
hærra en þau evrópsku. En trjá-
línan hér nær líka yfir 3.000
metra hæð og hið mjúka, bylgj-
ótta landslag gefur ekki tilfinn-
ingu fyrir mikilli hæð.
Margir þola illa þessa miklu
hæð og þjást af súrefnisskorti.
Fæðið getur líka farið í magann
á mörgum — ekki þó gæðin sem
eru fyrsta flokks, heldur magnið!
I skíðabrekkum eru risastórar
sjálfsafgreiðslu-matarstaðir
(búðu þig undir hamborgara!) —
ekkert í líkingu við notalegu fjalla-
kofana í Ölpunum! Og þeir líta
spyrjandi á þig ef beðið er um
vínglas með matnum. Trúlega
arfur frá púritönunum!
Og kvöldlífið — eftir skíðin —
er svipur hjá sjón. Þar vantar róm-
antíkina sem glas af „gluhwein“
gefur frá kráareiganda uppi í fjall-
akofa við arineld. í staðinn reikar
þú um í bandarískri „kringlu" —
eða sest inn í bar í anda villta
vestursins, sýpur á jarðarberja-
vínblöndu á meðan þú hlustar á
sveitalög gömlu kúrekanna. Ekki
án töfra en vantar þennan ró-
mantíska hugblæ!
Þýtt og endursagt O.Sv.B.
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 17. NÓVEMBER 1990 15