Lesbók Morgunblaðsins - 26.01.1991, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 26.01.1991, Blaðsíða 2
Þelm vár ekki skapað nema að skilja Um tvo fræga menn og konur í lífi þeirra. I. RlBORG YOIGTOG HANS Christian Andersen Þú varst ljómandi fögur og lífsins naust, sem líka þér fannst svo endalaust. Og bindast manni, sem átti ei akur né hús — ó, sei, sei, nei! Víst elskaði þig, . hann Andersen, og ástin sú var ei vitund klén. Þú hikaðir við að verða hans, hins verðandi skálds og snilldarmanns. Þér leist ei á þennan unga mann, mjög undarlegur þér þótti hann. Ef yrðirðu síðar hans ektafrú, að athlægi hlytir að verða þú. Þú giftist og eignaðist indæl börn. Þér eiginmaður var skjól og vörn, samt „lifirðu“ enn, — fjarri lífsins stig, að leist honum Andersen vel á þig. En hefði’ann Andersen öðlast frægð og ævintýranna skapa gnægð og hlotið sögunnar heiðurskrans, hefðir þú orðið konan hans? Eftir AUÐUNN BRAGA SVEINSSON erkegaard. Og hver ætli minntist þín, mærði þig, ef maður einn hefði ei elskað þig með ættarnafnið Andersen? Þá yrði þín frægð ei núna sén. Já, þú værir gleymd, og það er víst. Já, það er margt, sem af ástum hlýst. Nú álíta margir það ólán manns, að þú varðst eigi konan hans. Regine Olsen, unnusta Sörens Ki- erkegaards. Danska ævintýraskáldíð H.C. Anders- en. Hann Andersen hlaut ei atlot þín, en af honum stöðugt frægð þín skín! En eiginmaður og ástvin þinn varð apótekara- sonurinn, rósfagra Riborg Voigt. II. Regine Olsen Og Soren KIERKEGAARD Og enginn minntist nú ögn á þig, ef ástin hefði ei lýst þinn stig, er kynntist þú Soren Kierkegaard, eitt kliðmjúkt, sólríkt og fagurt vor. Og þó að hann Soren sviki þig og segðist ei geta elskað þig, því heimspeki fyllti hugans rann, þitt hógláta nafn er tengt við hann. Þú elskaðir Soren, unga mær, og ætíð var hann þér hugumkær. Þú geymdir minning til grafarranns, hins giftusnauða spekimanns. Þú lifðir til elli, en ekki hann, sem ást þín, Regine, forðum vann. Þótt væri’ ykkar samband í veröld- kvitt, hann varpar æ ljóma á nafnið þitt. Þú giftist síðar, hlaust gæðamann, í góðu embætti lifði hann, og veraldargengi víst þér bjó. Það var þér kannski meira en nóg. Og eftir það barstu, ágætt sprund, ættarnafn manns þíns að dauðastund. Þú áttir hann Schlegel, þann afbragðsmann, en engir kannast nú neitt við hann, ágæta Regine Olsen! Skýringár Við Ljóðin Riborg Voigt (frb. Fogt) var kaupmanns- dóttir frá Fáborg á Fjóni. Það var árið 1830, þegar Hans Christian Andersen var hálf þrítugur, að hann hitti Riborg Voigt. Þá var hún 24 ára gömul. Kynni þeirra urðu nokk- ur. Þau fóru í gönguför saman, einnig í bátsferð. Riborg Voigt - fyrsta konan sem H.C. Andersen varð ástfanginn af. Þótt H.C. Andersen væri orðinn hálf þrít- ugur, þegar hann kynntist Riborg, hafði ástin aldrei snortið hann fyrr. Andersen gerði sér svo sannarlega vonir um, að leiðir þeirra kynnu að liggja saman til frambúð- ar. En þegar hann komst að því, að Riborg mundi heitbundin ungum lyfsalasyni, döpruðust vonir hans í því efni. Hann færði henni nokkur ljóða sinna í eiginhandarriti, þar á meðal var eitt sem bar yfirskriftina: „Til hennar“. H.C. Andersen og Christian Voigt, bróðir Riborgar, voru alúðarvinir. Þegar H.C. Andersen fékk fullvissu þess, að Riborg hygðist ganga í hjónaband með lyfsalasyninum unga, ritaði hann henni vin- samlegt bréf, þar sem hann harmaði að samband þeirra skyldi slitið, en óskar þess að hún og hann sem hún unni yrðu hamingj- usöm. Hann biður hana að fyrirgefa sér, að hann skyldi gerast svo djarfur, að leita eft- ir ástum hennar, og biður hana í guðanna bænum að skoða þetta mál ekki á þann veg, að hjá honum hafi þetta aðeins verið skáldadraumar, heldur hafi hér verið um hreina ást að ræða. Bréf H.C. Andersens svarar Riborg stutt- lega: „Lifðu heill, lifðu heill, Megi Christian (bróðir hennar) skýra mér fljótlega frá því að þér séuð ánægður, líkt og áður var. Með innilegri vináttu. Riborg.“ Hver mundi nú minnast þessarar konu, nema vegna þess að hún varð á vegi þessa manns, er síðar varð heimsfrægt skáld og rithöfundur, Hans Christian Andersen? Um Riborg Voigt orti skáldið þetta erindi: To brune ejne jeg nylig sá, i dem mit hjem og min verden lá. Der flammede snillet og barnets fred. Jeg glemmer det aldrig i evighed. Regine Olsen (1822-1904) var trúlofuð heimspekingnum Soren Kierkegaard um eins árs skeið, frá því í september 1840 þangað til, í október árið eftir, að Kirke- gaard sagði trúlofuninni upp. Eigi mun orsökin hafa verið sú, að honum geðjaðist eigi að stúlkunni, sem þá var 18 ára að aldri, heldur áleit hann að samlíf þeirra mundi hvorugu verða til gæfu, hann mundi ekki geta veitt henni þá andlegu umhyggju sem hún þráði og þarfnaðist og ætti skilið. Kierkegaard var mjör sérstæður persónu- leiki, og hann vissi það vel sjálfur. Fyrst og fremst var hann maður sem öllum stund- um varði til djúpra andlegra hugleiðinga. Það var honum kærara en allt annað. Hvern- ig gat hann þá bundist konu til lífstíðar? Hann vissi fullvel, að slíkt yrði aðeins báðum til ógæfu. Regina Olsen giftist síðar embættismanni að nafni Johan Fredrik Schlegel (1817- 1896). Varð hjónaband þeirra mjög farsælt. En enginn mundi nú minnast Regine Olsen, hefði hún ekki orðið á vegi heimspekingsins heimsfræga, Sorens Kierkegaards. Samband Riborgar Voigt og Hans Christ- ian Andersens, svo og samband Regine 01- sen og Sorens Kierkegaards, hefur orðið mér að yrkisefni. Vafalaust hafa kynni þessara tveggja stórmenna í andans ríki við konurnar tvær, sem fyrr er getið, sett einhver mörk á sál- arlíf þeirra. Það sem aldrei varð að veruleika, verður stundum álíka minnisstætt og það sem veru- leikinn leiddi í ljós. A.B.S. Höfundur er fyrrverandi kennari. 2 i > ■

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.