Lesbók Morgunblaðsins - 23.02.1991, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 23.02.1991, Blaðsíða 7
Minnisvarði um fnllna fjallamenn í Moskvina-búðunum. toppinn á Kommunisma endanlega og héld- um niður til Aschik Tash. Yonbrigði og ný markmið Það að neyðast til að gefa Kommunisma upp á bátinn voru okkur gífurleg von- brigði, vitandi af því að okkar meginmark- mið sem var að klifra hæsta fjall sem Islend- ingur hefði klifið frá upphafi yrði að bíða betri tíma. En grætilegast var hve nálægt lokamarkinu við höfðum komist, aðeins 3-5 klukkustunda klifur var eftir þegar fjalla- veikin neyddi okkur fárveika til að snúa frá. Það eina sem við gátum huggað okkur við var að ytri aðstæðum var að stærstu leyti um að kenna, aðstæðum sem við á engan hátt gátum haft áhrif á. Þegar við komum til Aschik Tash byrjuðum við fljót- lega að ræða þann möguleika að reyna við Lenin (7.134 m) sem staðsett er ofan Asch- ik Tash-búðanna, enda 12 dagar enn í brott- förina til Moskvu. Líkamlegt ástand var enn á ákaflega lágu plani, enda urðum við ekki góðir fyrr en 2 mánuðum eftir að við kom- um heim til íslands. Andlegt atgerfi fór hins vegar vaxandi með hveijum deginum og gamla góða toppasýkin og þijóskan byij- uð að láta á sér kræla. Á endanum varð freistingin að sigra Lenin og koma heim með eitt 7.000 m á toppalistanum skynsem- inni yfirsterkari og þriðjudaginn 7. ágúst flugum við með þyrlu upp í búðir 1 í u.þ.b. 4.100 m hæð. í hlíðum Lenin-tinds ið höfðum báðir talsverðar áhyggjur af kalinu á tánum á mér og okkar slappa líkam- lega ástandi, en við vorum ákveðnir í því að gera rúmlega okkar besta og komast á toppinn. Fórum við rólega upp á milli búða og komumst í 3. búðir í 6.200 m hæð á þriðja degi. Við þurftum litlar áhyggjur að hafa af fjallaveikinni nú, því líkaminn bjó enn að þeirri aðlögun sem náðist á Kommun- isma og gerði það lífið okkur talsvert létt- ara. Að morgni fjórða dags ætluðum við svo að reyna við síðustu 1000 m á toppinn, en þá tóku æðri máttarvöld enn einu sinni í taumana. Eftir meira en tveggja vikna blíðu á fjallinu brast á stórhríð. Við vorum gráti nær, við töldum okkur vera búna með okk- ar kvóta, Það kom ekki til greina að gefast upp, svo við ákváðum að freista þess að bíða af okkur veðrið. Til allrar hamingju létti svo upp strax næstu nótt og við ákváð- um að leggja í hann í bítið, en vegna vand- ræða með prímusinn tók langan tíma að elda og bfæða nægilegt vatn svo við kom- umst ekki af stað fyrr en klukkan 10 um morguninn. Veðrið var frábært og ferðin gekk ótrúlega vel, þrátt fyrir mikinn kulda og virtist eitthvað af gamla góða þrekinu komið í okkur aftur. É Fljótlega eftir að við lögðum af stað dofn- uðu tæmar á mér af kulda og minnugir orða læknisins ákváðum við að doka við og gera eitthvað í málinu. Hjálpuðumst við að við að verma tærnar og að því búnu fór ég úr öðru sokkaparinu og hafði skóna laust reimaða. Varð blóðrásin þá eðlilegri og fann ég ekki fyrir kulda eftir það. Teflt á tvær hættur - toppur- inn Eftir að ferðin hafði gengið vonum fram- ar þrjá fjórðu hluta