Lesbók Morgunblaðsins - 02.03.1991, Síða 2
Byggingarhættir liðinna áratuga eins og þeir blasa við í Reykjavík: Harðlínuarkitektúr, sem formrænt séð virðist ekki
taka tillit til veðurofsa.
Að byggja fyrir 15 vindstig?
rifna samt ekki frá í ofsaveðrum. Það er
allt hægt, en hlýtur að hafa í för með sér
viðbótarkostnað.
Þegar litið er yfir byggð á íslandi, hvort
heldur er í þéttbýli eða til sveita, sést að
straumlína í byggingum er afar sjaldgæf.
Við byggjum harðlínuhús með hvössum
hornum og við setjum þökin í eilífa hættu
með því að láta þau skaga út fyrir veggina.
Lítum bara á meðfylgjandi mynd frá
Reykjavík. Á hvetju einasta húsi sem þama
sést, hlýtur vindurinn að ná mjög góðum
tökum. Þau sýnast vera byggð fyrir miklu
lygnara veðurfar en hér ríkir. Þetta er ekki
stórviðraarkitektúr. Af þessum byggingar-
máta leiðir einnig, að miklu meira heyrist
á þégar stormurinn gnýr en væri ef mýkri
línur yrðu fyrir átaki hans. Það heyrir raun-
ar til vinnubrögðum í byggingariðnaði, en
ekki arkitektúrnum, að þakjám er ekki neglt
eins þétt og skyldi og þar á ofan hefur
tíðkast í seinni tíð að hnykkja ekki sauminn
að innanverðu, en þess í stað er treyst á
riflaðan saum.
Margir urðu fyrir minni háttar tjóni og
óþægindum í stórviðrinu, þegar skjólveggir
úr timbri, sem settir hafa verið upp í vax-
andi mæli, lögðust á hliðina. Þegar arkitekt-
ar teikna skjólveggi, gera þeir ráð fyrir
mjög sterkum uppistöðum, sem steyptar em
niður. Það kom í ljós, að þannig gerðir skjól-
veggir stóðu sig, þegar aðrir lögðust útaf,
þar sem ekki hafði verið gert ráð fyrir þess-
um miklu átökum..
Eftir fárviðrið sem gekk yfir landið 3. febrúar
vakna ýmsar spumingar um byggingarhætti
okkar. Eitthvað er ekki sem skyldi þegar ný
íbúðarhús hverfa af sökklum sínum og jafn-
framt vekur það undmn og aðdáun, hvað göm
ul, bárujámsklædd timburhús standa sig
vel. Bæði í bæjum og til sveita er ennþá
fjöldi slíkra húsa, sem staðið hafa af sér
öll veður í marga áratugi og sýnast þó ekki
sterkbyggð. En þau eru rétt byggð og það
skiptir máli.
Va’rðandi nýrri hús okkar vaknar sú
spuming, hvort við höfum ekki áttað okkar
á því til fulls, að við búum á mesta eða
öðru mesta illviðrasvæði jarðarinnar. Við
byggjum með tilliti til jarðskjálfta, en fár-
viðri sem fer yfir 12 og jafnvel uppí 15 vind-
stig getur ekki talizt annað en náttúruham-
farir og öll okkar hús verða að vera teiknuð
og unnin með tilliti til að standast slík helj-
arátök. Fram hefur komið, að víða erlendis
er miðað við ákveðin staðal og þykir 70 á
þeim mælikvarða nægilegt þar. Hinsvegar
er miðað við 140 eftir sama staðli hér og
kannski vafasamt, hvort það er nóg. Það
sýnir bezt hverskonar veðurfari við getum
átt von á. Minnumst þess einnig, að það sem
einu sinni hefur gerst, getur gerst aftur.
í bílaiðnaðjnum er framkallað stólparok
í vindgöngum til þess að bílarnir smjúgi
loftið sem bezt. Á miklum hraða samsvara
þeir hlut, sem stendur kyrr í ofsavindi. Sá
tími kemur trúlega, að ýmsar þakgerðir
verði prófaðar á líkan máta. Að vísu er
hægt eins og dæmin sanna, að byggja þak-
skegg, sem ná lanngt út fyrir veggina og
Menn geta haft á því mismunandi skoðanir hvort þetta einbýlishús í Garðabæ
sé fágurt eður ei. En það er augljóst, að á þessu húsi nær fárviðri engum tökum.
Að því leyti er þetta skynsamlegur arkitektúr fyrir íslenzkqr aðstæður.
Mjúk straumlína í fyrirrúmi í nýrri skrifstofubyggingu í Basel í Sviss. Þótt þarna sé ekki stórviðrasamt hefur samt verið
byggt. og gengið frá þaki á þann hátt, að sterkur vindur nær naumast miklum tökum á því.
Athygli vekur, hvað gömul bárujárns-
hús, sem virðast þó ekki sterkbyggð,
hafa staðið vel af sér stórviðri.
Víða sést á nýjum húsum, að frágangur
er til fyrirmyndar og að engin óþarfa hættu-
punktar séu beinlínis búnir til. Með tilkomu
áls á þök og þakbrúnir hefur orðið til nýr
stfll, sem víða má sjá og er í senn skynsam-
legur við okkar aðstæður og fallegur, sé
vel að því verki staðið.
Hinsvegar vekja fréttir um ótrúlegan
skaða á jafnvel nýjum og nýlegum húsum
grun um að gamla íslenzka kæruleysið hafi
orðið fyrirhyggjunni yfirsterkara. Það er
spuming, hvort ekki þarf að endurskoða
gildandi staðal og gera beinlínis ráð fyrir
heljarátökum á borð við 15 vindstig. Ogenn
einu sinni verður að minna arkitekta á hvar
við búum. Gísli Sigurðsson.