Lesbók Morgunblaðsins - 02.03.1991, Blaðsíða 14
akstri, en það verður að segjast
eins og er, að maður hefur til-
hneigingu til að aka honum
greitt. Hann er miklu meiri sport-
bíll, en sumir sem seldir eru und-
ir slíku merki og eru tvöfalt eða
þrefalt dýrari. Þá þarf ekki að
efa að sjálf sportútgáfan, Peuge-
ot 205 GTi sé skemmtileg, búin
204 hestafla vél og með hröðun
í hundraðið uppá 8,8 sek. og
hámarkshraða 202 km. á klst.
Af öðrum gerðum má nefna þann
sem auðkenndur er með GRi og
hefur 1400 rúmsm. vél og fer í
hundraðið á 10,6 sek, sportgerð-
ina CTi cabriolet, sem er blæju-
bíll með veltigrind, 1900 rúmsm.
vél og sama tíma í hundraðið.
Það markverðasta við Peugeot
205 Junior er kannski það, að
hann fæst fyrir kr. 600 þúsund
eftir verðlækkun á allri Peugeot-
línunni, sem umboðinu tókst að
semja um. Það er aðeins 130
þúsundum hærra verð en á
Skoda, sem Jöfur hefur einnig
umboð fyrir, um 60 þúsund kr.
lægra en á Suzuki Swift og um
200 þúsundum lægra verð en á
algengum japönskum smábíl svo
sem Daihatsu Charade. Á und-
anförnum árum hefur verið óhag-
stætt verð á frönskum bílum og
kannski hefur ekki verið reynt
nægilega að ná hagstæðum
samningum. Nú virðist þetta
hafa breyzt.
Eins og að líkum lætur er lít-
ill íburður í svo ódýrum bíl. í
mælaborðinu er bara einn stór
hraðamælir ásamt bensínmæli.
Annað er gefíð til kynna með
viðvörunarljósum. Það sem
mestu máli skiptir er þó, að sæt-
in eru vel formuð, hæfilega mjúk
og fara í alla staði vel með mann.
Öll stjórntæki vinna eins og bezt
verður á kosið. Þeir sem vilja
hafa dálítið barok og allskyns
dúlluverk í kringum sig í bíl,
finna það ekki í Peugeot 205 -
en það finna þeir heldur ekki í
Mercedes Benz. Verkfræðingar
Peugeot hafa kosið að leggja
áherzlu á það sem meira máli
skiptir, nefnilega vélina og undir-
vagninn og það, hvemig tilfinn-
ing það er að aka bílnum. Á þann
hátt gerðu þeir Peugeot 205 að
trompi, sem hefur gagnast fyrir-
tækinu vel úti í Evrópu. Hinsveg-
ar virðist það hafa verið vel varð-
veitt leyndarmál á íslandi.
Gísli S.
Var Jagúar
of stór biti?
Þetta er sjálf grundvallargerð-
in af Peugeot 205. Að óreyndu
gæti maður haldið, að þama
væri það sem kallað er á ensku
„basic transport", þ.e. grundvall-
ar farartæki, nógu gott til að
skila ökumanni og þremur far-
þegum frá einum stað til annars.
Vélin, fjögurra strokka og þver-
stæð að framan, er ekki nema
954 rúmsm. og sú vitneskja eyk-
ur ekki bjartsýni um mikinn
kraft. En þrátt fyrir svo lítið rúm-
tak og aðeins 55 hestafla orku,
sem miðlað er til framhjólanna,
kemur Peugeot 205 Junior geysi-
lega á óvart. Þetta er í sem fæst-
um orðum sagt úlfur í sauðarg-
æm. Ekki sakar það heldur, að
eyðslan er í kringum 5-7 lítrar á
hundraðið og vel undir 5 í þjóð-
vegaakstri, en það helgast m.a.
af því, að bíllinn er ekki nema
750 kg. Af því leiðir einnig, að
það munar um hvern manninn,
sem í honum situr.
Ég reyndi hann ekki hlaðinn,
en undir mér einum var hann
sprækur eins og foli. Hröðun
uppá 14.2 sek. í hundraðið segir
ekki nema hálfa söguna. Gírar
eru fyórir áfram og gírskiptingin
afar nákvæm og lipur. Hlutföllin
milli gíranna eru skynsamleg, svo
í 1. og 2. er hann ágætlega
sprækur. Hinsvegar er ekkert
verið að fara með hámarkshrað-
ann nema í 162 og mætti reynd-
Frá og með árinu 1986 settu
bandarísku Ford-verksmiðjumar
á markað nýjar gerðir, sem vöktu
athygli og seldust eins og heitar
iummur. Þetta var fráhvarf frá
hinum dæmigerða ameríska bíl;
hönnunin var í evrópskum anda
eins og bezt sést af bílum eins
og Ford Taurus og Mercury Sable.
Talið er að þessi breytta og bætta
hönnun hafí átt mestan þátt í að
Ford gat fagnað mestum hagnaði
í lok áttunda áratugarins af
bandarísku bílaverksmiðjunum.
Nú hefur það gerzt, að sam-
dráttur í efnahagslífi þar vestra
hijáir mjög bílaframleiðsluna þar,
sem stendur höllum fæti gegn
sífellt vaxandi samkeppni af hálfu
Japana. I fyrsta sinn síðan 1982
hefur það gerzt, að ársfjórðungs-
leg útkoma hjá Ford er neikvæð.
