Lesbók Morgunblaðsins - 23.02.1991, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 23.02.1991, Blaðsíða 9
FLUGLEIÐIR v l ERMfíl AD MW FUJGLEIÐIR LESBÓKAR 23. FEBRUAR 1991 Þörf fyrir spænskt and- rúmsloft verður seint fullnægt, segir Hörður Gunnarsson, nýr framkvæmda- stjóri hjá Úrval- Útsýn, í viðtali við Ferðablaðið 15.-30. ágúst er boðið upp á hópsiglingu með skútum um Karíba- hafið, frá eyjunni St. Lucia til Grenada. íslendingar vilja spánskt andrúmsloft í fríinu Nýi baðstrandarbærinn Cancún við Mexíkóflóa býður hreinan sjó, hvíta sandströnd, góð hótel, náttúrufegurð og skoðunarferðir um fornminjar Mayanna. Bangsaklúbburinn, sem er fyrir yngstu börnin, leggur mikið upp úr leikjadagskrá á strönd- fnúi. Stundum finnst manni að fram- boð á Spánarferðum hjá íslenskum ferðaskrifstofum yfirgnæfi öll önnur ferðatilboð. En sólarferðir til Spánar virð- ast alltaf jafn vinsælar, einkum ef verðið fer lækkandi eins og sýnir sig í ár. Og hótel á Spáni hafa aldrei verið meira bókuð. Spánn er lalinn núna öruggasta ferðalandið við Miðjarðarhaf. „Og í stað Kýpurferða, sem gætu fallið niður vegna stríðsástands, bjóðum við nýj- an dvalarstað handan hafsins, Cancún við Mexikóflóa, sem hefur spánskt yfir- bragð og göt- ulíf,“ segir Hörður. Sa Coma er vinsælasta fjöl- skylduströndin sem við bjóðum 4. árið í röð, hef- ur byggst upp sl. 5 ár. Gististaðir eru nýlegir — og ströndin ein af aðeins þremur á ár. Gististaðir eru nýlegir — og ströndin ein af aðeins þremur á Mæjorka sem hefur fengið gæð- astimpill Umhverfisnefndar Evr- ópu — bláa umhverfisfánann. Gisting er í raðhúsum og dæmi- gerðum íbúðahótelum á strönd- inni. í 4 km fjarlægð er ferða- mannabærinn Cala Millor með 50 þúsund íbúa og fullt af veitinga- húsum og verslunum. Strætis- vagnar ganga þangað á 15 mínútna fresti. Fríklúbbur unga fólksins á Magaluf Smám saman eru tilteknir ald- urshópar að leggja undir sig ákveðnar strendur. Magaluf er orðin baðströnd unga fólksins. Þarna er Tjæreborg-miðstöðin með sinn Teen Club og Fríklúbb- urinn okkar starfar þar í fyrsta skipti í surnar, með kraftmikla fararstjóra, sem munu standa fyr- ir íþróttaleikjum og fjöri. BCM, eitt stærsta diskótek í Evrópu er á Magaluf. Portúgal Eins og aðrir sólarlandastaðir okkar býðst Portúgal í ár á mun Fríklúbbur unga fólksins starfar á Magaluf á Mæjorka í sumar. hagstæðara verði en áður - á allt að 10 þúsund kr. ódýrari en í fyrra. Albufeira í suðurhluta Portúgals er vinsæll fjölskyldu- staður og ekki síður meðal hjóna og einstaklinga. Við erum með 3 íbúðahótel þar: Oura Praia, sem er lúxushótel t.d. fyrir hjón í hvíldarferð án barna (verð: 67.000 kr. á mann fyrir 2 í íbúð); Tropic- al, mjög gott hótel með fínum sundlaugargarði, síma, sjónvarpi og ioftkælingu (54.500 kr. á mann miðað við 4 í íbúð); Silchoro, gott hótel í milliflokki (50.900 kr. á SJÁ NÆSTU SÍÐU

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.