leiðarinnar sneru heilladísirnar enn einu sinni við okkur bak- inu. Eins og hendi væri veifað brast á með roki, snjókomu og þoku og við áttum ekki eftir nema 2 klst ferð á toppinn. Enn einu sinni stóðum við frammi fyrir erfíðri ákvörð- un. Eins og sakir stóðu var ákaflega óskyn- samlegt að halda ferðinni áfram, því mjög torratað var niður aftur og að eyða úti nótt í 7.000 m hæð í slíku veðri án svefnpoka eða skýlis af nokkru tagi er nokkuð sem enginn fjallamaður vill standa frammi fyrir. En hvorugur okkar gat hugsað sér að gef- ast upp þegar svo stutt væri í toppinn og með það var haldið áfram. Á endanum stóð- um við svo á toppnum í vitlausu veðri og slæmu skyggni. Margra ára draumur okkar varð nú að ljóslifandi veruleika, draumur sem margir fjallamenn ganga með í magan- um alla ævina en upplifa aldrei. Ánægjunni og gleðitilfinningunni yfir því að sigrast á takmarki sem þessu verður ekki með orðum lýst, sérstaklega eftir alla þá erfiðleika, vonbrigði og raunir sem við höfðum gengið í gegnum síðustu vikurnar. Eftir að hafa í hálfgerðum draumi eytt 15 mínútum á toppnum við skyldumyndatökur af fána ís- lands og hjálparsveitanna okkar var okkur Takmark- inu náð: Þeir Björn Ólafsson og Einar Stef- ánsson með íslenzka fánnnn á tindi Len- ins. skyndilega kippt aftur niður á jörðina og blákaldur raunveruleikinn blasti við. Fjall- göngu er ekki lokið fyrr en niður er komið og sáum við nú fram á talsverð vandkvæði á því þar sem slóðin okkar var svo til horf- in. Enda fór það svo að við týndum henni fljótlega en vorum þó ekki villtir í beinum skilningi. Eftir að hafa margsinnis reynt að fínna hrygg sem tengdi saman tvær slétt- ur en alltaf lent í ógöngum og þurft að klifra upp aftur, var líkamlegt þrek að þrot- um komið. Þar sem byrjað var að rökkva fórum við að ræða um hvernig við ættum að búa okkur undir nóttina þannig að líkurn- ar á því að lifa af væru sem mestar. Um- hverfís var bara ís og gijót og því ekki hægt að hlaða skýli eða grafa okkur í fönn eins og við margsinnis höfum gert hér heima og útlitið því sæmilega svart. En hinar mis- lyndu heilladísir sáu aumur á okkur, eins og svo. oft áður gegnum tíðina þegar lífíð hefur' legið við, og í nokkrar sekúndur rof- aði örlítið til en þó nóg til þess að við sáum leiðina niður. í fyrsta sinn í allri ferðinni náðu tilfínningarnar yfirhöndinni, við féll- umst í faðma og eftir tveggja tíma áfram- haldandi ferð skriðum við í tjaldið gjörsam- lega örmagna. Ferðalok Eftir nokkurra daga bið vegna veðurs komumst við á endanum niður til Ascik Tash og gerðum okkur glaðan dag með hjálp rússneskra áfengisbirgða sem hægt var að kaupa í búðunum, koníak, hvítvín og kampavín eins og við gátum í okkur lát- ið. Nú voru þrír dagar til brottfarar og ákváðum við að lifa lífínu til fulls og keypt- um vín og matvöru í ótæpilegu magni. Við höfðum til umráða u.þ.b. jafngildi 1.600 ísl. kr., sem þætti ekki mikið heiTna á ís- landi, en það var hreint ótrúlegt hvað við gátum keypt. 