Lesbók Morgunblaðsins - 23.02.1991, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 23.02.1991, Blaðsíða 5
Úr „Sigiirði drekabana ", 1989, sem byggð er á sögu frá fornöld. Leikstjór- ar: Knut W. Jorfald og LARS Rasmuss- en. ið náttúruna fyrir næstum ekki neitt, ókeyp- is sviðsmynd gerða af örlátum leikmynda- smið með gott auga fyrir hinu dramatíska í íbjúgum línum og snörpum umskiptum. í norrænum kvikmyndum er traust hefð fyrir „landslagsmálverkinu", Svíar hafa þó alltaf verið meira vakandi fyrir þessu atriði en Norðmenn, sem löngum hafa ofdekraðir ver- ið hvað varðar náttúrufegurð og því augljós- lega slegið nokkurri blindu. Norskir kvik- myndatökumenn, sem nú eru meðal þeirra færustu í heiminum, hafa kannski ekki verið nógu duglegir við að nýta sér þá tjáningu sem náttúran hefur í sér fólgna, líkt og snili- ingurinn Edvard Munch gerði. Það er frekar að maður sjái vísanir í hefðbundnari málara en það má eflaust rekja til þess að bæði málari og myndatökumaður eru á höttunum eftir sama náttúrulega myndefninu. Norðmenn eru bundnir náttúrunni einhvers konar galdraböndum og láta gjarna heillast af öllu sem telst einfalt og upprunalegt — en ekki síður óblíðri veðráttu. Eitt hið furðu- legasta í fari þessarar þjóðar er árviss pílagrímsferð til fjalla um hverja páska. Þeg- ar snjó tekur loks upp vilja Norðmenn meira af honum og flykkjast uppá fjöll. Samsvörun- in sem sjá má milli náttúrufars og skapgerð- ar, og ekkert síður þegar náttúran er grimmúðleg og skapsmunir eftir því þungir og menn lokaðir inni í dapurleika sínum. Ellegar þegar þeir há hetjulega baráttu við veðurofsa og ördeyðu til lands og sjávar — eða bágborið efnahagsástand. Á alþjóðavettvangi njóta norskar kvik- myndir mestrar athygli þegar af þeim stafar ævintýraljóma, endurskini frægra landkönn- uða eins og Roalds Amundsens eða Fridtjofs Nansens. Það er kannski dæmigert að eini Óskarinn sem Norðmenn hafa fengið var fyrir myndina um siglingu Kon-Tikis yfir Kyrrahafið. í vissum skilningi má því segja að Thor Heyerdahl hafi siglt í kjölfar Nans- ens meðan öldurnar hvolfdust yfir flekann líkt og hann væri á miðunum út af Noregi. Það er svo ailt annar handleggur að styttan skuli hafa endað í Svíþjóð enda er það fram- leiðandinn en ekki leikstjórinn sem fær að geyma hana. Það vildi bara svo til að það var Svíi sem þorði að veðja á Heyerdahl, þótt sárt sé til þess að hugsa eftir á fyrir stolta þjóð eins og þá norsku. Sautján árum eftir þetta var norsk mynd enn tilnefnd til Óskarsverðlauna, þegar Arne Skouen lagði fram sín Níu líf, en varð að láta í minni pokann fyrir þeim mikla Fellini. Níu líf er ein þeirra mynda sem segja frá barát- tunni við höfuðskepnurnar. Hún gerist á striðsárunum og greinir frá hermanni sem settur er í land á strönd Norður-Noregs og berst gegnum brim og skafla, yfir fjöll, móti lemjandi stórhríð alla leið til Svíþjóðar. Það voru líka nyrstu héruð Noregs — og frumbyggjar þeirra — sem urðu tilefni næstu útnefningar rúmum þijátíu árum síðar. Og Leiðsögumaðurinn er ekki síður en Níu líf fleytifullur af hasar og áhættuatriðum, en þar er þó fyrst og fremst að finna ákaflega mannlega þrautseigju, næstum hetjulega í útfærslu sinni. Og myndavélarauga sem gælir við náttúruna í öllu hennar veldi. Maður hefði haldið að víkingatíminn, með öllum sínum köppum og bægslagangi og meitluðu orðræðu, væri upplagt efni fyrir kvikmyndir handa áhorfendum út um heim, fólki sem helst vill sjá soldið af blóði án þess að þurfa að velta of mikið fyrir sér sálfræði- legum, að ekki sé talað um heimspekilegum ástæðum atburðanna. En víkingamynd hef- ur, má segja, aldrei verið gerð í Noregi. Um miðjan síðasta áratug var reyndar gerð myndin Dragens fange (Fangi drekans) í samvinnu við rússneska aðila, og fjallaði hún um ungan Rússa sem haldið var föngnum í Noregi. Myndin