Sala á amerískum bílum hrapaði
um 31% í janúar og annað eins
hefur ekki átt sér stað í 20 ár.
General Motors hefur farið verst
út úr þessu með ársfjórðungstap
uppá 1.4 milljarða Bandaríkja-
dala. Aftur á móti er Chrysler
réttu megin við strikið, þótt hagn-
aðurinn sé nánast enginn.
Ástæður samdráttarins hjá
Ford eru taldar þær, að þar á bæ
hafí menn haldið sig of lengi við
hið vinsæla útlit frá 1986, þ.e.
Taurus/Sable-hönnunina. Það
sem verra er: Ný andlitslyfting á
Taurus er ekki fyrirhuguð fyrr
en 1995. Evrópudeild Ford hefur
að undanförnu skilað verulegum
hagnaði, en nú kreppir einnig að
þar. í Bretlandi hefur sala hjá
Ford dottið niður um 21% borið
saman við sama mánuð í fyrra og
í ráði er að stöðva framleiðslu þar
einn dag í viku, því 100 þúsund
ósleldir bílar af tegundinni Escort
hafa hlaðizt upp.
Nú er talið, að í velgengni sinni
hafí Ford keypt Jagúarinn á of
háu verði, sem var 2.5 milljarðar
Bandaríkjadala. Ford þurfti þar
að auki að kosta miklu til að end-
urnýja úreltar Jagúar-verksmiðj-
ur. Það kemur sér illa, að sala á
Jagúar hefur á sama tíma dregizt
saman, svo nam 47% í síðastliðn-
um janúar.
Ford Taurus þótti sérlega vel teiknaður bíll og seldist vel. Nú
er hinsvegar talið að Ford hafi ekki nægilega haldið vöku sinni
og að nýtt útlit hefði þurft að vera komið.
Jaguar 4,0. Ford ætlaði að styrkja stöðu sína með kaupunum á
Jaguar, en líklega hefur þetta verið of dýr biti.
Peugeot 205 Junior - grundvallargerð sem leynir á sér. Verðið er kr. 600 þúsund.
Peugeot 205
- vel varðveitt leyndarmál á íslandi
Peugeot 205 kom fyrst á markað í janúar 1983 og hefur verið
framleiddur með lítið breyttu útliti í 8 ár. Sumarið 1983 varð
hann fáanlegur með dísilvél, í janúar 1984 kom sú spræka
GTi-útgáfa og 1986 varð hann fáanlegur sem blæjubill og með
sjálfskiptingu. Ennþá sprækari GTi-útgáfa, 130 hestafla, kom
svo 1988.
Þetta er bíll sem Fransmenn
elska og raunar er hann geysi-
lega vinsæll víða í Vestur-Evr-
ópu. Þetta er hinsvegar bíll, sem
íslenzkir bílakaupendur hafa ekki
lært að meta svo sem vert væri,
en þeir sem hafa kynnst honum
og eiga hann, bera á hann mikið
lof.
Sá sem reyndur var í þetta
sinn er Peugeot 205 Junior, fjög-
urra dyra, eða raunar fímm, því
lúgan á afturendanum opnast
samkvæmt hinni vinsælu og
praktísku formúlu, svo hægt er
að flytja furðu stóra hluti, séu
aftursætisbökin lögð niður. Þetta
er handhægur bíll til að skjótast
í á stórmarkað, þegar verzla þarf
fyrir vikuna. En um leið er það
bíll, sem vandlátir bílaáhuga-
menn aka sér til ánægju.
ar hafa hann minni okkar vegna.
Eins og í öllum smábílum er í
Peugeot 205 veigalítil vöm gegn
árekstri og þvi er ábyrgðarhluti
að búa slíka bíla með miklum
hámarkshraða.
Mér er minnisstætt, að eitt
sinn ók ég bílaleigubíl úti í Evr-
ópu af þessari gerð og líkaði stór-
vel. Það sem mér kom mest á
óvart í ekki stærri bíl; lengdin
er 3.7lm - var hvað hann leynir
hraðanum. Á 100 km hraða er
hann eins og margir. hliðstæðir
bílar eru á 75-80 km hraða. Og
það er frómt frá sagt unun að
aka honum, ef menn hafa á ann-
að borð gaman af slíku og kunna
að meta góðan grip, hvort sem
hann er dýr eða ódýr. Eins og
reglan er um franska bíla, er
Þannig opnast afturendinn og aftursætisbökin er hægt að leggja
niður.
Aftursætisbakið er tvískipt,
sem getur komið sér vel, ef
þrír ferðast í bílnum.
Peugeot 205 mjúkur á fjöðrum
og sú mýkt eyðir að nokkm leyti
smábílahreyfingum, sem mörg-
um þykja hvimleiðar. Hann er
eins og nærri má geta framúr-
skarandi lipur í innanbæjar-
MVUWI iTTíí ® ® |
»-*: .>•« m s® !
/ mælaborðinu á Junior er
hraðamælir og bensínmælir.
Annað sem þarf að vita, er
gefið til kynna mcð Ijósum.
14