Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq

Lesbók Morgunblaðsins - 17.11.1990, Qupperneq 16

Lesbók Morgunblaðsins - 17.11.1990, Qupperneq 16
RANNSOKN I R A ISLANDI Umsjón: Sigurður H. Richter Ljósmynd: Landmælingar íslands. Alverið og lífríki sjávar Loftmynd Landmælinga ís- lands af álverinu í Straumsvík, tekin 1988. Núverandi ker- brotagryfja er merkt með A, en eldri gryfja með B. Þekja klóþangs (í %) í mismikilli fjar- lægð frá núverandi kerbrotagryfju í Straumsvík. Sex stöðvar voru kannaðar með 0,5 m hæðarbili á alls sex sniðum niður eftir fjörunni. Þekja skúfaþangs (í %) í mismikilli fjar- lægð frá eldri kerbrotagryfju við Staumsvík. Fjórar til sex stöðvar voru athugaðar með 0,5 m hæðarbili á fimm sniðum niður eftir fjörunni. Iálverinu við Straumsvík fellur til allmikill fastur úr- gangur. Að allega er um að ræða kerfóðringar. Þessum kerfóðringum er komið fyrir í gryfjum í fjörunni við Straumsvík eftir ákveðna meðferð með vatni. Sjór á greiðan aðgang að þessum kerbrota Mengun frá álverum hefur verið mjög til umræðu að undanfórnu. Nær eingöngu hefur verið Qallað um loftmengun í því sambandi, en frá álverum kemur einnig fastur úrgangur. Er þessi úrgangur skaðlaus? Hafa kerbrotagryQur við Straumsvík áhrif á lífríki í fjöru og á grunnsævi? Eftir AGNAR INGÓLFSSON og JÖRUND SVAVARSSON gryfjutn. Ýmis efni gætu þá skolast út í sjóinn og hafa margir haft af þessu töluverð- ar áhyggjur. Stjórnendur álversins eru hins vegar á þeirri skoðun að kerbrotin séu með öllu hættulaus lífríkinu og kóma þar m.a. við sögu efnafræðilegir eiginleikar sjávar. Rannsóknir Líffræði- STOFNUNAR Þar sem hér er á ferð nokkurt álitamál ákvað stjórn íslenska álfélagsins að fela Líffræðistofnun háskólans að gera ná- kvæma rannsókn á lífríki umhverfis ker- brotagryfjur við Straumsvík á árinu 1989. Ahersla var lögð á að kanna lífríki fjöru og sjávarbotns við kerbrotagryfju inni í Straumsvík, sem verið hefur í notkun síðan 1984, en einnig'var rannsakað fjörulíf við eldri kerbrotagryfju sem hætt var að nota 1985. Sú gryfja er utan við Straumsvík fyrir opnu hafi. Rannsóknaraðferðir Gerð var nákvæm úttekt á lífríkinu í mismikilli fjarlægð frá kerbrotagryfjunum. Stöðvar voru staðsettar við gryfjurnar og síðan með ákveðnu millibili í allt að 500 m fjarlægð frá þeim. Tekin voru sýni í fjöru þegar lágsjávað var og þekja þörunga og dýra könnuð. Við athuganir á sjávarbotni neðan fjöru var notuð neðansjávarmynda- vél. Kafarar tóku myndir á botni á fyrirfram ákveðnum stöðum og myndirnar voru notað- ar til þess að fá upplýsingar um magn hinna ýmsu þörunga- og dýrategunda. Jafn- framt var gerð sérstök könnun á dýralífi sem finnst í festum stórþarans, þ.e.a.s. í hinum svokBlluðu þöngulhausum. LÍFRÍKIÐ VIÐ NÚVERANDI Kerbrotagryfju Lífríki í Straumsvík reyndist auðugt en hið mikla ferska vatn sem Streymir í gegn- um hraunið, og kemur til sjávar í víkinni, mótar þó lífríki fjörunnar nokkuð. Ekki var unnt að greina neinar breytingar á lífríkinu sem setja mátti í samband við mengunar- áhrif frá núverandi kerbrotagiyfju. Lang- flestar tegundir voru ámóta algengar ná- lægt og fjarri kerbrotagryfjunni og er al- gengasta þangtegundin í fjörunni þarna, klóþangið, dæmi um það (sjá mynd). Orfáar tegundir sýndu marktækar breytingar á Lífríki á botni sjávar á 3 m dýpi við núverandi kerbrotagryfju. Á myndinni má m.a. greina öðu, skollakopp og stórkrossa. Einnig sést ramminn sem myndavélin var látin standa á. magni og voru sumar algengari nálægt gryfjunni (steinskúfur, sem er grænþörung- ur í fjörunni, er dæmi), en aðrar tegundir viitust þrífast best fjarri henni (klettadoppa er dæmi). Líklegast er að aðrir umhverfis- þættir en mengun valdi þessum breytingum, t.d. mismikið skjól fyrir úthafsöldunni. Eng- ar marktækar breytingar urðu á tegunda- fjölda með fjarlægð frá gryfjunni (sjá mynd), en tegundafjölbreytni getur verið næmur mælikvarði á mengun. Fjöldi tegunda á stöð í mismikilli fjar- lægð frá núverandi kerbrotagryfju í Straumsvík. Eins og eðlilegt er fækkar tegundum eftir því sem ofar dregur í fjörunni, en fjarlægð frá gryfju skiptir ekki máli. Breytingar Við Eldri Kerbrotagryfjuna Við gömlu kerbrotagryfjuna varð hins vegar allt annað uppi á teningnum. Greini- legar breytingar urðu á lífríki fjörunnar nálægt gryfjunni en á þann veg að margar tegundir urðu algengari og heildarfjöldi teg- unda jókst þegar nær dró gryfjunni. Skúfa- þangið er eitt dæmið af mörgum um tegund sem virtist þrífast best nálægt gryijunni (sjá mynd). Þessar breytingar eru að sjálfsögðu þver- öfugar við þær sem búast hefði mátt við ef verulegrar mengunar gætti frá gryfj- unni. Enn er óljóst hvað veldur þessum breytingum en menn hafa leitt hugann að sorphaugum Hafnarfjarðar sem um árabil voru í fjörunni austan gryfjunnar, einnig að laxeldisstöðinni sem um skeið var starf- rækt þar, svo og að úrgangi frá iðnaðar- rekstri austan við Straumsvík. Greinilega er brýnt að rannsaka þetta nánar. LOKAORÐ Þessar rannsóknir hafa ekki sannað að kerbrotagryfjur í fjörunni við Straumsvík séu hættulausar, Þær benda hins vegar til þess að áhrif þeirra á samsetningu lífríkis- ins og magn einstakra tegunda séu óveruleg ef nokkur. Til frekari öryggis væri æskilegt að mæla nokkur hugsanleg mengunarefni í lífverum við gryfjurnar. Agnar Ingólfsson er prófessor í vistfræði og Jörundur Svavarsson dósent í sjávarlíffræði. Báðir starfa við Líffræðistofnun Háskóla fs- lands.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.