Lesbók Morgunblaðsins - 12.01.1991, Page 5
svið menningarinnar. Maðurinn sem framar
öðrum skapar borgarmenningu og ríki. Þessi
nýi maður er kaupmaðurinn. Það voru um-
svif kaupmannsins sem komu á þjóðfélags-
byltingu. Auðvitað þarf alls konar fólk til
að byggja borg. Það er ekki hægt að segja
að aðeins einn hópur manna hafi skapað
borgarmeningu. Eins og fyrr segir er borg-
armenning hægfara þróun upp úr bænda-
menningunni. I Mesapótamíu varð til ríkt
bændasamfélag sem kom sér upp matar-
birgðum langt umfram þarfir. Þessar um-
frambirgðir urðu fyrsta kapítalið í heimin-
um. Og hinn nýi maður færði sér það í nyt.
í krafti þess hóf hann umfangsmikla starf-
semi. Hann þarf að selja þessar umfram-
birgðir. En með hveiju eiga þeir sem lítið
eða ekkert hafa að borga? Kaupmaðurinn
kemst fljótlega að því að það er hægt að
versla með fleira en varning. Það er hægt
að kaupa og selja vinnu. Hann getur ráðið
iðnaðarmenn til að búa til varning og borg-
ar þeim með matvælum. Sérfræðingur verð-
ur til. Hann þarf að sækja málma til fjar-
lægra staða og það þarf að grafa þá úr
jörðu. Kaupmaðurinn verður að flytja varn-
ing sinn margar dagleiðir, ekki aðeins á
skipum eftir fljótinu, heldur líka langa vegu
yfír fjöll og firnindi. Til slíkra ferða verður
hann að ráða til sín fjölmarga menn. Þar
sem hann fer um byggð lönd verður hann
að veijast ræningjum. Hann þarf á mikilli
stjórnvisku að halda til að missa ekki vám-
ing sinn og týna ekki lífi. Hann verður að
gera íbúana vinveitta sér með gjöfum og
ábatasömum viðskiptum. Þegar og ef hrá-
efnið kemst á leiðarenda verður hann að
selja með miklum hagnaði. Og þó er enn
betra að selja það ekki, heldur ráða til sín
fleiri iðnaðarmenn, hina nýju sérfræðinga,
í vinnu og látá þá gera úr hráefninu vöpn,
margvísleg áhöld og tæki og skartgripi.
Kaupmaðurjnn varð að tefla djarft, og hann
varð að beifa viti fremur en valdi. Hagnaðar-
von manna er vopn hans. Og vinni hann
leikinn gefa umsvif hans honum meiri auð
en nokkur maður hafði áður þekkt. Það er
augljóst að án þessa hóps kaupmanna, gat
hvorki borg né ríki orðið til. Iðnaðarmenn
gátu ekki orðið til án þess að kaupmenn
söfnuðu nægum birgðum matvæla. Og borg-
armenning hefst þegar iðnaðarmenn geta
gefið sig éingöngu að því að afla málma,
bræða þáj og smíða úr þeim. Til að búa til
hluti úr kopar og eir þurftu menn að vinna
störf sem voru vandasamari og flóknari en
allt sem áður þekktist. Menn urðu að ein-
beita sér að slíku starfi og kaupmaðurinn
varð að sjá þeim fyrir nauðsynjum. Og hann
seldi varning þeirra til bændanna. Við hlið
bændaþorpsins þar sem menn höfðu áður
verið sjálfum sér nógir reis nú byggð sér-
fræðinga sem framleiddu nýja hluti og unnu
verk sem þeir einir kunnu. Kjarni borgar-
menningar var iðnaður og verslun sem sífellt
náði til fjarlægari landsvæða. Kynslóð eftir
kynslóð þróaði iðnaðarmaðurinn tækni sína.
Og auðurinn sem verslunin safnaði gerði
mönnum fært að byggja borg. Flókna, vel
skipulagða borg með stórhýsum, vatnsveitu
og lokuðum ræsum.
Og verslunarsvæðið heldur áfram að
breiðast út og stækka. Það nær til fólks sem
í fyrstu virðist hafa lítið til að versla með.
