Lesbók Morgunblaðsins - 12.01.1991, Page 3
LESBOK
m @ @ m n ® b a @ u a n ®
Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík.
Framkvstj.: Haraldur Sveinsson. Ritstjór-
ar: Matthías Johannessen, Styrmir Gunn-
arsson. Aðstoðarritstjóri: Björn Bjarna-
son. Ritstjórnarfulltr.: Gísli Sigurðsson.
Ritstjórn: Aðalstraeti 6. Sími 691100.
Forsíðan
Menningin
er tiltölulega nýtt fyrirbæri í sögu mannkynsins.
Hún spratt upp í Mesópótamíu, þegar sú staða kom
upp, að menn gátu framleitt meiri mat en þeir gátu
torgað og til urðu birgðir, sem hægt var að selja.
Það var fyrsta kapítalið í veröldinni og kaupmaður-
inn varð af eðlilegum ástæðum upphafsmaður menn-
ingarinnar. Um þetta skrifar Gunnar Dal.
Þristurinn
Nýja 300-línan frá BMW hefur verið kynnt blaða-
mönnum og Lesbókin leit á hann og reynsluók hon-
um í Suður Frakklandi í desember. Þessa bíls hefur
verið beðið með talsverðri eftirvæntingu og má í
fáum orðum segja, að hann standi vel undir öllum
væntingum.
Myndin er af nýju málverki eftir Hallgrím Helga-
son, málara og rithöfund og er á sýningu hans á
Kjarvalsstöðum, sem opnuð verður í dag. Myndin
heitir „Módel nr. 13“ og er frá 1986.
Fúlgur
fjár eru nú greiddar fyrir verk einstakra málara úr
listasögunni og hafa Japanir sprengt verðlagið upp-
úr öllu valdi. Þetta hefur orðið til þess m.a. að fræg
listasöfn eru lögst i brask og t.d. hefur Nútímalista-
safnið í New York selt frá sér sjö verk nafnfrægra
meistara til þess að eignast eina mynd eftir van
Gogh. Um þetta skrifar Hannes Sigurðsson listfræð-
ingur í New York.
KOLBEINN TUMASON
Heyr, himna
smiðr
Heyr, himna smiðr,
hvers skáldið biðr,
komi mjúk til mín
miskunnin þín.
Því heit eg á þig,
þú hefur skaptan mig;
eg er þrællinn þinn,
þú ert Drottinn minn.
Guð, heit eg á þig,
að þú græðir mig,
minnst, mildingr, mín,
mest þurfum þín.
Ryð þú, röðla gramr,
ríklyndr og framr,
hölds hverri sorg
úr hjarta-borg.
Gæt, mildingr, mín,
mest þurfum þín,
helzt hverja stund
á hölda grund.
Set, meyjar mögr,
máls efni fögr,
öll er hjálp af þér,
í hjarta mér.
Kolbeinn Tumason, f. um 1173, var Skagfirðingur og einn
hinna kappsfullu höfðingja á Sturlungaöld. Hann átti mest-
an þátt í að koma Guðmundi góða í biskupsstól á Hólum
og lenti síðan í harðri andstöðu við hann, sem náði há-
marki í Víðinesbardaga 1208, þar sem Kolbeinn fékk ban-
.vænan stein í höfuðið eins og sjónvarpsáhorfendur sáu í
mynd um Guðmund góða um jólin.
B
B
HVAR ER
BÚRKÍNA FASÓ?
Gamall kunningi barst inn
á borð til mín í svartasta
skammdeginu: „Alman-
ak fýrir Island 1991“,
155. árgangur og útgef-
ið af Háskóla Islands.
Þetta er elzta rit, sem
útgefið er hér á landi
að Skími einum frátöldum. Því er oft ruglað
saman við Þjóðvinafélagsalmanak, sem er
hliðstætt en yngra; nýtir sumt úr almanaki
Háskólans, en bætir síðan öðru efni við. Jón
Sigurðsson forseti lét taka upp latneskt letur
á „íslandsalmanakinu" árið 1849; áður hafði
það verið prentað með gotnesku letri.
Segja má að formið sé að mestu óbreytt
síðan 1861. Aftan við hvern mánaðardag er
getið um messur og aftan við hvem sunnu-
dag er tilvísun í Nýja Testamentið. Þar geta
menn séð guðspjall dagsins og stendur til-
að mynda aftan við sunnudaginn 13. jan-
úar: „Þegar Jesús var tólf ára. Lúk. 2“.
