Lesbók Morgunblaðsins - 12.01.1991, Page 4
Austurlenzkir kaupmenn með varning sinn á leiðinni frá Susa í Mesópótamíu til Ephesus við Eyjahafið. Leiðin lá m.a.
um fjalllendi Litlu Asíu, þar sem nú er Tyrkland, og ferðin tók þijá mánuði. Hér mátti segja, að mjór var mikils vísir.
Kaupmaðurinn sem upp-
hafsmaður menningar
Borgarmenning gat að augljósum ástæðum ekki
hafist í Evrópu. Hún hófst eins og bændamenn-
ingin í Vestur-Asíu. Hun var engin skyndibylt-
ing, sem hægt er að tímasetja nákvæmlega.
Hun var hægfara þróun. Um allan hinn gamla
heim þróaðist þændamenning í átt til borg-
armenningar. í stórum dráttum gengur allur
hinn gamli heimur sömu þjóðbrautina, þó
að hóparnir séu ekki samstíga og göngulag-
ið breytilegt. Astæðan til þess að Evrópa
er árþúsundum á eftir þessarí þróun er sú,
að veiðimannaþorp og bændaþorp Evrópu
voru of fátæk. I þessum nýsteinaldarþorpum
fór allur tími manna í að afla matar. Þarfir
voru fáar og menn voru sjálfum sér nógir.
Allir kunnu sömu störfin við veiðar og síðar
við ræktun og hirðingu húsdýra. Fyrir ein-
staklinginn var þetta fábrotna líf þó fjöl-
breytilegt enda þrálátur draumur margra
manna í sérhæfingarheimi nútímans að
hverfa aftur til þessa „upphafs“. Þessi þorp
voru of fátæk til að halda uppi „afætu“
eins og sérfræðingi. En einmitt „afætur“
af þessu tagi eru forsendur borgar. Þessi
fátæku þorp gátu ekki safnað umframbirgð-
um af matvælum nema í litlum mæli. Samfé-
lagið gat ekki haldið uppi sérhæfðum iðnað-
armönnum. Jafnvel bændasamfélag eins og
í elstu Jeríkó hefur varla haft ráð á að halda
uppi meiru en presti. í sameiningu hafa
allir orðið að vinna váð varnarvirki staðarins
jafnframt fæðuöflun.
Borgarmenning gat í upphafi aðeins þró-
ast upp úr ríku bændasamfélagi. Og skil-
yrði fyrir ríku bændasamfélagi var að finna
meðfram stóránum Efrat, Tígris, Indus og
Níl. Framburður þessara fljóta hafði myn-
dað víðáttumikil og fijósöm lönd. Fyrir stein-
aldarmenn var þó land eins og Mesapót-
amía óbyggilegt land. Á því þurrkaskeiði
sem ríkti á fyrstu árþúsundum bændamenn-
ingar hafa votviðrasamari lönd eins og fjall-
iendið í írak verið talin betri kostur. Til að
byggja þetta frjóa land í Suður-Mesapót-
amíu þarf fólk sem hefur tæknikunnáttu,
og getur stundað iðnað, flutninga á varn-
ingi með skipum eftir fljótunum, þjóð sem
getur ræktað jörðina á þurrviðraskeiði með
áveitum og síðast en ekki síst fólk sem
getur stundað verslun. Slíkt fólk var Ubaid-
fólkið. Með því hefst hin eiginlega borgar-
menning. Ubaidfólkið kom fyrst norðan úr
Ijöllum Iraks með þekkingu á málmvinnslu
til viðbótar við eldri kunnáttu. Það er ekki
ástæða til að aðskilja menningu Súmera og
menningu Ubaida. En það er Ubaidfólkið
sem kom fyrst norðan úr ijöllunum. Það
reisir borgirnar Ubaid, Eridu (Tell Abu
Shahrain) og Úr í suðri og Tepe Gawre í
norðri. Og það er Ubadfólkið sem leggur
grunninn að menningu Súmera.
í lok fimmta árþúsundsins byggði þessi
þjóðflokkur suðurhluta landsins en Halafiar
norðurhlutann. Nokkrum öldum síðar hafði
Ubaidfólkið breitt út menningu sína um alla
Mesapótamíu. Og þessi menning þeirra
breiddist út til Indus í austri og Sýriands í
vestri.
Ubaidfólkið er nefnt eftir þorpinu eða
borginni Ubaid sem er ekki langt frá borg-
inni Úr. Þetta fólk kemur úr gjörólíku um-
hverfi. í hinu nýja landi voru aðeins pálma-
tré og leir. Fyrir venjulegt bændafólk var
ekki hægt að lifa í þessu landi á þessum
tíma. Langvarandi þurrkar breyttu landinu
í auðn. En þetta fólk var vandanum vaxið.
Það hafði tækniþekkingu til að breyta auðn
í fijósamt land með flóknu áveitukerfi. Og
til viðbótar tæknimenningu bændasamfé-
lagsins kunni það, að talið er, málmgerð.
En það var ekki nóg að hafa þessa kunn-
áttu. Það var ekki hægt að lifa í þessu landi
nema ný menning yrði sköpuð, borgarmenn-
ing. Hráefnin vantaði. Menn kunnu að búa
til báta úr reyrgresi. Og þá mátti nota til
að sækja til fjarlægra staða varning til að
byggja og smíða úr. Þegar þróunin er kom-
in á þetta stig stígur nýr maður fram á
í Mesópótamíu varð til
ríkt bændasamfélag sem
kom sér upp
matárbirgðum langt
umfram þarfir. Þessar
umframbirgðir urðu
fyrsta kapítalið í
heiminum. Og hinn nýi
maður færði sér það í
nyt. Kaupmaðurinn
komst fljótlega að því, að
það var hægt að versla
með fleira en varning.
Það var hægt að kaupa
og selja vinnu.
Eftir GUNNAR DAL
í Mesópótamíu, sem nú heitir írak og virðist vera óvinaríki mestallrar heimsbyggðarinnar, hófst þróunin frá veiðimanna-
samfélögum til nútíma verkaskiptingar- og horgarsamfélaga. Fyrsta skrefið var, að vegna frjóseminnar var hægt að fram-
leiða meiri matvæli en hægt var að torga og síðan ef til vill fleiri ílát en þörf var fyrir. Þarmeð gat kaupmennskan hafist
og orðið forsenda fyrir útbreiðslu menningar.
4