einkenndist af rússneskri íhygli og í henni var fullt af haganlega gerð- um munum og minjum frá söguöld sem nægði þó ekki til að skapa réttan andblæ hjá áhorfandanum. Annars má heita að það sé frátekið fyrir kvikmyndaverin í Hollywood -að gera svona myndir enda eru íjármunir ekki af skornum skammti þar í borg. Þegar til að mynda Kirk Douglas birtist á vesturströnd Noregs til að gera mynd sem heitir The Vikings — sem gerðist raunar 1955 og Tony Curtis var með í för — þá má sannarlega gera ráð fyrir að fáránlegustu tímaskekkjur skjóti upp kolli: Ekki nóg með að víkingar Kirks beri arm- bandsúr heldur standa nautshorn út úr hjál- munum þeirra! Nokkuð sem Richard Wagner fann- upp á til að nota í óperur á síðustu öld. Vissulega eru til áætlanir um gerð kvik- mynda sem standa öllu traustari fótum í sagnfræðinni, en ennþá hefur þó engin þeirra komist á frumsýningarstigið. Norskt málsamfélag er ekki ýkja stórt, i landinu búa aðeins ríflega fjórar milljónir manna. Erlendur markaður hefur sjaldnast ginið við norskum kvikmyndum og því hefur þurft að treysta á innanlandsmarkaðinn í fjárhagslegu tilliti. Þannig hafa orðið til hjart- anlega norsk yrkisefni í kvikmyndum — hið dæmigerða melódrama sem gerist út á landi með ástarstandi og hnífaslag, svikum og prettum, svo ekki sé talað um hina eilífu deilu um ættaróðalið. Eða þá alþýðlegir fars- ar frá úthverfum stórbæjanna, hugsanlega með gerð stórborgargleðileiks í huga. En í Noregi er hvorki að finna aðalsstétt né stór- borgir svo það hefur ekki verið með öllu laust við rembing þegar blása átti lífi í viðfangs- efni af þessu tagi. Noregur hefur alltaf verið skáldaveldi. Á hveijum útskaga hefur risið upp skáldjöfur sem tekur dijúgan þátt í að marka menning- arstefnu staðarins eða hreinlega mótar sam- félagið eftir eigin höfði. Kvikmyndin hefur ekki eignast neinn slíkan jöfur, í henni hefur löngum verið meira sótt í alþýðuskáldskap og frásagnarhefð hans; kvikmyndalistin hef- ur enda mátt þola nokkurt hnútukast og lítilsvirðingu vegna þessa, þótt kvikmynda- fræðingar séu nú í óða önn að sýna fram á óréttmæti slíkra viðhorfa. En þegar svo að segja innan seilingar eru þvílíkir bógar á rit- vellinum sem Knut Hamsun, ritfærasti ærsla- belgur sem hugsast getur, eða alvörumenn einsog Henrik Ibsen - sem kirfilega sannar að Noregur ér miklu fremur land hinna alvar- legu stefnumiða en léttúðarfullra leikja - þegar slíkir menn eru annars vegar, er vel skiljanlegt að kvikmyndagerðarmenn finni til ofurlítillar minnimáttarkenndar. En þá er vert að minnast þess að sonarsonur Henriks Ibsens, sem líka var barnabarn annars stór- skálds frá sama tíma, Bjornstjernes Bjorn- sons, átti feykigóða og hvatlega innkomu í norska kvikmyndagerð. Tancred Ibsen, sem af augljósum ástæðum þurfti að burðast með viðurnefnið tvöfaldi afastrákurinn og hefur að líkindum kvalist undan því, kom viða við á sínum nærfellt fjörutíu ára langa ferli. Þessi Ibsen gerði gæði alþýðlegar og alvar- legar myndir, oft með því að kvikmynda bókmenntaverk, en það hefur löngum verið algengt í norskri kvikmyndagerð. Raunar næstum einrátt. Margir eru þeirrar skoðunar að sagan um Gjest Baardsen, hinn norska Hróa hött, sé ein þróttmesta og best heppnaða mynd Norð- manna fyrr og síðar, þótt hún sé frá því herrans ári 1939. Þetta stafar ekki eingöngu af því að undirtónn myndarinnar sé svo ofur- þjóðlegur sem raun ber vitni - það er að segja uppreisn einstaklings gegn stórlátum yfirvöldum og skrifræði - heldur ekki síður af mildu andrúmslofti sem fagrir sumardagar laða fram í myndinni, með frískandi vind- gusti á flöllum uppi. Samtök norskra kvik- myndagagnrýnenda hafa með leyfi Ibsens valið að kalla viðurkenningu sína, sem veitt ' er - bæði innlendum og erlendum kvikmynd- um - á kvikmyndahátíðinni í Haugasundi á vesturströndinni, eftir söguhetju hans