Þessi fyrsti sunnudagur eftir þrettánda heit-
ir raunar Geisladagur og af öðru markverðu
framundan má nefna, að nýtt tungl - þorra-
tungl - kviknar á þriðjudaginn, en á fimmtu-
daginn er Antóníusmessa. Á öðrum sunnu-
degi eftir þrettánda er síðan Bænadagur að
vetri og síðar í þeirri viku eru Agnesar-
messa og Vincentínusarmessa. Þorri byrjar
. svo á Pálsmessunni þann 25. og tveimur
dögum seinna hefst níuviknafastan.
I næsta mánuði sjáum við, að vetrarvertíð
hefst þann 4. og að dagana 11.-13. er þrenn-
ingin Bolludagur, Sprengidagur og Öskudag-
ur, sem verða væntanlega haldnir hátíðlegir
á sinn hátt. Og um það leyti er skammdeg-
inu lýkur, 10. febrúar, hefst Langafastan.
Þetta þykja trúlega undarleg og kannski
óþörf fræði á tölvuöldinni. Þama er tímatal,
sem almennt er ekki notað lengur; samt er
óþarft að láta það týnast og gleymast. Okk-
ur er ekki lengur tamt að segja eitthvað
hafa gerst á öðrum sunnudegi í föstu, eða
15. viku sumars. Við flytjum ekki lengur
búferlum í fardögum; vinnuhjúaskildaginn
er fyrir löngu búinn að glata hlutverki sínu
og það er óvíst að stór hluti landsmanna
hafi Höfuðdaginn á hreinu. Það gera bænd-
ur þó ennþá, einkum á Suðurlandi, þar sem
ævinlega er vonast eftir betri tíð eftir Höfuð-
dag, ef ekki. hefur stytt upp allt sumarið.
Kannski er mjög ofsagt að allir landsmenn
viti hvenær Jónsmessan er; ég ætla þó að
hún sé miklu betur þekkt en aðrir messudag-
ar dýrlinga, svo kyrfilega sem hún hefur
orðið samofin sólstöðunum.
í almanaki Háskólans er að auki margv-
íslegur fróðleikur, til að mynda mánaðarlegt
yfirlit um stöðu björtustu reikistjarnanna.
Um þá stöðu í janúar segir svo:
„Júpíter er bjartasta stjarnan á nætur-
himninum. í bytjun mánaðar kemur hann
upp nokkru eftir að dimmt er orðið í
Reykjavík en í mánaðarlok er hann á lofti
alla nóttina. Hann er þá í gagnstöðu við sól
og í hásuðri á miðnætti, hátt á lofti. Júpíter
er í krabbamerki. Mars er kvöldstjama á
austurhimni þegar dimmir og sest fyrir birt-
ingu. I byijun mánaðar er hann nærri því
eins bjartur og bjartasta fastastjarnan
(Síríus), en þegar á mánuðinn líður dofnar
hann talsvert. Mars er í nautsmerki og þekk-
ist á rauða litnum. Venus er kvöldstjarna,
mjög lágt í suð-suðvestri við sóalrlag í
Reykjavík. Hún er að fjarlægjast sól og
hækkar smám saman á lofti.“
Um Vetrarbrautina, sem er okkar sýsla í
alheiminum, segir almanakið, að þar séu
hundrað þúsund milljónir stjarna. Stendur í
einhveijum að ná utanum slíka tölu? Þetta
er sandur af stjörnum, en ekki eru þær
beinlínis að rekast hver á aðra, því meðalfjar-
lægðin milli þeirra er 5 ljósár. Breiddin á
þessari sýslu okkar er talin vera 100 þúsund
ljósár og sólin okkar er frekar vel í sveit
sett, aðeins 28 þúsund ljósár frá miðjunni.
Ef aftur á móti má líkja vetrarbrautunum
við lönd í alheiminum, þá upplýsir almanak-
ið, að meðalijarlægð milli vetrarbrauta er 5
ljósár. Þarna er nóg pl£ss. Fjarlægðin til
endimarka hins sýnilega heims er talin vera
15 þúsund milljónir ljósár og löndin, ef segja
má svo, vet.rarbrautirnar í hinum sýnilega
heimi, eru 100 þúsund milljónir. Með þá tölu
í huga fmnst kannski einhveijum, að líf
hljóti að vera til víðar en á Jörðinni, þessari
agnar-pínu ögn í alheiminum.
