Lesbók Morgunblaðsins - 23.02.1991, Blaðsíða 10
Hvert er öryggi
flugfarþega?
- spurning sem brennur á allra vörum
Ferðahöft fyrir okkur ís- ■
lendinga hljóma líkt og okk-
ur sé bannað að tala — slík
er útþráin, sem eyjabúum
er í blóð borin. En þó að
við þráum að komast út fyr-
ir landsteinana, viljum við
geta verið örugg um eigið
skinn. Ferðamenn eiga
heimtingu á að geta farið
sinna ferða í fullkomnum
friði. Og því meira sem ör-
yggi flugfarþega er ógnað,
þeim mun fullkomnari verð-
ur tæknibúnaður leitar-
tækja á flugvöllum. Við eig-
um að þakka fyrir nákvæma
leit í farangri, sem hlýtur
að veita okkur aukið flug-
öryggi. — Oft hefur eftirliti
á flugvöllum verið ábóta-
vant og búnaði ekki beitt
sem skyldi. En ef atburðir
síðustu vikna leiða til aukins
flugöryggis, þá er vel.
Röntgenleitartæki
Háþróuð röntgenleitartæki á
flugvöllum hafa þegar sannað
gildi sitt. Allur handfarangur
farþega birtist á myndskjá fyr-
ir framan sérþjálfað lið. Eitur-
lyf og sprengiefni koma fram
í rauðgulum lit. Vopn og hlutir
úr stáli eða málmi verða bláir.
En vafasamir efnishlutar teikn-
ast grænir. Með þessari lit-
greiningu á röntgenskjárinn að
geta greint áhættuþætti í
handfarangri. Ef eitthvað vafa-
samt kemur fram á skjánum
eru töskumar teknar til hliðar
og opnaðar.
Að farangur og farþegar
stemmi saman
Perðatöskur eru víða gegn-
umlýstar; látnar síga niður í
myndavélarhólf áður en þær
fara inn á rúllubandið. Geysi-
mikilvægt er að allt stemmi
saman — töskur og farþegar.
Auknar öryggisráðstafanir fela
oft í sér, að farangri er raðað
upp við hlið flugvélar og far-
HANDTASKA MEÐ BLÝFÓÐRUÐUM, FÖLSKUM BOTNI, fór
í gegnum öryggiseftirlit 55 sinnum: rannsökuð 5 sinnum; verð-
ir tóku eftir einhverju á skjánum 18 sinnum en létu það eiga
sig; að öðru leyti látin fara afskiptalaus um borð!
MYNDBANDAVÉL ÚTBÚIN LÍKT OG SPRENGJA, borin í
myndbandatösku, fór í gegnum öryggiseftirlit 55 sinnum; að-
eins rannsökuð 6 sinnum.
FLJÚGANDI TÖSKUR ÁN FARÞEGA eiga alls ekki að fara
um borð ef eigandi gefur sig ekki fram. Það var reynt 9 sinn-
um og tókst í 3 skipti (þetta er álitið vera aðferðin sem beitt
var í Lockerbie slysinu).
þegar látnir finna sínar töskur,
áður en þeir ganga um borð
og sanna með farangursmiða
(límdum á farmiða) hvað marg-
ar töskur voru bókaðar inn.
Ómerktir pakkar eða töskur
sem farþegar viðurkenna ekki,
eiga ekki að fara um borð í
flugvél.
Rafmagnstæki
Á Frankfurt-flugvelli og
víðar er farþegum núna bannað
að hafa rafmagnstæki með-
ferðis t.d. ferðatölvu, útvarp,
segulbands- eða myndbanda-
vél. Annars staðar eru farþegar
beðnir að gangsetja vélarnar
til að sanna, að sprengja sé
ekki falin í þeim.
Einangruð flugvallarsvæði
Flugvélar á stæði og skráður
farangur eiga að vera alveg
einangruð frá utanaðkomandi
fólki — í öryggisskyni — og
undir stöðugu eftirliti. Nýjar
reglur skylda flugvallarstarfs-
fólk til að bera á sér vegabréf
sem aðeins gerir þeim kleift
að komast um tölvukerfi inn á
lokuðu svæðin. Og fólk sem
sækir um vinnu á flugvöllum
þarf að hafa hreina sakaskrá
tjl þess að eiga möguleika á
starfi. T.d. er fólki sem sér um
að gegnumlýsa farangur, gert
að hafa háskólapróf, að hafa
góða enskukunnáttu og hreina
sakaskrá, að ná athyglisprófi
og fara í a.m.k. 12 tíma nám-
skeið.
Er öryggiseftirliti
framfylgt?
í október sl. stóð ferðablaðið
Condé Nast Traveler fyrir
rannsókn á hversu vel öryggis-
reglum á flugvöllum væri fram-
fylgt. Tólf fréttamenn ásamt
tveimur flugvalla-öryggisvörð-
um til ráðgjafar fóru um alþjóð-
lega flugvelli í 6 þjóðlöndum
eins og venjulegir farþegar.