Þar sem kaupmannalest fór fram hjá bænda-
og veiðimannaþorpi kviknaði áhugi á að fá
nýja hluti og ný gæði. Kaupmenn hafa vafa-
laust oft í fyrstu þurft að gefa slíku þorpi
hluta af varningi sínum til þess eins að
tryggja vinsemd fólksins og komast leiðar
sinnar í friði. En þorpsbúar fara fljótt að
versla með það litla sem þeir eiga, a.m.k.
vinnu sína. Föst verslunarleið hvetur þá til
að safna meiru og búa til varning sem
hægt er að láta í skiptum fyrir framandi
hluti. í fyrsta sinn í sögunni eru menn úr
þorpinu ráðnir til að vinna málm úr fjarlæg-
um námum gegn gjaldi. Þannigerþaðkaup-
maðurinn sem með iðju sinni fer með aðal-
hlutverk í myndun borgar og ríkis. Oghann
kemur með nýtt fyrírbæri inn í tilveruna:
kapítalisma. Og upp úr umsvifum kaup-
mannsins spruttu einnig hin fyrstu vísindi
af nauðsyn. Kaupmaður gat ekki stundað
mikla verslun án stærðfræðikunnáttu og
leturs. Þekking í stjörnufræði og landafræði
var nauðsyn á ferðalögum. Og upp úr
stjörnufræði og stærðfræði vex síðar heim-
speki.
Þessi þróun er ekki sérstök fyrir menn-
ingu Mesapótamíu. Þessi þróun gerist alls
staðar þar sem frumforsendunni er full-
nægt: Frjótt land og ríkt bændasamfélag.
Sama sagan gerist því með mismunandi
áherslum og tilbrigðum við öll stórfljótin.
Og hún gerist líka í Evrópu árþúsundum
síðar. Hér að framan hefur verið rætt um
þátt kaupmannsins í sköpun borgar og ríkis.
Þar fer hann, eins og fyrr segir, með aðal-
hlutverk og ætla mætti að hann hafi í
krafti auðs síns orðið stjórnandi í hinum
nýja heimi. En kaupmaðurinn varð hvergi
stjórnandi, hann var aðeins millistéttarmað-
ur. Valdið kemst fyrst í hendur prestanna
síðar í hendur konungs og aðals sem hann
velur. Þetta gerðist alls staðar í þróuninni.
Þótt valdatafl hins andlega _ og veraldlega
valds væri með ýmsu móti. í Mesapótamíu
var Ubaidfólk, sem fyrst kom þangað, trúað
fólk. Það byggði fyrstu musteri sögunnar.
Fyrsta musterið sem menn þekkja var í Abu
Shahrain, hinni fornu Eridu.
Bændurnir áttu ekki landið. Landið var
eign guðs. Prestamir stjórnuðu landinu og
hirtu leigu frá bændunum. Til'að geta fylgst
með þessum greiðslum urðu þeir að finna
upp letur. Og lengi kunnu aðeins þeir þessa
nýju list. En prestarnir voru í Mesapótamíu
aðeins þjónar guðs. Það er ekki fyrr en ein-
valdskonungurinn kemur til sögunnar að
maðurinn varð sjálfur guð. Einvaldskonung-
urinn var lengi í sköpun. Hópar í stríði völdu
sér foringja. Þetta foringjahlutverk breytist
í konungdóm og þegar fram kemur nægi-
lega sigursæll og valdamikill konungur
hættir hann að vera þjónn guðs. Hann verð-
ur sjálfur drottinn og hafinn yfir alla menn.
í Mesapótamíu komst þróunin á þetta stig
með Sargon sem fær guðlegt vald yfir þegn-
um sínum.
í Egyptalandi varð þessi þróun beinni og
auðraktari. Fyrstu skráðu orðin sem varð-
veist hafa í Egyptalandi sýna að þegar þau
voru rituð hafði borgarmenriingin þegar
verið komin á þetta stig: Alræðiskonungur,
sem ekkl aðeins þiggur vald sitt frá guði,
heldur er sjálfur guð. Þessi fyrstu tákn í
egypskum bókmenntum hafa verið þýdd
þannig: „Ég Narmer er guðinn Horus.“
Narmer var sigursæll foringi sem fýrstur
leggur undir sig Nílardal í sögulegri tíð.
Og eftirmaður hans Aha (Menes) sameinar
Egyptaland til fulls. Þjóðflokkur hans
kenndi sig við fálka. Sá fálki var guðinn
Horus. Guðinn, sögðu menn, endurfæddist
í foringjanum. Hann varð því guðlegur kon-
ungur, sem allir urðu að lúta. Uppreisn
gegn honum var uppreisn gegn guði, drott-
insvik. — Og kaupmaðurinn sem í upphafi
skapaði þetta vald, án þess að vita það,
varð eins óg aðrir að lúta því. Bóndinn sem
hóf mannkynið upp á nýtt stig með sköpun
bændamenningar tilheyrði nú lágstétt. Auð-
ur hans fluttist úr dreifbýlinu til borganna.