Snúum okkur þá að þessari agnarögn
okkar, Jörðinni. Almanak Háskólans birtir
skrá yfír sjálfsæð ríki í heiminum og ber
þau saman við stærð íslands og mannfjölda
þar saman við fjölda íslendinga. Eins og
sakir standa eru 170 sjálfstæð ríki í heimin-
um. Sagt er stundum að þessi heimur verði
sífellt minni og minni; það er jafnvel talað
um heimsþorpið. Þrátt fyrir gífurlegt upplýs-
ingastreymi og stöðugan fréttaflutning í
blöðum og ljósvakamiðlum, láta nöfnin á
stórum hluta þessara ríkja svo ókunnuglega
í eyrum, að líklega komast þau aldrei í frétt-
ir. Þar gerist víst ekki neitt sem þykir mark-
vert.
Það kemur á óvart hve mörg sjálfstæð
smáríki eru í heiminum; svo lítil, að 24
þeirra eru fámennari en ísland. Flest þeirra
eru á eyjum í Kyrrahafi eða Karíbahafi og
raunar hef ég ekki hugmynd um hvar
dvergríkin Túvaleyjar og Nárú eru; þau deila
með sér þeim heiðri að vera næst fámenn-
ustu ríki heimsins með íbúatölu uppá 10-12
þúsund. Fámennasta ríki heimsins er hins-
vegar á Samóaeyjum vestri, þar sem rnann-
fjöldinn er um 8 þúsund. Vestmannaeyingar
gætu þessvegna farið að athuga sinn gang.
Við erum viðkvæmir fyrir þvi íslendingar,
þegar við hittum fólk erlendis, sem hreinlega
hefur ekki hugmynd um hvar þetta land
okkar er á hnettinum. Sámt vitum við trú-
lega ekki mjög mikið um þessi liðlega 20
smáríki, sem eiga það sameiginlegt að telja
255 þúsund íbúa og þaðan af færri. Næst
okkur í Evrópu eru Liechtenstein, Mónakó,
Andorra og San Marínó, öll mun fámennari
en ísland, að ekki sé nú talað um Páfaríkið
í Róm. Þessi nöfn þekkjum við þó. En það
versnar í því þegar nefndar eru til sögunnar
Vanúatúeyjar, Antigúa og Berbúda, St. Kri-
stófer og Nevis, Seysjelleyjar, St. Lúsía, St.
Vinsent og Grenadíneyjar, Brúnei og Belís.
Allt eru þetta þó sjálfstæð ríki.
Mér finnst líka lítið fara fyrir landafræði-
kunnáttunni hjá þessum Lesbókarskrifara
þegar litið er á nöfnin á höfuðborgum - og
það í löndum með tugi milljóna íbúa. í ríkinu
Búrkína Fasó, sem er nærri þrisvar sinnum
stærra en ísland og með meira en þrítug-
falda íbúatölu er höfuðborgin Óagadógó.
Hefur einhver heyrt hana nefnda? Vopnaður
nýju alfræðiorðabókinni réðist ég í að gá
að þessu landi og þar var úpplýst að fram
til 1984 hét það Efri Volta og er landlukt
ríki suður af eyðimörkinni Sahara.
Veröldin breytist hratt og gömul landa-
fræðikunnátta verður utangátta. Hvað vitum
við til dæmis um höfuðborgina Bújúmbúra
í Búrúndí, Timfú í Bútan, Maserú í Lesótó,
Nóaksjott í Máritaníu, Paramaribó í
Súrínam, Núkúalófa á Tongaeyjum og Teg-
úsígalpa í Hondúras? Eru þetta ekki álíka
ókunnir staðir og Proxima Centauri í Mann-
fáki, Barnard í Naðuivalda, Lalande í Stóra-
birni og Síríus í Stórahundi; allt fastastjörn-
ur, sem eiga þó að heita nálægar samkvæmt
almananakinu?
Svona lætur þetta yfirlætislausa almanak
Háskólans mann komast að raun um hvað
vitneskjan nær skammt og að allt þetta hjal
um heiminn sem sífellt minnkandi þorp er
bara belgingur og hlekking. Áður en ég las
almanakið hafði ég nokkurnveginn á hreinu
hvað einn metri er; svona sæmilega stórt
skref, eða 100 sentimetrar á tommustokk.
En það er nú eitthvað annað. Einn metri er
sú vegalengd, sem ljósið fer á 1/299 792
458 hluta úr sekúndu í lofttóniu nlmi og
hananú!
GÍSLI SIGURÐSSON
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 12. JANÚAR 1991 3