og nefna Gjest Baadrsen-verðlaunin. Síður en svo út í bláinn. Ef tilgreina ætti annan mikilhæfan braut- ryðjanda yrði það að vera sá hárbeitti penni á hinu fijálslynda norska Dagblaði, Arne Skouen, sem á tuttugu ára tímabili frá 1948 gerði sautján kvikmyndir. Auk Níu lífa og annarra stríðsmynda, vakti hann sérstaka athygli fyrir myndir í heimildastíl um um- deild samfélagsleg efni. í myndum sínum hefur hann aldrei dregið dul á þann tilgang sinn að vekja upp deilur né heldur hafa menn getað litið framhjá þeim óvenjugóðu tökum sem hann hefur á kvikmyndaforminu. Niðurlag í næstu Lcsbók. Höfundur er kvikmyndagagnrýnandi Aftenpost- en í Osló. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 23. FEBRÚAR 1991 SÖREN ULRIKTHOMSEN Óttinn Magnúx Gezzon þýddi Sprenging í líkamanum mannvera á bak við augun bankar til að komast út hjartslátturinn sem flöktir í vindinum hann, sem sefurdjúpt inni ílíkamanum ogekki erhægt að vekja hann, sem hefur aldrei sofið en hringsólar um göturnar allan sólarhringinn síminn sem hringir, en það er enginn á hinum endanum síminn að nóttu, að nóttu, að nóttu borgir úr gleri þar sem allt hverfur við minstu snertingu hann, sem stendur tímunum saman undir brennheitri sturtunni handleggurinn, sem lagður er yfir öxlina og fjarlægður aftur og fjarlægður aftur draumurinn, sem heldur áfram inn ídaginn, dreifist ogseytlar um allar sekúndur dagurinn, sem veltist og molnar í draumnum, hraði brotanna yfir svefnhimnuna hann gnýr höndum sér til hita hann slær lit á hörundið styður sig við borðið og vegginn og sundlar óendanlega höfuðið sem snýst hægt, líkt og það hrapi í þyngdarleysi tæmist, af orðum: Þungur Ijóskastari, sem beint er að augunum leysir líkamann upp í hvítt. Ég er orðinn of lítill fyrir líf mitt Ég er orðinn of lítill fyrir líf mitt, og það of smátt fyrir mig. Frá götunni og liðnum árum berst djöfullegur hávaði. Líf mitt er of fyrirferðarmikið það rúmast ekki lengur í herberginu. í hvert sinn sem ég lít út um gluggann sekkur miðborgin dýpra í grænt grænt haf. Ég er þreyttur á fádæma fögrum söngvum silfraðrar tungu minnar, ég þrái voldugri, nærri óheyranlega tónlist. Gegnum rifuna milli tveggja sólarhringa mun ég hrópa leyndarmál að sjálfum mér en þögnin fellur líkt og öxi og skiptir henni í nærri ekkert og næstum allt of mikið. Sören Ulrik Thomsén er fæddur árið 1956 og er í framvarðasveit danskra Ijóðskálda í dag. Hann gaf út sína fyrstu bók árið 1981 og ber hún nafnið City Slang. Ljóðin vöktu strax mikla athygli svo og þær bækur sem á eftir fylgdu: Ukendt under den samme máne, 1982; Nye digte, 1987 og Mit lys brænder, 1985. Sú bók fjallar um nýja strauma ' í danskri Ijóðlist. Fyrir þá sem vilja kynna sér bakgrunn Sören Ulrik Thomsen og ann- arra skálda af hans kynslóð bendi ég á Tening 9. hefti 1990. M.G. Þýðandinn er Ijóðskáld og nýjasta bók hans heitir Ljóð, útg. 1988. GUNNAREKELÖV (IMafnlaust Ijóð) Pjetur Hafstein Lárusson þýddi Ég minnist, ég minnist en nafn þitt meðal guða og sem ég minnist er mér hulið. læðist að mér grunur Get aðeins lotið höfði læðist að mér grunur líkt og strá að hausti. um örlög mín, líf mitt, mitt fyrra líf, Frost, þú hvíta, líf mitt að þessu afstöðnu, sindrandi frost svo lík og þó — taktu mig nú! svo frábrugðin. Að stöngull og blöð stirðni kristallist Guð, guð minn, og bresta undan vindum óþekkti guð, og troðast undir ókunnugum fótum. þú sem býrð í örlögum mínum! Þú sindrandi frost, Þekkti ég nafn þitt taktu mig, ó stjörnunótt! skyldi ég vissulega dýrka þig Höfundurinn f. 1907, d. 1968, er eitt af kunnustu Ijóðskáldum Svía á þessari öld og átti saeti um tima i sænsku akademíunni. Ljóðið er úr nýrri Ijóðabók „Þvi nóttin kemur" og er með Ijpðum eftir Ekelöv, þýddum á íslenzku af Pjétri Hafsteini Lárussyni rithöfundi.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.