Þeir reyndu: 1. að komast að
kyrrstæðum flugvélum 2. að
koma töskum með flugvélum
án þess að vera farþegar 3. að
koma myndbandsvél um borð,
sem var útbúin eins og
sprengja 4. að koma handtösku
um borð, sem var blýfóðruð
(eða með fölskum botni) og
með sprengiefni.
Rannsóknin leiddi í ljós að
langt var frá að eftirliti væri
fullnægt, einkum í Banda-
ríkjunum. Niðurstöðum var
skilað til yfirmanns bandaríska
flugvallaeftirlitsins, sem mun
taka fullt tillit til þeirra. Nokk-
ur flugfélög hafa sjálf tekið upp
aukið eftirlit, t.d. mun United
ljölga gæslufólki á flugvöllum
úr 250 í 850. Flugfélagið er
líka að prófa tölvukerfi sem á
að greina persónueinkenni
hryðjuverkamanna og þeir far-
þegar sem sýna slík einkenni
verða yfirheyrðir. Atburðir
síðustu vikna eru að leiða til
aukinnar samvinnu milli ríkis-
stjórna, flugfélaga og yfir-
manna flugvalla um að efla
eftirlit — sem ætti að þýða
aukið flugöryggi í framtíðinni.
O.Sv.B.
Islendingar
vilja spánskt
andrúmsloft
í fríinu
mann, 4 í íbúð) verð fyrir þriggja
vikna dvöl.
Costa del Sol
íbúðahótelið, Aquamarine er
okkar glæsilegasta nýjung á
Costa del Sol. Til dæmis eru þar
inni- og útisundlaug og leikfimi-
salur. Við erum með kynningar-
verð á gistingu: 55.700 kr. á
mann í studíó-íbúð í sumar og
orlofsdvöl eldri borgara 8.apríl -
2. maí, kostar 67.100 kr. með
hálfu fæði. Hótel Benal Beach er
vinsælt fyrir barnafjölskyldur,
einkum vegna sundlaugargarðs-
ins með rennibrautunum.
Cancún við Mexíkóflóann
Sumarfrí í Cancún í Mexíkó
með íslenskum fararstjóra er nýj-
I Amsterdam og Kaupmannahöfn er nú hægt að leigja húsbíla —
og flakka um með gislistaðinn.
ung á íslandi. Á Cancún er að
finna glæsilega gististaði sem
standa undir bandarískum gæða-
kröfum; hreinn sjór við hvíta
sandströnd og spánskt götulíf.
Cancún var lítill fiskimannabær
með 115 íbúa fyrir 15 árum, en
sl. 10 ár hefur bærinn byggst upp
sem ferðamannastaður og nú hafa
þar 30.000 manns fasta búsetu.
Við verðum líka í fyrsta skipti
með sumardagskrá á Flórída.
Geysimargt áhugavert að er að
sjá í nágrenninu: fornminjar May-
anna; einstaka náttúrufegurð og
friðlýst verndarsvæði villtra dýra
og plantna. Loftslag er þægilegt
og hiti um 25-29 stig. Regntíminn
stendur frá júní út september. Þá
kemur úrhelli síðdegis sem varir
stutt en sól á milli. Tvö mjög góð
strandhótel eru i boði. Verð fyrir
3 vikur er svipað og dvöl á Kýp-
ur: um 80-100.000 kr. Flogið er
um Baltimore, gist þar eina nótt
á útleið, en flogið samdægurs frá
Cancún til íslands. Möguleiki á
að stoppa í Baltimore á heimleið.
Sumarhús í Hollandi
Ein helsta nýjung okkar í ár
er sumarhúsagarður við strand-
bæinn Zandvoort í Hollandi. Gran
Dorado sumarhúsakeðjan sem
rekur garðinn, staðsetur garða
sína í námunda við staði sem hafa
aðdráttarafl fyrir gestina. Fjöl-
skyldan getur rölt út í iðandi
mannlíf Zandvoort á kvöldin eða
hjólað um bæinn og kíkt í verslan-
ir. Góðir sólardagar koma í Holl-
andi og þá hópast fólk á ströndina
við Zandvoort. Haarlem er
skammt frá Zandvoort með
áhugaverðum söfnum og stórum
markaði. Og lestarferð til Amst-
erdam tekur hálftíma. Verðdæmi:
Fjögurra manna hús í 3 vikur kr.
55.100 á mann.“
Á hvaða þætti leggur nýr fram-
kvæmdastjóri Úrvals-Útsýnar
mesta áherslu? „í ár er helsta
nýjung okkar ótrúlega hagstætt
verð og betri gististaðir. Áherslan
er þó ekki síður á að sinna trygg-
um viðskiptavinum, stækka hóp-
inn og bjóða betur með fjölbreytt-
ari ferðum og lágu verði.“
O.Sv.B.