Lesbók Morgunblaðsins - 23.02.1991, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 23.02.1991, Blaðsíða 8
4- * I * I . r- B tr 1 L A R Morgunblaðiö/Þorkell Ford Explorer sækir nú fram á íslenskum bílamarkaði og hefur margt til brunns að bera. Ford Explorer er álitleg- ur í jeppasamkeppnina Aftursætið er lagt niður með einu handtaki. Farangursrými er gott og sé aftursæti lagt niður er gott svefn- pláss. s að fylgir því óneitanlega sérstök til- finning að meðhöndla þriggja millj- ón króna bíl eins og Ford Explorer er. Þetta er lúxusjeppi með öllum þægindum, kraftmikilli vél, rafdrifnu hinu og þessu, góð- um sætum, mjúkri fjöðrun, sjálf- skiptingu og nægu rými fyrir fólk og farangur. Sjáift verðmæti bílsins er ekki aðalatriðið heldur hitt að hér er ökumaður með mik- ið tæki í h'öndunum sem gaman er að aka og jafnvel sá sem er ósnortinn af bfladellu getur ekki annað en hrifist örlítið með. En Ford Explorer er sem sagt kominn til Islands og tekinn að blanda sér í jeppaslaginn. Og vel að merkja: Menn þurfa ekki að snara út tæp- um þremur milljónum til að geta ekið um á Explorer, hann er fáan- legur á verði frá um 2,3 milljónir króna. Umboðið er Globus við Lágmúla og þar á bæ er verið að blása til nýrrar sóknar í sölu bíla frá Ford enda ýmislegt úrval í boði. Við skoðum í dag Ford Expl- orer. Margar gerðir en ein vél Ford Explorer er nýr bíll frá grunni og hefur þessum arftaka Bronco verið vel tekið í heima- Iandinu Bandaríkjunum. Explorer er bæði til í styttri og lengri gerð, tvennra eða fernra dyra og heita gerðimar XL, XLT og Eddie Bau- er eftir búnaði. Vélin er.hin sama í þeim öllum, fjögurra lítra, sex strokka og 155 hestafla með raf- eindastýrðri innsprautun og bíllinn er fáanlegur með Fimm gíra beinskiptingu eða fjögurra þrepa sjálfskiptingu. Explorer er hinn álitlegasti jeppi útlits, stílhreinn og láréttur á vegi, ekki með rísandi línu aftur eftir bílnum. Bíllinn er mjög hefð- bundinn útlits en ákveðin mýkt í útlínum og bogar við hjólskálar gefa bflnum sérstakan blæ og skemmtilegt útlit. Til að gefa ein- hvem samanburð má segja að honum svipi til Toyota LandCruis- er en sé ólíkur Range Rover og Cherokee. Styttri gerðin, sú sem er tvennra dyra, er 4,36 m að lengd en sú lengri er 4,60 m. Breiddin er hin sama eða 1,75 m og hæðin 1,68 m. Bíllinn vegur liðlega tvo tonn og bensíntankurinn tekur 85 lítra. Vélin er sem fyrr segir 155 hestöfl, fjögurra lítra og sex strokka og skilar hún bflnum vel áfram og hljóðlega. Explorer er búinn blaðfjöðrum að aftan en gormum að framan. Ódýrasta gerðin af Explorer er tvennra dyra og beinskipt sem kostar um 2,3 milljónir króna. Þessi gerð kostar tæpar 2,5 sé hún tekin í svonefndri Sport-útgáfu en þá er meira borið í innréttingu. Rafstýrð driflæsing Driflæsingin er rafeindastýrð og er nóg að ýta á rofa í mæla- borðinu til að tengja framdrifið. Það má gera þótt bfllinn sé á ferð en hins vegar þarf að'stöðva ef setja á í lágt drif. Handstýrðar framdrifslokur verða einnig fáan- legar kjósi menn það heldur. Sá sjálfskipti Explorer í Eddie Bauer útfærslunni sem prófuð var hefur eftirtalinn búnað: Rafdrifn- ar rúður og útispeglar, samlæs- ingar á hurðum, hábaksstólar með Ieðuráklæði, toppgrind á sleða, upphitaða afturrúðu með þurrku, veltistýri, hraðafestingu, loftkæl- ingu, útvarps- og kasettutæki með 6 hátölurum og sóllúgu. Sætin eru vel úr garði gerð en þó eru þau kannski það atriði sem ökumanni finnst minnst til koma. Framstólamir eru stillanlegir á hefðbundinn hátt og auk þess er hægt að stilla þrýsting í mjóbakið ög hliðarstuðning og hægt er að lengja sjálfa setuna. Aftursætin eru allgóð og þau má leggja niður með eínu handtaki. Þegar bak aftursætis er lagt fram ýtir það setunni á undan sér og er þetta mjög þægilegt í meðförum. Sé aftursæti lagt niður er svefnrými í lengri gerðinni en naumast í þeirri styttri. Þá er bfllinn vel búinn alls kyns litlum hólfum og hirslum, milli framstólanna, í