25 koníaksflöskur, 10 hvítvínsflöskur, 8 kampavínsflöskur, 50 gosflöskur, 4 risamelónur, 10 kg af vínbeij- um, kavíar o.fl. (sjá mynd). Reyndar kom- umst við, eins og gefur að skilja ekki yfír að innbyrða þetta allt svo við gáfum stærsta hlutann Rússum sem staddir voru þarna í búðunum og unnum okkur inn þakklæti þeirra. Þetta verðlag kann landanum að fínnast lyginni líkast en þannig er þetta allt í Sovétríkjunum. Til dæmis kostar flugið frá Moskvu til Oz, sem er jafnvel lengra en frá Moskvu til íslands u.þ.b. 3.000 kr., leigubíll í eina klst. í Moskvu kostar 10-20 kr. og neðanjarðarlestirnar ekki nema 20 aura. Sunnudaginn 20. ágúst, 7 vikum eftir að við yfirgáfum Island komum við svo til Moskvu eftir sólarhrings þreytandi ferðalag með afgömlum rútubílum og þriðja flokks flugvélum. I Moskvu nutum við svo velvilja og gestrisni Ólafs Egilssonar sendiherra sem aðstoðaði okkur við að hringja heim og láta aðstandendur og ættingja vita af okkur eft- ir næstum tveggja mánaða óvissu um af- drif okkar. Eftir að hafa eytt nokkrum dög um í Moskvu og Kaupmannahöfn lentum við svo loksins á Islandi með gnægð af sög- um fyrir verðandi barnabörn í pokahorninu. Eftirtaldir aðilar fá kæra þökk fyrir stuðninginn: Hjálparsveit skáta Kópavogi Hjálparsveit skáta Reykjavík, Skátabúðin Útilíf, Sanitas, Verksmiðjan Vífílfell, Honda á Islandi, Bílaumboðið, Steypustöðin, ÓS húseiningar, SAS. JÓNAS GUÐLAUGSSON Smala- drengurinn Guðmundur Arnfinnsson þýddi Sól yfír fjallið færist, fjárbjöllur óma um hlíðardrag, smalinn situr hjá sinni hjörð og syngur kvæðalag. Hans andlit er útitekið, og augu hans Ijóma blá sem dropar, fullir af draumum um dýrð, sem hann aldrei sá. Loftið er Ijúfri angan af lyngi og blóðbergi fyllt, um fjörðinn fyrir neðan fíæðir sólskinið gyllt. Og hér er svo dýrlegt að dreyma um dægrin, björt og löng, að smalanum hlýnar um hjartað og honum er létt um söng. Og sem hann úr hlíðinni horfír á heiðbláan, skínandi fjörð, þá fer hann í draumi að finna fegursta landið á jörð. Svo byggirhann höll, hvarhnígur sól af himni í unnir blár, þangað ætlar hann, þegar hann vex og þarf ekki að gæta fjár. En hitt er smalanum hulið, sem horfír út á fjörð, að fulltíða finnur hann aldrei fegursta landið á jörð. Jónas Guðlaugsson, f. 1887, d. 1916, var frá Staðarhvammi í Mýrasýslu, en bjó lengst af í Danmörku. Ljóöið er ort á dönsku og birtist í bók Jónasar „Viddernes Poesi" 1912. Það hefur ekki fyrr verið þýtt á íslenzku. Leiðrétting í Lesbók 16. febrúar sl. urðu þrenn mistök í grein um þúsundþjalasmiðinn Thorbjörn Egner, sem leiðréttast hér með. I fyrsta lagi var mynd af Egner ásamt með hinni vinsælu Ieikkonu Emelíu Jónasdóttur, sem þama var rangfeðruð og rangt var einnig, að hún hafí leikið hlutverk bæjarstjórafrúarinn- ar í Kardemommubænum eftir Egner. Eins og fjöldi landsmanna man, lék Emelía á eftirminnilegan hátt Soffíu frænku. I efniskynningu var höfundur- inn, Klemens Jónsson, leikari, einnig ranglega feðraður. Eru hlutaðeigendur og lesendur beðnir afsökunar á þessum mistökum. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 23. FEBRÚAR 1991 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.