Þar var auðurinn og þar var valdið. Kaup-
maðurinn og iðnaðarmaðurinn sem byggt
höfðu upp borgarmenninguna urðu milli-
stéttar- og lágstéttarmenn. Það kom af
sjálfu sér, að konungur með guðlegt vald,
skipaði yfirmann yfir afmörkuðu landsvæði.
Og ný valdastétt, aðallinn, varð til. Aðals-
maður réði yfir almúganum á vissan hátt
eins og konungur, en aðalsmaðurinn sótti
samt öll völd sín til konungsins. Þannig
urðu í borgarmenningunni til valdhafar og
þegnar. Prestarnir höfðu vissa sérstöðu.
Þeir voru hinir gömlu stjórnendur og þeim
tókst oftast að varðveita vald sitt að nokkru
leyti með því að beygja sig undir vald kon-
ungs, jafnframt því sem þeir krýndu hann
og smurðu og veittu honum guðlegt vald.
— Þannig hófst borgarmenning fyrir mörg-
um árþúsundum. Hún hefur verið lengi í
þróun. Og hún ber enn nokkur merki upp-
hafs síns, þótt margt hafi breyst í tímans
rás. Aðallinn og konungurinn hafa víðast
fallið. Alþýða í hinni gömlu merkingu þess
orðs er víðast á förum. En kaupmaðurinn
berst á ný til valda og hefur víða með viss-
um hætti orðið hinn nýi valdhafi á okkar
tíð, eins og heimsveldi dollarans og síðar
heimsveldi jensins sýna.
Höfundur er rithöfundur og heimspekingur.
Mynd: Aðalsteinn Svanur Sigfússon
HLYNUR HALLSSON
Lorca
KRISTJÁN KRISTJÁNSSON
Draumrof
Að vakna um nótt, finna
sig vakna einan um nótt,
vita sig vakna nótt eftir
nótt og myrkrið vakandi anda
kalt um brotinn glugga, vita
sig einan um nótt og sjá þetta
ljós innan seilingar, aðeins
að fikra sig í áttina, finna
svartnættið lama hendurnar, finna
það vefja mjúkum svæflinum fast
um höfuðið og ljósið enn rétt
innan seilingar í órafjarlægð
ósnertanlegt og hendur reyrast
um bijóstið og bijótast um
og vakna einn um nótt og vita
sig vakna nótt eftir nótt,
sofandi hendur reyrðar um
bijóstið, svefnhendur reyrðar
um-nötrandi bijóstið.
Fimm myndir
sækja á augu mín
líkt og þoka
svai-tklæddur líkami
vitjar mín í svefni
það ert þú
skuggi þinn ógreinilegur
líkt og mynd í þoku
bylgjur hljóða
skella á mér
hljóðlaust
grátur þinn fjarlægist
og deyr út
skilur mig
einan eftir
án svara
einmana horfi ég
á Ijósin
slokkna hægt
augu mín blinduð
af myrkrinu
skynja eitthvað
átakanlegt
það ert þú
fimm myndir
föðurlausar
Ljóðið er úr nýrri Ijóðabók höfundarins, sem heitir „Ljóð myndir pappírsflugvélar". Forlag
höfundanna gefur út. Hlynur er nemandi í Myndlista- og handíðaskóla íslands og teikn-
ingar I bókinni eru eftir hann.
Ljóðið er úr nýrri Ijóðabók höfundarins, sem út er komin hjá Almenna bókafélaginu og
heitir „Spegillinn hefur ekkert ímyndunarafl". Áður hefur Kristján gefið út tvær Ijóðabæk-
ur og skáldsögu.
STEFÁN SIGURKARLSSON
Ljóðsaga
Þessi stúlka lifði lífi sínu í bók
og form hennar og yndi voru í rauninni ekki
annað en prentsverta á pappír
þegar bókin var uppi í hillu lá stúlkan í dái
en strax og einhver fór að lesa
lifnaði hún við og gekk fjaðurmögnuðum skrefum niður
að klettunum við sjóinn með kamparíglasið sitt
á síðustu blaðsíðunum var hún ákaflega hamingjusöm
enda hafði hún dáið
hvað eftir annað í örmum elskhuga síns niðri
á ströndinni og höfundurinn
útgefandinn og prófarkalesarinn höfðu
heitið því að ástvini hennar tækist að ná
landi eftir að hafa bjargað barninu
frá hákörlunum en prentarinn sem
hafði síðasta orðið lét útsogið taka hann
Höfundur er lyfjafræðingur í Reykjavík. Ljóðið er úr nýrri Ijóöabók hans, sem heitir „Skugg-
ar vindsins” og Mál og menning hefur gefið út.
L'ESBÓK MORGUNBLAÐSINS 12. JANÚAR 1991' 5