hurðum og í baki framstóla. Aft- urhlerinn lyftist upp og er hægt að opna aðeins rúðuna sjálfa eða allan hlerann. Veldur ekki vonbrigðum Eins og áður segir er gaman að meðhöndla bíl eins og Explor- er. Krafturinn er nægur og þrátt fyrir stærðina er hann lipur. Sjálft stýrið mætti vera betur hannað, það er eins og miðjan trufli stund- um gripið. Að öðru leyti fer vel um ökumann og hann er fljótur að átta sig á héfðbundu mæla- borðinu. Gírstöngin er í stýrinu og virkaði nokkuð stirð. Hún mætti því að skaðlausu vera lipr- ari en vera má að hér þurfi menn aðeins að venjast stýrisskipting- unni. Bíllinn er einkar hljóðlátur Yolvo umboðið Brimborg kynnir um helgina hinn nýja Volvo 960 sem er flaggskip Volvo verksmiðjanna og leysir af hólmi Volvo 760 sem kynntur var fyrst í febrúar árið 1982. Með þessum lúxusbíl er Volvo að blanda sér í samkeppni við aðra slíka, Mercedes Benz eða BMW og er óhætt að segja að þar hefur hann góða byijunarstöðu bæði hvað varðar verð og gæði. Brimborg bauð blaðamönnum að skoða bflinn í Svíþjóð um síðustu helgi og verður nánar sagt frá honum hér á bílasíðu næst en í dag verður látið nægja að staldra við helstu nýjungarnar en auk útlitsins er þær að finna í vél, sjálfskiptingu og fleiri sviðum. Volvo 960 er smíðaður fyrir þá sem í senn gera kröfur til vandaðs bíls með góða og kröftuga aksturs- eiginleika svo og þæginda og glæsi- leika. I útliti leynir uppruninn sér ekki, einkum er framendinn líkur fyrirrennaranum en hins vegar er afturendinn með nýju sniði. Skottið er hærra og línur og öll horn eru nokkuð ávöl. Skottlokið opnast lengra niður en áður. Vélin er þriggja lítra, sex strokka með 24 ventlum og 204 hestöfl. Hún vegur aðeins 182 kg þar sem hún er að miklu leyti byggð úr áli. Sjálfskiptingin er tölvustýrð fjögurra gíra og er hægt að velja þijár akstursstillingar. „Economy“-stilIing gefur mýkstan akstur, þá vinnur vélin á lægsta snúningi. Sé notuð„S“-stillingin og fjöðrunin er mjúk. Explorer hefur verið vel tekið og hann hefur hlotið nafnbótina fjórhjóladrifsbfll ársins í Banda- ríkjunum. Bandarískir jeppar eiga sinn stóra aðdáendahóp hérlendis og eflaust veldur Explorer ekki vonbrigðum. Explorer býður upp á ýmsa möguleika varðandi breyt- ingar, svo sem upphækkun og fleira en sér umboðið um að út- vega nánast hvaðeina sem mönn- um dettur í hug af aukahlutum. Explorer er í hinum stóra flokki vinnur vélin á háum snúningi og með snöggu viðbragði og síðan er „W“-stilling sem þýðir að þegar ekið er af stað í „drive" er bíllinn í þriðja gír og skiptir fljótlega í fjórða. Er hún sérlega hentug til að taka af stað í hálku því með mismunadrifslæsingunni að auki er næsta ólíklegt að bíllinn taki að spóla og skrika. Volvo 960 er búinn hemlalæsi- vöm, leður- eða plussáklæði á sæt- um, léttmálmsfelgum og útvarpi með segulbandi og geislaspilara. sem nefna mætti sparijeppa, þ.e. nokkuð dýra jeppa sem em búnir öllum þægindum og auðveldir í meðfömm eins og fólksbílar. Þessa bíla leggja menn kannski ekki í hvaða torfærur eða raunir sem er en óhætt er þó að segja að lengi má jeppann reyna. Expl- orer er jeppi og sem slíkur má leggja hann í ýmsar raunir en vitanlega fara menn jafnframt varlega með ijárfestingu upp á 2,5 til 3 milljónir. ., Þá er bamabílstójl hannaður í armpúðann í aftursæti og þar er einnig þriggja punkta öryggisbelti fyrir farþega í miðjusætinu. Stað- greiðsluverð er 3,9 miiljónir króna. Volvo kynnir nú einnig 940 sem er eins konar framhald af 740 bílnum. 940 hefur sama útlit að aftan og 960 en með minni vél, fjögurra strokka, tveggja lítra og 130 helstafla en hann fæst einnig með 155 eða 165 hestafla vélum. Verðið er frá 2,3 m. kr. jt Volvo 960 - nýtt flagg- skip tekur við af 760 Nýi Volvo 960 er smíðaður í verksmiðjunuin í Kalmar í Sviþjóð. Volvo býður nú kringnm 30 mismunandi gerðir bila á verði allt frá 1,3 m.kr. upp í 3,9 m. kr. 8

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.